Morgunblaðið - 28.05.1963, Page 1

Morgunblaðið - 28.05.1963, Page 1
I 32 síður Að breyta afréttarlandi í ræktuð svæði er eins og að færa út landhelgina Samtal við Ingólf Jónsson landbúnaðarráðherra ÞEGAR fréttamaður Morgunblaðsins hitti Ingólf Jónsson, samgöngu- og landbúnaðar- raðherra, að máli á heimili hans á Hellu, Rangárvöllum s.l. föstudag, og spurði hann nokkurra spurninga um þau mál, sem heyrt hafa xmdir ráðuneyti hans í Viðreisnarstjórn- inni, sagði hann m.a. á þessa leið: „Þegar skyggnzt var inn í þrotabú vinstri stjórnarinnnar eftir að núverandi ríkisstjórn tók við í nóvember 1959, var aðkoman þann- ig, að ljóst var að miklum erfiðleikum var fcundið að rétta málin við. Þannig var það á öllum sviðum atvinnu- og fjármálalífsins. Ekki var þetta sízt í sambandi við lánasjóði landbúnaðarins, sem voru gjaldþrota og skulduðu tugi milljóna fram yfir eignir. Það hlaut því að vera verkefni Viðreisnarstjórn- arinnar að byggja þessa sjóði upp með þeim hætti að þeir gætu leyst það hlutverk af hendi, sem þeim var ætlað. Ræktunin er sá höfuðstóll, sem er ekki aðeins undirstaða landbúnaðarins, heldur einnig sameign alþjóðar og tryggir afkomu landsmanna ekki síður en hin góðu fiskimið umhverfis landið. Að breyta afréttarlandi í ræktuð svæði er nokkuð svipað því og færa út landhelgina. Vitundin um þetta hef- ur leiðbeint ríkisstjórninni í sambandi við eflingu lánasjóða landbúnaðarins og upp- byggingu og áframhaldandi þróun í land- fcúnaðarmálum. Um raforkumálin er það að segja, að unn- ið hefur verið að 10 ára áætluninni af full- um krafti og verður henni lokið 1964, eins og ætlað var. Þá hafa verið gerðar ráð- stafanir til að framhaldsáætlun um rafvæð- ingu landsins liggi fyrir á næsta hausti. Að henni er unnið í raforkumálaskrifstofunnL Síðasti Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins samþykkti, að flokkurinn beitti sér fyrir því að allir landsmenn hafi fengið raforku ekki síðar en 1970. Að því mun flokkurinn stefna. Undanfarið hefur verið unn ið að undirbúningi virkjun- ar á ýmsum stöðum, svo sem við Þjórsá við Búrfell, Detti- foss, gufuvirkjun í Hvera- gerði og víðar. Til virkjunar- rannsókna hefur verið varið miklu fé, sérstaklega á s.l. ári, eða um 25 millj. kr., og má nú segja að virkjunar- rannsóknum sé að mestu lok- ið og innan skamms tíma Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra verði unnt að taka ákvörð- un um næstu virkjanir. Um samgöngumálin má segja, að unnið hafi verið að vega- og brúagerð meir en áður. Fjöldi stórbrúa var byggður á kjörtímabilinu. Unnið hefur verið að flug- vallagerð víðsvegar um land ið og tekin upp ný og betri vinnubrögð í póstmálum, til dæmis mikið átak í þá átt að póstsamgöngur stórbatni og í símamálum hefur verið unn ið að því að koma upp sjálf- virkum stöðvum sem víðast. Þá hefur eins og kunnugt er verið lagður sæsímastrengur frá Skotlandi til Islands og aftur til Kanada, og hafa fs- lendingar gert mjög hagstæða samninga í sambandi við þær framkvæmdir og fengið stórbætta þjónustu á þessum sviðum við útlönd. Með þessu hefur ísland færzt nær öðr- um löndum.“. * Þá lagði ráðherrann m.a. áherzlu á, að samanburður á heildartekjum bænda s.L ár sýni, svo ekki verði um villzt, aukna hagsæld íslenzkrar bændastéttar. Hann benti á, að 1958 hefðu heildartekjur bænda verið 795 millj., 1961 1045 millj. og s.l. ár hefðu þær numið 1195 millj. kr., og Framihald á bls. 9 Fjölmennur fundur ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri AKUREYRI, 2g. maí — Vörður, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, gekkst fyrir stjórnmála fundi í Nýja bíói kl. 5 í dag. Hús ið var nær fullsetið, en tekur um 400 manns. Ræðumenn voru Alda Stein- þórsdóttir, rannsóknarkona, Gísli Guðlaugsson, tæknifræðingur, Gunnar Sólnes, stud.jur., Lárus Jónsson, bæjarverkfræðingur og í>ór Vilhjálmsson, formaður SUS. Fundarstjóri var Jón Viðar Guð- laugsson, formaður Varðar, Ræðunum var tekið með dynj andi lófaklappi og hinn bezti rómur að þeim ger. Hin mikla fundarsókn nú í langþráðri vor- blíðunni sýnir ljóslega baráttu vilja Sjálfstæðismanna í bænum og þá ekki sízt unga fólksins, fyrir sigri D-listans í kosning- unum, sem nú fara í hönd. — Bakkafoss kom fyrst til Reyðarfjarðar REYÐARFIRÐI, 26. maí: Bakka foss, hið nýja skip Eimskipafé- lags íslands, kom til landsins á sunnudaginn. Fyrsta höfn þess var Reyðarfjörður og lagöist skip ið að bryggju um kl. 8.30 á sunnu dagsmorgun. Skipstjóri á Bakka- fossi er Magnús Þorsteinsson. Bauð hann oddvita, svo og frétta- mönnum dagblaða, að koma um borð og skoða skipið. Oddviti þakkaði fyrir hönd gesta og bauð skipið velkomið og árnaði skip- stjóra og skipshöfn allra heilla. Bakkafoss er keyptur frá Danmörku, smíðaður árið 1958 og er 1599 brúttólestir að stærð. Vél- arstærð er 1400 hestöfl og gang- hraði hans á heimleiðinni var um 11 sjómílur. Á skipinu eru öll venjuleg siglingar og leitartæki, en sú nýjung er í þessu skipi að þar eru rafmagnsknúnir loft- ventlar fyrir loftræstingu í lest- um. Eitt farþegaherbergi er um borð. Skipið er fallegt og hið vandaðasta að sjá og gat skip- stjóri þess að Bakkafoss væri gott sjóskip, þá reynslu hefði hann fengið af því á þessari fyrstu sjóferð þess. Á Bakkafossi er 23ja manna áhöfn. Eins og áður er sagt er skipstjóri Magnús Þorsteinsson. Fyrsti stýrimaður er Ágúst Jónsson og fyrsti vél- stjóri Haukur Láruson. Bakka- foss kom frá Hamina í Finnlandi, lestaður símastaurum. Héðan fór hann til Seyðisfjarðar og svo norður og vestur um land og los- ar á 11 höfnum áður en komið verður til Reykjavíkur. S.Þ. Herðum sdknina - Seljum alla miðana HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.