Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 23
Föstudagur 28. júní 1963 MORGVNBL'AÐIÐ 23 Terturnar skreyttar fánum írlands og Bandaríkjanna ■ Kennedy vel fagnaci af ættingj um i Dunganstown I Dublin, New Ross, Irlandi, 27. júní. — (AP) — KENNEDY, Bandaríkja- forseta var afar vel fagnað er hann heimsótti slóðir ætt- feðra sinna í dag. Forsetinn fór með þyrlu frá Dublin til New Ross, en þar lenti þyrl- an á fótboltavelli. Síðan ók hann 8 km leið til þorpsins Dunganstown, en þaðan fór afi hans, Patrick Kennedy, fyrir 110 árum. Á leiðinni hafði safnazt saman mikill mannfjöldi, er veifaði til hans fánum og hrópaði: „Velkom- inn heim, Jack.“ í þorpinu hafði einn af ættingj um forsetans, frú Mary Ryan, undirbúið veizlu, og boðið meðal annarra, þrettán skyldimennum 15% ísfirðinga hafa synt 200 m Isafirði, 27. júní. DRÆM þátttaka er á ísafirði í norrænu sundkeppninni. Alls hafa synt 450 bæjarbúar eða 15%. Auk þess hafa 60 utanbæjar- menn synt hér. — H.X. — Sildin Framhald af bls. 24. Segja má að mikið berist hingað af síld um þessar mundir. Síðasta sólarhring var landað hér 10 þúsund málum og fjöldi skipa bíður löndunar. Alls mun vera búið að landa hér upp undir 50 þús. mál. í dag er veður hið fegursta, hlý- indi og sólskin. — Einar. í Seyðisfirði, 27. júni: Undirbúningi fyrir síldarsölt- un er að verða lokið á söltunar- ctöðvunum, en þær eru alls sex nú, en voru sjö í fyrrasumar. Auk þess eru tvær nýjar stöðvar í byggingu og verða von- andi tilbúnar síðar í sumar. Þá eru Borgir h.f. að byggja nýja söltunarstöð, sem lokið verður á næsta ári, en fyrirtækið hefur búið við bráðabirgðaaðstöðu sl. 2 ár. Síldarverksmiðjan byrjaði að taka á móti 14. júní og hefur hér verið landað 18.542 málum. Vinnsla hófst að kvöidi 25. júní og er nú að komast í full afköst, sem eru 5000 mál á sólarhring. Söltunarstúlkur eru yfirleitt ekki komnar ennþá, en mikill hluti söltunarstúlkna hér eru að- komufólk. Á morgun, föstudag, kemur hingað umskipunarprammi síldar verksmiðjanna og flutningaskip- in, sem flytja síldina til verk- smiðjanna nyrðra. — Sveinn. |l Neskaupstað, 27. júní: ' í sumar verður saltað hér á fjórum söltunarstöðvum, en þær eru Drífa h.f., Sæsilfur h.f., Máni h.f., og Ás h.f. Nú er unnið að undirbúningi 6töðvanna fyrir síldarmóttöiku, en ekki er búizt við oð hér verði saltað fyrr en í næsta mánuði. Síldarverksmiðjan er tekin til við bræðslu og hafa borizt hing- að yfir 20 þús. mál. Aðkomufólk hefur verið að koma að undanförnu, aðallega karlmenn, sem vinna við bræðsl- una og á söltunarstöðvuum. Kvenfólkið kemur yfirleitt síð- *r. — Jakob. hans. Þar var einnig bróðir henn ar James Kennedy, en þau syst- kin og forsetinn eru fjórmenn- ingar. Frú Ryan býr nú þar, sem Patrick Kennedy bjó á sínum tíma. Þess er sérstaklega getið, að húsfreyja hafi bakað tvær stór ar og miklar tertur og skreytt þær írska og bandaríska fánim- um. ★ ★ Á Kennedy var hinn kátasti og lék á als oddi. í stuttri ræðu, er hann hélt, sagði hann m. a., að afi sinn, Patrick, hefði ekki haft með sér annað frá Dunganstown en sterka og einlæga trú og væri gleði að geta sagt að allir afkomendur hans hefðu lært að meta mikils þann arf. Forsetinn þakkaði frú Ryan móttökurnar og lofaði ættingjum sínum, að hann skyldi koma í heimsókn á a.m.k. tíu ára fresti héðan í frá. Síðar lagði Kennedy blómsveig að minnismerki John Barry, sem kunnur er sem „faðir“ bandaríska flotans. Var minnismerkið gert í Boston og sent til írlands árið 1956, sem gjöf frá bandarísku þjóðinni. í morgun ræddi Kennedy við forsætisráðherra írlands, Sean Lemass, og var aðalumræðuefnið alþjóðamál og viðskiptamáL ★ ★ ★ Á laugardag fer Kennedy til London til viðræðna við Macmill- an, forsætisráðherra Bretlands. Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn þang- að á undan honum, og í dag ræddi hann við Home lávarð, utanríkis- ráðherra Bretlands. Ekki er gerla vitað hvað um- ræðuefni þeirra var, en þegar hefur verið skýrt frá því, að Sldttur haíinn ú fjórum bæjum AKRANESI, 27. júní. — Sláttur er hafinn á fjórum bæjum utan Skarðsheiðar, í Melaleiti, á Læk, á Eystra-Miðfelli og í fyrradag var byrjað að slá á Innra-Hólmi. Þar er ágætlega sprottið að því er húsfreyja tjáði mér í gær. — Oddur. AKRANESI, 27. júní. Nú eru þeir að slá upp mótum fyrir 3. hæð í heimavistarbarnaskólanum fyr- ir hreppana fjóra utan Skarðs- heiðar. Skólahúsið er við Leirá í Leirársveit. Á síðastliðnu ári voru steypt- ar upp skólastofurnar fjórar. Yfirsmiður er Bjarni Egilsson frá Akranesi og hefir ellefu menn í þjónustu sinni. Á síðastliðnu hausti og á hlý- indakaflanum í marz í vetur var lokið við að steypa grunn undir félagsheimili handa Leirár- og Melsveitingum. Þarna rétt hjá skólanum. Langt er nú komið að slá upp mótum fyrir hæðinni, sem verður aðeins ein, og á að steypa hana í næstu viku. Yfir- smiður er Sigurjón Hannesson frá Akranesi og fær hann sveita- menn til starfa eftir þörfum Hitalögn verður lögð í heima- vistarskólahúsið og félagsheimil- ið í sumar. Heita vatnið, sem borað var eftir þarna, verður nytjað til hlýinda og hollustu í báðum byggingunum. — Oddur. AKRANESI, 27. júní. — Humar- bátar þrír lönduðu í dag 16 tonn um af humar alls. Ólafur Magn- ússon var aflahæstur með 7 tonn, Bjarni Jóhannesson og Sæfaxi höfðu 4,5 tonn hvor, — Oddur helzta viðfangsefni þeirra Kennedy og Macmillan verði að ákveða sameiginlega stefnu Breta og Bandaríkjamanna í fyr- irhuguðum viðræðum við Sovét- stjórnina um bann við kjarnorku- tilraunum. 3 lyfsöluleyfi í Rvík og 1 ú flkuteyri HINN 22. júni sl. gaf dóms- og kirkjumálaráðuneytið út leyfis- bréf handa lyfsölunum Andrési Guðmundssyni og Helga Hálfdán arsyni og dr. phil. ívari Daníels- syni, lyfjabúðaeftirlitsmanni, til að reka lyfjabúðir, sem ákveðið hefur verið að stofna í Hvassa- leitishverfi, Hálogalandshverfi og Mýrahverfi í Reykjavík, enda hefjist reksturinn eigi síðar en 1. ágúst 1965. Þá hefur Oddi C. Thoraren- sen verið veitt leyfi til að reka Akureyrarapótek á Akureyri frá 22. þ. m. að telja. — Peyrefitte Framhald af bls. 1. víst nema stefnubreytingar gætu enn orðið. Hann sagði í því sam- bandi: sterka frelsisþrá — og sér ið 1914, að Bandaríkjamenn stæðu við hlið þeirra. Hins sama hefðu þeir óskað 1939, en stað- reyndin er ,að Bandaríkin skár- ust ekki í leikinn fyrr en 1941.“ Taldi Peyrefitte augljóst, að ekki væri heppilegt fyrir stórþjóð, að leggja varnir sínar með öllu í hendur annarri stórþjóð. Og því væri það ósk frönsku stjórnar- innar, að Frakkar hefðu varnir sínar í eigin höndum, a.m.k. að nokkru leyti, það myndi án efa vænlegast til frambúðar. Peyrefitte ræddi einnig fransk- þýzka samvinnusáttmálann og sagði, að einstöku þýzkir stjórn- málaforingjar gerðu sér ekki grein fyrir því, hversu mikil- vægur sáttmáli sá væri fyrir Frakka og hversu mikið þeir hefðu lagt að sér til þess að fá hann samþykktan, svo að unnt yrði að grafa fortíðina og gleyma henni. Hann sagði, að Frakkar neituðu að trúa því, að svo kynni að fara, að Þjóðverjar sæju sig um hönd og hættu við að hrinda samvinnusáttmálanum í fram- kvæmd — „enda væri það móðg- un við þýzku stjórnina að trúa slíku, því að hún óskar sjálf eftir framkvæmd hans“, sagði Peyre- fitte. ★ ★ ★ Peyrefitte staðhæfði að ákvörð- un Frakka um að taka flota sinn undan stjórn NATO stæði ekki á nokkurn hátt í sambandi við heimsókn Kennedys til Evrópu. Hann sagði, að kæmi til styrj- aldar, yrði allur herstyrkur Frakka að sjálfsögðu undir stjórn NATO. Á hinn bóginn sagði hann, að margt mætti gagnrýna í nú- verandi skipulagi Atlantshafs- bandalagsins og Frakkar myndu ekki láta af gagnrýni sinni fyrr en endurbætur hefðu verið gerð- ar á skipan þess. Peyrefitte sagði ennfremur, að það hlyti að teljast óeðlilegt, aðeins Bretar og Bandaríkja- menn hefðu flotadeildir undir stjórn Nato, en engu að síður mætti ekki skoða ákvörðun frönsku stjórnarinnar sem fjand- samlega Atlantshafsbandalaginu. Benti ráðherrann að lokum á, að tillag Frakka til Atlantshafs- bandalagsins væri ekki svo lítið, m. a. hefðu þeir 68.000 manna Kortið sýnir isbreiðuna út af V stfjörðum. Hún nær alla leið til Vesturstrandar Grænlands. ísbreiðu 50 míl- ur frú Strnum- nesi GÆZLUFLUGVÉLIN Sif fór í ís könnunarflug sl. miðvikudag. Sást mikil ísbreiða um 50 sjó- mílur út af Straumnesi og allt til vesturstrandar Grænlands. Inni í ísbreiðunni voru einstak ir stórir borgarísjakar. Við jaðar breiðunnar þakti ísinn um 7/10 hluta sjávarins. ísinn er nú fjær landi en oftast áður á þessum árstíma. ísbreiðan hefur oft verið aðeins 20—30 sjó mílur frá Straumnesi. Aðalfundur L. í. og Læknaþing Aðalfundur Læknafélag fs- lands og Læknaþing hófst í Há- skóla íslands í gærmorgun. Að- alfundur félagsins er haldinn ár- lega, en annað hvert ár er sam- hliða honum haldið læknaþing. í gær flutti Sir George Pick- ering frá Oxford, erindi um nám læknastúdenta á þinginu og Guð mundur Thoroddsen um aldar- minningu Guðmundar Magnús- sonar, prófessors. í dag flytur Eric Mekie erindi um framhaldsmenntun almennra lækna, og á morgun flytur Sir G. Pickering erindi um æðastíflu. Þinginu lýkur á laugardag með borðhaldi í Hótel Sögu. her í V-Þýzkalandi, þar sem Bret ar hefðu aðeins 50.000 manns. ★ ★ ★ Frönsku blöðin ræddu í dag ræðu Kennedys í Frankfurt og kemur þar víðast fram, að for- setinn hafi í ræðunni lagt áherzlu á þann skoðanamismun, er ríkir milli Frakka og Bandaríkja- manna varðandi Atlantshafs- bandalagið. Blaðið France-Soir segir, að ræðunni hafi beinlínis verið beint gegn de Gaulle, for- seta og hún hafi einnig verið áskorun til Þjóðverja um að hlýða ekki um of rödd Frakk- lands, heldur fylgja forystu Bandaríkjanna. fhaldsblaðið Paris-Presse segir frá ræðunni undir fyrirsögninni „Kennedy ræðst á de Gaulle" og í ritstjórnargrein er rætt ítarlega um þann grundvallar skoðanamis mun er sé með þeim forsetun- um de Gaulle og Kennedy. Af opinberri hálfu hefur ekk- ert verið um ræðuna sagt, en haft er eftir stjórnmálamönnum í París, að þar hafi ekkert kom- ið fram annað en áður kunn sjón- armið Bandaríkjaforseta. ★ ★ ★ f dag ræddi George Bundy, sér- stakur sendimaður Kennedys for- seta, við utanríkisráðherra Frakk lands, Couve de Murville. Stjórn- málamenn í París telja, að Kennedy hafi sent fulltrúa sinn til Parísar til þess að koma í veg fyrir að franska stjórnin álíti hann vilja hundsa Frakka. Godber tekur við embætti Profumo London, 27. júní (AP). Tilkynnt var i dag af hálfu brezku stjómarinnar að Joseph Godber hafi verið tilnefndur her- málaráðh. í stað John Profumo. Joseph Godber hefur um nokkra hríð verið ráðuneytisstjóri í brezka utanríkisráðuneytinu. w Frá 1961 hefur hann verið að- altalsmaður brezku stjórnarinn- ar á afvopnunarráðstefnunni i Genf. — Nýstúdentar Framh. af bls. 3 sem ég hef von um að fá, er aðeins til eins árs, og ef ekki reynist unnt að fá fram- haldsstyrk, býst ég við að fara til Danmerkur og ljúka þar námi. — Hefurðu nokkra hug- mynd, um, hvar þú verður fyrir vestan? — Nei, ég vona að það verði einhvers staðar á austur- ströndinni. Styrkþegarnir verða að kosta öll ferðalög og leggja til vasapeninga, svo að ég vona, að ferðirnar verði sem stytztar. — Hvað ertu að starfa sem stendur? — Ekkert. Mig vantar vel launaða vinnu í sumar. Ann- ars hef ég hugsað mér að fara í fisk. ★ Sennilega eru fáir staðir í heiminum jafnákjósanlegt starfssvið jarðfræðingá og ís- land. Almennur áhugi á fræði greininni er þjóðinni með- fæddur en þó mun það fátitt að ungar stúlkur leggi stund á jarðfræðinám í háskólum. Guðfinna Ragnarsdóttir, mála deildarstúdent, fer að öllum líkindum til Stokkhólms í vet- ur að hefja 5—6 ára langt jarðfræðinám. — Ég fæ endanlegt svar frá Svíþjóð í ágúst. — Hvers vegna varð Sví- þjóð fyrir valinu? •— Ég vil vera sem næst íslandi, svo að ég komist auð- veldlega heim í vinnu á sumr- in. — Hefurðu von um að fá styrki frá Svíunum? Enn sem komið er hef ég ekki kynnt mér nægilega styrkveitingar hjá þeim. Ég reikna fastlega með að fá ein- hverr. styrk frá Menntamála- ráðinu hérna heima. — Hefði ekki stærðfræði- deildarnám verið betri grund- völlur? — Jú, alveg hiklaust. En ég var ekki beinlínis ákveð- in í að fara í jarðfræðina og þess vegna kaus ég mála- deild. Hafði annars hugsað mér að taka stærðfræðideild- arprófið utan skóla, en held að verði ekkert úr því. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúrufræði og jarðfræðinni alveg sérstaklega nú í seinni tíð. í fyrra gafst mér kostur á að fara í rannsóknaleiðang ur með 52 Bretum og ég er að vona að ég komist í annan leiðangur í sumar með Æsku- lýðsráði. En ég verð því mið- ur svo oft að gjalda þess að vera kvenmaður. Það eru víst eingöngu strákar sem hafa sótt um þátttöku í þessum leið angri. Ég ætla samt ekki að gefast upp. Ég krefst jafn- réttis karla og kvenna á þess- um grundvelli sem öðrum. — Hvaða verkefni bíða þín svo að loknu námi? — Það er ekki svo gott að segja. Það fara fram jarð- fræðirannsóknir í sambandi við ný raforkuver. Kannski kemst ég að hjá Raforkumála skrifstofunni, — eða þá í jarð vegsskiptingar í gatnagerð- inni-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.