Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júlí 1963 'MORCVlSBLAÐtÐ 5 Grágæsir landsins taldar úr lofti Malcolm Ogilvie og Hugh Boyd skoða grágæsarham í Náttúru- gripasafninu í gær. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. | HINGAÐ til lands er kominn leiðangur fimm brezkra fugla- fræðinga frá félagsskapnum Wild Fowl Trust, sem hinn kunni Pet- er Scott veitir forstöðu. Hefur tekizt samvinna með íélagsskapn um og Náttúrugripasafninu um rannsóknir á grágæsastofni lands fns, og munu fuglafræðingarnir ferðast fljúgandi og akandi um la dið næstu þrjár vikurnar og telja grágæsir þær, sem hér eru. Finnig verða grágæsir handsam- aðar á meðan þær eru í sárum ®g þær merktar málmhringjum á löppum eða með plasthring um liáls. í september er væntanleg hingað dr. Janet Kear, sem und- anfarin tvö ár hefur unnið að þvi að kanna skemmdir, sem gæsir hafa valdið á ökrum í Skotlandi. Mun hún gera sams konar athuganir hér. Að þessum rannsóknum loknum ætti að fást nr því skorið, hvort ástæða er til þess að skjóta gæsir hér á vorin, svo sem margir bændur vilia, un slikt væri aðeins hæ-rt að undan- genginni vísindalegri og hlut- lausri athugun, svo sem þeirri, sem nú er að hef jast. Á blaðamannafundi f gær preindi dr. Finnur Guðmundsson frá kvörtunum, sem borizt hafa viða að síðustu árin um skemmd- ir gæsa á túnum, ökrum og mat- jurtagörðum. Gat hann þess að um mál þetta hefði alltaf verið fjallað á búnaðarþinginu og um það gerðar ályktanir. Ekki hefði þj tekizt að fá fé til rannsókna á málavöxtum fyrr en í ár, að Visindasjóður veitti 30 þús. kr. til þessa. Bera Bretar þó lang- mestan köstnaðinn af rannsókn- unurn, enda grágæsin „sameiffn fsledinga og Breta, dvelur hér háift árið og hinn helminginn á Bretlandsevium." eins og dr. Finnur orðaði það. Mikil p-æsafjölgun Dr. Finnur sagði að borið hefði á kröfum um að skióta mætti gæsir á vorin, en erfitt væri að gerg breytingar á friðunartíma gæsarinnar bar eð fsland hefði fullgilt alþjóðasamþykkt um fuglafriðun. og væri bví aðeins hægt að brevta friðuninni að hægt væri að sýna fram á með hlutlausri Og vísindalegri athug- un að einhver ákveðinn fugl ylli tilfinnanlegum skemmdum á verðmætum. Dr. Finnur sagði að gæsum hefði fjölgað ákaflega mikið hér undanfarin ár, og væru þær nú komnar í að heita alia lands- hluta. Taldi hann rétt. að gæs- irnar yllu tjóni á ákveðnum stöð um hér.um hér, en spurning væri hinsvegar hversu mikið tjónið væri. Taldi hann kvartanir þær, sem borizt hafa vegna gæsanna, orðum auknar. Nefndi hann dæmi þess varðandi kornakra, að gæsir settust aldrei í miðjan ak- ur, heldur gengju með honum og ætu það sem þær næðu til í út- jaðrinum með hálsinum. Ef girt væri umhverfis slíkan akur, þyfti ekki að óttast ásælni gæs- anna í kornið. Læknar fjarverandi Árni Guðmundsion verður fjarver- • ndi fri 5. júní til 8. júli. Staðgengill Björgvin Finnsson. Arinbjörn Kolbeinsson verður fjar- verandl frá 3. maí um óákveðinn tima. Staðgengill: Bergþór Smárl. Bergsveinn Ólafsson verður fjarver- •ndi 1. til 7. júlí. Staðgenglar: Pétur Traustason, augnlæknir, og Þórður Þórðarson, heimilislæknir. Bjarni Konráðsson verður fjarver- •ndi til 1. ágúst. Staðgengill: Bergþór Bmári. Björgvin Finnsson, fjarverandi 8. Júli til 6. ágúst. Staðgengill: Árni Guðmundsson. Björn L Jónsson verður fjarverandi Jlímánuð. Staðgengill: Kristján Jónas- •on, simi 17595. Björn Guðbrandsson verður fjarver- •ndi 1,—7. júií. Gunnlaugur Snædal, verður fjar- verandi þar tii um miðjan júli. Gnðmundur Eyjólfsson verður fjar- verandi tú 19. júlí. StaðgengiU er Erlingur Þorsteinsson. Guðmundur Benediktsson verður íjarverandi irá 1. júlí til 11. ágúst. Staðgengill: Skúli Thoroddsen. Guðjón Klemenzson 1 Njarðvíkum verður ijarverandi í júlímánuði. Stað- Gæsaeg.gjatöku hætt Dr. Finnur sagði að hann teldi ástæðuna til hinnar miklu fjölg- unar gæsa hérlendis vera þá, að áður fyrr hefði tekja gæsa- og álftaeggja verið stunduð af miklu kappi, og þótt gott búsílag er þrengjast tók um hagi manna að vori. Einnig hefði áður verið drepið mikið af álftarungum rétt áður en þeir urðu fleygir, en nú hefðu menn öðrum hnöppum að hneppa en að eltast við gæsaregg og álftarunga út um allar heiðar. Um álftina sagði dr. Finnur að sennilega væri orðið of mikið af henni hér. Væri nú svo komið að hver tjörn og hvert vatn væri uriptekið. þannig að fjöldi fugla fengi ekkert hreiðurstæði. Væri það ástæðan fvrir því. hve mikið er af geldfugli í landinu. Gæsinni verður ekki fækkað með skotum Ekki taldi dr. Finnur að ger- legt yrði að ráða bug á grágæs- unum með skotum. Til þess væru Islendingar of fáir og gæsirnar of margar. auk bess sem sárafáir hefðu yfirleitt áhuga á gæsaveið- um svo nokkru næmi. Sagði hann að ef til kæmi yrði að finna ein- hverja aðra leið til þess að fækka gæsunum, hver svo sem hún yrði. Á fundinum í gær var staddur leiðangursstjóri brezku fugla- fræðinganna, Mr. Hugh Bo.yd, ásamt einum leiðangursmanna. Mr. Malcolm Ogilvie. Boyd sagði að hlutverk leiðangursins væri tvíþætt, annars vegar að reyna að telja grágæsirnar í öllum hlut um landsins og hinsvegar að fanga þær í sárum til merkingar. 40 þús. gæsir koma héðan Boyd sagði að grágæsirnar í Skotlandi hefðu verið taldar og á undanförnum árum hefðu kom- ið frá íslandi 35—40 þúsund gæs- ir til Skotlands héðan. Um 10 þúsund gæsir væru skotnar á Bretlandseyjum. Mest af gæsinni frá íslandi hefði vetursetu í Skotlandi, en einnig í Englandi og írlandi, og hefði gæsin nýlega gengill: HreggviSur Hermannsson, á lækningastofu héraðslæknisins I Kefla vík, sími 1700. Grímur Magnússon, fjarverandi frá 8. júlí um óákveðinn tima Staðgeng- ill: Jón G. Hallgrímsson. Laugavegi 36, viðtalst. 2—3 e.h. nema miðviku- daga, 5—6 e.h Sími 18946 Jónas Bjarnason fjarverandi til 6. ágúst. Jón G. Hallgrímsson verður fjarver- andi 1. til 10. júlí. Staðgengill er Ein- ar Helgason. Karl Gíslason, yfirlæknir á sjúkra- húsl Akraness, verður fjarverandi um tveggja mánaða skeið. Staðgengill: Bragi Níelsson. Kristinn Bjömsson verður fjarver- andi júlimánuð. Staðgengill: Andrés Ásmundsson. Karl Jónsson verður tjarverandi frá 29. júní um óákveðinn tíma. Stað- gengili! Kjartan Magnússon ,til júlí- loka. Lækningastofa hans er að Tún- götu 3 kl. 4—4.30. Kristín E. Jónsdóttir verður fjar- verandi frá 31. mai um óákveðinnnn tima. Staðgengill: Ragnar Arinbjarnar, nema vikuna 1.—6. júli, Halldór Arin- bjarnar. Kristjana Helgadóttir verður fjar- verandi til 3. ágúst. Staðgengill er verið alfriðuð { því síðastnefnda. Með gæsamerkingunum hér í sumar mundi m. a. fást úr því skorið hvort gæsir frá ákveðn- um landshlutum hér hefðu vetur setu í ákveðnum landshlutum í Skotlandi og Englandi, eða hvort um þetta væri engin algild regla. Boyd sagði að þeir félagar myndu telja gæsirnar úr lofti og yrði það gert úr einni af flug- vélum Björns Pálssonar. Bjóst hann við að talningin mundi taka vikutíma eða svo ef veður væri hagstætt. Tveggja ára rannsóknir í heild mundu þessar rann- sóknir einnig fela í sér athuganir á hversu víðtækar skemmdir þær væru, sem bændur kvörtuðu yfir. Fæmi dr. Janet Kear hingað í september þeirra erinda svo sem fyrr segir. Boyd sagði að athuganir þess- ar og rannsóknir mundu taka a.m.k. tvö ár. Væru þrír leiðang- ursmanna þegar farnir norður í land til að hefja athuganir. Boyd ?at þess, að líkt og allir náttúru- fræðileiðangrar, ætti gæsaleið- angurinn við fjárhagsörðugleika að stríða, og væri hann því sér- staklega þakklátur heildverzlun- fhni Heklu, sem lánað hefði leið- angrinum Land-Roverbifreið end urgjaldslaust í sumar. Þess má geta að Hugh Bovd hefur áður komið við sögu varð- andi gæsarannsóknir á íslandi. Hann var hér í leiðangri Peter Scott fyrir nokkrum árum, en sá leiðangur handsamaði og merkti 9000 heiðagæsir á skömmum tíma er þær voru í sárum. Boyd bjóst við að erfitt yrði fyrst í stað að handsama grágæs- irnar þótt í sárum væru, því þær leituðu jafnau út á vatn, þver- öfugt við heiðagæsir, sem flýja fr' vatninu ef styggð kemur að þeim. Bjóst hann við að þeir myndu reyna ýmsar aðferðir til að ná grágæsinni, og yrði sú bezta þeirra notuð næsta sumar, er leiðangursmenn kæmu hér aftur. Einar Helgason, Lækjargötu 2, kl. 10—11 nema fimmtudaga kl. 6—7. Símaviðtalstími kl. 11—12 (í sima 20442), og vitjanabeiðnir í síma 19369. Kristján Hannesson verður fjarver- fjarverandi frá 15. júni til júliloka. Staðgengill er Erlingur Þorsteinsson. Ólafur Einarsson, héraðslæknir Hafn arfirði, fjarverandi 7. til 21. júli. Staðgengill: Kristján Jóhannesson. Ólafur Geirsson verður fjarverandi til 29 júli. Ólafur Helgason verður fjarverandi til 5. ágúst. Staðgengill: Karl Sig. Jónsson. Páll Sigurðsson, yngri, fjarverandi um óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Guðnason, sími 19300. Sigmundur Magnússon, fjarverandi út júlímánuð. Snorri P. Snorrason, fjarverandi frá 3. júll til 7. ágúst. Stefán P. Björnsson, fjarverandi frá 8. júli til 8. september. Staðgengill: Ragnar Arinbjarnar. Sveinn Pétursson verður fjarverandi um óákveðinn tíma. Staðgengill er Kristján Sveinsson. Víkingur Arnórsson verður fjarver- andi júlímár.uð. Staðg&ngill: Hannes Finnbogason. Skrifstofur okkar og vörugeymslur verða lokaðar i dag, laugardaginn 6. júlí vegna jarðarfarar. . JOHNSQN & KAABER há Sígild tónlist á filjómplötum: Nýkomnar Stereo og Mono hljómplötur með heims- frægum listamönnum: Söngvarar: Leontyne Price — Joan Sutherland — Renata Tebaldi — Berganza — Victoria de los Angeles — Maria Callas — Dietrich Fischer Dieskau — Hermann Prey — Gerard Souzay — Eberhard Wachter — Mario del Monaco. Fiðlu- og píanóleikarar: Vladimir Ashkenazy — Sviatoslav Richter — Claudio Arrau — Yehudi Menuhin — Nathan Milstein — David Oistranhk o.fl. o.fL His Master Voice — Columbia — Decca — RCA Victor — Philips — Deutsche — Grammophone. FÁLKINN hf. hljómplötudeild. Laugavegi 24, sími 18670. Forstöðukonustaðan við barnaheimili Sumargjafar, Brákarhorg, er laus til umsóknar. Umsóknir, stílaðar til stjórnar Sumar gjafar, sendist á Fornhaga 8, fyrir 20. þ.m. Staðan veitist frá 1. september þ. á. að telja. Stjórn Sumargjafar. LOKAÐ Vegna sumarleyfa verður lokað frá 14. júlí til 7. ágúst. BAKARÍ JÓNS E. GUÐMUNDSSONAR Hverfisgötu 93. Biómasölusýningunni í Blómaskálanum lýkur í dag. Allt á að seljast. Eitthvað fyrir alla. Niðursett verð. Rósabunkt með 7 stk. á kr. 35.00. 2000 kr. blómakörfur verða seldar á 700—800 kr. Blómaskreytingar, sem voru á kr 400—500 verða seldar á kr. 250. Fallegar og ungar blómarósir skreyta viðskipta- vinina í kveðjuskyni með rós eða nelliku í barminn. Með fyrirfram kveðju og þakklæti fyrir viðskiptin. Blómaskálinn v. Nýbýlaveg Ath. eitt: Að biðja um rósina eða nellikuna. TILSÖLU Vönduð 3 herb. kjallaraíbúð við Eskihlíð. Stærð 95 ferm. Sér inng. og mjög ódýr hitaveita. Tvöfalt gler í öllum gluggum. IMýja fasteignasalan Laugavegi 12. — Sími 24-300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.