Morgunblaðið - 28.05.1963, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.05.1963, Qupperneq 16
1 Hver sagði þetta? ..Ég held, að þeir menn. sem láta sér til hugar koma, að nokkur ríkisstjórn skapi að yfirlögðu ráði kreppu til þess að geta rýrt afkomu almennings á meðan hún situr að völdum, sé í því ástandi andlega, að þeir þurfi annarrar hjúkrunar við en þeirrar, sem hægt er að veita í svona umræðum." Það er ótrúlegt en satt. Þetta sagði Eysteinn Jónsson í umræðum á Alþingi 1947, sbr. Alþtíð. D, bls. 124. Síðan þá virðist formanni Framsóknar- flokksi.is hafa farið mikið aftur. Gífurlegt hrun úr Drangey i jaröskjálftunum í vetur SAUÐÁRKRÓKI, 25. mai — Mikið hrun hefur átt sér stað úr Drangey. Jón Eiríksson, hóndi oig sigmaður að Fagra- nesi á Reykjaströnd, fór til Drangeyjar 23. þ.m. í hina ár legu athugunarferð áður en eggjatökuvertiðin hefst. Jón varð þess fljótt var, að gífurlega mikið hafði hrunið úr eynni, vafalaust í jarð- skjálftanum í vetur, 27. marz. Enn þörf ieiðrétt- inga ÞAÐ má nú heita daglegt brauð að bera k.urfi til baka blekkingar Tímans eða beinlín is hrein ósannindi. í sunnudags blaði Tímans er enn reynt að þyrla upp moldviðri um land helgina og sjávarútvegsmál ag ekki farið rétt með frekar en í fyrri „bombum“ blaðsins. Mbl. barst í gær eftirfarandi athugasemd. Vinsamlega birtið eftirfar- andi athugasemd. í forsíðugrein í dagblaðinu Tímanum sl. sunnudag, undir fyrirsögninni „Bretar vilja nú komast inn í fiskiðnaðinn okk ar“ segir m.a.: „Brezkir fisksöluhringar hafa lengi haft áhuga á að komast inn í fiskiðnað á íslandi og eins og kunn- ugt er hefur Ross auð- hringurinn þegar tekizt að teygja anga sína hing- að með fyrirtækinu Atant or h.f.“ Hér er um algera missögn að ræða. Atlantor hf. selur verulegt magn *af frystum fiski til Ross. Hinsvegar á Ross ekkert í Atlantor hf„ sem er algerlega islenzkt fyrir tæki. Atlantor h.f. er jafn óháð Ross eins og öðrum viðskipta vinum sínum í hinum ýmsu löndum. Með þökk fyrir birtinguna. f.h. ATLANTOR H.F. Magnús Z. Sigurðsson. Stórkostlegastar skemmdir hafa orðið austan í sjálfri eynni, frá svokölluðum Háu- sigum, suður í Feitukinn. Er þetta aðallega ofantil, til dæm is nemur landeyðing um 20— 30 m. á breidd á stóru svæði. Hrunið hefur einnig úr Háu- brík við Háubríkurskarð og mun leiðin fram þangað úr eynni hafa torveldast mjög. Stór jarðvegsfylla hefur og losnað af Háubrík. í Land- höfða hefur hrunið mjög áber andi á einum stað, þar er Fagrakinnarneif með öllu horfið. Víða annars staðar hafa orð ið skemmdir, svó sem í Illa- stapa. Hlaupinu og Mávanefj- um. Þetta mun vera mesta hrun úr Drangey á þessari öld — jón. Bólusóttin í Svíþjóð Stokkhólmií 24. maí NTB-TT STAÐFEST hefur verið enn eitt bólusóttar tilfellið í Stokkhólmi, að því er til- kynnt var í dag. Er sjúkling- urinn sextugur maður, sem starfar við farsóttarhúsið í borginni, og segir yfirlæknir sjúkrahússins, að engin á- stæða sé til þess að óttast frekari útbreiðslu. Izvestija mótmælii fregn cm dauðo sovézkra geimfara Moskvu 27. maí (NTB). MÁLGAGN Sovétstjórnarinnar „Izvestija“ birtir í dag opið bréf ritað af ritstjóra blaðsins Alexej Adsjubei, tengdasyni Krú sjeffs. f bréfinu vísar hann á bug staðhæfingum bandarískra blaða um að nokkrir sovézkir geimfarar hafi látið lífið í sam- bandi við geimrannsóknir frá 1959. Segir Adsjubei, að enginn vafi leiki á því, að grein, sem birtist í bandaríska blaðnu „New York Journal“, fyrir skömmu, um dauða fimm sovézkra geimfara, sé uppspuni frá rótum. Segir hann ýmsar staðreyndir sanna að svo sé. „New York Journal“ hafði fregn sína eftir áreiðanlegum heimildum innan Bandaríkja- þings og bandarísku geimferðs- stofnunarinnar og hefur verið skýrt frá henni hér í blaðinu. Gæfan farsælir ekki skrif Tímans GÆFAN farsælir ekki skrif Tímans um þessar mundir, fremur en „málefnabaráttuna“ í sunnudagsspjalli málgagns Framsóknarflokksins er eitt helzta „málefnið“ dylgjur um málvillur í fyrirsögn viðtals Mbl. við Ólaf Thors, forsætis ráðherra: Gæfan hefur farsælt störf Viðreisnarstjórnarinnar. Viðtalið við forsætisráðherr an vakti mikla athygli, enda er þar drepið á flest þau mál efni, sem nú skifta máli fyrir kosningarnar. Tíminn hefur þó lítið sem ekkert um við- talið að segja og baráttumálin, sem þar eru reifuð. Það virð ist því, sem blaðið sé sammála ummælum Ólafs Thors um við reisnina og stjórnmálaástand ið. Tilraun Tímans til fræði- mennsku á sviði íslenzkrar tungu er þó ekki vandaðri, en annar málflutnipgur blaðsins. Vanþekking Tímans á sögn- inni að farsæla er eðlileg svo lítt, sem hún hefur átt við baráttu þeirra og framla.g í kosningabaráttunni. Er ritstj. Tímans bent á að snúa sér til orðabókar háskólans eða fletta upp í orðabók Sigfúsar Blöndals um heimild um sagn orð þetta, sem svo iítt virðist hafa borið á góma í ritsjjórn arskrifstofu Tímans. Þessi smekklausa geðvo izku árás Tímans á forsætisráðherr ann er enn eitt dæmið um hugarástand þessara vonlausu manna sem nú hafa það að lífibrauði að berjast á móti viðreisninni, gegn betri vit- und. Glæsilegir vinningar - 5 bílar Kaupið miða strax ■ dag — Happdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.