Morgunblaðið - 28.06.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.06.1963, Qupperneq 6
0 MORGUNBLAÐtÐ F5stu<Jagur 28. Júní 1963 Trén urðu verr úti en í Heklugosinu í KULDAKTASTINU um pásk- ana skemmdist trjágróður mjög mikið austur í Múlakoti, en þar voru trén farin að laufgast þegar í aprílbyrjun. Samkvæmt upp- lýsingum frá Ólafi Túbals er nú Ijóst, að trén hafa orðið helm- ingi verr úti en í síðasta Heklu- gosi. Ólafur sagði, að trén hafi byrj- að að laufgast í aprílbyrjun og verið orðin eins og í maí, þegar páskahretið kom. Myndarlegt íslandsblað NORGKS Handels og Sjöfarts- tidende hefur gefið út stórt og myndarlegt íslandsblað. Ritstjórn ina hefur að mestu leyti annazt Mats Wibe Lund, jr. íslandsblaðið er 12 síður í stóru broti og í því eru greinar ein- göngu um íslenzk málefni og fjöldi mynda prýða blaðið. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, skrifar ávarp í blað- ið, viðtal er við Harald Guð- mundsson, ambassador íslands í Osló, og Johan Cappelen, am- bassador Noregs í Rvík. Greinar eru um atvinnulífið, utanríkis- verzlun, skólamál, Skálholt, sögu landsins, flugið og norsk-íslenzk málefni svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg íslenzk og norsk fyrirtæki auglýsa í blaðinu, sem er ágætlega úr garði gert og útgefanda til mikils sóma, sem íslendingar mega vera þakklátir fyrir þetta framtak. Kveðjuathöfn um Þuru í Garði AKUREYRI, 19. júní. — Kveðju- athöfn um Þuru í Garði fór fram í Akureyrarkirkju í dag. Séra Birgir Snæbjörnsson flutti minn- ingarræðuna. Þuríður Árnadóttir, eða Þura í Garði, eins og hún var ávallt nefnd, fæddist í Garði við Mý- vatn árið 1891 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Árni Jóns son, bóndi í Garði, og kona hans Guðbjörg Stefánsdóttir frá Haga nesi. Þura átti lengst heima í Mý- vatnssveit og fékkst þar bæði við bústörf og skógrækt, en hún unni mjög skógum og hvers kon- ar gróðri og hin síðari ár vann hún jafnan í Lystigarði Akur- eyrar á sumrin á meðan henni entist heilsan. Þura var með kunnustu hag- yrðingum sinnar samtíðar og urðu margar vísur hennar land- fleygar, þótt ekki kæmu allar á' prent, en árið 1939 kom út lítið kver með vísum hennar. Hún var líka ættfróð í bezta lagi og fyrir fáum árum kom út frá hennar hendi bókin Skútu staðaætt. Þura var ógift alla ævi. Hún andaðist hér á Akur- eyri 13. þ.m. og verður jarðsett á Skútustöðum næstkomandi laugardag. — Sv.P. Sagði hann, að um þessar mundir væri farið að lifna yfir trjágróðrinum, þótt seint gengi einkum eldri trjánum. Reynir, Sync7ið 200 metrana 10 þns. kr. rit- höfundostyrkir MENNTAMÁLARÁÐ hefur falið stjórn Rithöfundasambands ís- lands að úthluta dvalarstyrkjum t ' tveggja rithöfunda að fjárhæð kr. 10.000.00 til hvors. Umsóknir um styrki þessa skal senda skrifsíofu rithöfundasam- banadsins, Hafnarstræti 16, Reykjavík, fyrir 1. júlí nk. birki, víðir og sitkagrenið væri farið að lifna, en hns vegar væri ekkert líf með öspinni. Óiafur sagði, að undarlegt væri að elztu trjánum gengi verst að ná sér aftur og nefndi hann að 7—8 metra hátt blágrenitré væri alveg líflaust. Hins vegar sagði Ólafur, að blómagróður dafnaði vel og ekki fyndist kal í túnum. Það væru trén, sem verst hefðu orðið úti, helmingi verr en í síðasta Heklu- gosi. Fugl- arnir SIÐARI HLUTA sumars verð- ur hin umtalaða mynd Al- freds Hitchocks, „Fuglarnir", sett á markaðinn. Kvikmynd þessi hefur aðeins einu sinni verið sýnd opinberlega og var það á síðustu kvikmyndahátið Spörvar í hundraðatali komu niður um reykháfinn og réð- ust á húsráðendur. „Fuglar eru aðeins hættulegir í kvikmyndinni", sagði Hit- chock við leikkonuna Tippi Herden, og því til sönnunar réðst hann á kjúkling. Ekkert er fjarri huga hennar en skelfing, slysfarir og morð. Hún er með tvo litla fugla, sem hún hafði fengið að gjöf. Skömmu eftir komu hennar í þorpið gerast nokkrir atburð ir, sem í fljótu bragði virðast óháðir hver öðrum. Mávur kemur svífandi úr háloftunum og goggar í enni hennar, ann ar ræðs á húsdyrnar hjá henni og drepst, kjúklingarnir i ná- grenninu taka að hegða sér undarlega og ýmsilegt smáveg is og skrítið gerist, sem tæpast er umtalsvert. En þá ráðast nokkrir máv- ar á barnahóp, spörvar í hundr aðatali fljúga niður um stromp á húsi og gera húseig- endum gramt í geði. En lög- reglan á staðnum varð ekki uggandi fyrr en fuglarnir höfðu orðið manni að bana. Fuglarnir hópast sam an í þúsundatali og valda sífellt meira tjóni, ráðast á bíla, byggingar — bók- Frh. á bls. 17. inni í Cannes, og var það fyrsta kvikmyndin sem sýnd var á hátíðinni. Margir eru þeirrar skoðun- ar, að kvikmyndin „Fuglarn ir“ sé skelfilegasta hrollvekja, sem Hitchocks hafi til þessa fest á filmu. Á sinn hátt er kvikmyndin snilldarverk hvað viðkemur kvikmyndatöku, hljóðupptöku og annarri tækni. Það sama er að segja um meðferð leikaranna á hlut verkum sínum. Og hvert er svo efni þessar ar margumtöluðu kvikmynd- ar. í stuttu máli er það þetta: Melanie Daniels ekur til Bodega Bay, sem er lítið fiski þorp norður af San Francisco. • Sundlaug Vesturbæjar Kona ein hefur haft sam- band við Velvakanda vegna lokunar Sundlaugar Vesturbæj- ar. Segist hún hafa séð óánægju skrif í blöðum vegna lokunar- innar, þótt sú skýring fylgi, að verið sé að gera við ýmis- legt, þar á meðal bakka laug- arinnar. Konan segir, að skiljanlegt sé, að mönnum leiðist að geta ekki sótt þennan vinsæla stað, þeg- ar veðrið er gott. Nauðsyn- legar viðgerðir hljóti þó að ganga fyrir. Hún kveðst hafa verið tíður gestur i Lauginni ásamt tveimur börnum sír im, en þau hafi bæði skorizt á il við að snerta botninn á vissum stað. Þar hljóti að vera hvasst grjót eða hrjúf möl á botni. Ekki sé nema sjálfsagt að at- huga þetta strax, og því muni lokun sundlaugarinnar réttlæt- anleg á meðan. Einnig sagðist hún hafa átt tal við unglings- stúlku, sem hafði skorið sig eitthvað, og hún hafði líka sagt henni, að kantarnir væru full- hvassir. Að lokum tók konan fram, að sundlaugaverðirnir á þess- um vel sótta og vinsæla stað væru fullir af áhuga og góðum vilja, eftir því sem hún hefði kynnzt. Því myndu þeir ekki hafa viljað bíða eftir því, að fleiri meiddu sig, heldur viljað lagfæra laugina þegar í stað. • Súrt mayonnaise „Grasekkjumaður" skrifar: „Ég er einn hinna mörgu grasekkjumanna hér í bæ um þessar mundir. Stundum hef ég keypt mér ýmsar tegundir af mayonnaise sem álegg ofan á brauð. Nú er það selt í lokuð- um öskjum, en ekki ausið af fati í umbúðir. Þótt þetta virð- •ist hreinlegri frágangur, þá finnst mér vörunni hafa hrakað þannig, að hvað eftir annað hef ég fengið súrt mayonnaise, einkum eftir helgar. Grunar mig, að það sé sett í umbúð- ir fyrir helgi, og það, sem ekki selst þegar í stað, sé geymt í kæli (ekki frystihólfi) yfir helgina. Það er bara ekki nóg, því að ýmis efni í mayonnaise súrna fljótt. T.d. hef ég feng- ið alveg eldsúrt og óætt may- onnaise á mánudagsmorgni. Þegar mayonnaiseð var borið á fati fram í búðina, vissi mað ur þó, að það var nýtt. — Að auki langar mig til þess að spyrja, hvort nauðsynlegt sé að setja svona mikinn matarlit i það. Mér verður satt að segja stundum hálf-óglatt við að sjá litbrigðin. — Grasekkjumaður". Velvakandi þekkir ekki til mayonnaise-mála, en hlutaðeig andi er velkomið að svara i þessum dálkum. -------"'J. ÞURRHLðfiUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON bf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.