Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 12
12 Movr,riyni4TnB^ r Fimmtnfosttr 23. maí 1963 — Reyndu nú að standa upp, Júlíus. Þú veizt að þú átt að aka bifreiðinni heim. DUNKERLEYS — Þó ekki væri. MeS þes nýju föt og svo járnbrautarfarií — Ojá. Það kostaði dálagleg an skilding hvorttveggja. Alec lagði fimm shillinga í náttborðið. — Þegar þú ert bú- inn að hvíla þig, skaltu fá þér einn bjór. Það er engin ástæðc til að gera neinn píslarvott úr sjálfum sér. Fred lá Og starði upp í loftið. Hann heyrði skella í útihurðinni — Ja, mikill er andskotinn! sagði hann við sjálfan sig í hálf- um hljóðum. Hann gat varla trú- að þessu. En hér var hann. Og hér yrði hann. Drunginn frá því um eftirmiðdaginn kom yfir hann aftur. Hann hlustaði stund- arkorn á skellina í járnbrautar- vögunum fyrir utan, en brátt var hann fallinn í væran svefn 12. Alec svaf þessa nótt í íbúðinni 6inni í Lincolns Inn. Fyrst eftir, ®ð hann vissi, að Elsie mundi yf irgefa hann, ákvað hann að segja upp þessum herbergjum. Hann langaði ekkert til að vera eigin matselja og ráðskona. Betra að fá sér leigt einhversstaðar, þar sem einhver kona væri til að gera húsverkin. En nú ætlaði hann að halda í herbergin, halda sjálfum sé og Hesbu- Þegar heimurinn var svona dýrlegur, fannst honum hvað eftir annað eins og hann væri að vakna af draumi. Hann hafði verið að heyra fótatak Hesbu á gólfinu, séð hana sitja við skrifborðið við gluggan út að trjánum, og heyrði hvísl og tal, þangað til honum fannst eins og hún væri allsstaðar nálægt í öllum krók- um og kimum. En nú var hún horfin. Snögglega og algjörlega hugsa um föður sinn, var ekkert frá þeirri stundu er hann fór að rúm þarna fyrir ástina. Jafnvel þegar hann var í návist hennar var eins og eitthvert ský kæmist upp á milli þeirra, og hún sagði. — Alec, Alec, hvar ertu? — Hvar er ég? — Já, hvar ertu. Þú ert í margra mílna fjarlægð. Mér finnst eins og ég sé að faðma afturgöngu. En þá reif hann sig með valdi upp úr þessari martröð sinni og álögum, og sagði henni, að hún væri ástin hans, elskan hans, en þegar þau voru skilin, sótti enn að honum þessi tilfinning, að hann væri með afturgöngu í faðminum- ÁTTUNDI KAFLI. 1. Stuttur vetrardagurinn var að kvöldi kominn, þegar Hesba hætti að skrifa. Hún gekk út að glugganum og horfði á þokuslæð inginn, sem leið hægt yfir grasið í skemmtigarðinum, á gotuljósin, sem komu upp, hvert af öðru og á fólkið, sem var að liðka hund- íana sína, áður en það færi að i baka sig við arininn inni. Hún varð hissa á þessu reglubundna lífi, sem var alveg eins og það átti að sér. Hvað var nú þessi maður að hugsa, sem var að kalla hundinn til sín og beygði sig niður til að festa tauminn í háls- ; bandið á honum, áður en hann I færi með hann yfir götuna? Og ! þessi rólega stúlka, sem hélt uppi pilsinu sínu frá gangstéttinni, með hanzkaklæddri hendinni — ; hvaða hræðilegar ráðagerðir skyldu búa að baki þessu ung- meyjarandliti? Aldrei myndi hún í geta hætt að hugsa um þetta j grenjandi ósamræmi, sem gat ver ið með andliti manna og hjart- anu. Hún gekk að borðinu aftur og tók upp það, sem hún hafði skrifað, braut saman arkirnar og stakk þeim í langt umslag. Hún lakkaði það vandlega aftur með rauðu lakki og skrifaði utan á: ,,Til frú Isambard Phyfe- Lesist aðeins eftir dauða minn ef hún lifir mig. Brennist annars ólesið“. Síðan hringdi hún á teið sitt og borðaði og drakk, sitjandi við eldinn og hugsaði um þessi orð: „.. eftir dauða minn“. Nei, dauð inn virtist svo fjarlægur enn, bæði hjá henni og Elsie. Og þar kom annað undarlegt. Maður gat verið holur eins og tré, sem mund. aldrei bera lauf oftar og maður gat séð lífið framundan sér eins og langa, gráa götu, og samt fundið með sér svo mikinn lífskraft Oig það með, að þessa götu mundi maður ganga, nauð ugur viljugur, allt til enda. Vafa laust mundu þær Elsie báðar lifa lengi og verða gamlar konur. En þær mundu aldrei gleyma Alec- Minninguna um hann mundu þær alltaf eiga sameiginlega. Kannski yrðu þær einu manneskjurnar, sem mundu muna hann, þegar nokkrir mánuðir væru liðnir. En hún — og Elsie — Þær mundu aldrei gleyma honum Næsta dag fór hún í bankann og lét það, sem hún hafði skrif- a£ í geymsluhólf hjá öðrum skjölum sínum 2, Elsku Elsie min Þú sérð af dagsetningunni, að þetta er skrif að fáum mánuðum eftir að Alec dó Hvort hann dó af slysförum, eins og rétturinn hélt fram, að hvort það var sjálfsmorð, fæ ég aldrei að vita, en það var ýmis- legt í sambandi við þetta, sem kom alls ekki fram við réttar- höldin. Einhvernveginn finnst mér þú munir hafa eitthvert hug boð um þetta — að ekkert, sem Alec viðkemur sé þér algjörlega hulið, Það er ein ástæðan til þess, að ég vil segja alla söguna, og að hve miklu leyti ég var tengd henni önnur ástæðan er sú, að ég losna ekki við þetta fyrr en ég hef sagt frá því Eg komst fyrst að því, að eitt hvað var alvarlega athugavert við Alec, síðastliðið sumar Það var auðséð, að eitthvað hrjáði huga hans, svo að hann eins og gekk í leiðslu, en samt var það I raunverulegt Eg gekk á hann ; oftar en einu sinni, en hann I fór undan í flæmingi, þangað til j eitt kvöld, að ég lét ekki endan og úr því varð eina rifrildið, sem j við áttum í nokkurntíman Það var átakanlegt, en ég get ímynt' að mér„ að það hafi ekki verið annað en það, sem þú hefur orc ið fyrir oftar en einu sinni aí hans hendi- Hann var orðinr ennþá horaðri en hann átti að sér, um sumarið og náfölt and- litið og brennandi augun gerðr hannn hræðilegan útlits. Það versta var, að þetta rifrildi okk- ar gaus upp á almannafæri — úti á götu. Við vorum á leið heim til mín, og þegar hann fór að tala, æpti hann það upp, full um rómi, svo að fólk var farið að líta við og horfa á okkur. Hann sakaði mig um að vera ekki annað en ein slettirekan frá. Ef útlit hans og framkoma færi i taugarnar á mér, gæti ég bara farið fjandans til, en ef ég vildi það ekki, þá skyldi ég gera svo vel að muna, að hann væri alls ekki skyldugur til að segja mér allt, sem hann segði eða gerði, eða hugsaði. Ef hann liti út eins og draugur í leiðslu — nú, þannig liti ann þá út og vildi ég nú ekki í guðs bænum hætta að hrella úr honum líftór una? Uppþot eins og þetta sýndi mér greinilega, að hann átti við einhverja erfiðleika að stríða, og þegar hann svo snögglega hætti að æpa upp og tók að snökta, skjálfandi, þá vissi ég, að ég mátti ekki blanda mér inn í þessa hræðilegu einveru hans. Eg kyssti hann snöggvast og hljóp svo í burt. Aðeins einu sinni leit ég um öxl og sá hann þá undir birtunni frá götuljós- keri, þar sem han hélt sér við girðinguna um garðinn, og grét. Hann var eitthvað svo lítill og saman fallinn, líkastur litlum fugli, sem væri að reyna að brjót ast út úr stóru búri. En samt var ég rólegri nú en ég hafði lengi verið að undan ■ förnu, vegna þess, að ég vissi, að hann hafði eitthvað að segja mér Og það stóð heima. í næsta sinn sem við hittumst, fórum við á stað, sem hafði verið uppáhalds staðurinn okkar að undanförnu — úti í sveit, þar sem enginn maður var á ferli. Það var gam- all múrveggur, sem við vorum vön að klifra yfir og liggja svo í sólinni, hinum megin við hann. Það var þar, sem han sagði mér af föður þínum. Hann hélt í hönd ina á mér, rétt eins og barn, sem hjúfraði sig að einhverjum full orðnum í myrkrinu, og ég mun aldrei gleyma hvernig það kom fyrir aftur og aftur, þegar hann var að segja frá harðneskjunni, sem hann hafði orðið fyrir, þá skulfu fingurnir á honum og hann allur, rétt eins og hann væri enn að kveinka sér undan höggunum. Han sagði mér frá því, að hann hefði alls ekki vit- að, hvort faðir ykkar var Hfs eða liðinn, þangað til þú komst aítur frá Manchester í júlknán- uði, og hvernig hann hefði kval- izt af ótta um, að þetta dýr i mannsmynd myndi spilla ham- ingju okkar beggja. Þetta veiztu, en nú ætla ég að segja þér annað, sem þú veizt ekki. Alec hafði skrifað föður sínum, svo sem til að prófa, hvort hann hefði í hyggju að elta þig til London. Hann kom og Alec hitti hann. Þvi miður vissi ég þá ekki allan sannleik- ann. Alec sagði mér, þá um kvöldið, að hann hefði komið föður sínum fyrir úti í East End, og borgað þar fyrir hann, og það væri það skásta sem hann gæti gert. „Meðan ég hef auga með honum, veit ég, hvar ég stend“, sagði hann. aöllltvarpiö Fimmtudagur 23. maí (Uppstigningardagur) 8.30 Lét morgunlög. 9.00 Fréttir. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur Sigurjón Þ. Árna- son. Organleikari: Páll Hall- dórsson 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 „Á frívaktinni", sjómannaþátt ur (Sigríður Hagalín). 15.00 Miðdegistónleikar: 1) Brezk tónlistarkynning á vegum fé- lagsins Angliu, hljóðrituð í Hafnarfjarðarkirkju 31. marz s.l. Flytjendur: Kristinn Halls son söngvari, Averil Williams flautuleikari og Páll Kr. Páls son organleikari. 16.00 Kaffitíminn: Svavar Gests og félagar hans leika. 16.30 Veðurffegnir. — Endurtekið efni: a) „Morgunn í lífi . skálds", gamanleikur eftir Je an Anouilh. b) Anton Heiller organleikari frá Vín leikur af fingrum fram hugleiðingu um íslenzka sálmalagið „Víst ertu Jesú, kóngur klár“. 17.30 Bamatími (Hildur Kalman). 18.30 Miðaftanstónleikar: Hana Carste og hljómsveit hans leika lög eftir Emmerich Kál- man. 19.30 Fréttir. 20.00 íslenzkir söngvarar kynna sönglög eftir Franz Schubert IV: Sigurður Björnsson syng ur lagaflokkinn „Malarastúlk una fögru“ við ljóð efitr Wil- helm Múller. Við hljóðfærið: Guðrún Kristinsdóttir. 21.05 Erindi: Sören Kierkegaard (Laurs Djörup lektor). 21.25 Skemmtitónlist eftir H.C. Lumbye (Sinfóníuhljómsveit Kaupmannahafnar leikur. Stjórnandi: Lavard Friis- holm). 21.45 Upplestur: Úr verkum Karls Finnbogasonar (Snorri Sig- fússon fyrrv. námsstjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XXIIL (Örnólfur Thorlacius). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.30 Dagskrárlok. Föstudagur 24. ma' 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Harmonikulög. 19.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari). 20.20 Tónleikar: Svjatoslav Rik. hter leikur á píanó þrjar prelúdíur og fúgur eftir Dmi trij Sjostakovitsj. 20.35 í ljóði, þáttur i umsjá Bald. urs Pálmasonar. Bríet Héð- insdóttir les kvæði eftir Jón- as Guðlaugsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason eftir Jakob Thor- arensen. 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabíó; fyrri hluti. Stjórnandi: William Strickland. Einleikari á orgel Edward Power Biggs. a) For- leikur að „Meistarasöngvur. unum“ eftir Wagner. b) Kon sert fyrir orgel, strengjasveit og pákur eftir Poulenc. 21.40 „Gullkista nirfilsins" ,saga eftir Benjamín Sigvaldasoa (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karis- son). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. 23.15 Dagskrárlok. KALLI KUREKI — -X — -X — tJlMMIE JeUKINS TELLS AUHTIE PUCHESS THE OLD-TIMIER HAS KILLEPSAM AIKEM MA BZAV/LHE PEMAKDS HUSH-MOHEY, ‘ AKDSHE PAEES NOTZEFUSE ^ ■L--J OkAV, TH1S IS EM0U&H.-FOR NOWf , BUT IF TH’OC-TIMER'S SONNA HIT / TH'OWL-HOOT TCAIL, THEK) HE'S( SOWNA NEEO EXPENSE MONEY/) f YOL) TAICE ^ METOHIM/ X'LL SEE HE V &ETS \Í! J gðfej Teiknari: Fred Harman Jimmy Jenkins segir frænkunni að gamli maðurinn hafi drepið Sam Aiken í slagsmálum. Hann heimtar peninga fyrir að þegja, og hún þorir ekki að neita því. — Allt í lagi, þetta er nóg — í bili. En ef sá gamli ætlar að flýja lögin þarf hann að leggja í talsverð útgjöld. — Farðu með mig til hans, þá skal ég sjá um að hann fái það, sem hann þarf. — Nei — nei. Láttu mig hafa það, sem hann þarf til að komast burtu fyrir. Og svo verður þú hvem mán- uð að borga mér fyrir að þegja. — Allt í lagi. Ég skal láta þig hafa 50 dali til viðbótar. En ef ég vissi hvar þú hefur falið hann mundi ég stöðva á þér talandann fyrir fullt og allt. — Þú mundir aldrei drepa hvorki einn né neinn, og þú munt halda á- fram að borga eða ég fer til lögregl- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.