Morgunblaðið - 23.05.1963, Page 5
| Fimmtuctaf'nr 33 ma' 1063
M O R C l! IV R r 4 *> r Ð
5
I
Þeir smiðuðu bátinn sjálfir og sgila nú á honum
— á þurru landi.
.,V/ð byggðum bát með alvöru lúkar,
en flestir peyjar búa bara til kofa.
Nú síðustu dagana hefur
verið vor í lofti hér í Vest-
mannaeyjum og hafa þá
börnin hafið sína árvissu úti-
leiki, en ég gekk fram á þessa
snáða og fannst þeir hafa sér-
stöðu í sínum leik.
Þeir höfðu smíðað sér sinn
eigin bát og þar æfðu þeir
hin ýmsu verk sjómennsk-
unnar, enda mörgum þeirra
sjómennskan í blóð borin. Hjá
strákunum ríkti hin mesta
eining, og hafði hver þeirra
sitt starf um borð, eftir því
hvernig þeir höfðu verið
munstraðir.
Þeir sögðust hafa verið ný-
búnir að taka upp, hefðu ver-
ið að alveg til 15. maí, en til
þess tíma er skýrsla Fiskifé-
lagsins tekin.
■
i
Piltarnir létu hið bezta yfir
sér, og þegar þeir voru spurð-
ir hvað væri framundan, svör-
uðu þeir, að eiginlega væru
þeir í verkfalli gegn útgerðar
manninum, hann léti þá ekki
hafa nóga peninga, „já, til að
kaupa meira brons og máln-
ingu.“
Þeir kváðust vera ákveðnir
að fara ekki á sumarveiðarn-
ar fyrr en báturinn væri kom-
inn í fulla „skveringu", en
þeir brygðu sér kannski á sjó-
tangaveiðimótið.
Svo sögðust þeir reyndar
líka vera með enn harðari
kröfu, þótt henni væri ekki
nema óbeinlínis beint að út-
gerðarmanninum, og það ekki
hvað sízt svona rétt fyrir
kosningar, en það væri að fá
nýjan kartöflugarð undir skip
ið. Það þyrfti reyndar ekki
endilega að vera kartöflu-
garður, það yrði bara að vera
eitthvert svæði, þar sem
fleytan þeirra fengi að vera
í friði.
Eftir nokkra daga ætti að
fara að setja niður kartöflur
í miðin þeirra, svo þau yrðu
innan landhelgi, en hins veg-
ar efuðust þeir ekki um að
þar yrði hægt að moka upp í
haust. — Sigurgeir.
NÝJa BIO sýmr þessi kvöldin Cinema Scope kvikmynaina
Piparsveinn í kvennaklóm, sem tekin er í litum með Tuesday
Weld og Ricliard Beymer í aðal hlutverkum. Myndin fjallar um
þau æfintýri og þær raunir, s em piparsvcinn nofckur lendir
í og viðleitni hans til að viðhalda þjóðfélagsstöðu sinni, og
hafa menn oft getað hlegið hressiiega að þessu efni.
Sl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Jóni
Thorarensen ungfrú Hjördís Sig-
dóttir, Ólafsbraut 48, Ólafsvík
og Birgir Jónsson, Skúlagötu 76,
Reykjavík. (Ljósm.: Studio Guð.
mundar).
Nýlega opinberuðu trúlofun
snaí ungfrú Sigríður Kristins-
dóttir, Sigluvog 16, og Gunnar
Hauksson, Langholsvegi 1&8.
Sl. páskadag voru gefin saman
í hjónaband í Kálfatjarnarkirkju
ungfrú Kristín Þóra Valdemars-
dóttir, Hólum við Kleppsveg, og
Engilbert Kolbeinsson, Auðnum,
Vatnsleysuströnd. Einnig voru
gefin saman ungfrú Sigríður
Páls, Efra-Hofi, Garði, og Ás-
geir Valdemarsson, frá Hólum.
Sr. Garðar Þorsteinsson gaf brúð
hjónin saman.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína Ragnhildur Ásgeirsdótt-
ir, Brekkugötu 24, Hafnarfirði
og Einar Óskarsson, Bergstaða-
stræti 12, Reykjavík.
S.l. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Guðbjörg Tóm
asdóttir Víðimel 57 og Guðbjart-
ur Kristófersson, Leifsgötu 8.
Áttræður er I dag Ólafur Lár-
usson, Fjeldsted, Kársnesbraut
96 í Kópavogi. Hann verður að
heiman í dag.
Sextugur er í dag Filippus
Tómasson, trésmíðameistari,
Rauðagerði 18.
urðardóttir og Hans Þór Jens-
son, hljómlistarmaður. Heimili
ungu brúðhjónanna er að Réttar
holtsvegi 95. (Ljósm. Studio Guð
mundar, Garðastræti 8).
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Magnúsi Guð-
mundssyni, ungfrú Halla Steins
Keflavík
Nýlegur Pedegree barna-
vagn (hvítur og blár) til
sölu. Verð kr. 3500,00
Sími 2340.
Heimavinna óskast
t.d. vélritun. Góð tungu-
málakunnátta (danska,
þýzka, enska). Uppl. í
síma 36511.
innflutningsleyfi
Óska að kaupa innflutnings
leyfi fyrir notuðum bíl.
Uppl. í síma 37232 eftir
kl- 7 á kvöldin.
Ungt kærustupar
óskar eftir 2—3ja herb.
íbúð til að geta gift sig.
Uppl. í síma 13572.
Keflavík
íbúð til leigu frá 1. júní til
1. nóvember. Húsgögn og
ísskápur fylgja. Upplýsing
ar í síma 2370.
Ibúð
Til leigu í 4 mánuði í Kópa
vogi 50 ferm. hæð. Uppl. i
síma 50389 eftir kl. 1 í dag
(fimmtudag)
Gott herbergi
óskast með eða án eldhúss.
Uppl. i síma 16431 milli
kl. 1—7 morgun og næstu
daga.
Egg
Vantar kaupanda að 20—
30 kg. á viku- Sími 24539 I
dag og eftir kl. 6 virka
daga-
uörur
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
LON DON Austurstræti 14.
Rýmingarsala — Rýmíngarsala
Hvítar gammósíubuxur, verð frá kr. 85.
Ullarpeysur á drengi 3—10 ára, verð frá kr. 130.
Sumarbolir barna, verð frá kr. 35.
VERZLUIN ÁSA
Skólavörðustíg 17 — Sími 15188.
Sumardragtir — Sumarkápur
Höfum fengið nýjar sendingar af sumardrögtum,
kápum og kjólum, einnig tækifæriskjóla úr terylene
og hvítar blússur.
Dömubúðin Laufið, Austurstræti 1.
Sumarvlnna —
Vélritun
Viljum ráða vélritunarstúlku yfir sumarmánuðina
til afleysinga í sumarleyfum. — Upplýsingar gefnar
á skrifstofu okkar að Sætúni 8 kl. 11—12 f. h.
föstudaginn 24. maí.
. JOHNSON &KAABER há
5 manna fjölskyldubifreið.
Ríki ferða-
mannsins er víð-
lent, sé farkostur
inn PKINZ.
Komið, og
\fel )7 skoðið ^ Prinzinn. Ódýr, en vandaður.
FÁLKIIMN HF. Söluumboð á Akureyri:
Laugavegi 24 — Reykjavík Lúðvík Jónsson & CO.