Morgunblaðið - 28.05.1963, Page 9

Morgunblaðið - 28.05.1963, Page 9
Þriðjudagur 28. mai 1963 MORGUNBLAÐIÐ 9 — Ingólfur Jónsson Framhald af bls. 1 aukningin þannig verið 400 millj., eða rúmlega 50% þau ár, sem um ræðir. , Ingólfur Jónsson sagði síðan: ' „Stefnan er, aukin ræktun og aukið framlag til alhliða upp- hyggingar í landbúnaði. í því sambandi vil ég minnast á þjóð- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún gerir ráð fyrir því, að var- ið verði mun meira f jármagni til landbúnaðar 1963—1966 en gert var ráð fyrir í áætlun, sem stéttar samband bænda lét gera. Fram- leiðslu- og búskaparaukning hef- ur verið mun meiri 2—3 síðustu árin en áður hefur verið. Heil- brigð framfarastefna í landbún- aðinum hefur verið tekin upp á kjörtímabilinu. Þetta hefur ver ið fært að gera vegna þess, að Sjálfstæðismenn hafa heildaryfir sýn yfir atvinnumálin og skilja, að landbúnaðurinn verður að vera framvegis ekki síður en áð- ur traustur atvinnuvegur. Al- þýðuflokkurinn hefur léð sam- þykki sitt til þessara mála. Og ég vil leggja áherzlu á, að samvinna í Viðreinsarstjórninni hefur verið mun betri og allt önnur en þegar Sjálfstæðisflokk- urinn vann með Framsóknar- flokknum á árunum 1953—56, en þá unnu Framsóknarmenn gegn sínum samstarfsmönnum leynt og ljóst, innan stjórnar sem utan, eins og þeirra er siður". Þá sagði Ingólfur Jónsson enn- fremur, að hann tæki undir orð þess ágæta bónda nú fyrir skömmu, sem komst að orði eitt- hvað á þessa leið um Viðreisnar- stjórnina og Framsóknarbændur, að það gerði ekkert til þótt þeir væru á móti stjórninni, hún væri með þeim. Stofnlánadeilúm. Að öðru leyti fer samtal frétta manns Morgunblaðsins við Ing- ólf Jónsson hér á eftir: „Hver teljið þér að sé höfuð- ávinningur í landbúnaðarmálum á síðasta kjörtímabili?“ „Ég álít það ákaflega mikið atriði fyrir landbúnaðinn, að stofnlánadeildin er byggð upp með öruggum tekjustofnum og hún mun veita fjármagni inn í landbúnaðinn á komandi árum meira en áður hefur reynzt fært að gera. Þannig mun Stofnlána- deildin innan fárra ára hafa eig- in höfðustól, allt að 500 millj. kr., og getur lánað árlega af eigin fé til landbúnaðarins allt að 150 millj. kr. Tekjustofnar Stofnlánadeildarinnar eru 1% af búvöruverðinu, 0,75% af sölu- verði búnaðarvara sem neytend- ur greiða, 4 millj. kr. úr fjár- lögum árlega og auk þess greiðir ríkisstjórnin árlega sömu upp- hæð og 1% gjald af búvöruverð- inu nemur hverju sinni. Auk þess greiddi ríkissjóður við gildis töku laganna um Stofnlánadeild- ina 65 millj. kr. — Sé miðað við næstu 12 árin má segja, að bænd ur fái greitt frá öðrum til Stofn- lánadeildarinnar kr. 3,50 á móti hverri 1 kr., sem þeir greiða sjálfir. Það er öruggt, að Stöfn- lánadeildin verður kjölfestan í íslenzkum landbúnaði þegar fram líða stundir. Ég hef hitt marga greinda bændur víða um land og hafa þeir flestir sömu skoð- un á þessu máli. Myndarlegur bóndi í Víðidal í Húnavatns- sýslu, Óskar í Víðidalstungu, sagði við mig fyrir skömmu: „Það þarf ekki að bíða lengur en til ársins 1970 að Framsókn- armenn fara að þakka sér lög- in um Stofnlánadeildina". Afurðasalan „En hvað vilduð þér segja um af urðasölulöggj öfina? “ „Þegar núverandi stjórn tók yið völdum voru afurðasölumálin óleyst og bráðabirgðalög Alþýðu- flokksins urðu mikið deilumál og illa séð af bændum. í haustkosn- ingunum 1959 lofuðum við Sjálf- stæðismenn að bæta úr þessu og tókst það giftusamlega um ára- mótin 1959 og 1960. Þá fengu bændur sinn hlut bættan í af- urðaverðinu og miklar lagfæring ar voru gerðar á afurðasölumál- um, sem Framsóknarmenn töldu ekki þörf á að lagfæra, meðan þeir voru í ríkisstjórn. Mesta lag færingin var sú að bændum var tryggt fullt verð fyrir afurðirn- ar, þótt þær væru seldar úr landi, á mun lægra verði en innanlands. Áður urðu bændur að bera hall- ann af lágu verði útfluttra vara og var það mjög þungur skattur á bændastéttina, sem Framsóknar- menn höfðu enga tilburði til að létta af bændum, meðan þeir fóru með þessi mál. Eitt árið vantaði hjá einu mjólkurbúi allt að 30 aurum á lítra til þess að bændur gætu fengið samnings- bundið 6 manna nefndar verð fyrir mjólkina, en það var vegna þess að fluttir voru út ostar fyrir lágt verð og urðu bændur að bera tjónið af því, en það var nærri 9000 kr. á bónda, sem hafði um 30 þúsund lítra ársframleiðslu. Einnig var oft halli á öðrum af- urðum og má segja, að ekki hafi mátt lengur dragast að afurða- sölulögin væru lagfærð hvað þetta snerti. Önnur veigamikil breyting var gerð á afurðasölulöggjöfinni, þannig að heimilað var að breyta verðlagi landbúnaðarvara árs- fjórðungslega, ef kaupgjald og rekstrarvörur hækkuðu, en áður var aðeins heimilt að endurskoða verðlagið einu sinni í byrjun verðlagsársins 1. september. Þá urðu bændur oft að bíða 10—11 mánuði eftir sjálfsagðri leiðrétt- ingu á verðlaginu og biðu af því stórkostlegt tjón. Þessar lagfæringar á afurða- sölulöggjöfinni hafa nú þegar fært bændum árlega milljóna tugi. Er gert ráð fyrir að útflutn- ingsuppbætur á landbúnaðarvör- ur geti numið allt að 65 millj. kr. á yfirstandandi verðlagsári. Verðhækkun sú, sem heimiluð var 1. marz s.l. gefur bændum til 1. september n.k. 10 millj. kr. í aðra hönd. Af því má sjá, hve þýðingarmikil sú breyting er að heimila verðbreytingar árs- fjórðungslega. Sex manna nefndin semur um afurðaverðið á þeim grundvelli, að bændur búi ekki við lakari kjör en til dæmis sjómenn, verkamenn eða iðnaðarmenn. Augljóst er, að fái bændur ekki þetta umsamda verð, þá er tekinn hluti af því kaupi, sem þeim var ætlað að fá samkvæmt samkomu laginu. Enginn sanngjarn maður getur talið eðlilegt að bændur sætti sig við það frekar en að verkamaðurinn, sjómaðurinn eða iðnaðarmaðurinn mundu sætta sig við að fá ekki það kaup, sem umsamið er og skráð. Til þess að tryggja það að bændur fái umsamið verð hverju sinni er ekki önnur leið fyrir hendi en sölutrygging á allri framleiðslunni, eins og nú hefur verið upp tekin. Fulltrúar í sex manna nefnd ætlast að sjálf sögðu til að bændur fái hverju sinni það verð fyrir afurðir sín- ar, sem um er samið. Áður en þessi lagfæring var gerð var níðzt á bændum í óþökk allra sann- gjarnra manna og ékkert síður í bæjum og kauptúnum, og má merkilegt heita hversu lengi bændur voru látnir bíða eftir þessari sjálfsögðu réttarbót. Hér vil ég taka það fram, að hinir skynsamari bændur eru farnir að gera sér ljóst, að þeir hefðu ekki fengið þessa réttarbót, ef Fram- sóknarmenn hefðu farið með þessi mál. Sá tími er nú sem betur fer liðinn“, hélt Ingólfur Jónsson afram, „að almenningur í hyaða stétt sem er, láti hatur- eða þröng synispolitik koma í veg fyrir, að menn úr ólíku umhverfi geti starfað bróðurlega saman að mál um, sem horfa til heilla fyrir þjóðarheildina. En einmitt þannig var það áður fyrr, sem Framsóknarflokkurinn fékk sína næringu. Forystumenn hans töl- uðu þá, eins og raunar enn í dag, tungum tveim, eftir því hvort rætt var við íbúa sveita eða Skip tekur niðri í Akureyrurköin FLUTNIN GASKIPIÐ Primus tók niðri um 10 leytið í kvöld í krikanum • milli Torfunefs - bryggjunnar og Oddeyrar. Skipið losnaði fljótlega af eigin rammleik. . Ms. Primus var að koma með sementsfarm frá Akranesi, og var hafnsögumaður um borð. Láðst hafði að tilkynna honum hvar skipið ætti að leggjast og tók hann það ráð að leggja að ytri bryggjunni á Torfunefi norðanveðri. Enginn var þar staddur til að taka á móti vír- um, og áttu skipsmenn í erfið- leikum við að ná skipinu að bryggjunni, þar sem vindur stóð af suðri. Hrakti skipið of langt til norðurs og upp á marbakka suður af Oddeyri, þar sem það tók niðri og sat fast. Það losnaði þó af sjálfdáðun eftir nokkra stund, þegar taug hafði verið komið úr skipinu í bryggjuna. Skipið er talið óskemmt. — Sv.P. kaupstaða. En ástæðan til þess, að ég tek svo til orða, að þetta sé liðinn tími, er sú, að almenn- ingur er farinn að skilja, hvað þýðingarmikið það er, að gagn- kvæmur skilningur skapist á hin- um ýmsu málum milli þjóðfélags- þegnanna. Stefna Sjálfstæðis- flokksins, stétt með stétt, mætir vaxandi fylgi meðal þjóðarinn- ar“. Markaðsmálin „Hvað vilduð þér segja frek- ar um markaðsmál landbúnaðar- ins?“ „Ég tel, að vinna þurfi að þeim með festu og dugnaði, leita eftir nýjum mörkuðum og vinna vör- una betur hér heima. Takmarkið hlýtur að vera að fá hækkað verð erlendis, svo uppbæturnar geti minnkað, eða horfið með öllu, þegar nýir og betri markaðir hafa fengizt ásamt endurbættum vinnuaðferðum. Þá gæti svo far- ið, að bændur fengju enn meira fyrir framleiðsluna, en að því ber vitanlega að keppa. íslenzka lambakjötið er örugglega góð vara, sem kynna þarf eftir fremsta megni. Nú er starfandi nefnd manna, sem á að leita nýrra úrræða í þessum málum.“ Framtíð landbúnaðar „En hvað vilduð þér segja um framtíð landbúnaðarins?“ „Hún hlýtur að byggjast á því, að þeir sem vinna við landbúnað, hafi ekki lakari kjör en þeir, sem stunda önnur störf. Það er þjóð- félagsleg nauðsyn, að landbúnað- ur á íslandi verði ávallt þrótt- mikill og blómlegur. Möguleik- arnir eru fyrir hendi. Og á þessu kjörtímabili hefur, eins og ég vék að, verið lagður grundvöllur að því, að svo geti orðið, svo sem með lagfæringum á afurða- Sölulöggjöfinni, sem er enn þá í endurskoðun til frekari lagfær- inga, með því að hækka bygg- inga- og ræktunarstyrki til þeirra, sem hafa tún undir 15 hekturum og með því að undir- búa frumvarp til nýrra ræktun- arlaga, sem Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins ákvað að beita sér fyrir að yrði lögfest á næsta þingi. Það er ekkert efamál, að fólkinu mun fjölga í sveitunum að nýju, þótt einstakar jarðir, sem illa eru í sveit settar, fari í eyði. Munu þær byggjast aftur, þegar tímar líða. ísland er gott land, sem býður upp á marg- háttaða möguleika, og ef kost- ir þess væru nýttir til fulls eru hér lífsmöguleikar fyrir 18 milljónir manna, ekki síður en 180 þúsund." „Eigið þér við, að fslendingar geti orðið 18 milljónir?" „Já, auðvitað. Fólkinu fjölgar og landið bíður. Þau gæði lands ins, sem við getum ekki nú fært okkur í nyt vegna fámennis, eru varasjóðir fyrir komandi kyn- slóðir íslands. Innflutningur á er lendu fólki kemur ekki til greina, að mínu viti. Ég hef lengstum dvalizt hér á bökkum Rangár og fylgzt með sveitalífinu og mér þykir á- nægjulegt að gera samanburð á því, sem var, þegar ég gekk hér um á uppvaxtarárum mínum og því, sem nú er. Framfarirnar hafa orðið meiri en drengur með draumóra gat látið sér detta í hug fyrir 30—40 árum. Mér finnst að margt það hafi gerzt hér á landi á þessu tímabili, sem er ótrúlegra en þó ég tali nú um að íslendingar verði 18 milljón- ir og geti lifað góðu lífi af landsins gæðum. Þegar ég var drengur heyrði ég fullorðna fólkið tala um, að virkja ann- an fossinn í Ytri-Rangá til þess að við Rangæingar fengjum Ijós ið og gætum notið hlýjunnar úr landinu. Þá fannst öllum þetta vera stórframkvæmd og helzt fjarlægur draumur. Nú tala menn ekki um neina smáfossa, nú er talað um stórvirkjun í Dettifoss og Þjórsá. Ef allt ræktanlegt land verð- ur nýtt geta milljónir manna lif- að góðu lífi á íslandi. Þegar fall- vötnin hafa verið virkjuð og jarðhitinn nýttur skapast margs konar möguleikar fyrir iðnað og stórkostlega starfsemi í sam- bandi við nýtingu jarðhitans. ís- lendingar munu smám saman hætta því að flytja út hreáfni fyrir tiltölulega lítið verð, en gera vöruna margfalt verðmæt- ari með því að vinna úr henni í landinu sjálfu. Þannig mætti gera ullina sex eða sjö sinnum verðmætari með því að vinna úr henni í landinu í stað þess að flytja hana út óunna; sama máli gegnir t. d. um skinnavöruna og svona mætti lengi telja, ekki sízt þegar síld og aðrar fiskafurðir eru á dagskrá, en allir vita, að sjávarafurðir mætti gera marg- falt verðmætari með því að nýta þær betur hér innanlands." Stórvirkjanir „Teljið þér ekki nauðsynlegt að fá mikla erlenda aðstoð við stórvirkjanir? “ „Við verðum vitanlega að fá erlent fjármagn að láni til þess að virkja, þó ekki væri nema 60 þús. kílówött við Búrfell, en sú framkvæmd mun kosta um 800 millj. kr. Hún verður nægi- leg fyrir Suður- og Suðvestur- land í 7—8 ár, með því að ekki komi stóriðnaður til annar en aukning Áburðarverksmiðjunn- ar. Einnig þarf að auka raforku fyrir Austurland, Norðurland og Vestfirði og er nú í athugun, með hverjum hætti það má verða. Rafstrengur var lagður til Vestmannaeyja á sl. ári og hef- ur það orðið til þess að lækka raforkuverð í Eyjum og stórbæta aðstöðu Eyjabúa.“ „En hvað um aluminíuv :rk- smiðju og stóriðnað?" „Ja, um það er ekkert að segja á þessu stigi málsins. Vitað er að nokkrir erlendir aðilar hafa sýnt nokkurn áhuga á því að taka upp samninga við íslendinga um það mál, en það er ekki komið á það stig, að neitt sé hægt að segja um úrslit málsins eins og sakir standa. Við verðum auð- vitað að taka á þessu máli með allri varúð“. „Ég vil“, sagði Ingólfur Jóns- son að lokum, „leggja áherzlu á, að hagur bænda fer batnandi, eins og hagur annarra þjóðfélags þegna, enda þótt kjör þeirra þyrftu að vera betri en þau nú eru. En þess ber að gæta, að nú eru aðeins þrjú ár liðin frá þvl Viðreisnarstjórnin tók við stjórn, en þá var allt athafnalíf úr skorð um eftir stjórnleysi vinstri stjórn arinnnar. Af þeim sökum er ekki við því að búast, að enn sé hægt að tala um fullan bata. Sárin voru of stór til þess að þau gætu gróið til fulls á svo skömmum tíma. En verði haldið áfram á sömu braut, má telja fullvíst, að lífskjörin haldi áfram að batna. Grundvöllurinn hefur verið lagð- ur og það, sem kosið er um 9. júní næstkomandi, er fyrst og fremst þetta: hvort stefna stjórn- arflokkanna skuli vera ráðandi næsta kjörtímabil eða stefna stjórnarandstöðuflokkanna, sem er óbreytt að öllu leyti frá því, sem var á vinstri stjórnar tíma- anum“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.