Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 15
T Fimmtudagur 23. maí 1963 Sl TU O R <7 V N B L A Ð ? Ð V Nýjung frá Hoover Bón-þvottavél sem þvær og bónar gólf en þvær og hreinsar teppi væntanleg um helgina. LJÓS & HITI Garðastræti 2 (við Vesturgötu sími 15184). Zalman Shazar fcrseti ísraels Jerúsalem, 22. maí (AP). í dag vann Zalman Shazar embættiseið sinn, sem þriðji forseti ísraels. Þingið kaus Shazar forseta á þriðjudaginn og tekur hann við af Izhak Ben-Zvi, sem lézt 23. apríl sl. í ræðu, sem Shazar flutti, er hann tók við embættinu, sagði hann m.a., að ísraelsmönnum stafaði hætta af Arabaríkjunum, sem vildu leggja land þeirra und ir sig, en ísraelsmenn vildu frið og myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að varðveita hann. Hinn nýi forseti ísraels er 73 ára verkalýðsleiðtogi, ritstjóri og rithöfundur. Hann gegndi um skeið embætti menntamálaráð- herra. Mikill mannfjöldi var I þing- húsinu, er Shazar vann embætt- iseið sinn, götur Jerúsalem voru fánum skrýddar og fólk safnaðist saman á götunum til þess að hylla forsetann, er hann ók frá þinghúsinu. Sumartízkan '63 Karlmannaföt Stakir jakkar (Drengja og unglingast.).. ♦ * * Stakar buxur * * * Akkuru ‘rtu syona g&itjuir þo hu jatr cKtct ai vera vísindamaður, Georg að nafni, hefur fundið upp furðulega vél, sem gerir honum kleift að ferð- ast um fram og aftur í tímanum. Hann segir vinum sínum, sem eru gestir hans, frá þessu, en þeir trúa honum ekki og halda jafnvel að hann sé ekki með öll- um mjalla. Þegar vinirnir eru farnir stígur Georg upp í tímavél sína og ferðast í henni, hvorki meira né minna en alla leið til ársins 802701 fram í tímann og er þá staddur á sömu slóðum og heimili hans stóð þegar hann lagði af stað. Hann hittir nú fyr- ir fjölda ungra karla og kvenna, sem lifa þarna áhyggjulausu lífi, þurfa ekkert að vinna og lifa af ávöxtum á greinum trjánna. En þetta áhyggjulausa líf hefur gert fólkið úrkynjað og sinnulaust, svo að viðbrögð þess eru engin hvað sem ábjátar. Það gengin- jafnvel viljalaust í opinn dauð- ann þegar sírenur ófreskjanna neðanjarðar kalla á það til tor- tímingar. Georg kemst í mikinn vanda í þessum fagra en úr- kynjaða heimi framtíðarinnar, lendir meðal annars í harðvít- ugri baráttu við undirheimabú- ana, en sigrast á þeim og hefur þá jafnframt getað vakið unga fólkið til sjálfsvarnar gegn ó- freskjunum. Myndin er meira en spennandi „fiction". Að baki atburðunum eru veigamikil sannindi, meðal annars þau, að áhyggjuleysi og athafnaleysi eru skaðleg heil- brigðum þroska mannanna og leiða til algers sinnuleysis og úr- kynjunar. Myndin er gerð af allgóðri og skemmtilegri tækni og er vel leikin. Aðalhlutverkið, Georg, leikur Rod Taylor, en leikstjóri og framleiðandi er George Pal. Mjög glæsilegt úrvaL Fra syningunni. Handavínnusýning vist- fólks Elliheimilisins Á MORGUN og á laugardaginn verður handavinna vistfólksins á Elliheimilinu Grund til sýnis og eölu. Sýningin verður í nýja há- tíðasalnum í austurálmu Elli- heimilisins og verður opin frá 1—6 e. h. báða dagana. Á sýningunni verða munir, «em vistmenn hafa unnið frá éramótum og eru munirnir hátt á annað þúsund talsins. Þeir eru unnir af um 50 manns, og er meðalaldur þeirra 80 ár. Handarvinnukennari Elliheim- ilisins er Magnea Hjálmarsdótt- ir. Hún sagði í viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að hún leiðbeindi þeim sem vildu og kenndi alla venjulega handa- vinnu, svo sem prjón, hekl, gimb, plast- og tágavinnu, perlusaum, hnýtingar, filtvinnu og margt fleira. Handavinnutímarnir væru tveir á dag og heimilið gæfi allt efni, sem notað væri í vinnuna, nema prjónagarnið, sem selt væri mjög vægu verði. Á sýningunni er margt ekemmtilegra og eigulegra muna og má t. d. nefna stórar og fallegar barnavöggur úr tágum, svo og bakka, skála, körfur og Ijósakrónur. Einnig útsaumaða púða og dúka, hekluð teppi, milliverk, prjónaða sokka og ótal margt fleira, sem of langt verður að telja upp hér. Elzta konan á Grund, Sigríffur Brynjólfsdóttir, 101 árs, meff handavinnu sína. ★ KVIKMYNDIR ★ ' KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ Frotit á hverri nóttu á mið jum sauðburði Bæ, Höfðaströnd, 22. maí. UNDANFARNA daga hefir snjó- að hér á hverjum degi meira og minna. En fyrir tveimur dögum batnaði vt 5ur nokkuð, en kuldi er samt mikill og frost á hverri nótt. Enginn gróður er kominn ennþá. Ær hafa verið að bera sem óðast, en fé er allt á húsi til mikilla óþæginda eins og geta má nærri. Dálítið ber á því að menn séu að verða heyknappir. Mjög lítið fiskast á sjó, en menn eru sem óðast að koma heim af vertíð fyrir sunnan og eru nú að undirbúa báta sína til sumarvertíðar. — Björn. Samsöngur DALVÍK, 22. maí. — Síðastliðið laugardagskvöld hélt Karlakór Dalvikur söngskemmtun í sam- komuhúsinu á Dalvík undir stjórn Gests Hjörleifssonar. Ein- söngvarar með kórnum voru Helgi Indriðason og Jóhann Daní elsson. Undirleikari var Guð- mundur Jóhannsson. Var kórn- um mjög vel tekið og varð hann að syngja mörg aukalög. Sl. sunnudagskvöld söng kór- inn í Hrísey og á morgun, upp- stigningardag, mun hann syngja í Dalvíkurkirkju. — Kári. ★ ICVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Gamla bíó: TÍMAVÉLIN MYNDI þessi, sem tekin er í lit- um, er amerísk og gerð eftir samnefndri skáldsögu hins fræga brezka rithöfundar og skálds H. G. Wells (1866—1946). Wells var mikilvirkur rithöfundur og skrif aði um, svo að segja, allt milli himins og jarðar, ritgerðir um margs konar efni í blöð og tíma- rit, yfirgripsmikil sagnfræðirit, skáldsögur með vísindalegum til- gátum og taumlausu hugarflugi, svo sem Tímavélina, Baráttu hnattanna, Manninn ósýnilega, Fyrstu mennirnir á tunglinu o. fl. o. fl. Auk þess skrifaði hann mikið um stjórnmál, vakti mikla gremju með napurri ádeilu sinni á líf hefðarfólksins á Englandi á 20. öldinni og hann sá fyrir með furðulegri nákvæmni, hernað framtíðarinnar með skriðdrek- um, orustuflugvélum og atóm- sprengjum. Það er svo langt síðan ég las Tímavélina, að ég hef gleymt henni í einstökum atriðum, en ég man að mér þótti hún spennandi og að ég dáðist að hugarflugi höfundarins. — Myndin, sem hér er um að ræða, er líka býsna skemmtileg. Hún gerist um síð- ustu aldamót í London. Ungur Páfinn aflýsir móttöku Páfagarði, 22. maí — AP JÓHANNES páfi XXHI aflýsti í dag hinni vikulegu móttöku í páfagarffi, en í staff hennar kom hann út í glugga íbúffar sinnar viff Péturstorg og blessaffi mann- fjöldann, sem þar hafði safnazt saman. Þaff var vegna veikinda, sem páfinn aflýsti móttökunni. Haft var eftir áreiffanlegum heimildum í dag, að hinn frægi skurfflæknir, Pietro Valdoni, prófessor, hefði veriff hjá páfan- um í nótt. Ekki var vitaff hvort fleiri lækrar voru hjá páfanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.