Morgunblaðið - 14.05.1963, Side 15

Morgunblaðið - 14.05.1963, Side 15
Þriðjudagur 14. maí 1963 MORCVNBLAÐIÐ 31 RTÍDARLOK LOKADAGURINN var sl. laugardag, 11. maí. Yfirleitt var vertíðin góð. Hér eru birtar fréttir úr nokkrum verstöðvum um aflabrögð á vertíðinni, en næstu daga munu fréttir birtast frá öðr- um. 38 þús. tonn til Eyja VESTMANNAEYJUM, 13. maí. — Lokadagurinn var síðastliðinn laugardag, 11. maí, og eru nú allir bátar hættir á vertíð. Hafði þá borizt á land í þessari vetrar- vertíð um 38 þúsund tonn hing- að til Vestmannaeyja. Vertíðin má teljast í heild hafa verið yfirleitt góð. Mikill fiskur gekk á miðin seinni hluta vetrar, en páskahretið dró úr aflabrögðum. Þetta var einhver jafnasta vertíð, hvað aflabrögð varðar, sem hér hefur verið um mörg ár. Alls reru héðan 86 bát- ar og 39 þeirra fengu yfir 500 tonna afla. Bátaflotinn skiptist þannig eftir veiðarfærum: 55 með línu og net 15 með handfæri 10 með botnvörpu 3 með línu eingöngu 3 með snurpinót (ýmist á þorsk eða sild). Þessir sjö bátar öfluðu meira en 800 tonn: Stígandi VE 1.004 tonn (skipstjóri Helgi Bergvins- son, en hann var líka aflakóng- ur á vetrarvertíðinni árið 1960), Björg SU 954 tonn (skipstjóri Hilmar Bjamason), Gullver NS 838 tonn (skipstjóri Jón Páls- son), Eyjaberg VE 825 tonn (skipstjóri Sigurður Gunnars- son), Snæfugl SU 818 tonn, Rán SU 803 tonn og Isleifur III VE 801 tonn. — Björn, 10.600 tonn til Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI, 13. maí. N Ú um lokin eða nánar til tek- ið 7. maí hafði 21 bátur aflað 10,595,8 tonn í 1091 róðri. Aflahæstu bátarnir eru þess ir: Arnarnes 934 tonn í 73 róðr- um, Hafnfirðingur 913,5 í 77, Fákur 730,4 í 49, Héðinn 716,2 í 51, Fiskaklettur 703,1 í 72 og Fagriklettur 668,1 tonn i 47 róðrum. Vertíðin nú var mun betri en í fyrra. Nokkrir bátar héðan frá Jóni Gíslasyni hafa lagt upp í Grinda vík í vetur og aflað vel, og sömu leiðis vb. Ársæll Sigurðsson, sem er kominn með yfir 1000 tonn. Sjö bátar eru nú hættir neta- veiðum en hinir munir halda eitthvað áfram. Síðustu daga hefir verið tregur afli. Nú eru bátar að búast á humarveiðar og munu margir verða á þeim veið- um í sumar. — G. E. 1.000 tonnum af þorski meira en í fyrra til Akraness AKRANESI, 13. maí. — Á loka- daginn, 11. maí, var heildar- þorskafli bátanna hér á þessari vetrarvertíð orðinn 10.000 tonn. 9 þús. tonn varð hann í fyrra, og er þorskaflinn því 1.000 tonn- um meiri í ár. Fimm aflahæstu bátamir eru nú Sæfari (skipstjóri Jóhannes Guðjónsson með 913 tonn, Anna (skipstjóri Þórður Guðjónsson) með 893 tonn, Sigrún (skipstjóri Helgi Ibsensson) með 860 tonn, Sigurður (skipstjóri Einar Árna son) með 846 tonn, Sigurður (skipstjóri Einar Árnason) með 846 tonn og Keilir (skipstjóri Þorvaldur Guðmundsson) með 655 tonn. — Oddur. 4.500 tonn til Grundarfjarðar GRUNDARFIRÐI, 13. maí. — Héðan reru sjö bátar á vertíð- inni, fóni alls 440 róðra fram til dagsins í dag, og fiskuðu u.þ.b. 4.500 tonn. Þetta er mun betri útkoma en i fyrra, því að þá fengu átta bátar 3.183 tonn í 456 róðrum. Aflahæstir eru vb. Farsæll (skipstjóri Sigurjón Halldórs- son) og vb. Grundfirðingur H (skipstjóri Elis Gíslason) með ca 800 lestir h'vor. Þeir voru ein- göngu á netum. Aflakóngurinn reri frá Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 13. maí. — Vb. Helgi Helgason er aflahæst- ur allra báta á þessari vetrar- vertið. Hefur hann fengið 1451 tonn og 755 kg. í 72 róðrum. 29 Um helgina fékk Náttúrugripasafnið sent hræ af emi, sem rekið hafði á Hvallátrum í Barðastrandasýslu. Var hræið gamalt og hefur örninn drepist einhvern tíma í vetur, og ekki að svo komnu máli hægt að segja neitt um hvað hefur orðiff hans bana mein, að því e. dr. Finnur Guðmundsson tjáði Morgunblaðinu róðra var hann á línu og fékk 314 tonn 945 kg. Vb. Dofri hefur fengið 1206 tonn og 100 kg. í 71 róðri, þar af 375 tonn 435 kg. á línu (37 róðrum). Vb. Sigurfari var á línu allan tímann og er með 638 tonn 920 kg. í 78 róðrum. Vb. Sæborg (líka á línu) fékk 548 tonn 265 kg. í 72 róðrum. Vb. Orri fékk 202 tonn 935 kg. í 37 róðrum. Vb. Valur 79 tonn 615 kg. í 25 róðrum. Vb. Freyja 79 tonn 865 kg. í 19 róðrum. Heildarafli Patreksfjarðarbáta á vertíðinni er bvi 4.207 tonn og 455 kílógrömmum betur. — Trausti. 1338 tonn til Bíldudals _ BÍLDUDAL, 13. maí. — Héðan reru tvö skip í vetur: Andri og Pétur Thorsteinsson. Sá fyrr- nefndi hætti um síðustu mánaða mót og hafði þá fengið 668.1 tonn í 72 sjóferðum. Pétur rær enn og fer a.m.k. einn túr til við bótar. 1. maí hafði hann aflað 669,8 tonn frá áramótum í 74 sjóferðum. .— Heildaraflinn var því um 1338 tonn um mánaða- mótin. Léleg vertíð á Hólmavík Vertíð er að ljúka á Hólma- vik. Sjö þilfarsbátar, 9—37 tonna, voru gerðir út í upphafi vertiðar, en einn hætti á henni miðri vegna vélarbilunar. Hinir voru á línu fram í marz, en skiptu þá yfir á net. Vertíðin varð mjög léleg. Um seinustu mánaðamót voru 514 tonn komin á land (auk þess lönduðu tveir Hólmavíkurbátar samtals 90 tonnum á Skaga strönd, Sauðárkróki og Ólafs firði). Bezt voru aflabrögð i janúar, enda gæftir þá góðar. Janúaraflinn varð 334 tonn. í febrúar öfluðust 106 tonn, í marz ekki nema tæp 10 og í apríl 64. Eskifjarðarbátar ESKIFIRÐI, 13. maí. — Vertið er nú lokið á Eskifirði og allir bátar komnir heim. Fjórir bát ar voru gerðir út héðan frá Eski- firði og þrír frá Vestmannaéyj- um. Frá Vestmannaeyjum reru Björg, sem fékk 950 tonn, Ein- ir með 750 og Birkir með 603 tonn óslægt. Frá Eskifirði reru Vattarnes, sem var með 724 tonn, Seley með 648 tonn, Hólmanes með 594 tonn og Guðrún Þorkelsdótt- ir með 487 tonn, og er þá mið- að við slægðan fisk með haus. — Þess má geta, að vb. Guðrún Þorkelsdóttir var á síldveiðum fram í febrúarmánuð. — Hrað- frystihúsið hefur tekið á móti 2.500 tonnum af slægðum fiski með haus. — G. W. Utanríkisráð- herra Hollands í opinbera heimsólm UTANRÍKISRAðHERRA Hol lands, herra Jaseph Luns, ag kona hans koma i opinbera heim sókn til íslandis fimmtudags kvöldið 16. þ.m. og dvelja hér til mánudagsmorguns 20. maí Þau búa í Ráðherrabústaðnutm. í för með ráðlherra er sendi- herra Holilands hér á landi, Adolp Bentnick, barón, og kona hans, ásamit sendiráðsrituruan og einka ritara ráðherrans. Á föstudag kemur utanríkis ráðherrann í heimsókn í Stjórn arráðið ag á viðtöl við íslenzka ráðherra, og síðdegis sama dag býður hann ti!l blaðamannafund ar. Á laugardag munu utanrikis ráðherraihjó'nin og föruneyti þeirra fara til Þingvalla í boði ríkisstjórnarinnar, og síðan skoða Sogsvirkjunina, og sitja hádegis verðarboð borgarstjórans Reykjavik. Á sunnudag verður flogið til Akureyrar ef veður leyfir. ÞESSA mynd tók ljósmyndari blaðsins í garði á Hringbraut 71. Þar hafa krakkamir leikið trén illa, og brotið þau niður. Húseigandinn segir að oft hafi borið á þessu, en aldrei meira en í vor. Og séu það aðallega 11—12 ára strákar, sem ryðj- ast inn í garðana og fara svona með trjágróðurinn. Er von að fólki sé sárt um trén, sem það er búið að hlúa að árum saman og koma upp. Mbl. átti tal um þetta við Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra bæjarins. Hann sagði að á hverju ári væri meira eða minna brögð að þessu. Vor- galsinn væri einmitt núna að koma i krakkana. Þan stökkva upp í greinarnar og klifra i trjánum eða rifa af greinar til að skylmast með. En þau gera sér ekki grein fyrir því, að þarna eru þau verri bölvald- ur fyrir gróðurinn en slæmt vorhret, eins og vij fengum að kenna á um daginn. Krakk arnir geta þannig rifið niður á einni dagstund, það sem feður þeirra hafa ræktað i áratugL Ættu foreldrar að reyna að koma bömum sínum í skiln- ing um að gróðurinn þarf að umgangast með aðgát, til að eyðileggja ekki verk þeirra sem reyna að rækta. Þyrlur og flugvélar sækja 2 sjúklinga Á LAUGARDAGINN voru farin tvö mikilvæg sjúkraflug. Flug- vél frá Þyti sótti konu 'í barns- nauð að Króksstöðum í Miðfirði og tvær þyrlur frá vamarliðinu og Dakotavél sóttu sjúka konu að Laugabóli í Arnarfirði. Gekk flugið vel í bæði skiptin. Veik kona i Arnarfirði Á laugardagsmorguninn lögðu þyrlumar tvær og Dakotavélin frá varnarliðinu af stað af Reykjavíkurflugvelli. En Slysa- varnafélagið, sem hafði verið beðið á föstudagskvöld um aðstoð við að ná í mjög veikan sjúkl- ing í Arnarfjörðinn, hafði snúið sér til varnarliðsins með þessa hjálparbeiðni. Sjúklingurinn Guð rún Guðnadóttir á Laugabóli, var of veik til að hægt væri að flytja hana í bíl eða sjóleiðis, einkum þar eð hún er sjóveik og bílveik. Önnur þyrlan lenti svo á tún- inu á Laugabóli, og siðan lentu þær báðar á Skógarströndinni, til að bæta eldsneyti úr hinni þyrlunni á sjúkravélina. En Dakotavél fylgdist með til ör- yggis. Gekk sjúkraflutningurinn vel og lentu þyrlurnar á Reykjavíkur flugvelli kl. 9. Hafa aðstandend- ur Sjúklingsins beðið Mbl. að færa Slysavarnafélaginu, sérstak lega Henry Hálfdánarsyni, og varnarliðinu þakkir fyrir hjálp- ina. Kona í barnsnauð Um kl. 17.30 sl. laugardag var Þytur h.f. beðinn um að sækja konu í barnsnauð að Króksstöð- um í Miðfirði. Með í ferðinni voru læknir og hjúkrunarkona. Á leiðinni suður varð að gefa konunni súrefni, en þegar til Reykjavíkur kom var konan þegar flutt á Fæðingardeild Landsspítalans. Síðar um kvöld- ið fæddi hún sveinbam. Líður móður og syni nú vel eftir at- vikum. Send var tveggja hreyfla vél af gerðinni Piper Apache. Flug- maður var Gunnar Guðjónsson. Lent var á Króksstaðamelum, sem er skammt frá bænum. Ferð in tók um tæpa tvo tíma. FLUGSLYS Kaíró, 13. maí (NTB). EGYPZK farþegaflugvél i Dakota-gerð fórst á sunnuda í Nílardalnum og með heni 35 manns, þeirra á meðal tve starfsmenn Heilbrigðismáh stofnunar SÞ (WHO). Sjónai vottar segja að flugvélin ha hrapað logandi til jarðar. Vé/or & Víðtœki Vantar 2ja—3ja herb. íbúð fyrir starfsmann. Upplýsingar í síma 23524 og 17276.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.