Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Eaugardagur 6. júlí 1963 fHiOrgititM&ftifo Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. tJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að».lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. SKJOLBEL TARÆKTUN - MERK NÝJUNG Tækníaðstoð Sameinuðu þjdðanna eykst óðfluga ¥ síðasta ársrit Skógræktar- ’*■ félags íslands ritar Einar G. Sæmundsson athyglis- verða grein um skjólbelti. Rekur hann þar sögu skjól- beltaræktarinnar hér á landi, en hún er því miður mjög stutt. Það er fyrst árið 1957 að tekinn er upp sérstakur liður á fjárveitingum til skógrækt- ar, sem nemur 50 þúsund kr. Skyldi fé þessu varið til skjól- beltatilrauna. Síðan hefur þessum tilraunum verið hald- ið áfram og má segja, að þær hafi gefið mjög góða raun. Einar Sæmundsson segir frá því í grein sinni í Skóg- ræktarritinu, að við val trjá- tegunda í fyrstu skjólbeltin, hafi að sjálfsögðu verið höfð hliðsjón af þeirri reynslu, sem þá var fengin af skjól- beltaræktun, einkum úr skóg- ræktarstöðvunum. í fyrstu skjólbeltunum voru' þessar trjátegundir reyndar: Birki, viðja, þingvíðir, sitkagreni, sitkabastarður og hvítgreni. Ennfremur í smáum stíl gul- víðir, álmur, sólber, ribs og garðarós. Á síðari árum hafi hinsvegar aðallega verið gróðursettir viðja, þingvíðir, sitkagreni og sitkabastarður. Fyrstu skjólbeltin voru sex raðir. Er gert ráð fyrir að grenið verði aðalskjólgjafinn í þessum beltum, er fram líða stundir. Hlutverk lauftrjánna er fyrst og fremst að veita greninu skjól meðan það er að komast yfir fyrstu og erf- iðustu árin. ★ Það er vissulega rétt, sem Einar Sæmundsson segir, að hér á landi er meiri þörf skjól belta en víðast hvar annars staðar. Næðingurinn er versti óvinur hverskonar gróðurs. Þess vegna er ákaflega þýð- ingarmikið að skapa skjól. Er það ekki sízt nauðsynlegt fyr- ir hina ungu kornrækt okkar, en einnig fyrir garðyrkju, tún rækt og beitarrækt. Skjól- beltin munu einnig auka vel- líðan búsmala og þá um leið auka afurðagetu hans. Einar Sæmundsson skýrir frá því, að erlendar mælingar sýni, að hitastig í jarðvegi er 0,5—1 stigi hærra á skýldu landi en á bersvæði, og hið sama á við um loftið næst yf- irborði jarðar. Það munar sannarlega um minna í okkar íslenzka loftslagi. Ræktun skjólbelta er vitan- lega kostnaðarsöm og hún skilar ekki arði fyrr en að nokkrum árum liðnum. En það er þjóðhagslega þýðing- armikið atriði að hún verði tekin upp sem víðast hér á landi. Einstaklingum er yfir- leitt um megn að ráðast í slíka ræktun svo nokkru nemi. Ber því brýna nauðsyn til þess að ríkisvaldið veiti skjólbeltaræktuninni svipað- an stuðning og öðrum ræktun arframkvæmdum, sem miða að bættum búnaðarháttum. VIÐREISNIN LÆKKAÐI TOLLA OG SKATTA að er fáheyrð ósvífni, þeg- ar Tíminn ræðst í gær á núverandi fjármálaráðherra fyrir að hafa „bara lagt á auknar álögur“. Sannleikur- inn er nefnilega sá að Gunn- ar Thoroddsen og Viðreisnar- stjórnin hafa horfið frá skattránsstefnu Framsóknar og Eysteins Jónssonar. Við- reisnarstjórnin hefur stór- lækkað skatta og tolla. — Á fyrsta starfsári sínu, árið 1960, beitti hún sér fyrir mik- illi lækkun skatta á einstakl- ingum. Af þeirri skattalaga- breytingu leiddi meðal ann- ars, að þurftartekjur 4—5 manna fjölskyldu urðu skatt- frjálsar. Á árinu 1962 voru síðar gerðar breytingar á skattalögum, sem miðuðu að því að lækka skatta á at- vinnufyrirtækjum og stuðla að bættri aðstöðu fyrirtækj- anna til þess að afskrifa tæki sín og endurnýja þau. Svipuð saga hefur gerzt í tollamálunum. Viðreisnar- stjórnin hefur tvívegis lækk- að tolla, nú síðast -með setn- ingu nýrrar tollskrár, sem felur í sér stórfelda tollalækk un. Viðreisnarstjómin hefur þannig lækkað skatta og tolla. Spor Framsóknar og Eysteins Jónssonar í þessum efnum hræða hinsvegar. Framsókn- arflokkurinn gat aldrei hugs- að sér neitt úrræði annað í efnahagsmálum en hækkun skatta og tolla. Þess vegna hlaut stefna hans heitið „skattránsstefnan" í munni almennings. HÉRAÐSMÖT SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Tleraðsmót Sjálfstæðis- 11 manna munu hefjast VEGNA aukinna framlaga frá i aðildarríkjum Sameinuðu þjóð- anna hefur tækniaðstoð þeirra aukizt verulega á síðustu tveim- ur árum, segir í skýrslu sem I samin hefur verið fyrir ráðstefn una um tæknihjálp, er haldin er í Kaupmannahöfn 17. júní — 1. júlí. Fjárframlögin, sem heitið hefur verið á þessu ári, benda til þess að aukningin verði enn meiri í framtíðinni. Það er stjórn Tæknihjálpar Sameinuðu þjóðanna (TAB), sem í skýrslu sinni um árið 1962 til Efnahags- og félagsmála ráðsins gerir grein fyrir starf- semi hinnar samvirku tækniað- stoðar (EPTA) — þ.e.a.s. þeim skerfi sem einstakar sérstofnanir hafa lagt fram. Bráðabirgða- skýrsla um árið 1961 hafði áður verið lögð fram, en hin nýja skýrsla tekur yfir bæði árin, 1901 og 1962. Hin samvirka tækniaðstoð veitti á árunum 1961 og 1962 121 landi beina hjálp, en auk þess tóku 21 land þátt í og naut góðs af svæðisbundnum áætlun- um. Aldrei fyrr hafa jafnmörg lönd notið aðstoðar. Áður var hæsta tala landa, sem hlotið höfðu hjálp á einu ári, 113. Á árinu 1962 voru alls 2552 sér- fræðingar starfandi á vegum tækniaðstoðar SÞ (árið áður voru þeir 2381 talsins). Af þess- um sérfræðingum voru 54 frá Danmörku, 17 frá Finnlandi, 56 frá Noregi og 72 frá Svíþjóð. Fjöldi styrkja, sem veittir voru um miðjan þennan mánuð. Haldin munu verða 24 hér- aðsmót í öllum landshlutum. Eins og áður munu ágætir og landsþekktir listamenn skemmta á þessum héraðsmót um og forystumenn flokksins, ráðherrar og þingmenn, munu flytja þar ræður. til náms erlendis, var 2029 árið 1961 og 3831 árið 1962. Styrk- irnir voru veittir fólki frá 140 löndum og landsvæðum til náms í 96 löndum. Af þessum styrk- þegum stunduðu 342 nám í Dan- mörk árið 1962, 49 í Finnlandi, 37 í Noregi og 90 í Svíþjóð. Einnig sérfræðingar frá þróunarlöndunum í skýrslunni er lögð áherzla á, að fjöldi sérfræðinga frá sjálf- um þróunarlöndunum fari sívax- andi —úr 574 árið 1960 upp í 709 árið 1961 og 705 árið 1962, og er þá átt við sérfræðinga sem ráðnir voru til starfa hvert þess ara ára. Af samanlögðum útgjöldum til tækniaðstoðar fóru 71,8 af hundraði til að senda sérfræðinga til starfa, 17,8 af hundraði til námsstyrkja og 10,4 af hundraði til áhalda og útbúnaðar. Alls námu útgjöldin 89,7 milljónum dollara bæði árin, og eru þá reiknaðar með 13,8 milijónir til almenns rekstrarkostnaðar. Starf semin í þróunarlöndunum, þ.e. hin beina tæknihjálp, kostaði 75,9 milljónir dollara, 31,3 millj ónir árið 1961 og 44,6 millj- ónir árið 1962. Hærri framlög Aukning sú á tækniaðstoð, sem átt hefur sér stað, hefur verið gerleg vegna hærri fjár- framlaga . frá aðildarríkjunum. Árið 1961 hét 91 land framlög- um, sem námu alls 42,4 milljón- Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins njóta mikilla vin- sælda úti um byggðir lands- ins. Þau eru víða sótt af fólki úr öllum stjórnmálaflokkum. Fólkið ’ jmur saman í þeim tvíþætta tilgangi að heyra for vígismenn Sjálfstæðisflokks- ins skýra stjórnmálaviðhorfið í landinu, njóta góðrar um dollara, árið 1962 lögðu 92 lönd fram 45,3 milljónir dollara, og á yfirstandandi ári hafa til þessa 100 lönd heitið framlög- um, sem nema 50,3 milljónura dollara. Framlag Danmerkur ár- ið 1962 var 1.734.400 dollarar (í ár hafa Danir heitið 1.882.100 dollurum), Finnlands 100.000 dollarar (130.000 í ár), íslands 4.000 dollarar (4.000 í ár), Nor- egs 758.000 doilarar (980.000 1 ár) og Svíþjóðar 1.500.000 dollar ar (2.010.400 í ár). í skýrslunni er tekið fram, að þessi þróun sé uppörvandi, en hins vegar er lögð á það rík á- herzla, að framlög aðildarríkj- anna verði að halda áfram að aukast með sama hraða, eigi tækniaðstoðin að geta komið til móts við þær þarfir, sem vænta má á næstu árum. Vaxandi eftirspurn í skýrslunni segir, að þróun- arlöndin hafi sýnt, að þau gera sér í ríkari mæli en áður grein fyrir mikilvægi hinnar samvirku tækniaðstoðar og að þau færi hana sér betur í nyt. Umsóknir þeirra um aðstoð eru unnar af meiri vandvirkni og eru nú greinilega tengdar og samræmd- ar eigin efnahagsáætlunum hver* ríkis. Tveir kaflar í skýrslunni fjalla um mat á árangri tæknihjálpar- innar. har er netfndur rúmur tugur dæma um viðleitni, sera ekki bar tilætlaðan árangur, m.a, vegna ófullnægjandi áætlana, tækja og útbúnaðar sem barst of seint og illa valinna verk- efna. En þar er líka greint frá mðrg um verkefnum, sem orðið hafa tij. blessunar. Meðal þeirra er eitt, sem miðar að því að bæta lífskjörin í sveitaþorpum Afgan- istans. Sameinuðu þjóðirnar, FAO, UNESCO og WHO starfa saman að þessu verkefni, sem felur í sér heilbrigðiseftirlit, upp fræðslu, vegalagningu, brúagerð, stíflugerð, landbúnað og þjálfun vinnuafls á hverjum stað. Elllefu sérfræðingar starfa að þessu verkefni, þeirra á meðal einn Norðmaður. Styrkþegarnir koma að miklu gagni heima fyrir Rannsókn, sem stofnanir tæknl aðstoðarinnar létu gera nýlega til að ganga úr skugga um hag- nýtan árangur styrkja til náms- dvalar erlendis, leiddi í Ijós 91 af hundraði styrkþeganna (sem fengu styrki 1958 og 1959 og hafa verið í heimalandinu a.m.k tvö ár) eru enn í heimalandinu og starfa á sviðum sem nátengd eru þeim námsgreinum, er þeir lögðu stund á erlendis. í skýrslunni segir, að þessi niðurstaða sé mik- ilvæg, þar eð hún sanni, að meirihluti styrkþeganna sé hag- nýttur á réttan hátt heima fyrir. skemmtunar og hitta vini og samherja að máli. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur jafnan vandað til héraðs- móta sinna og er svo einnig að þessu sinni. Þess vegna er líklegt að þessar samkomur haldi áfram að njóta vinsælda meðal fólksins úti um byggð- ir landsins. Myndin er af Yomo Kenjatta leiðtoga Kenya meðal fagnandi landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.