Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 8
8
MORCUISBLAÐIB
Laugardagtir 6. júlí 1963
ÆSMM
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA
r-=v~y^~>=|
i ia jLsutauul
BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
Auka þarf efnahagslegt
samstarf NATO - ríkjanna
Asmundur Einarsson segir írá NATO
ráðstefnu ungra manna / Istanbul
Dagana 19.-25. maí s.l. var
haldin í borginni Istanbul í
Tyrklandi ráðstefna á vegum
Atlantshafsbandalagsins fyr
ir unga áhugamenn úr banda-
lagsríkjunum. Tyrkneska
æskulýðssambandið hafði veg
og vanda af ráðstefnunni
heima fyrir. Slíkar ráðstefn-
ur eru haldnar einu sinni á
á ári hverju og s.l. ár var
sambærileg ráðstefna haldin
á íslandi á vegum félagsins
Yarðbergs.
Tveir íslendingar sóttu nú
ráðstefnuna í Tyrklandi, þeir
Ásmundur Einarsson, blaða-
maður og Jón Ármann Héðins
son, viðskiptafræðingur.
★
SUS-síðan hefur snúið sér
til Ásmundar og innt hann
fregna af ferðalaginu.
— Viltu segja okkur stuttlega
frá gangi ráðstefnunnar?
— Aðalumræðuefni ráðstefn-
unnar var samstarf NATO-rikj-
anna á sviði efnahagsmála. Alls
voru haldnir 6 fyrirlestrar um
það efni, auk nokkurra stuttra
fyrirlestra um málefni Tyrk-
lands, m.a. um utanríkismál
Tyrklands, efnahagsmál, þátt-
töku Tyrkja í NATO og stjórnar
skrá Tyrkja. Síðan voru óform-
legir samræðufundir um þau
málefni, sem fyrirlestrar höfðu
fjallað um. Ráðstefnan var sett
og henni slitið af yfirborgarstjór-
anum í Istanbul að viðstöddum
ýmsum opinberum embættis-
mönnum, m.a. hermálaráðherra
Tyrkja og fulltrúum frá utan-
ríkis og menntamálaráðuneytun-
um. Þá var þátttakendum sýnt
það markverðasta í borginni.
Aukið efnahagslegt samstarf
— Vildu þátttakendur aukið
efnahagslegt samstarf NATO-
ríkjanna?
— Flestir virtust þeirrar skoð-
unar, enda þótt hinir einstöku
fulltrúar vildu ganga misjafn-
lega langt á því sviði. Menn
gerðu sér grein fyrir því, að
eftir að Atlantshafsbandalagið
hafði stöðvað hernaðarlega fram-
rás kommúnistaríkjanna í Evr-
ópu, breyttu Sovétrikin að
nokkru leyti um baráttuaðferð
og leituðu meir inn á svið efna-
hagsmála. Þess eru mörg dæmi,
að Sovétríkin reyni að gera ýms
ar þjóðir sér háðar efnahagslega
og leitast á þann hátt við að
hafa áhrif á stjórnmálastefnu
viðkomandi ríkja.
— Hvernig vildu menn bregð-
ast við þeim baráttuaðferðum?
— Það var almennt viðurkennt
að starfsemi NATO á sviði efna-
hagsmála hefði orði'ð nauðsyn-
legri vegna þessara breyttu við-
horfa. Því væri nauðsynlegt fyr-
ir NATO að fylgjast vel með
öllum tilraunum kommúnistaríkj
anna til að auka efnahagsleg í-
tök sín í NATO ríkjunum og
jafnvel í ríkjum utan NATO,
sem vinveitt væru vestrænum
þjóðum.
Efnahagsleg samhjálp
— Hversu langt vildu menn,
að NATO gengi á þessu sviði?
— Um það voru skoðanir
skiptar. Tyrknesku fulltrúarnir
virtust vilja ganga hvað lengst
í þessu efni. Þeir vildu aukna
samhjálp NATO ríkjanna á sviði
efnahagsmála. Sjónarmið þeirra
byggjast á því, að Tyrkland er
vanþróað land með miklar skuld
ir á herðunum, mikinn greiðslu-
halla árlega og minni tekjur á
íbúa en nokkurt annað ríki inn-
an bandalagsins, eða 173$ (Til
samanburðar má geta þess, að
Bandaríkin hafa 2788$ þjóðartekj
ur pr. íbúa, en ísland 881$).
Takmark Tyrkja er því að
byggja upp á sviði efnahags og
menningarmála. Það telja þeir
sig ekki geta gert nema með
aðstoð annarra ríkja og þá að-
stoð vilja þeir fyrst og fremst
fá hjá NATO-ríkjunum.
Þetta sjónarmið þeirra er skilj-
anlegt, þegar litið er á hina
miklu erfiðleika, sem þeir eiga
við að etja, en flestir fulltrúar
á ráðstefnunni vildu þó, að slík
efnahagsleg samhjálp yrði ekki
beint verkefni Atlantshafsbanda-
lagsins, heldur ýmissa annarra
stofnana, sem þegar eru komnar
á fót og starfa einkum á sviði
efnahagsmála. Hins vegar töldu
flestir eðlilegt, að NATO fylgd-
ist vel með 1 þessum efnum og
hefði uppi samræmdar aðgerðir,
ef þurfa þætti, til að stemma
stigu við framrás kommúnism-
ans.
Slæmt efnahagsástand
i Tyrklandi
— Hinir efnahagslegu erfiðleik
ar Tyrkja hljóta að blasa við
ferðamönnum, sem þangað
koma?
—Því er ekki að neita. Fátækt
virðist þar mikil og er hún þó
vafalaust minni 1 furgunum, en
úti á landsbyggðinni. En í Istan-
bul blasa við manni stór, hálf-
byggð hverfi, sem þannig hafa
staðið í nokkur ár, þar sem
ekki hefur verið til fjármagn til
að ljúka við framkvæmdir. Mik-
ill framfarahugur virðist þó ríkja
meðal ráðamanna. Þar hefur ver-
ið samin 5 ára framkvæmdaá-
ætlun og leitað hefur verið eft-
ir efnahagsaðstoð í formi lána
og gjafa í Bandaríkjunum, Vest-
ur-Þýzkalandi, Bretlandi, Frakk-
landi og Svíþjóð.
— Hvernig var viðhorfið til
vanþróuðu ríkjanna almennt?
— Flestir voru sammála um,
að þar blasti við stórt verkefni.
Þróunin virðist stefna í þá átt,
að bilið á milli vanþróuðu ríkj-
anna svo nefndu og hinna þró-
uðu iðnaðarþjóða stækki stöðugt.
Framfarir hjá hinum síðarnefndu
eru mun örari en hjá hinum
vanþróuðu, þrátt fyrir mikla
efnahagsaðstoð. Sömu sögu er að
segja 1 kommúnistaríkjunum. Þar
er og verður þessi mismunur
mun meir áberandi en hjá hin-
um vestrænu þjóðum. Sovétrík-
in skara svo langt fram úr öðr-
um kommúnistarikjum, enda
hafa Sovétríkin ekki viljað veita
þeim eins mikla aðstoð og vest-
ræn ríki gera. Þau hafa meira
að segja haft tilhneigingu til að
arðræna þau.
Efnahagsbandalagið rætt
— Var ekki Efnahagsbanda-
lagið á dagskrá, þegar rætt var
um aukna efnahagssamvinnu?
— Jú, það var allmikið rætt
á ráðstefnunni og m.a. haldinn
sérstakur fyrirlestur um banda-
lagið. Um framtíðarþróun banda-
lagsins virðist reyndar allt vera
á huldu ennþá. Flestir töldu, að
DeGaulle hefði komið mjög ó-
heppilega fram, er hann stöðvaði
samningaviðræðurnar við Breta
og þar hefðu fyrst og fremst ráð-
ið eigin hagsmunir en ekki hags-
munir bandalagsins. Ástæðan fyr-
ir því, að þetta gat skeð, var að
flestra áliti fyrst og fremst sú,
að bandalagið er enn í mótun.
Engar fastar reglur hafa mynd-
azt um inntökuskilyrði eða hvern
ig semja skuli við einstök ríki
og því er mjög erfitt að segja
fyrir um, hvernig þróunin verð-
ur í framtíðinni.
— Kom ísland nokkuð til um-
ræðu í þessu sambandi
— Varla et unnt að segja það.
Þó virtist það liggja alveg ljóst
fyrir, að ísland þarf að berjast
ekki síður en aðrar þjóðir til að
fá tengsl við bandalagið í hvaða
formi sem er, ef sú ákvörðun
verður tekin hér að tengjast
bandalaginu á einhvern hátt. Við
getum varla treyst því, að fá að
njóta nokkurra forréttinda, sem
aðrar þjóðir myndu ekki njóta,
sem verzla með sömu vörur og
við.
— Og að lokum Ásmundur?
— É gvil lýsa yfir ánægju
minni að hafa fengið þetta tæki-
færi til að heimsækja fjarlægt
land og sitja þar ráðstefnu ungra
manna, sem komu saman til að
ræða vandamálin af einurð og
festu. Ég vil þakka stjórn Varð-
bergs og sérstaklega þeim Bjarna
Beinteinssyni og Heimi Hannes-
syni, sem höfðu á hendi fyrir-
greiðslu alla. Atlantshafsbanda-
lagið veitti okkur mikilvæga fyr-
irgreiðslu, sem ég vil þakka
fyrir.
— BÍG.
*
Kvikmynoa-
sýning
Varðbergs
í dag
VARÐBERG, félag ungra á-
hugamanna um vestræna sam-
vinnu, efnir til kvikmyndasýn-
ingar í Nýja Bíói kl. 14.00 í dag,
Verða sýndar þar þrjár stuttar
myndir: Kúba bíður, Bændur
undir ógnarstjórn kommúnista
og Suð-Austur-Asíubandalagið.
Eru tvær myndanna með ia-
lenzku tali.
Ókeypis aðgangur að sýning-
um þessum er öllum heimill með
an húsrúm leyfir, en börnum þó
einungis í fylgd með fullorðnum.
Nýtt hefti komið út
Eingöngu helgað íbúða byggingu
TÍMARITIÐ Stefnir, 2. hefti
þessa árgangs er komið út, en
útgefandi er Samband ungra
Sjálfstæðismanna.
Hefti þetta er eingöngu helgað
íbúðabyggingum í tilefni ráð-
stefnu, er Samband ungra Sjálf-
stæðismanna efndi til 9. og 10.
marz sl. um þau mál. Eru í heft-
inu birt erindi, sem haldin voru
á ráðstefnunni en þau eru:
Jóhann Hafstein, bankastjóri:
Um húsnæðismál, íbúðaþörf, fjár
öflun og framkvæmdir; Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri: Hugleiðingar um
húsnæðismál; Manfreð Vilhjálma
son, arkitekt: Byggingarlistin og
íbúðin; Gísli Halldórsson, arki-
tekt: Lækkun byggingarkostnað-
ar.
Þá eru birt, í heftinu ávarps-
orð Þórs Vilhjálmssonar, for-
manns SUS, er hann flutti í upp-
hafi ráðstefnunar.
í ritinu er skýrt frá því, að
Jóhann J. Ragnarsson, hdl., er
verið hefur ritstjóri um tveggja
ára bil hafi nú látið af því starfi,