Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 1
24 síðiuii
50. árgangur
142. tbl. — Föstudagur 28. júní 1963
Prentsmiðja Mergunblaðsina
Kirkjuþingið hefst
oð nýju 29. sept.
Páfagarði 27. júní AP
• PÁLL páfi VI hefur opin-
berlega tilkynnt, að kirkju-
þing rómversk-kaþólsku kirkj-
unnar skuli hefja störf að nýju
29. september næstkomandi.
Kirkjuþingið, sem Jóhannes
páfi XXIII boðaði til upphaflega,
hófst lil. október 1962, en hlé
var gert á störfum þess 8. des-
ember sl. Jóhannes páfi hafði
óskað eftir, að það kæmi aftur
saman 8. september. 1963.
Sem kunnugt er, tilkynnti Páll
páfi VI, þegar daginn eftir að
' MTND þessl var tekin morg- |
uninn eftir þjóðaratkvæða-
greiðsluna í Danmörku. Á'
myndinni eru frá vinstri: Bod *
il Koch, kirkjumálaráðherra |
Dana, Kjeld Philip, efnahags i
málaráðherra, Karl Skytte,!
landbúnaðarráðherra Hilmar \
Baunsgaard, viðskiptamálaráð |
herra og Jens Otto Kragh, for j
sætisráðherra.
New York, 27. júní AP
• ALLSHERJARÞING Sam
einuðu Þjóðanna sam-
þykkti á fundi sínum í dag
tillögu fjárhagsnefndar sam-
takanna, þar sem gert er ráð
fyrir að tekið sé * 42.500.000
dala lán til þess að standa
etraum af aðgerðum samtak-
anna í Kongó og Mið-Austur-
löndum.
Við atkvæðagreiðslu um til
lögur nefndarinnar sátu fimm
tán ríki hjá, 80 greiddu at-
kvæði með þeim, en á móti
voru kommúnistaríkin, Kúba
og Frakkland.
Að lokinni afgreiðslu máls
þessa, var fundi slitið og kem
ur þingið ekki saman að nýju
fyrr en 17. september nk.
• STJÓRN Sýrlands hefur
tilkynnt, að hún muni
senda 1250 kennara til Alsír
á næstunni, til þess að aðstoða
stjórnina þar við að auka
menntun landsbúa sem fyrst.
hann var kjörinn eftirmaður Jó-
hannesar páfa XXIII., að Kirkju-
þinginu yrði haldið áfram svo
sem fyrirrennari hans hafði ósk-
'að. Hinsvegar verður ekki unnt
að ljúka nauðsynlegum undir-
búningi fyrr en rétt fyrir mán-
aðamótin september—okóber.
Ástæðan er m. a. sú, að vegna
veikinda og láts Jóhannesar páfa,
var gert hlé á undirbúningsstörf-
um, — enda var ekki vitað hvort
eftirmaður hans myndi halda
þinginu áfram.
Peyrefitte svarar ræðu Kennedys:
Frakkar efast ekki um
gdð áform Kennedys
— en hver verður stefna.
eftirmanns hans ?
París, 27. júní — (AP) —
TALSMAÐUR frönsku stjórn
arinnar sagði í París í dag,
að Frakkar hefðu aldrei ef-
azt um góðan vilja og áform
Kennedy’s Bandaríkjaforseta
um að verja bandalagsríki sín
í Evrópu, ef á eitthvert þeirra
yrði ráðizt. Hins vegar sagði
hann frönsku stjórnina ekki
Fargjaldastríð?
jafn vissa um, að eftirkom-
endur Kennédy’s í forseta-
embætti mundu hafa sömu
stefnu og hann í þessum efn-
um.
Það var Alan Peyrefitte, upp-
lýsingamálaráðherra Frakka,
sem lét svo ummælt í hádegis-
verðarboði franskra blaðamanna.
Töldu viðstaddir engan vafa á
því, að hann mælti þar fyrir
munn de Gaulle, Frakklandsfor-
seta, og að hann væri með þessu
að svara ummælum þeim, sem
Kennedy, forseti, lét falla í
Frankfurt nú í vikunni.
Peyrefitte sagði meðal ann-
ars: „Franska stjórnin Htefur
aldrei látið í ljósi neinn efa um,
að Kennedy forseti sé reiðubú-
inn að koma Evrópu til varnar,
en hún hefur fulla ástæðu til að
íhuga, hver kunni að verða stefna
Bandaríkjaforseta í framtíðinni,
segjum eftir áratug eða meira“.
— Peyrefitte bætti því við, að
þjóðir heims hefðu verið áhorf-
endur að miklum breytingum á
stefnu Bandaríkjanna á undan-
förnum áratugum og ekki væri
Framhald á bls. 23.
Sænski njósnarinn, Stig Eril
Wennerström, ofursti.
í NTB-frétt frá Osló í gær
segir frá því, að Pan
American - flugfélagið
hyggist leggja fyrir næstu
ráðstefnu IATA-Alþjóða-
sambands flugfélaga til-
lögu, þar sem gert er ráð
fyrir, að félagið lækki all-
verulega fargjöld á vissum
ferðum á leiðinni yfir Norð
ur-Atlantshafið.
Félagið hyggst fjölga
farþegum í hinum stóru
þotum sínum upp í 170 og
draga úr þjónustu um borð
og ‘elur sig á þann hátt
geta lækkað verð farseðla
um 39% aðra leiðina.
Félagið hefur undanfarin
sjö ár haft þetta fyrirkomulag
í ferðum milli New York og
San Juan í Puerto Rico og frá
1. nóvember nk. verður því
á komið á flugleiðum milli
meginlandsins og Hawai.
Tillögur þessar verður ekki
unnt að ræða hjá IATA fyrr
en í haust og þær ná ekki
fram að ganga nema með ein-
róma samþykkt aðildarríkj-
anna.
Verði þær samþykktar
ganga þær í gildi 1. apríl
næsta ár, en þess má geta, að
hin nýju fargjöld SAS ganga
í gildi 1. október nk.
Talsmenn SAS í Stokkhólmi
segja, að verði hinar nýju til-
lögur Pan Am. samþykktar
hljóti það að hafa í för með
sér, að öll aðildarríki IATA
fái samskonar heimild og það
kunni að hafa i för með sér
algert fargjaldastríð á flug-
leiðinni yfir Norður-Atlants-
hafið.
Hermálafulltrúi sovézka sendi
ráðsins í Stokkhólmi, Vitalí
Nikolskí, majór.
Skýrsla um njósnir
Wennerströms
Stokkhólmi, 27. júní NTB - TT
HAFT ER eftir áreiðanlegum
heimildum í Stokkhólmi, að
sænska stjórnin hafi þegar sent
nokkrum aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins upplýsingar um
njósnastarfsemi sænska ofurst-
ans Stig Wennerström. Banda-
ríkjastjórn voru sendar allar fyr-
irliggjandi upplýsingar þegar á
þriðjudag en talsmaður utanríkis
ráðuneytisins sænska hefur ekki
viljað segja, hverjir fleiri hafi
fengið skýrslu um málið.
í NTB-frétt frá Stokkhólmi
segir, að full ástæða sé til að
ætla að Wennerström hafi gefið
Sovétstjórninni mjög mikilsverð-
ar upplýsingar um varnir Atlants
hafsríkjanna enda hafi hann haft
til þess ágæta aðstöðu.
Sendiráðsmennirnir ófarnir *
Ekki er annað vitað en sovézku
sendiráðsstarfsmennirnir tveir,
sem vísað hefur verið frá Sví-
þjóð, séu þar enn. Lögregluvörð-
ur er við Arlanda-fiugvöll, en
þaðan hafa þeir ekki farið. Hins
vegar hafa engar upplýsingar
fengizt um dvalarstað þeirra.
Lögregluvarzla verður áfram á
flugvellinum, þar til fullvíst er,
að mennirnir séu farnir úr landL
Talið var víst, að þeir myndu
fara með SAS-flugvél í kvöld,
ásamt sendiherra Svíþjóðar í
Moskvu, Rolf Sohlman, en svo
var ekki. Sohlman er á leið til
Moskvu eftir tveggja vikna orlof
heima í Svíþjóð.