Morgunblaðið - 14.05.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1963, Blaðsíða 9
% 25 Þriðjudagur 14. maí 1963 TUORCWB14Ð1Ð Hjá Arnulf ðverland í Grotten eftir Kristmann Guðmundsson ÞAÐ hefur sjaldan ríkt kyrrð eða lognmolla kringum Arnulf över- land. Og þótt hann sé orðinn aldraður nokkuð — hann verður 74 nú í april — þá kémur enn fyrir að stormhviður standa um nafn hans. í haust kom út ný Ijóðabók eftir hann: „Pá Nebo bjerg“, sem vakti mikla athygli um öll Norð- urlönd, því að enn er meistarinn í fullu fjöri og vinnubrögðin ó- skeikul, enda þótt hann hafi nú fengið það áfall, er hann sjálfur telur „byrjun endalokanna": kransæðastíflu. — „Sá vet man det!“ sagði hann, er ég heim- sótti hann í Grotten. „Sá vet man det!“ Hann hló léttilega. — „Þá veit maður úr Ihverju maður á að deyja. Og ég kvíði engu. Jeg venter ikke nog- et ondt eftir döden.“ „Nei, því trúi. ég vel,“ anzaði ég. „Mér þykir líklegt að skáld- um sé tekið vel hjá Sánkti Pétri og hans ágæta húsbónda — ekki síst þeim sem hafa snúið frá villu sins vegar í pólitíkinni og gerst jafnþarfir verkamenn í víngarði hans og þú, kæri Arn- ulf.“ Överland leit á mig út undan sér, dálítið skrítinn á svip, en svo glotti hann. „O jæja, þú ert við sama heygarðshornið. Og ég get svo sem skramban ekki neit- að því, að það væri gaman að eitthvert áframhald yrði eftir síðasta kastið af kransæðastífl- unni. En því miður er ég alveg sannfærður um að svo sé ekki — _og þar við situr.“ Ég hef áður rætt við över- land um þessa hluti og hver étið úr sínum poka. Mér datt þvi ekki í hug að fara að boða hon- um trú, en spurði í þess stað, hvert álit hans væri á hinu nýja tilhugalífi mili vesturs og austurs, þ.e. alltsvo vináttuna milli Ameríku og Sovétríkjanna. „Ég held,“ sagði överland, „að sú þróun, sem þegar er byrjuð í þeim málum, muni ekki ein- ungis vara heldur aukast á kom- andi árum. Krústjoff, sem er gáf- aður maður og slunginn í stjórn málum, hefur líklega uppgötvað þann gamla sannleika, sem Rúss- um hefur raunar alltaf verið ljós öðru hvoru, en sem þeir eiga dálítið erfitt með að kingja, að án vináttu vestursins munu þeir ávalt mæta óyfirstíganleg- um örðugleikum. Það verður ekki framhjá því gengið að Rúss ar eru Evrópumenn og menning þeirra gegnsýrð af vestrænum áhrifum, þrátt fyrir áratugvund- ir kommúnisma. Það er í raun- inni huggunarríkt, sem gerst hef- ur þar: við höfum séð að jafnvel staliniskur terror, getur ekki kúg að mannsandann. Hvert sinn, er einhver linun verður á, eins og í „þýðviðrinu" að Stalin liðnum, gægist fram lifandi gróður'hvar vetna í Sovétríkjunum. Það get- ur vel verið að stefna Krústjoffs lúti í lægra haldi um stund, en ég er samt orðinn sannfærður um að Rússar verði aldrei að fullu kúgaðir, þeir munu brjóta af sér viðjarnar fyrr eða síðar *>g skipa sér í fylkingu hinna frjálsu þjóða." „Vonandi munu allar þjóðir heimsins gera það að lokum, þvi að undan því verður ekki vik- ist að allir erum við ein fjöl- akylda með samskonar tilfinning ar, þrár og þarfir.“ „Já, það er æskilegt og vafa- laust á sá draumur einhverntím- *ann eftir að rætast — ef hægt er að komast hjá því að sprengj- an mikla springi. En ég er ansi hræddur um að fyrst í stað muni lituðu þjóðirnar kjósa einhvers fconar kommúnisma, þær eru van ar því að vera undir svipunni — og ef til vill er það alls ekki útilokað að kommúnisminn geti að %inhverju leyti flýtt þróun þeirra, ef þær losna undan hon- um í taeka tíð. Kannske þurfa sumir menn að kaupa frelsið það dýru verði að gista fangabúðir á leiðinni til þess? Það er líka önnur hlið á þessu máli: hvíti maðurinn hefur hagað sér illa og beitt hin lituðd systkin sín rang- læti og hörku; fyrir það mun honum verða að sviða. Það er ósköp eðlilegt að hinar lituðu þjóðir séu tortryggnar í garð hvítra manna. Hingað til hafa þær ekki haft mikið gott af þeim að segja.“ „Hver er skoðun þin á ECE?“ „Á Norðurlöndum komumst við ekki hjá þvi að taka þátt í Evrópusambandinu með ECE. Það er nauðsjmlegt að hafa fjár hagslega og stjórnmálalega sterkt Evrópusamiband, til að hamla gegn sovét.“ „Ykkur hefur gengið furðan- lega að sigrast á kommúnisman- um hér í Noregi heyrði ég?“ „Ó já, við eigum að vísu í höggi við alls konar dulbúinn undirróður, svo sem eins og „Sosialisk Folkeparti“ og annað slíkt sem auðvitað er ekkert ann að en kommúnismi í sauðargæru. En í menningarmálunum hefur okkur tekist furðanlega að losna undan því oki, sem kommúnis- minn var orðinn hér áður fyrr. Það eru að vísu nokkrir menn, sem ennþá starfa í anda hans, enda þótt þeir stæðust ekki reið ari en ef maður segði að þeir væru kommúnistar.“ „Þú hefur gefið út bók í ár, sé ég. Ég er nýbúinn að lesa hana. Heiti hennar var mér dá lítil gáta“. „Pá Nebo bjerg" — maður nokkur, sem nefndur er í Biblí- unni, eins og þú kannske mannst, stóð eitt sinn á Nebo fjalli og horfði inn í hið fyrirheitna land. Þannig fannst mér að staða mín væri, þegar ég gaf út þessa bók í haust. Ég horfði inn í fyrir- heitna landið„ en ég býst ekki við að ná þangað sjálfur. Jæja, — mannstu eftir því að Strindberg var einu sinni spurður af blaða- manni samskonar spurningu: „Þú hefur gefið út bók nýlega?“ Strindberg svaraði „Já, jag vet att det er straff pá det, men jag kunde inta l&ta bli.“ ÞaðW ekki vel séð á okkar tímum að koma með gamaldags rímaða bók í ljóð um, en ég vona að mér verði fyrirgefið það — að minnsta kosti þegar ég er dauður.“ „Þú lætur mikið .til þín taka í stjórnmálunum, er það ekki?“ „Nei, ég er ekki meðlimur neins stjórnmálaflokks, get ekki samþykkt það, sem flokkarnir halda fram — vil ekki láta binda mig á neinn bás. Það er gott að enginn á mann. Ég vil fá að kjósa menn, en ekki lista, læt ekki skipa mér fyrir, vil vera frjáls.“ „Arnulf — segðu mér nú eitt: hvernig er að vera svona eins konar „heilagt dýr“, eins þú — búandi í heiðursbústað lista- manna í Noregi — er það ekki dálítið erfitt of þreytai>di?“ „Við 'þekktumst í gamla daga, Kristmann, þegar við vorum báð ir frægir menn — en ekki of frægir. — Ég er dálítið plágaður af kvenfélögum, klúbbum, og ýmiss konar samsteypum manna, sem vilja fá mig til að halda ræður, lesa upp óg þess háttar. En annars er þetta ekki svo bölv- að; síðan ég veiktist í sumar, hef ég yfirleitt fengið að vera í friði, því að ég segi bara: Nú er ég með kransæðastíflu og get ekkert gert fyrir ykkur. Það er yfirleitt tekið tillit til þess: Aumingja maðurinn hann er bráðum dauð- ur, við verðum að láta hann í friðL" Grotten er, eins og flestir vita, fyrrverandi bústaður Henriks Vergeland, en ríkið hefur keypt þetta hús og notar það fyrir heiðursbústað handa miklum listamönnum. Húsið stendur í hallargaði Oslóborgar og er í alla staða ágæt íbúð. Þegar litast er um í því núna, ber mest á bókasafni Arnulf Överlands, sem er mjög víðtækt, enda þótt hann hafi, eins og ýmsir aðrir, orðið að sjá á bak þeim skræðum er hann safnaði allt fram að 60 ára Arnulf Overland aldri. Hann hefur sagt þá gull- vægu setningu, sem ég vil undir- strika, að hið eina jarðneska góss, er vert sé að safna, séu bækur. Skáldum ætti að vera öðrum. mönnum fremur ljóst að jarðneskar eignir eru heldur ó- stöðugur hlutur að byggja líf sitt á. Maðurinn getur eignast ýmislegt, ef hann er duglegur, en hann missir það allt einhvern tíma — að minnsta kosti þegar hann deyr. En bækur gegna dá- lítið sérstöku hlutverki. Þær mennta manninn og fræða — og ýmsir dulvitrir menn halda því fram að þær bækur, sem maður á, og hefur átt, geti maður feng- ið aftur eftir hinn svokallaða dauða. Allt, sem þú elskar, áttu eilíflega, stendur einhvers stað- ar. Þess vegna held ég að okkar Arnulfs bíði mjög glæsileg bóka söfn, þegar við komum þar í sveit. Við ræddum um marga hluti, þar á meðal samnorskuna, svo kallaða. Við vorum sammóla um að hún væri ljótt mál, og óheppi legt. Arnulf fórust svo orð: „Þessi þvæla, sem þeir kalla samnorsku er búin til úr því, sem í gamla daga nefndist „folke mál“. Þvi miður hefur Verka- mannaflokkurinn gengist fyrir því, að þessi óskapnaður næði fram að ganga. Mér þykir leið- inlegt til þess að vita, að þeir sem aldrei skrifa staf á æfi sinni, skuli til þess settir að ákveða hvernig við eigum að skrifa, sem höfum málið nokkurnveg- inn á valdi okkar. Auðvitað er þessi barátta gegn ríkisnorsk unni gamalt hatur alþýðunnar gegn yfirstéttinni. En aldrei hef ur hatur alþýðu gegn yfirstétt komið ver niður en í þessu máli. Auðvitað er létt að skilja það, að al'þýðan — ja hvað eigum við að segja: almenningur, sem nú ræður atkvæðamagni í Nor- egi, vilji hefna sín á þeim fá menna hópi, er áður réði hér lögum og lofum. Það er ósköp skiljanlegt, en bölvað til þess að vita að þessi nýja yfirstétt skuli endilega þurfa að eyðileggja það, sem hin forna yfirstétt gerði bezt. — Er þér það ljóst, Krist mann,að unglingarnir okkar í dag skilja naumast bókmenntir Noregs? Þeir geta bráðum ekki lesið ljóðin mín, að maður tali nú ekki um bækur Hamsuns, Sigrid Undset, Trygve Andersen — og fleiri. Við skrifuðum á dauðadæmdu máli. Ég hef barizt fyrir því að varðveita þetta mál, en ég er ekki all’t of bjartsýnn á endalokin. Eins og þú veizt er allt, sem æskan vill rétta örv- andi hönd, sigursælt i bili.“ „Heldurðu þá ekki, Arnulf miftn, að þessir nýju tímar og þeirra fulltrúar hafi bara rétt fyrir sér?“ „Nei! Enginn sem eyðileggur óbætanleg menningarverðmæti, hefur rétt fyrir sér!“ Það var komið undir sólarlag. — „Líttu á þetta meinfýsna auga,“ sagði Överland, „sem gláp ir .niður á ofckur núna. Hver skyldi halda að þetta væri sama sólin og gefur okkur ástúð sina, ljós og yl á sumrin!" „Þú ert þekktur á fslandi", sagði ég við skáldið. „Einu sinni komstu þangað I boði landa minna-----er ekki eitthvað sér- stakt, sem þig langar til að segja við þá núna?“ „Ef svo færi,“ anzaði skáldið, „að próun framtíðarinnar gengi í þá átt að litlar þjóðir ættu ekki' lengur rétt á sér, þá vildi ég óska islenzku þjóðinni, að hún yrði undantekning frá þeirri reglu. Hún hefur í þúsund ár haldið tákni bókmenntanna svo hátt á lofti, að allar aðrar þjóðir heimsins dázt að henni fyrir það. Vera má, að einnig í hennar lífi sé þar komið, að hún hafi ekki miklu að tjalda. En ég vona að vegna þess, sem hún hefur þegar gert, eigi hún eftir að verða ein af þeim fáu þjóðum, sem heimur inn lítur upp til í hrifningu vegna andlegra afreka.“ „Arnulf — þú varst einu sinni kommúnisti, — segðu mér nú í einlægni: Hvaða stjórnmálaskoð anir hefurðu núna?“ „Ég er hvorki rauður né hvít- ur, en ég hef ávallt barizt fyrir því, að mega halda fram mínum eigin skoðunum. Það er dýrt — maður missir alla vini sína á því, manni er útskúfað sem manneskju. En samt held ég að það, að vera maður, og hafa sínar eigin skoðanir, sé dýrmæt- ara en allt annað í þessum heimi.“ Auðvelt er að flytja vélina milli staða, og mjög fljótlegt að tengja hana á bíL Ný gerð af gröfu og mokstursvél BLÖNDUÓSI, 13. maí — Sýslu- sjóður A-Húnavatnssýslu hefur keypt nýja og stórvirka vél, Bröyt X 2, sem er bæði grafa og mokstrarvél og fyrsta vélin af þessari tegund, sem flutt er til landsins. Kom hún hingað til Blönduóss á laugardaginn og var þá reynd að viðstaddri sýslu- nefnd og fleiri mönnum, en sýslu fundur stendur nú yfir. Vélin er norsk og þykir þar og víðar á Norðurlöndum hinn mesti kostagripur. Árni G. Ey- lands sá hana og verk hennar í Noregi og þótti mikið til koma. Ritaði hann um það í Mbl. oig taldi að hún myndi henta hér á Nýja vélin að vinna. Ljósm. Bj. Bergmann landi ekki síður en í Noregi við vegagerð o.fl. En þar að hún talin hafa valdið þáttaskilum um vinnslu ýmissa verkefna. For- göngumaður þess að hún var keypt hingað í sýslu er Jón ís- berg sýslumaður. Vélin er ótrúlega einföld að gerð og virðist vera geysilega sterkbyggð. í henni er 45 ha. Dieselvél, en allt unnið með Vökvaþrýstingi. Brennslukostn- aður er sáralítill. Vírar eru engir og aðeins 2 tannhjól. Vélin er mjög auðveld í flutningi, ein- faldri festingu er komið fyrir á vörubílspalli og sikóflunni krækt á hana. Síðan er framhjólunum lyft það hátt að þau nema ekki við jörðu og getur þá bíllinn dregið vélina hratt eftir vegL Tveir armar fylgja vélinni, ann- ar fyrir gröft en hinn fyrir mokst ur. Er talið um 3 klst. verk að skipta um armana. Vélin kostar hingað komin um 800 þús. kr. Umboðsmaður fyrir hana hér á landi er Gunnar Ás- geirsson stórkaupmaður. — Bj. I Bergm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.