Morgunblaðið - 25.06.1963, Side 12

Morgunblaðið - 25.06.1963, Side 12
12 MORCVNBIAÐIÐ ■Þriðjudagur 25. júní 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. SÍS NÝTUR VIÐREISNARINNAR C’amband íslenzkra sam- ^ vinnufélaga nýtur sann- arlega ávaxta viðreisnarstefn unnar, ekki síður en önnur fyrirtæki og atvinnugreinar í landinu. Það sannast greini- Jega af fjölmargum upplýs- ingum, sem forystumenn samtakanna gáfu 61. aðal- fundi þeirra, sem nýlega er lokið. Þar var m.a. frá því skýrt, að sala Sambandsins á íslenzkum framleiðsluvörum hafi nú farið yfir 1000 millj. króna. Er hér um að ræða söluv^ - ðmæti landbúnaðar- vara, sjávarafurða og iðnað- ararvara, sem seldar hafa ver ið á vegum samtakanna. Forstjóri SÍS gat þess í upp hafi máls síns, að þjóðarfram- leiðsla íslendinga hefði aldrei orðið eins mikil og á árinu 1962. Er sú staðreynd greini- legt dæmi um hin heillavæn- legu á_.rif þeirrar efnahags- málastefnu, sem Viðreisnar- stjórnin markaði á sínum tíma. Síðar í ræðu sinni gat for- stjóri SÍS þess, að þegar tek- in væri til greina umsetning smærri starfsgreina hefði heildarumsetning Sambands íslenzkra samvinnufélaga á árinu 1962 orðið rúmlega 1600 millj. kr. og hefði auk- izt um 372,1 millj. kr., eða 29,2% á árinu 1962. Tekju- afgangur á rekstrarreikningi SÍS á.:ð 1962 varð rúmlega 7,7 millj. kr., afskriftir 14,2 millj. kr., og afsláttur færður á reikninga kaupfélaganna tæpar 2'millj. kr., eða sam- tals 23,9 millj. kr. á móti 21,5 millj. kr. næsta ár á undan. ★ Það er vissulega enginn móðuharðindasvipur á þess- um tölulegu upplýsingum um afkomu SÍS á sl. ári. Þær bera þvert á móti öruggt vitni þess góðæris, sem viðreisnar- stefnan hefur skapað. SÍS nýt ur þannig ávaxta viðreisnar- innar í ríkum mæli. Verzl- unar og viðskiptafrelsið hef- ur stórbætt aðstöðu fyrirtæk- isins og viðskiptamanna sam- vinnufélaganna. Því fer þannig svo víðs fjarri, að Viðreisnarstjórnin hefði þröngvað kosti félags- verzlunarinnar. Skýrslur ráðamanna SÍS bera þess all- ar vott að hin ábyrga efna- hagsmálastefna hefur haft í för eð sér nýja og aukna möguleika margvíslegra fram kvæmda á vegum samvinnu- félaganna um land allt. Fyrir þetta ættu leiðtogar SÍS að vera Viðreisnarstjórn- inni þakklátir. Þeir ættu enn I fremur að gera sér það ljóst, I að hin pólitíska misnotkun Framsóknarflokksins á sam- vinnufélagsskapnum er ó- hæfa, sem allir sanngjarnir menn, hvar í flokki sem þeir standa hljóta að gagnrýna harðlega. Það er staðreynd, sem ekki verður sniðgengin að peningafurstar SÍS hafa á undanförnum árum ekki hik- að við að taka höndum sam- an við kommúnista í þeim til- gangi að torvelda fram- kvæmd heilbrigðrar efnahags málastefnu og stuðla að upp- lausn og erfiðleikum í þjóð- félaginu. Sem betur fer hefur niðurrifsstefna Framsóknar- manna og kommúnista ekki borið tilætlaðan árangur. Þess vegna býr þjóðin nú við almennari velmegun en nokkru sinni fyrr, og þess vegna blómstrar jafnvel SÍS af ávöxtum viðreisnarinnar. JÓNSMESSAN Jónsmessan er liðin og hinn norræni dagur tekur að nýju að styttast. Sl. vor var kalt og umhleypingasamt eft- ir mildan og hagstæðan vet- ur. En framundan eru fagrir og sólríkir hásumardagar. — Sprettan hefur gengið seint víðast hvar á landinu, en von- andi verður heyfengur þó sæmilegur ef skaplega tekst til um verkun heyjanna. Sláttur mun hefjast í síðara lagi en aukin tækni og véla- notkun hefur stytt heyskap- artímann að miklum mun. Síðustu daga hefur sprottið vel víðs vegar um land, þann- ig að naumast er ástæða til svartsýni. Hið íslenzka sumar er stutt og annasamt til lands og sjáv- ar. Hinar björtu nætur norð- ursins, blár himinn og tært loft, veita íslenzku fólki tæki- færi til þess að njóta margra unaðsstunda úti í náttúrunni, upp til fjalla og heiða og út við firði og nes. Jónsmessan er ein dýrðlegustu tímamót ársins. í kjölfar hennar koma að vísu styttri dagar en líka gróandi, fjölbreytileg fegurð og uppskera. Hún er þess vegna fagnaðarhátíð bónd- ans, sem sáir að vori og á allt sitt undir sól og regni. LISTASAFN EINARS JÓNS - SONAR 40 ÁRA |7jörutíu ár voru í gær lið- * in frá því að Listasafn Bresjnev hœkkar í tign fundur miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins FRA ÞVÍ var skýrt í Moskvu á föstudag, að forseti Sovét- ríkjanna, Leonid Bresjnev, hefði verið skipaður ritari miðstjórnar kommúnista- flokksins. Telja stjórnmála- fréttaritarar, að Bresnjev hafi nú þokast nær því að verða eftirmaður Krúsjeffs, forsætis ráðherra. Þá hefur Bresjnev verið kjörinn í framkvæmdanefnd flokksins, sem er ein öflug- asta nefnd í Sovétríkjunum. Leiðtogi flokksins í Ukrainu, Nikolaj Podgornij, var einnig kjörinn í þá nefnd. Þá var Bresnjev einnig kjör inn í forsætisnefnd flokksins. Þessa dagana stendur yfir fundur miðstjórnar kommún- istaflokksins. Hefur fjöldi mála verið rædd'ur, m.a. hef- ur Krúsjeff haldið 4 klukku- stunda ræðu, þar sem hann vék að helztu vandamálum, innan lands og utan. Miðstjórnin samþykkti ein- róma á föstudag, að hefja við- ræður við Kínverja um deilu- mál þau, sem verið hafa uppi milli ráðamanna í Moskvu og Peking. Eiga viðræður að hefj nast 5. júlí. í sovézku nefnd- inni munu eiga sæti Mikhail Suslov, Boris Ponomarev og Jurij Andropov, en þeir eru allir ritarar kommúnistaflokks ins. Allir tóku þeir til máls á fundinum og ræddu um grundvallaratriði skoðanamun ar þess, sem á sér' stað. Því var jafnframt lýst yfir á fundinum, að sovézkir ráða menn hefðu ekki getað tekið Bresjnev aðra stefnu í þessu máli, en gert hefði verið. Stafaði það af því, að kínverskir ráða- menn hefðu birt bréf þau, er halda hefði átt leyndum. í Tanner lætur af for- mennsku finnskra sósíaldemókrata Sovétríkjanna. Þessum ásökun- um hefur flestum verið beint gegn Tanner. • Ráðherrafundi EBE frestað Helsingfors, 14. júní (NTB) LANDSFUNDUR Sósíal- demókrataflokks Finnlands hófst í dag. Áður en fundur- inn hófst, hafði formaður flokksins, Vaniö Tanner, skýrt frá því, að hann gæfi ekki kost á sér við formanns- kjör nú. Talið er að eftirmaður Tann- ers verði Rafáel Paasio, ritstjóri blaðs flokksins í Ábo, en hann er einn af fáum meðlimum stjórnar flokksins, sem ekki hafa verið nafngreindir í árásum sem Sovétríkin hafa beint gegn stjórn Einars Jónssonar, mynd- höggvara var opnað íslenzk- um almenningi til sýnis. Stofnun þess og opnun var merkur viðbúrður í íslenzku menningarlífi. Einar Jónsson var brautryðjandi á sviði ís- lenzkrar myndhöggvaralist- ar. Hann var stórbrotinn starfsmaður og mikill lista- maður. íslenzka þjóðin hefur í 40 ár átt kost á því að heim- sækja safn þessa hugmynda- ríka listamanns, sem brauzt til fræw - ur og frama heiman úr 'slenzkri sveit. íslendinga greinir eins og aðra á um listir og listastefn- ur. List og listaverk Einars Jónssonar hafa einnig verið umdeild. En hann var braut- ryðjandinn á sínu sviði. Hann veitti nýjum og fersk- um menningarstraumum heim til þjóðar sinnar á morgni fullveldis hennar. Þjóð hans þakkar honum verk hans og mun geyma minningu hans langt fram um aldirnar. inni. í árásum Sovétríkjanna á hend- ur stjórnar flokksins hefur hún fyrst og fremst'verið sökuð um að láta hjá líða að vinna að bættri sambúð Finnlands og NÚ hefur verið frestað utan-, ríkisráðherrafundi EBE, sem halda átti í Briissel 1. og 2. júlí. Gert var ráð fyrir, að á fundi þessum yrði rætt sam- band bandalagsríkjanna við Danmörku og Noreg. ísland er martröi skipstjórans EFTIRFARANDI frétt birtist á forsíðu brezka vikublaðsins Fishing News hinn 14. júní sl.: „Togaraskipstjórinn D. List er, sem er 34 ára að aldri og býr að Laceby Road, Grimsby, lifir í stöðugum ótta um, að hann kúnni að þurfa að taka land á íslandi. Fyrir tuttugu mánuðum var. hann dæmdur fjarverandi í fimm mánaða fangelsi af ís- lenzkum dómstóli. Hæstirétt- ur (Appeal Court) í Reykja- vík kvað upp dóminn vegna ólöglegs umbúnaðar veiðar- færa innan 12 mílna fiskveiði- takmarka íslands. Áður hafði Lister, sem var þá skipstjóri á Grimsby Town, siglt til hafnar af frjálsum vilja til að koma fyrir rétt. Hann hafði ekki látið sér segj- ast, þrátt fyrir skothríð yfir skip sitt. Nú siglir hann óttafullur vegna áhættu um slæmt veð- ur, veikindi eða biiun á sjó. Sérhvert sinn sem Grimsby togarinn Everton siglir frá heirnahöfn til íslandsmiða verður hann „eftirlýstur mað- ur“. Ótti hans er, að hann neyð- ist til að leita vars í óveðr- um, fara til hafnar með slas- aðan eða verra dreginn til ís- lenzkrar hafnar vegna sélar- bilunar. Hann sagði sl. sunnu£ag: „Alltaf þegar ég fer tfí ís- lands er ég hræddur. Veiðar þar við strendur eru stór hluti af brauðstriti okkar og ég hef sífellt í huga, að eitthvað geti komið fyrir svo ég þurfi að leita til íslands vegna aðstoð- ar og verða handtekinn. Það kæmi þungt niður á f jöl skyldu minni ef ég þyrfti að sitja 5 mánúði í fangelsi. Til allrar hamingju stendur öll áhöfnin að baki mér og áskilja mér að taka ákvörðun um hvort við leitum til hafnar eða ekki.“ Ekið á lamb Þann 18. þ.m. var ekið á lamb í Hvalfirði og það drepið. Skildi ökumaðurinn það eftir á vegin- um án þess að gerá aðvart, og ók bílstjóri frá Akranesi fram á iambið. Grunur féli á leigubíl, sem ekið hafði verið þarna um skömmu áður, en leigubílstjórinn heldur því ákveðið fram, að hann hafi komið að lambinu dauðu. Þeir, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um þetta mál, eru vinsamlegast beðnir að gera umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík þegar aðvart.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.