Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 1
32 síður
Enn frekari
skattalækkun
á næsta þingi
;f viðreisnin heldur áfram
GUNNAR Xhoroddsen fjár-
málaráðherra ritar í gær í Vísi
g-rein um hinar miklu endur-
bætur, sem gerðar hafa verið
í skattamálum í tíð Viðreisn-
arstjórnarinnar. Þar segir
m.a.:
SKATTAR AF LAUNA-
TEKJUM.
Það var eitt af stefnuskrár
atriðum við myndun ríkis-
stjórnarinnar að lækka beina
skatta og afnema tekjuskatt
af almennum launatekjum.
Strax á vordögum 1960 var
þetta loforð efnt. Tekjur
hjóna allt að 70 þúsund krón-
ur voru gerðar skattfrjálsar og
auk þess 10 þús. kr. fyrir
hvert harn; en hjá einhleypu
fólki skyldu 50 þúsund krónur
skattfrjálsar.
Rúm 3 ár eru nú liðin síðan
þessar skattalækkanir voru
lögfestar, en þeim var afar vel
tekið. Síðan hafa orðið miklar
breytingar á launakjörum hér
á landi. Almenn laun flestra
stétta hafa hækkað um nær
30%, t. d. verkamanna, iðnað-
armanna, verzlunarfólks, iðju
fólks og opinberra starfs-
manna. Heildarárstekjur fjöl-
margra landsmanna hafa hins-
vegar hækkað miklu meira,
vegna mikillar vinnueftir-
spurnar, aukavinnu, auka-
tekna og yfirborgana.
í samræmi við þá stefnu
FUNDUR leiðtoga sjálfstæðra
Afríkuríkja hófst í dag í Addis
Abeba, höfuðborg Etíópíu. Fund-
inn sitja 30 þjóðarleiðtogar. Af
ejálfstæðum Afríkuríkjum eru að
eins tvö, sem ekki eiga þar full-
trúa. Það er Marokko, vegna mis
sættis við Mauritaníu, og Togo,
vegna þess að forseti þjóðarinn-
ar Nicolas Grunitzki er ekki al-
mennt viðurkenndur stjórnandi
hennar af öðrum Afrikuleiðtog-
um. Sem kunnugt er komst
Grunitzki til valda eftir að hafa
látið ráða fyrrv. forseta Togo af
dögum.
Það mál, sem mest verður rætt
é fundi Afríkuleiðtoganna, er
6tofnun bandaríkja Afríku og í
setningarræðu sinni skoraði Eíto-
píkeisari, Haile Selassi, á fund-
armenn að semja og samþykkja
samvinnuskrá ríkjanna þegar á
þessum fundi, en ekki láta það
dragast fram í desember eins og
áður hefur verið ráðgert
stjórnarflokkanna að almenn-
ar launatekjur skuli skatt-
frjálsar þarf á næsta Alþingi
að endurskoða tekjuskattslög-
in. Ef talið er að almenn hækk
un á tekjum sé um 30%, ættu
því hjón að verða skattfrjáls
með um 90 þús. krónur, barna
frádráttur að verða um 13 þús.
Hjón með 3 börn á framfæri
mættu þá hafa um 130 þús. kr.
skattfrjálsar í staðinn fyrir
100 þúsund nú.
ATVINNUREKSTUR
EINSTAKLINGA.
Margir einstaklingar reka at
vinnu, svo sem iðnað, smá-
söluverzlun og útveg, sjálfir
á eigin ábyrgð, en hafa ekki
komið atvinnurekstri sínum í
félagsform. Þeir njóta þess
vegna ekki ýmissa skatta-
hlunninda, sem hlutafélög og
samvinnufélög njóta, en þau
geta t. d. lagt nokkurn hluta
af tekjuafgangi sínum skatt-
frjálst í varasjóð.
Þessi atvinnurekstur ein-
staklinganna er oftast í
smærri stíl en rekstur félag-
anna, en er engu að síður þjóð
félaginu mikilvæg þjónusta og
ríflegur þáttur í þjóðarfram-
leiðslunni. Það er nauðsynlegt
að skapa þessum atvinnu-
rekstri einstaklinganna jafn-
rétti á við félögin. En það mál
er nú í athugun, hversu því
verði bezt fyrir komið.
Mikill viðbúnaður var í Addis
Abeba í dag vegna komu leiðtog-
anna þangað.
New York, 22. maí, AP
Fulltrúi Sovétríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum skýrði
í dag frá því, að Sovétríkin
hygðust enn draga úr fram-
lögum sínum til Sameinuðu
þjóðanna. Sagði fulltrúinn,
að Rússar myndu ekki nú
fremur en að undanförnu
greiða framlag vegna kostn-
aðar við aðgerðir SÞ í Kongo
og Mið-Austurlöndum. Enn-
fremur sagði hann að þeir
myndu hætta framlögum til
Þ E S S A mynd tók Gordon
Cooper, geimfari Bandaríkj-
anna, úr geimfari sínu „Trú
7“, er hann var á leið yfir
Himalayafjöll í meir en 150
Ottawa, 22. maí — AP
• Utanríkis- og varnarmála-
ráðherrar Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) samþykktu á
fundi sínum í Ottawa í dag stofn
un kjarnorkuherafla bandalags-
ins. Síðustu hindruninni varð-
andi samþykkt stofnunarinnar
var rutt úr vegi, þegar Couve de
MurviIIe, utanríkisráðherra
Frakka, lýsti því yfir, að Frakk-
ar myndu ekki leggjast gegn
skipunlagsbreytingum sem hefðu
í för með sér sameiningu kjarn-
orkuherafla þess, er NATO stend
ur nú til boða undir eina stjórn.
• Kjarnorkuherafli NATO mun
samanstanda af kjarnorku-
kafbátum búnum eldflaugum af
gerðinni Polaris og orustuflugvél
um. Bandaríkin leggja til kaf-
bátana, en Bretar, Kandamenn,
V-Þjóðverjar, Hollendingar, Belg
ar, Grikkir, Tyrkir, ítalir og
sennilega Frakkar, leggja til or-
ustuflugvélarnar.
• Stofnun kjarnorkuhersins
var samþykkt að afstöðnum
nokkurra annarra þátta
starfseminnar, t.d. uppbygg-
ingar í Kóreu og vopnahlés-
gæzlu í Palestínu.
í sambandi við ummæli
rússneska fulltrúans í dag,
má geta þess, að Home lá-
varður, utanríkisráðherra
Breta, lét þess getið í Ottawa
í gærkvöldi, að greiddu Rúss-
ar ekki á næstunni gjöld þau,
er þeir skulduðu Sameinuðu
þjóðunum, misstu þeir at-
kvæðarétt á vettvangi sam-
takanna næsta haust.
Framhald á bls. 18.
kílómetra hæð. Myndina tók
Cooper á Hasselblad-mynda-
vél með 80 mm linsu.
Cooper kom til New York
í gær og talið er, að um f jórar
milljónir manna hafi safnazt
tveimur lokuðum nefndarfund-
um.
★
Eins og kunnugt er hófst ráð-
herrafundurinn í dag og meðal
ræðumanna áður en nefndarstörf
saman á götum horgarinnar
til þess að fagna honum. — í
fylgd með Cooper var fjöl-
skylda hans og Lyndon B.
Johnson, varaforseti Banda-
ríkjanna.
hófust voru Lester Pearson, for-
sætisráðherra Kanada, Home lá-
varður, utanríkisráðherra Breta,
og Dirk U. Stikker, framkv.stj.
NATO. Lögðu þeir allir áherzlu á
Framhald á bls. 18.
Hægt aö spá í
biekkingarvefinn!
Hin óheiðarlegu og ó-
dengilegu skrif málgagns
Framsóknarflokksins um
ýmsa þætti utanríkismála
íslands hafa undanfarið
vakið athygli og furðu
landsmanna. Er nú svo
komið, að hægt er með
nokkurri vissu að segja
fyrir um blekkingar Tím-
ans, svo kerfisbundinn er
þessi áróður nú orðinn.
Þannig sagði Mbl. í gær:
„Væri nú ekki nema í
samræmi við annan mál-
flutning Tímans, að hann
þakkaði sér þá lausn land-
helgismálsins, sem Fram-
sóknarmenn hafa svo hat-
rammlega harizt gegn.“
Ekki var að sökum að
spyrja. Sama morgun seg-
ir Tíminn í fyrirsögn yfir
þvera forsíðuna:
„Tíminn knýr fram ský-
laus svör frá Bretum.“
Þannig þakkar Tíminn
sér í gær árangur þess sam
komulags við Breta um
lausn landhelgisdeilunnar,
sem blaðið í fyrradag barð
ist gegn, kallaði „nauðung-
arsamning“ og heimtaði ó-
gildan.
Mbl. telur ekki þörf á
því að fara frekari orðum
um þennan fáheyrða mál-
flutning. Hér er um að
ræða svo augljósar falsan-
ir, að tilraunir Tímans til
frekari blekkinga og út-
úrsnúninga munu ekki.
duga frammi fyrir skyn-
samri og upplýstri þjóð.
Tíminn hefur hér gert
sig að algjörum ómerking
í skrifum sínum um utan-
ríkismál og það sem mcira
er, það er jafnvel hægt að
segja mynztrin í svikavefn
um fyrir.
Ráöstef na leiötoga
Afríkuríkja hafin
Addis Abeba, 22. maí (AP)
Sovétríkin draga enn
úr framlögum til SÞ.
Stofnun kjarnorkuhers NATO
samþykkt á ráðherrafundi í Ottawa