Morgunblaðið - 09.06.1963, Blaðsíða 4
4
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 9. júní 1963
Otgefandi: Hf. Arvakur, Keykjavík.
Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Kom'áð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakih.
HERÐUM
LOKASÚKNINA
IV’æstu klukkutímar skera úr um það, hvort á íslandi á
’ að ríkja sú frjálslynda stjórnarstefna, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur barizt fyrir og loks getað hrundið í
framkvæmd, eða hvort hér á að nýju að taka upp aftur-
haldsstefnu þá, sem íslendingar þekkja af langri og slæmri
reynslu.
Þar að auki er um það kosið, hvort áfram eigi að fylgja
heilbrigðri og traustri utam íkisstefnu, sem skipað hefur ís-
lendingum á bekk með þeim þjóðum, sem þroskaðastar eru
og bezt halda á utanríkismálum sínum, eða taka upp óá-
byrga stefnu, sem skjótt mundi firra íslendinga virðingu og
trausti og gæti stofnað sjálfstæði okkar í voða.
Þetta þurfa allir einlægir lýðræðissinnar, hvar í flokki
sem þeir hafa staðið, að hugleiða, og Morgunblaðið veit,
að þeir Framsóknarmenn eru margir, sem í dag hugsa um
þétta, en spurning er, hvort þeir breyta í samræmi við það.
Þeim gefst nú tækifæri til að sýna, að þeir ætlast ekki til
þess, að flokkur þeirra sé gerður hálf kommúnískur, þeir
styrki ekki þá stefnu, sem hann að undanförnu hefur fylgt.
Þeir greiði honum ekki atkvæði að þessu sinni, vegna þess
að þá séu þeir að stuðia að því, að þau öfl, sem nú ráða
stefnu flokksins, styrkist og einlægir lýðræðissinnar nái þar
aldrei undirtökunum.
í Reykjavík hljóta menn að hafa sérstaka hliðsjón af því,
að sá maður, sem á að afla Framsóknarflokknum kjörfylgis
í höfuðborginni, Þórarinn Þórarinsson, hefur lýst Reykvík-
ingum sem skríl. Hann kallar þá múgsálir, sem skorti sjálf-
stæða hugsun og styðji óíslenzkum málstað. Orðrétt sagði
þessi maður í blaði sínu.
„Hér á landi höfum við að mestu verið lausir við það
fyrirbrigði, sem kalla mætti múgsál stórborgar — þennan
fjölda hugsunarlítils fólks, sem lætur stjórnast af æsiblöð-
nm og vélrænu umhverfi. En er máski nútímatæknin að
færa þetta fyrirbrigði inn í íslenzkt þjóðlíf.
Sigur hins óíslenzka málstaðar í höfuðborginni á sunnu-
daginn gefur vissulega tilefm til slíkra hugleiðinga. Hann
sýnir þörf andlegrar viðreisnar og meiri sjálfstæðrar hugs-
unar í höfuðborginni.“
Til áréttingar því, að Reykvíkingar styðji „óíslenzkan mál-
stað“ segir hann í fyrirsögn á ræðu, sem hann flutti og birt-
ist í blaði hans í gær: „Gerum Reykjavík að höfúðvígi hinn-
ar íslenzku stefnu.“
Með þessu á sýnilega að undirstrika, að Reykvíkingar séu
„óíslenzkastir“ allra. Þeir þurfi á andlegri forsjá Framsókn-
arforingjanna að halda, því að þeir séu „múgsálir11, sem
„skorti sjálfstæða hugsun“.
Þessari ósvífni og framkomu Framsóknarmanna í garð
Reykvíkinga fyrr og síðar svara reykvískir kjósendur í dag,
ekki sízt þeir, sem sendlar Framsóknarflokksins hafa að
undanförnu boðið gull og græna skóga til að fá þá til fylgis
við sig.
Um kommúnista þarf ekki að fjölyrða. Það vita nú allir
menn, að þeir eru ermdrekar erlends valds. Ef einhver
hefði ’efast um þetta, þá hefði honum átt að nægja að lesa
grein þá, sem hér birtist fyrir skömmu eftir fyrrverandi
stuðningsmann kommúnistaflokksins og viðtalið við þann
fyrrverandi kommúnista, sem fletti ofan af njósnatilraunum
Rússa hér á landi.
En það má litlu muna, að samfylking kommúnista og
Framsóknarmanna nái meirihlutavaldi á Alþingi, og þess
vegna er nauðsynlegt, að Sjálfstæðismenn herði sóknina. Á
úrslitunum í Reykjavík veitur mest. Það má aldrei henda,
að það verði Reykvíkingar, sem ekki halda vöku sinni. Þess
vegna þarf hver einasti góður Sjálfstæðismaður að gera allt,
sem í hans valdi stendur, til að tryggja sigur flokksins þá
klukkutíma, sem eftir eru, þar til kjördeildum verður lokað,
en það er kl. 11 í kvöld.
Reykvíkingar, herðum sóknina!
ÞEGAR fréttamaður Mbl. kom
í Sjómannaskólann fyrir hádegi
í dag var þar múgur og marg-
menni, fjöldi bíla voru fyrir utan
skólann og mikil umferð, sem
var vel skipulögð af hálfu lög-
reglunnar. Biðraðir voru fyrir
utan flestar kjördeildir, en þær
eru 8 alls.
Við gengum á fund hverfis-
kjörstjórnar, en hana skipa Gutt-
ormur Erlendsson, hæstaréttarlög
maður, Björn Guðmundsson, bæj
arfulltrúi Framsóknarflokksins
og Sigurður- Líndal. Björn veitti
okkur þær upplýsingar, að rúm-
lega 5000 manns væru á kjörskrá
og kosningarnar hefðh gengið
greiðlega. Biðraðir hefðu verið
komnar við kjördeildirnar áður
en þær voru opnaðar, og yfirleitt
hefði verið einhverjir, sem biðu.
Meðal fyrstu manna á kjörstað
voru Bjarni Benediktsson, dóms-
málaráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Jóhann Hafstein,
bankastjóri og alþingismaður,
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri
Heiuur fornum venjum.
A kjörstað meö tvc til reiöar
Kosning gekk greiðlega
i Sjómannaskólanum
og Þorvaldur Guðmundsson í
Síld og Fisk.
HÖSKULDUR Eyjólfsson, fyrr-
um bóndi að Hofsstöðum í Hálsa
sveit', kom snemma á kjörstað
með tvo til reiðar. Höskuldur
flutti til Reykjavikur fyrir þrem
ur árum og heldur fornum venj
um að fara ríðandi á kjörstað.
Hann stundar nú hestatamning
ar og kennir reiðmennsku. Hösk
uldur hefur átt marga gæðinga
um dagana og sómir sér manna
bezt á hestbaki, þótt hann fari nú
gætilegar en fyrrum.
Fyrir fimmtíu árum var hann
sektaður um fimm _krónur fyrir
að láta spretta úr spori á götum
bæjarins, en ekki var brot hans
alvarlegra en það, að upp úr þvf
urðu þeir beztu /vinir hann og
Þorvaldur „pólití**, yfirlögreglu-
þjónn, enda báðir alkunnir hesta
menn. Þegar Höskuldur hafði
hlotið sektina bauð Þorvaldur
honum heim til sín og sýndi hon
um Grána sinn í „stofu“ hans i
húsi Þorvalds, en þá var engum
hesti veitt betra atlæti hér á
landi en Grána, enda var hann
afbragðsgæðingur. Þar drukku
kempurnar hestaskál til fullra
sátta og hélzt vinátta þeirra me3
an þeir lifðu báðir.
Vön að kjósa áfastandi maga
VESTUR í Melaskóla var ekki
margt um manninn þá stund er
blaðamaður Mbl. stóð þar við.
Fjármálaráðherra Gunnar Thor
oddsen og frú Vala, kona hans,
greiddu fyrst atkvæði og með
þeim næstu voru alþingismennirn
ir Auður Auðuns og Pétur Sig-
urðsson.
Skömmu síðar kom dr. Páll ís-
ólfsson á vettvang, ásamt konu
sinni, Sigrúnu Eiríksdóttur. Var
Páll hinn hressasti í bragði og
óskaði mönnum gleðiiegrar hátíð
ar.
Þá komu þeir með stuttu milli-
bili ívar Jónsson og Sigui^ur Guð
mundsson, ritstjórar Þjóðviljans,
ásamt eiginkonum sínum og
mátti þá reikna með því, að Al-
þýðubandalagið væri öruggt með
a.m.k. fjögur atkvæði — þ.e.a.s.
ef konurnar fylgja mönnum sín
um að máli, sem er víst næsta
líklegt.
í Melaskólanum eru 4891 á kjör
skrá og kjördeildir 7. Þegar Mbl.
hafði síðast tal af kjörstjórn kl.
11 í morgun höfðu 456 manns
kosið. Var þá greinilega að kom
ast nokkur skriður á kjörsókn,
því að kl. 10 höfðu aðeins 195
manns kosið. Dyraverðir sögðu
kjörsókn þó svipaða og venju-
lega á þessum tíma; þeir bjugg
ust við, að straumurinn myndi
þéttast allmikið er drægi nær há
degi.
Þegar blaðamaður var á leið-
inni út úr skólanum sá hann að
Ólafur Björnsson, og kona hans,
Guðrún Aradóttir, óku frá kjör
stað. í sama bili heyrði hann á\tal
manns og konu er stóðu hjá leík
fianisal Melaskólans. Var hann að
koma frá kjörstað, — hún að. Þeg
ar þau höfðu heilsast kunnuglega
sagði maðurinn: — „Þú ert
snemma á ferðinni í dag“. „Já“,
svaraði konan, „við höfum alltaf
haft þá venju að kjósa á fast-
andi maga“. Eitthvað fór meira í
milli en að sjálfsögðu gat blaða
maðurinn ekki gert sig sekan um
þá ósvinnu að hlusta eftir því,
þótt gaman hefði verið að heyra
konuna rökstyðja þessa ágætu
venju.
Þruntuveður í
Húnuvutnssýsiu
Blönduósi, 9'. júní: —
Sl. föstudag var þrumuveður hér
framfrá. Heyrðust þrumur um
alla sýsluna og eldingar sáust
a. m. k. frammi í dölum, en rign
ing var engin. Mun veðrið hafa
gengið ^fir heiðarnar. Það er
mjög övanalegt að þrumuveður
geri hér og mun margt yngra fólk
í fyrsta skipti hafa heyrt í þrum
um. — B.B.
V