Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. júlí 1963 1UORCVNBLAÐIÐ 15 sem viiuiUm Upp í dbyggöir ÞAÐ var rjómalogn við Þingvallávatn og íjöllin spegl- uðust í vatnsfletinum. Litirn- ir í landslaginu voru ferskir og tærir eftir morgundöggina — Regnbogarnir dönsuðu í úðanum við Gullfoss. Þó fjalla sýn væri ekki góð var lands- lagið hið fegursta og þurfti ekki snyrtingar við, eða svo sögðu að minnsta kosti fegr- unarfræðingarnir frönsku, sem voru með okkur í ferða- laginu. „Skelfing er úðinn frá fossinum frískandi“, sagði einn þeirra, „hann er á við bezta andlitsvatn“. Við vorum á leið upp í Kerlingarfjöll, að sýna þrem- ur Frökkum hálendi landsins: forstjóra franska snyrtivöru- fyrirtækisins Coryse Salome, hr. Radius, frú hans og skóla- stjóra tízkuskóla sama fyrir- tækis, ungfrú Martin. Þau komu hingað til landsins að kynna snyrtivörur fyrirtækis- ins og ungfrú Martin hefur undanfarna daga kynnt snyrti' vörurnar og gefið konum ráð leggingar um meðferð þeirra í snyrtivöruverzluninni Val- höll, Laugavegi 25, sem hefur einkaumboð fyrir Coryse Salome á Islandi. • Allir hjálpa til, þegar bíllinn festist, jafnvel franskir for- stjórar. Hér sézt Radius með skóna sína í annarri hendi og skóflu í hinni, rétt eftir að bíllinn losnaði úr leðjunni Hann hafði fengið léða klossa meðan hann var að moka fyrir mig,“ sagði ungfrú Mart- in, „að kynnast landi og þjóð, „Það er mjög mikilvægt áður en ég fer að leiðbeina íslenzkum konum um með- ferð snyrtivara. Ég verð að gera mér far um að skilja þær, viðhorf þeirra og hugsana- gang svo ráðleggingar mínar komi að gagni. Tízkan hefur alltaf sitt að segja, en hún er ekki einhlít. Þið eruð með ljóst yfirbragð og þurfið þar af leiðandi aðrar snyrtivörur en við Frakkarnir og indíána- stúlkurnar í Suður-Ameríku en við seljum mikið af snyrti- vörum þangað." Leiðin upp í Hvítárnes gekk stórslysalaust, nema hvað bíll inn festist tvisvar í torfærum og fóru þá allir að ýta og moka sem vettlingi gátu vald- ið. Og leðjan uti var mjúk eins og fínasta krem, að sögn Frakkanna. í Hvítárnesi var staldrað við og snætt og tekin ,sú á- kvörðun að halda til baka, þó skammt væri í Kerlingarfjöll. En bæði • var áliðið dags og þótti því vænlegast að halda • til byggða. Umhverfið var til- komumikið en hrjóstrugt og gróðursnautt, og ólíkt lands- laginu í Frakklandi. Og sem við gengum þarna um á völlunum sagði Radius forstjóri okkur lítilsháttar frá snyrtivörufyrirtækinu Coryse Salome,' sem stofnað var fyr- ir rúmum 40 árum. Hann sagði að í París væru tugir verzl- ana, sem eingöngu verzluðu með þær snyrtivörur og fjöldi snyrtistofa, sem fyrirtækið rekur. Snyrtivörurnar væru seldar í flestum löndum Evrópu einkum á Norðurlönd Kúpulagði sumarhatturinn klæðir jafnt ungar sem gamlar. Hann má hafa á ýmsa vegu: á miðju höfði, skáhallt út í annan vangann, aftur á hnakka og fram á ennið, allt eftir höfuðlagi og smekk hvers og eins. Þeir sem vit hafa á segja það engu máli skipta, hvort sá sem ber hann er fimmtán ára eða sextugur Sá, sem sýndur er á myndinni, er úr hvítu filti með kónga- bláum borða, en einnig má sauma hann úr öðrum efnum í margvíslegum litum. unum, en einnig seldu þeir mikið til Suður-Ameríku. Hr. Radius sagði ennfremur að fyrirtækið hefði um ára- bil starfrækt sérstakan skóla' í Paris, þar sem stúlkum væri kennd snyrting og meðferð snyrtivarannna. Veitti ungfrú Martin þessum skóla forstöðu og útskrifaði hann um 20 stúlkur mánðararlega, sem síðan væru sendar á stofur og í verzlanir fyrirtækisins, eftir því sem þörf krefur. „Við leggjum mikið upp úr því,“ sagði hann að lokum, „að vinna trúnað viðskipta- vinanna. Okkar kappsmál er ekki aðeins að selja þeim snyrtivörur af einhverju tagi, heldur réttar snyrtivörur. Við álítum að það sé bezt fyrir alla aðila.“ Fieygið ekki sápunni Sápubrot gera margri hús- móður gramt í geði. Sápurnar Borð sem þessi komu nýlega á markaðinn í Danmörku Borðplatan er laus og í laginu eins og bakki. Bakkinn er síðan settur á grind, sem bú- in er til úr þremur borðfót- um, sem lagðir eru í kross. Borðin eru ýmist smíðuð úr palisander eða tekki, en einn- ig má fá þau úr ódýrari viði og er þá bakkinn gjarnan hafður úr málmi kosta sinn skilding og spar- söm húsmóðir kann ekki við að fleygja sápubrotunum, þó ný og stór sápa sé jafnframt tekin í notkun. En í flestum tilí'ellum fer svo að sápan fer ofan í vaskinn og á það til að stífla hann. En ráði er til við öllu. Sápu stubbarnir eru upplagðir til hreingerninga. Húsmóðirin klippir gat í svampinn og sting ur sápunni inn í gatið. Svamp- inn notai' hún tii að þrífa bað- ka'rið. Slæður geta líka verið fallegar MARGIR hafa horn í síðu skýluklútanna, sérstaklega þær konur sem halda upp á hatta. íslenzkum stúlkum hef ur löngum þótt skýluklútur- inn þægilegt höfuðfat og nota hann mikið — en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að binda hann öðruvísi en undir hökuna. — Hér sjáum við hvernig tv'ær franskar blómarósir binda klúta um böfuð s-ér. Annar er vafinn og endarnir hvirflinum. eru hnýttir í I í 1' ( ! eins og túrban um höfuðið en hinn situr aftarlega á höfðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.