Morgunblaðið - 23.05.1963, Page 2
18
MORCVISBI AÐ1B
Fimmíudagur 23. maí 1963
Sigurður Benediktsson slær myndina á 49 þúsund krónur:
JFyrsta, annað og . .
Kjorvalsmynd slegin
á 49 þúsund krónur
A LISTMUNAUPPBOÐI Sigurð-
ar Benediktssonar í gær voru
tvær myndir seldar á hærra
verði en áður hefur þekkzt á upp
boðum hér, Úr Kárastaðanesi,
eftir Kjarval, sem fór á 49 þús-
und krónur, og Úr Þingvalla-
hrauni, eftir Ásgrím Jónsson, sem
seld var á 42 þúsund. Við Korpu,
eftir Kjarval, var slegið á 38 þús-
und og Súlur, eftir Jón Stefáns-
son, á 33 þúsund. önnur málverk
voru ódýrari, en margar góðar
myndir seldar, þar á meðal 14
eftir Kjarval.
Bjóða átti upp rauðvínskönnu
Matthíasar Jochumssonar, en
konan, sem hana á, ákvað að
hætta við að selja hana, þar sem
Matthias skáid birtist henni í
draumi í fyrrinótt og harðbann-
aði sölunaí
Danir hóta að neita Pan
Am um lendingarleyffi
Kaupmannahöfn, 22. maí (NTB)
YFIRVÖLD flugmála í Dan-
mörku hafa ákveðið að grípa til
aðgerða gegn bandariska flugfé-
laginu Fan American, hækki það
ekki fargjöld sín á flugleiðinni
New York—Kaupmannahöfn sam
kvæmt ákvæðum IATA.
Samgöngumálaráðuneyti Dan-
merkur skýrði frá því í dag, að
aðgerðirnar myndu ekki ná til
flugvéla Pan American, sem fara
á frá Kaupmannahöfn í fyrramál
ið. I>ær yrðu ekki kyrrsettar.
Hins vegar fengju flugvélar fé-
lagsins sem koma ættu til Kaup-
mannahafnar eftir þann tíma,
ekki lendingarleyfi.
Eins og kunnugt er áttu flug-
félögin, sem aðild eiga að IATA
að hækka flugfargjöld sín á leið-
inni yfir N-Atlantshaf. Banda-
ríkjastjórn var mótfallin þessari
hækkun og fór þess á leit við
flugfélögin Pan American og
Trans World Airlines að þau
hlýddu ekki ákvæðum IATA um
hækkunina. I>að var ekki fyrr en
ýmis lönd í V-Evrópu hótuðu að
neita flugvélum flugfélaganna
um lendingarleyfi, að bandarísk
yfirvöld veittu þeim heimild til
að hækka fargjöldin. Flugfélögin
hafa hins vegar ekki framkvæmt
hækkunina enn.
Kommúnískt
fréttamat
RITSTJÓRAR „Þjóðviljans“
hafa bersýnilega ekkert vitað,
hvaðan á þá stóð veðrið, þeg-
ar þeir fengu í hendur orð-
sendingu brezka sendiherrans
í fyrrakvöid, þar sem brezka
stjórnin ítrekar viðurkenn-
ingu sína á 12 mílna fiskveiði-
lögsögunni við ísland og fyrri
yfirlýsingar um, að hún muni
ekki fara fram á framleng-
ingu þriggja ára undanþágu-
timabilsina, þegar það rennur
út í marzmánuði nk.
Lýsa þessi yfirþrymandi
vandræði ritstjóranna sér í
þeim kynlegu viðbrögðum, að
þeir taka þann kostinn að
hvorki minnast á orðsending-
una né birta eitt einasta orð
úr henni. Hafa Þjóðviljarit-
stjórarnir þannig fremur vilj-
að verða sér til skammar með
þögninni en fara að dæmi fé-
laga sinna á framsóknarmál-
gagninu og verða sér til
skammar með áframhaldandi
ósannindum.
Það kann að vera rétt mat
hjá Þjóðviljaritstjórunum, að
fyrir almenna blaðalesendur
séu það litlar fréttir, að Bret-
ar hafi viðurkennt 12 milna
landhelgina og Iáti sér ekki
til hugar koma að sækja um
framlengingu undanþágutima-
bilsins, því að þetta hafi flest-
um læsum íslendingum átt að
vera ljóst þegar í 2 ár. En
ekki er umhyggja þeirra mikil
fyrir þeim sanntrúaða hópi
línudansara, sem ekki lesa
l.nnað en „Þjóðviiljann“ og
hafa staðið i þeirri trú undan-
farin 2 ár, að Bretar hafi ekki
viðurkennt 12 mílna landhelg
ina og muni fá veiðiréttindi
innan hennar eins og þá sjálfa
lystir.
— Kjarnorkuher
Framhald af bls. 17.
mikilvægi einingar innan banda-
lagsins og vöruðu við hættunni,
sem stafaði frá kommúnistum í
heiminum.
Pearson kvað mjög mikilvægt,
að bandalagsríkin í Evrópu væru
jafn rétthá Bandaríkjunum hvað
viðkæmi stjórn bandalagsins.
Hann lagði áherzlu á, að hvorki
Bandaríkin né V estur-Evrópu-
ríkin, þó sameinuð væru, gætu
staðið ein andspænis kommún-
istum. „Það væri mikil ógæfa, ef
þjóðir V-Evrópu slitu tengslin
við Bandaríkin á sviði varnar-
mála“ sagði Pearson. „í sam-
skiptunum við kommúnista verð
ur NATO að halda áfram að
vinna að lausn stjórnmálalegra
vandamála og reyna að efla
gagnkvæmt umburðarlyndi. Við
verðum að hafa styrk til þess að
verjast því, að lagt verði út í
ævintýri, sem geta tortímt manii-
kyninu," sagði forsætisráðherr-
ann.
Utanríkisráðherra Breta,
Home lávarður, ræddi stofn-
un sameiginlegs kjarnorkuhers
NATO og lagði áherzlu á nauð-
syn einingar innan bandalagsins.
Ráðherrann ræddi einnig hug-
sjónaágreining sovézkra og kin-
verskra kommúnista og benti á
að vestrænar þjóðir mættu ekki
láta þessar deilur verða til þess,
að þær dottuðu á verðinum gegn
yfirgangi kommúnista.
Dirk Stikker, yfirmaður NATO
sagðist í ræðu sinni, vilja benda
á þá miklu hættu, sem öllum
heiminum stafaði af kommúnist-
um þó að ekki væri um að ræða
beina ógnun við friðinn í Evrópu
eins og sakir stæðu. Stikker
benti á, að ráðherrafundir NATO
hefðu oft verið haldnir á miklum
hættutímum miðað við það, sem
nú væri, en hættulegt væri að
ímynda sér að hættan væri liðin
hjá. „Hún vofir enn yfir,“ sagði
Stikker," og er jafnvel meiri
vegna þess hve lítið ber á henni.“
Var í Noregi
SIGURÐUR Hafstað hefur beðið
Morgunblaðið að ítreka fyrri leið
réttingu þess efnis, að hann hafi
ekki tekið þátt í kröfugöngunni
1. maí s.l. Sigurður var þann dag
í Noregi, en hann starfar í sendi-
ráði íslands í Ólsó, eins og kunn-
ugt er.
Fundir SLS
SAMBAND nngra Sjálfstæðismanna heldur samkomur fyrir ’
unga kjósendur á 12 stöðum á landinu um næstu helgi. Félög
ungra Sjálfstæðismanna á viðkomandi stöðum hafa undirbúið
samkomur þessar heima fyrir en þær verða sem hér segir:
AKRANES:
Fundur ungra kjósenda á Hótel Akranesi, sunnudaginn 26. mal
kl. 4 e.h.
STYKK SHÓLMUR:
Fundur ungra kjósenda í samkomuhúsinu sunnudaginn 26. mal
kl. 4 e.h.
ÍSAFJÖRÐUR:
Fundur ungra kjósenda að Uppsölum sunnudaginn 26. maí kL
4 e.h.
SIGLUFJÖRÐUR:
Fundur ungra kjósenda í 'Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 23.
maí kl. 4. e.h.
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Kvöldsamkoma x Félagsheimilinu Tjarnarborg laugardaginn 25.
maí kl. 8.20 e.h. Asamt ungum Sjálfstæðismönnum er Félag Sjálf-
stæðismarna á Óialsfirði aðili að kvöldsamkomunni.
AKUREYRI:
Fundur ungra kjósenda í Nýja Bíó sunnudaginn 28. maf kL
5. e.h.
VESTMANNAEYJAR:
Fundur ungra kjósenda í samkomuhúsinu sunnudaginn 28. mal
kl. 4. e.h.
SELFOSS:
Þjóðmálastefna ungra kjðsenda 1 Iðnaðarmannahúslnu sunnu-
daginn 26 mai og hefst kl. 1.30. Um kvöldið verður skemmtun 1
Selfossbíó.
KEFLAVlK:
Kvöldsamkoma í samkomuhúsinu f Njarðvíkum sunnudaginn
26. maí ki. 8.30. Avörp og skemmtiatriði.
KÓPAVOGUR:
Fundm ungra kjósenda í Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut
6, sunnudaginn 26 mai. kl. 3. e.h.
HAFNARFJÖRÐUR:
Fundui ungra kjósenda í Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði, sunnu-
daginn 26. maí kl. 4. e.h.
GRINDAVÍK:
Fundur ungra kjósenda sunnudaginn 26. maí kl. 5. e.h.
Sumarstarf Farfugla hafið
— Rússar
FARFUGLAR hafa nú hafið
sumarstarf sitt fyrir nokkru. Það
hófst eins og venja er til með
eins dags gönguferðum um ná-
grennið, þar sem ekki hentar að
fara í lengri ferðalög á þeim
tíma. Fyrsta helgarferðin verður
farin nú um hvítasunnuna, er
það eins og hálfs dags ferð í
Þórsmörk. Farfuglar hafa farið
þangað á hvítasunnunni um
langt skeið til að hlú að gróðri
í Sleppugili, þar sem þeir hafa
bækistöð sína. Einnig eru farnar
gönguferðir um Mörkina. Undan
farin ár hafa þátttakendur í
þessari ferð verið um 60, enda
hefir alltaf ríkt fjör og gleði í
þessum ferðum.
Frá hvítasunnu og fram í
september verða farnar 17 helg-
arferðir og 3 sumarleyfisferðir.
Hafa sumarleyfisferðir félagsins
notið sívaxandi vinsælda, enda
hefir ætíð verið reynt að fara
nýjar leiðir og lítt kunnar slóðir.
Hafa færri en vildu komizt í
sumar þessara ferða. Helgar-
ferðir félagsins hafa einnig ver-
ið fjölmennar, og síðastliðið
sumar voru þátttakendur um
Enn veiðist síldin
AKRANESI, 22. maí. — Síld er
það enn og silfruð er hún enn,
jafnvel í öllum regnbogans litum
er sól skín á hreisturhíalín henn-
ar. 2480 tunnur bárust hingað á
land í dag af 7 bátum. Aflahæst-
ir voru þessir þrír: Haraldur með
870 tunnur, Höfrungur I 485 og
Arnkell SH frá Rifi 405 tunnur.
— Oddur.
570. Ánægjulegt er einnig, að
aukin þátttaka æskufólks á aldr-
inum 16—25 ára hefir verið áber
andL
Mjög mikil gróska var 1 starf-
semi félaigsins síðastliðinn vetur,
og voru fræðslu- og skemmti-
fundir haldnir reglulega, auk
fjölmennrar árshátíðar. Húsnæð-
isvandræði hafa annars staðið
starfsemi fklagsins fyrir þrifum,
og er því mikill áhugi á, að fé-
lagið festi sér húsnæði fyrir
starfsemina.
Nýlega var stofnuð farfugla-
deild i Kópavogi með um 50 fé-
lögum.
(Frá Farfugladeild Rvíkur).
Framhald af bls. 17.
í framhaldi af ofangreindu
sagði rússneski fulltrúinn í dag,
að Rússar myndu framvegis
senda eigin tæknifræðinga til
vanþróaðra landa í stað þess að
aðstoða SÞ við að senda tækni-
fræðinga frá öðrum þjóðum til
þessara landa.
Rússneski fulltrúinn talaði á
fundi nefndarinnar, sem vinnur
að því að finna leiðir til lausnar
fjárhagsvandamála SÞ. Er hann
hafði lokið máli sínu tók Banda-
ríski fulltrúinn til máls. Sakaði
hann Sovétrikin um að gera sitt
ítrasta til þess að gera SÞ gjald-
þrota.
'/' NA /5 hnútar / SVSÖhnútr H Sn/Htma • Oii ~ 17 Skirír K Þrumur wzz, KuMtM Hihtké H Hmi 1 LLLllU
Z2mr /?C3 *í tz
i Á HÁDEGI í gær var 1 stigs helgi. í öllum nálægari Ev-
frost á Raufarhöfn, en þar rópulöndum er góðviðri og
hefur hitinn ekki farið upp 10—20 stiga hiti.
fyrir frostmark síðan fyrir