Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 3
Sunnud^gur 7. júlí 1963 MORGXJTSBLAÐIÐ 3 Vinnubúðir æskufólks a vegum þjóðkirkjunnar Flestir þátttakendur vinnubúðanna að Þingeyri. Lengst til vinstri eru foringjar búðanna. Philip Dibbie og séra Jón Bjarman, en lengst til hægri æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, séra Óiafur Skúlason. (Ljósm. Gunnar Guðmundsson, Þingeyri) VESTUR á Þingeyri við Dýra- fjörð starfar nú hóþur æskufólks að því að mála kirkjuna og kirkjugarðsvegginn. Er það áður búið að vinna af krafti að því að ná af gamalli málningu og hreinsa tjöru af göflum kirkj- unnar, bursta alla ryðbletti af þaki, gera við vegg kirkjugarðs- ins og undirbúa miklar lagfær- ingar á hinum niðurlagða Sanda- kirkjugarði, sem notaður var, áð- ur en kirkjugarðurinn á Þing- eyri var tekinn í notkun. Kom eer vel, að í hópnum var verk- fræðingur, sem dró upp kort af hinum gömlu leiðum að Sönd- um og sýndi afstöðu þeirra inn- byrðis, eftir því sem hægt er. Flokkurinn vinnur aðeins sex etundir dag hvern, ' en öðrum tíma dagsins og kvöldunum er varið í Biblíulestur, umræðu- hópa, helgistundir bæði kvölds og morgna, heimsóknir til þorps- búa, íþróttaiðkanir, kvöldvökur, dansa og annað þess háttar. Hérna er sem sé ekki á ferðinni neinn venjulegur hópur, heldur vinnubúðir á vegum hinnar ís- lenzku þjóðkirkju. Mun unga fólkið dvelja þarna á þriðju viku að starfi, en síðan halda hvert til síns heima, eftir stutta dvöl á Suðurlandi. f vinnubúðunum setarfa 8 Skotar, 2 Ameríkanar, sem eru að vísu orðnir hálf- íslenzkir eftir ársdvöl hér sem skiptinemar á vegum Þjóðkirkj- unnar, og sjö íslendingar, auk sóknarprestsins á staðnum, séra Stefáns Eggertssonar og skóla- stjórans Tómasar Jónssonar, en þeir starfa báðir með flokknum og undirbjuggu komu hans heima fyrir. Þetta er þriðji hópurinn, sem kemur frá Skotlandi til slíks starfs og ætíð hafa þeir reynzt hinir mestu aufúsugestir, sem með glaðværð sinni og trúarein- lægni hafa sett svip á hvern þann stað, sem þeir hafa gist. Nú er einnig komið að íslendingum að endurgjalda heimsóknir skozkra vina, og mun 12 manna hópur starfa í vinnubúðum nærri Edinborg í Skotlandi seinna í þessum mánuði og fyrri hluta þess næsta. Leiðtogar búðanna áð Þingeyri eru þeir séra Jón Bjarman, Lauf- ási og Philip Dibble frá Glas- gow, en einnig dvaldi æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar, séra Ólafur Skúlason, með flokknum fyrstu dagana og prédikaði við guðsþjónustu í Þingeyrarkirkju. Til bæjarins kemur hópurinn aft- ur þann 8. júlí og mun þá ferð- ast austur að Skálholti og víðar um Árnesþing. Aðrar slíkar búðir munu hefj- ast í Skálholti í lok mánaðarins og standa í tæpar fjórar vikur. Mun þar hafizt handa við bygg- ingu sumarbúða fyrir kirkjuna. Kemur sá hópur á vegum Al- kirkjuráðs. Ræður síldarstúlkur Frú Hanna Gísladóttir ræðir við eiginmanninn í síma kvöld- ið áður en hún hélt norður á Raufarhöfn. (Ljósm. Sv. Þ.) — ei* gjctldkeri FRIJ Hanna Gísladúttir, eiginkona Ólafs Óskarssonar, síldarsaltanda á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði, hefur um sjö ára skeið að- stoðað mann sinn dyggilega við rekstur söltunarstöðvanna og meðal annars séð um ráðn- ingu síldarstúlkna, þegar eig- inmaðurinn hefur haft í öðru að snúast. í sumar hefur Hanna ráðið um 100 stúlkur til vinnu á þessum stöðum, flestar þó til Óskarsstöðvar á Raufarhöfn, þar sem hún mun eirinig starfa við hlið manns síns sem gjaldkeri í sumar. Hanna var að tala í sím- ann þegar við komum í Engi- á söltunarstöb hlíð 7 á föstudagskvöldið. Ólafur maður hennar hringdi frá Akureyri og sagðist mundu verða samferða Sveini Benediktssyni norður til Siglufjarðar. Hanna hafði verið að . búa sig fyrir ferð- ina norður á Raufarhöfn og var rétt að ljúka við að pakka niður í ferðatöskurnar þegar okkur bar að garði. Ráðn- * ing söltunarstúlknanna kom til tals í símanum og frúin þurfti að yfirfara lista, er hún hafði gert um stúlkurnar, sem farnar eru norður. — Eins og þið sjáið er allt á tjá og tundri hérna á gang- inum. Ég ætla að leggja af stað með skipstjórafrú norður eiginmannsms á leið í fyrramálið, og býst við að gista á Akureyri og halda svo áfram til Raufar- hafnar — það er að segja ef við komumst þá nokkurn tíma af stað. Þegar við fórum síð- ast norður, lögðum við a/f stað kl. 4, en svo komust kunningjarnir á snoðir um að við vOrum að drekka kaffi inni í Sólheimum kl. 6 og létu þetta heldur en ekki á okkur dynja, þegar þeir fréttu líka, að við höfðum fengið okkur kaffi í Hvalfirðinum og Bifröst. — Fara börnin með norð- ur? — Já, drengirnir en dótt- irin ætlar 1 sveit í Skaga- firðinum. — Og þér hafið að undan- förnu ráðið stúlkur á sölt- unarstöðvarnar? — Já, ég legg mig alla fram um að gera eitthvert gagn meðan maðurinn er ekki við- látinn, hann þarf að enda- sendast á milli stöðvanna á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyð isfirði og getur þess vegna ekki sinnt öllu í einu. Ég hetf séð um ráðningu stúlknanna, en ekki karlmannanna, sem eru flestir búsettir á þeim stö^um þar sem við söltum, og vinna hjá okkur ár eftir ár. — Enginn skortur á stúlk- um? -— Nei, okkur gekk ljóm- andi vel að fá nægan starfs- kraft. Ég réði um 100 stúlk- ur héðan úr Reykjavík og ná- grenni. Margar þeirra hafa unnið hjá okkur áður og það lætur nærri, að helmingur þeirra, sem unnu hjá okkur í fyrrasumar, komi aftur norður núna. Það er að sjálf- sögðu mjög mikill kostur, þar sem við höfum reynslu af stúlkunum og yfirleitt höfum við verið mjög heppin með valið á þeim. Þær, sem bæt- ast í hópinn hverju sinni virð- ast öllum hnútum kunnar, hafa fengið upplýsingar um starfið og segjast óhikandi ætla að fara norður að salta. Sumar þurfa þó að spyrja nokkur/a spurninga, eins og t.d. hvort þær eigi að hafa með sér sæng, og þar fram eftir götunum. Ég spyr þær hvort þær hafi saltað áður og um aldurinn, því að við þurf um að raða þeim niður í svefn skála og alltaf reynist bezt að hafa þær saman, sem eru á líkustum aldri. Þessar ráðn- ingar fara flestar fram í gegn um síma og ég sé ekki stúlk- urnar fyrr en á flugvellin, þeg ar þær fara norður eða þá, að þær flughræddu koma hingað heim til að fá farseðla með næturvagninum til Akur^yrar. — Þær gefast ekki upp þeg- ar á hólminn er komið? — Nei, þvert á móti standa þær sig alveg prýðilega. Þó eru eðlilega til undantekning- ar frá reglunni, og þess eru dæmi, að konur hafa ráðið sig í sumarleyfinu og búizt við að lenda í einhverju lúxus- hóteli fyrir norðan, með síma í hverju herbergi sennilega, en þær fara fljótlega aftur því að við ráðum fólkið til að vinna, en ekki til að spöka sig í sólskininu. — Hvað er ráðningartíminn langur hjá stúlkunum? — Þær eru ráðnar í átta vikur, frá 20. júní til 20. ág- úst. Á þessum tíma hafa þær kauptryggingu, er nemur Framhald á bls. 23 Þessl mynd var tekin fyrir fáeinum árum af Ilönnu, þegar húh var að salta síld á Raufarhöfn ásamt Margréti konu Rögn- valdar Sveinssonar, verkstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.