Morgunblaðið - 17.05.1963, Page 3

Morgunblaðið - 17.05.1963, Page 3
Töstudagur 17. maí 1963 MORCVISBL 4T>1 Ð 3 8TAK8TEIMAR Furðufregnir Tíminn birtir þá stórkostlegn frétt á forsíðunni í gær, að Al- þýðubandalagið boði kommún- ismann. Þótti flestum þetta lítil tíðindi, en gott er þó til þess að vita, ef kommúnistaþjónkun Framsóknarforingjanna hefur byggzt á misskilningi og heim- ildaskorti til þessa. Forsíður Tímans gerast nú undarlegri með degi hverjum. S.l. mið- vikudag var þar boðuð stofn- un meginflokks ásamt komm- únistunr., sem óhjákvæmilega hefði það í för með sér, að Framsóknarflokkurinn sem slíkur hætti störfum. í gær er svo hinn mikli leyndardómur birtur Iandsir.innum: Alþýðubandalagið boðar kommúnismann!! Málefnaskortur Það sem mjög einkennir þessa kosningabaráttu er málefnafá- tækt stjórnarandstæðinganna. Þjóðviljknn heldur daglega að fólki ímynduðum kjarnorku kosn ingabombum. Er það upplýst, að kjamorkusprengjur séu hættu- legar lifi og Iimum íslendinga. eins og fólks af öðru þjóðerni. Er vitnað til skýrslu, sem ís- lenzkur embættismaður hefur sent stjómvöldum og þannig gegnt sjálfsagðri embættisskyldu sinni. Reynir Þjóðviljinn á all- an hátt að gera aðdraganda og efni þessarar skýrzlu, sem tor- tryggilegast. Hins vegar birta þeir myndir af æviferli ýmissa íslendinga og vélrituðum slúð- ursögum um menn og málefni. Ekki er um auðugrj garð að gresja í Tímanum. Þar er reynt að blása út viðkvæmustu utan- ríkismál íslendinga og þeim beitt hiklaust af dæmafáu ábyrgðar- leysi. Er jafnvel gripið til þess ráðs að segja eitt í dag og ann- að á morgun ,í trausti þess, að sumir lesi blaðið óreglulega. Síð- ustu daga hafa furðufregnirnar svo náð yfirhöndinni að þvi er virðist. Stofna meginflokk með kontmúnistum s.l. miðvikudag og í gær er það upplýst, að komm- únistar boði kommúnisma. Gagnrýni þessara blaða á við- reisnina og ríkistjórnina hefur hinsvegar verið fádæma máttlaus og órökstudd. Þá hafa þeir ekki gert minnstu tilraun til þess að skýra frá eigin úrræðum. Það er frumkrafa kjósenda á hendur stjórnmálaflokkum, að þeir skýri frá stefnu sinni, sem þeir hyggj- ast framkvæma, ef þeim verða falin völdin. Þessari frumkröfu hafa komirúnistar og Framsóknar menn brugðizt með öllu. í stað þess hafa málgögn þessara flokka brugðið yfir sig hjúp furðufregna en narta svo við og við í hæla stjórnarflokkanna til málamynda Hvernig verður sú stjórn, sem þessir flokkar mynduðu á grund- velli þessara málefna? Fjárfesting? Kjósendur hér í borg eru nú í miklum metum hjá Framsókn- arflokknum, a.m.k. í krónutölu. Ef skrifstofa flokksins hetfur spurnir af einhverjum aðila á kosningaaldri, sem sé í fjá.rþröng og hafi ekki ákveðnar stjórn- n.álaskoðanir, þá eru honum sett- , ir kostir, sem skrifstofusveinar * Framsóknarflokksins telja nokk- urt kostaboð. Viðkomandi geti auðvitað fengið lán og mun bað- - ið venjulega 80 þúsund krónur á hagstæðum víxlum. Ekki þurfi að hafa teljandi áhyggjur af á- byrgðiarmönnum eða veðtrygg- ingum, þótt siíkt komi að vísu ekki að sök. Lántakandinn þarf aðeins að rita nafn sitt á vix- ilinn og svo einnig á smá papp- írsmiða: Inntökubeiðni í Fram- sóknarfélag Reykjavíkur. í sambandi við væntanlega utanför Þjóðdansafélagsins má geta þess, að félagsmenn hafa ráðizt í að koma sér upp íslenzkum búningum, ná- kvæmum eftirlíkingum af karl- og kvenbúningum, og hefur verið stuðst við safn- gripi við gerð þeirra. Einnig hafa fjölmargir sérfróðir menn og konur verið kvaddir til ráðuneytis. Búningar sem þessir kosta of fjár, og hafði félagið ekki fjárhagslegt bol- magn til að koma þeim upp. Því varð það að ráði, að hver Sigriður Ingvarsdóttir og Drífa Kristjánsdóttir dansa dansa. tatara- Um hundrað börn á öllum aldri dönsuðu af hjartans lyst í Háskólabíói sl. þriðjudag. Þau voru að æfa ýmiss konar dansa, létta söngdansa allt upp í þó nokkuð flókna þjóð dansa. Yngstu börnin döns- uðu og sungu „Bangsi sefur“, svo komu þau eldri með hringdansa, keðjudansa og margt fleira, og elztu krakk- arnir dönsuðu af leikni mik- illi tataradansa og aðra fjör- uga þjóðdansa. Flest voru þau í íslenzkum búningum eða öðrum, sem hæfðu dans- inum, og voru margir bún- inganna hinir skartlegustu. Krakkarnir voru að búa sig DUNANDi DANS Kristín Valdimarsdóttir og Eyjólfur Bjarni Gíslason dansa. Þau eru bæði 8 ára gömul. (Ljósm. Mbl., Sv.Þ.) Margrét Rögnvaldsdóttir. Einnig heldur félagið nám- skeið fyrir fullorðna og er það ætíð vel sótt. Aðalkennari Þjóðdansafélagsins er Sigríð- ur Valgeirsdóttir, en hún er sérfræðingur í íslenzkum dönsum. Oddný Hanna Eiriksdóttir og Björn Ellertsson dansa litháen dansfélagi, sem þátt tekur í væntanlegri utanferð, vinnur að sínum búningi, en félagið leggur til efni. Ætlunin er að félagið eigi síðan þessa bún- inga, en hver félagi, sem vinn- ur að þessu hafi forgangsrétt að sínum búningi, meðan hann er starfandi í félaginu. Félagið hefur þegar keypt efni í 12 kvenbúninga og 7 herrabúninga og er kostnað- urinn við efniskaupin rúm- lega 66 þúsund krónur. Nokkra búningana er þegar búið að sauma og verða not- aðir við dansskemmtunina á sunnudaginn undir danssýningu, sem hald- in verður í Háskólabíói n.k. sunnudag. Er það Þjóðdansa- félag Reykjavíkur, sem stend- ur fyrir sýningunni, og sýn- ingarflokkur félagsins kemur þar fram og dansar þjóð- dansa. Ágóði af sýningunni rennur í utanfararsjóð félags- ins, en áformað er að fara ut- an á þjóðdansamót í Oslo 26. júní n.k. Þjóðdansafélag Reykjavík- ur heldur uppi kennslu í gömlum og nýjum dönsum fyrir börn á aldrinum 5—15 ára, og héfur aðsókn aldrei verið eins mikil og í vetur. Danskennarar eru þær Matt- hildur Guðmundsdóttir og Nokkrir dansarar í ÞJóðdansafélagi Reykjavíkur í þjóðbúningum. Fremst á myndinni eru þæ Unnur Eyfeils í nýja skautbúningnum og Jetta Jakobsdóttir í gamla upphlutnum.. Lengst t vinstri er Steinunn Pálmadóttir í gamla skautbúningnum, þá Matthildur Guðmundsdóttir spaðafaldi, Jón H. Þórarinsson og Svavar Guðmundsson í karlmannabúningum frá um það b 1850, Erna Júlíusdóttir í upphlut og Kristín Jónsdóttir í peysufötum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.