Morgunblaðið - 09.06.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 09.06.1963, Síða 1
I Síðdeg°sblað 60. árgangur 127. tbl — Sunnudagur 9. júní 1963 Prentsmiðja Morgunbtaðsins dag tqla atkvæðin Fréttamenn Mbl. í heimsókn á kjörstöðum LOKAÞÁTTUR fyrir sigri Sjálfstæðisflokksins og vexti viðreisnarinnar hófst í morgun kl. 9 er kjörfundir voru settir víðsvegar um bæinn. Þegar er kjörfundir hófust var margt ma w a mætt á kjörstað. í frásögnum blaðamanna, sem heimsóttu kjör- staðina í morgun, segir frá ýmsum merkum borgurum, er fyrstir komu á kjörstað svo og fleira er fyrir þá bar í skyndi- heimsókn sinni, ráðherrar kjósa, gamalkunnur hestamaður lendir í hálfrar klukkustundar starfi sem kjörstjórnarmaður. Frásögn blaðamanna er á þessa leið: KJÖRFUNDUR hófst af miklum krafti kl. 9 í Breiðagerðisskóla og mynduðust þegar biðraðir fyrir utan hinar 7 kjördeildir, sem þar eru. Er fréttamaður blaðsins kom á staðinn og spurði eftir Hverfiskjörstjórn hitti hann fyrir tvo kjörstjórnarmanna þá Magnús Torfa Ólafsson f.v. rit- stjóra Þjóðviljans og Þorvald Lúðvíksson lögfræðing. Ætlaði fréttamaðurinn að bera upp spurningar við þá félaga, en fékk ekki ráðrúm til, því þeir þrifu undir handlegg hans og báðu að setjast í undirkjörstjórn. Var ekki um að ræða annað en hlýða þessum tilmælum, þar sem um borgaralega skyldu er að ræða. Var fréttamaður þar með drifinn inn í kjördeild nr. 3 og settur þar í oddasæti. Kjósendúr biðu í langri röð fyrir utan dyrnar. Byrja þurfti á því að taka upp kjörgögn, telja kj'örseðla og búa sig undir kjörfund. Tókst þetta giftusamlega með góðri hjálp Þorvalds Lúðvíks- sonar hverfiskjörstjórnarmanns. Einn kjörstjórnarmanna var mættur til leiks, en það var ung stúlka, sem aldrei hafði kosið áður og þaðan af síður setið í kjörstjórn. Eftir að kjörkassa hafði verið læst og kjörstjórn hafði sett sig í stellingarnar hófst kjör með því að fyrstur kaus Hafliði And- résson fulltrúi í Sjáifstæðishús- ipu og síðan hver af öðrum linnu laust fyrstu 20 mínúturnar. Þá settist fréttamaður við lagfær- ingu á öðru hefti kjörskrárinn . ar sem tilheyrði þessari kjör deild, en í hana vantaði hluta af nöfnum þriggja kjósenda. Með- an hann sat við verk kom inn myndarlegur maður með gler- augu og tilkynnti hverfisstjórn- armaður að þar væri kominn annar þeirra undirkjörstjórnar- manna, er vantaði. Gekk' hann nokkra stund um gólf eins og hann vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera. Spurði fréttamað- ur þá hvort hann væri kannske oddviti kjörstjórnar í þessari deild. Hvað getur gerzt? ÁFORM Eysteins Jónssonar um að koma hér á svo víð- tækum ríkisafskiptum að telja verður hreinan sósíal- isma, voru birt í Mbl. í morg un. Banna á'tti innflutning ó- þarfa varnings, en ríkisvaldið að taka að sér innkaup ein- stakra vörutegunda, sem það telur nauðsynlegt. Skrá átti alla vinnufæra menn í landinu og ríkisvaldið átti í sambandi við skráning- una að hef ja íhlutun um fram- kvæmdir og stofnun fyrir- tækja. Gerðar yrðu ráðstafanir tll þess að einstaklingar og stofn- anir hegðuðu sér í samræmi við stefnu og vilja stjórnvald- anna. Þessi stefna er ekki gleymd nú. Hún bíður aðeins þing- fylgis Framsóknarmanna og kommúnista til þess að hægt sé að mynda „róttæka um- bótastjórn“ undir forsæti rík- isafskiptaforsprakkans, Ey- L steins Jónssonar. Á stjórnartíma „vinstri" stjórnarinnar fengu Reykvík- ingar smjörþefinn af sósíalis- manum. Gerð var áætlun um að svipta borgarbúa umráðum yfir eigin húsnæði. Skyldi forsjá þeirra eigin húsnæðis fengin Framsóknarmanni, sem 4 atvinnu hefur af nefndastörf- i um og bitlingum. Honum til 1 aðstoðar átti að vera þekktur kommúnisti. Skv. þessari á- ætlun átti að úthluta húsnæði Reykvikinga og setja á stofn fasteignasölu ríkisins og ef húseign var sJld, skyldi 80% af verði umfram mat renna til ríkisins. Framh. á bls. 7. — Já, ætli það ekki, sagði maðurinn. Vék fréttamaður þá þegar úr oddvitasætinu, er hann hafði haft fyrstu 20 mínútur kjörfund- ar. Næstu 10 mínútur sat hann enn í kjörstjórn eða þar til Þor- valdur hverfisstjórnarmaður til- kynnti honum að nú væri starfi hahs lokið. Sem þakklætisvott fyrir vel unmn störf var fréttamanni boð ið til kaffidrykkju með hverfis- Framh. á bls. 7. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.