Morgunblaðið - 28.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. júní 1963 MORfíVNBLAÐlÐ 3 MOWWMWraWMWWSSyWMMWWWÍ-X1 ÞÓ AÐ stúdentsprófum sé lok ið, og endi bundinn á tauga- æsing og andvökunætur sem upplestri og prófunum fylgja eiga flestir nýstúdentar fyrir höndum langt w^iði og áreynslu sem háskólaárin bera í skauti sér. Allt frá barns- aldri hefur framtíðin ver- ið þeim óráðin gáta, nokkrar veigaminni ákvarðanir hafa verið teknar á námsbrautinni, en nú blasir við þeim hin ör- lagaríka stund, er gera skal upp við sig inn á hvaða leið- ir skuli haldið og hvaða hlut- verki þeir eigi að þjóna á ó- komnum árum, þvi að vandi fylgir vegsemd hverri. Á föstudaginn lögðum við leið okkar til nokkurra ný- stúdenta og inntum þá tíðinda um framtíðaráætlanir, og þá Sigrún Jónsdóttir hljóp til dyranna þegar Hún bíður enn eftir bréfi frá Ameríku. pósturinn kom. Nýstúdentar á krossgötum flestir vita, þá er þetta allt svo svakalega dýrt. Maður er alltaf að horfa í aurana við sig. Það er sagt, að það sé gott að læra fiskifræði i Skotlandi. Ég væri sennilega bezt geymd ur hjá þeim — og þó, það er víst lítið ódýrara þar en ann- ars staðar. ★ Sigrún Jónsdóttir, mála- deildarstúdent, sótti um náms styrk til Bandaríkjanna á sl. vetri, en einhverra hluta vegna glataðist hluti skilríkj- anna. 'Olli þetta töfum og bíð- ur Sigrún nú eftir svari. — Mér finnst ósennilegt að það verði neikvætt. Ég fékk skeyti ekki alls fyrir löngu, og var mér tjáð, að ég yrði að senda ný eintök af með- mælum, þar sem þau, er ég sendi í upphafi, höfðu glat- azt. — Hvað ætlarðu að nema? — Ég ætla að fara í blóð- rannsóknir. — Er langt síðan þú fékkst áhuga á þeim? — Það var eiginlega í hitt- eðfyrra, þegar ég fór til Banda ríkjanna á vegum American Field Service. Þá varð ég að fyrst og fremst um námið, isem þeir hafa kosið sér að hefja á næsta vetri. ★ Að Aragötu 6 hittum við þá Ólaf Oddsson og Hauk Hend- erson, sem báðir voru í stærð- fræðideild MR. Haukur hafði komið í síðdegiskaffi til Ólafs og var þar að auki að kveðja í bili, þar sem hann ætlaði norður á Raufarhöfn í síldar- vinnu þá um kvöldið. Er við komum í stofu, sátu þeir í þungum þönkum yfir tafl- borðinu — en það ku vera sið- ur góðra stærðfræðideildar- stúdenta, að taka eina skák ir þremur árum, en það hefur minnkað mikið. — — Hvað hefur þú á prjón- unum, Ólafur? — Eins og Haukur er ég að hugsa um lögfræði. Annars kemur norræna líka til greina. Ég tel, að lögfræðin sé mjög haldgóð menntun fyrir þá, sem hafa ehgar æsandi áætl- anir um framtíðina. Norræn- an er áreiðanlega mjög skemmtilegt nám og framtíð- armöguleikar virðast góðir. Handritastofnunin mun auka þá, og svo gæti ég vel hugs- að mér að verða íslenzkukenn ari á gagnfræða- eða mennta- Haukur Henderson fær sér í nefið meðan Ólafur Oddsson ákveður næsta leik. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). um miðdegið. Þar sem Hauk- ur er frægur maður orðinn meðal skólafélaga sinna fyrir yoga-iðkanir var ekki svo frá- leitt að spyrja hvort Haukur hyggi á Indlandsferð. — Ni, góði minn. Það er' alltof lítið atvinnuöryggi í yoga — og þér að segja hef ég lítið þjálfað mig upp á síð- kastið. Ég er staðráðinn í að fara í lögfræðinám. — Þú gengur kannski með pólitíkusinn í maganum? — Það mætti ætla það, ef menn einblína á diameter mitt isins. Ni — ég hefi ekki nein ar hvatir í þá átt sem stend- ur. — En heyrðu, má ekki bjóða þér í nefið? — Jú takk — tíu korn. — Ég tek mikið í nefið skal ég segja þér. Byrjaði á þessu fyrir 15 árum, sko, það var norður í Húnavatnsssýslu. Ég hef náttúrlega ekki neytt þess um allan þennan tíma, heldur var þetta upphafið. — Jókst tóbaksnotkunin í upplestrarleyfinu? — Ni, ekki svo orð sé á ger- andi. Ég var ansi slæmur fyr- skólastiginu. Þá kemur einn- ig til greina íslenzkukennsla við erlenda háskóla. — Hyggist þið stunda ein- hverja atvinnu með náminu í vetur? — Nei, við ætlum að ein- beita okkur að náminu fyrsta árið, en svo getur vel komið til greina að takast eitthvert aukastarf á hendur til að þyngja pypgjuna. ★ Gunnar Jónsson, máladeild- arstúdent, var að sópa saman alls kyns drasli í nýbyggingu að Lyngbrekku 20 í Kópa- vogi. Annars er Gunnar gam- all og góður Reykvíkingur — stundaði m.a. Grettisgöturóló í frumbernsku. Fréttamaður- iinn ruddist inn í bygginguna með ógurlegu brambrolti og mætti Gunnari, sem kom hlaupandi fram að dyrunum. — Sæll, Gunnar. Hvað er að frétta? — Nú, ert það þú. Ég hélt það væri steypubíllinn. Uss, maður. Þetta er allt í déskot- ans súpu. Ég er að fara norð- ur í kvöld að vinna í síld. — Hvað ætlarðu að gera í vetur? — Ja það er nú það. Ég hefi mikið verið að hugsa um að læra rómönsk mál og þá einna helzt á Spáni. En það er nú bara svo, að spaniolarnir vilja að maður taki önnur fög með eins og t.d. landafræði, spánska sögu og einhverja tjöru. — Hvaða háskólar á Spáni koma helzt til greina? — í Madrid eða Barcelona. — Geturðu ekki .hugsað þér að fara til einhvers annars lands? — Jú mikil ósköp. Ég sendi þrjú bréf hieð fyrirspurnum til Þýzkalands og önnúr tvö til Norðurlandanna. En ég hef ekki fengið svarbréf enn þá. Ég er að hugsa um að senda ein tíu eða tólf bréf í sumar. — Hvaða tungumáli hef- urðu mest dálæti á? — Frangais. — Af hverju ferðu ekki til Frakklands? — Þeir eru með soddan ó- grynni af undirbúningspróf- um í Frakklandi. Maður get- ur ekki hafið nám fyrr en seint og síðar meir, orðinn grár og gugginn þegar undir- búningi er lokið. — Hefur ekkert annað en tungumálanám komizt að í kollinum á þér? — Ég hef spekúlerað mikið í fiskifræðinni. En eins og „Blessaður vertu ekki að þessu,“ sagði Gunnar Jóns- son við ljósmyndarann. „Ég er svo skratti feiminn!“ gangast undir alls konar lækn isskoðanir og m.a. var blóðið rannsakað, svo að segja má að áhuginn hafi vaknað þeg- ar þeir töppuðu af mér blóði á Landsspítalanum. — Hvað er þetta langt nám? — ^ Að minnsta kosti þrjú ár. Ég hefi hugsað mér að starfa sem aðstoðarstúlka í þessu fagi, t. d. í sjúkrahús- um eða við stofnun eins og Blóðbankann. Styrkurinn, Framhald á bls. 23 Guðfinna Ragnarsdóttir með iuuxblaðasteingerving úr steina safni sínu. ST/\KSTEII\1AR Haldið á málum . . . Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn í kærumáli vegna Mil- wood-málsins og staðfest dóm sakadóms um löghald á togar- anum. Af þessu tilefni rita dagblöð stjórnarandstöðunnar forustu- greinar í gær og leggja bæði út af sama atriðinu, sekt Hunts skipherra, sem veitti Smith skip'. stjóra aðstoð við undankomuna. Xíminn rekur mótmæli islenzkra stjórnvalda, og segir síðan m.a. að því verði ekki trúað, að ís- lenzka ríkisstjórnin ætli að sætta sig við slík málalok. Þjóðviljinn segir, að fyrst ríkisstjórn íslands hafi látið allt ógert í máiinu fyrir kosningar, muni naumast að vænta mikillar röggsemi af henn- ar hálfu í málinu eftir kosning- arnar. íslenzk stjórnvöld hafa komið fram af mikilli festu og einurð í máli þessu, ekki siður um þátt Hunts skipherra, en aðra þætti málsins. Ríkisstjórnin hef-. ur ítrekað mótmælt atburðinum harðlega og krafizt bóta. Hún hefur haldið ákveðið og skyn- samlega á málum og ekki látið æsingar eða óábyrgan áróður innanlands brýna sig hvatvís- legra aðgerða. íslenzka ríkis- stjórnin hefur því gert allt, sem í hennar valdi stendur á frið- samlegum grundvelli. . . . af festu Till glöggvunar er rétt að rifja stuttlega upp gang þessa máls og aðgerðir íslenzkra stjórnvalda. Hinn 4. maí sl. kallaði utanrík- isráðherra hrezka sendiherrann í Reykjavík á fund sinn og af- lienti honum harðorða mótmæla- orðsendingu, þar sem framferði Hunts skipherra var harðlega mótmælt, og þess krafizt, að brezka ríkisstjórnin bætti fs- iandi að fullu þetta augljósa og grófa brot og komi fram viðeig- andi refsingu gegn þeim, sem á- byrgðina bæru. 11. maí gekk íslenzki sendi- herrann í London á fund brezka utanríkisráðherrans og ítrekaði mótmælin frá 4. mai. Auðvitað hafa jafnframt farið fram óform. legar viðræður ríkisstjórnanna. 17. maí afhendir svo brezki utanríkisráðherrann svar stjórnar sinnar. Er þar harmað mjög, hvað gerzt hafi, og sagt, að brezka ríkisstjórnin líti þennan atburð mjög alvarlegum augum. Þá er reynt að afsaka framkomu Hunts skipherra, en tekið fram, að brezka ríkisstjórnin taki á sig fulla ábyrgð á atburðunum. . . . og trú á lög og rétt Þess má geta, að í alþjóðavið- skiptum er um tvö skref lengra frá slikum mótmælaorðsending- um (notes) að ræða, þ.e. úrslita- kosti (ultimatum), og ef ekki er orðið við þeim, stríðsyfirlýsingu. Það er því ærin ástæða til þess að inna dagblöð stjórnarandstöð- unnar eftir, hvað það sé að þeirra dómi ,sem íslenzk stjórnarvöld hafa látið ógert eða vangert, eins og sakir standa. Eru þessi blöð að leggja til, að hafnar verði hern- aðaraðgerðir gegn Bretum? íslendingar eru iýðræðisþjóð, sem trúir á lög og rétt og vill ekki þola órétt. Þeir sækja mái sín hins vegar eftir löglegum leiðum í þeirri trú, að aðrir geri slíkt hið sama. Það er á þessum grundvelli, sem islenzka ríkis- stjórnin hefur sótt Milwood-mál- ið. Það er sómi rikisstjórnarinn- ar, um leið og það er sómi ís- lendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.