Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 23
Sunnudagur 7. júlí 1963
— Ræður
Framhald af bla. 3.
4300 krónum, sem jafnast á
við söltun á hundrað tunnum.
í>á fá þær fríar ferðir og
núna á laugardag og sunnu-
dag sendum við tvær flugvél-
ar norður með fjörutíu stúlk-
ur, og eru þá aðeins örfáar
enn eftir í bænum. Það mætti
kannski geta þess, að aldrei
hefur til þess komið að gera
upp tryggingu. Við byrjuðum
að salta á Raufarhöfn, þar sem
flestar stúlkurnar eru á laugar
dag, söltunin komin upp í
3500 tunnur og nokkrar bún-
ar að salta yfir hundrað tunn-
ur.
— Og sumarið er fljótt að
líða á Raufarhöfn?
— Já, og þó sérstaklega
þegar vel veiðist. Ég snýst í
ýmsu, hef unnið á skrifstof-
unni að staðaldri, tekið við
stjórninni að nokkru leyti
þegar maðurinn er fjarverandi
og unnið við söltun þegar
mikið hefur legið við.
En í sumar er ég ráðin
gjaldkeri.
— Verðið sennilega vinsæl-
asti kvenmaður á N-Austur-
landi þegar þér borgið út.
— Ég skal ekkert um það
segja. í rauninni er gert upp
við fólkið, þegar vertíðinni
lýkur, en það er hægt að
taka út fyrirfram til að stand-
straum af matarkostnaði og
fyrirz smáútgjöldum eins
og gengur. Piltarnir, sem
unnu á skrifstofunni á und-
anförnum árum höfðu sér-
stakt lag á að telja stúlkurn-
ar á að spara, og ég vona, að
mér takist hið sama.
— Hvernig eyðir fólkið frí-
stundunum?
— Á ýmsan veg, maður lif-
andi. Böllin eru vinsælust og
landlegunum er víst óþartfi
að lýsa. Við höfum oft sakn-
að þess í Óskarsstöð, að hafa
ekki samkomusal, því að stund
um hafa harmonikuleikarar
verið á bátunum, sem landa
hjá okkur, og þá hefur dans-
inn dunað í öllum herbergj-
um, á skrifstofunni og á göng-
unum. Einhvern tíma á surnr-
inu förum við í ferðalag með
starfsfólkinu ýmist í Ásbyrgi
eða suður á firði. í landleg-
unum er hafður vaktmaður
í svefnskálunum og engum
veittur aðgangur eftir mið-
nætti. Þetta hefur leitt til
þess að ýmsir kunningjar á
bátunum hafa beðið okkur um
passa að skálunum, svo að
þeir gætu litið inn til vin-
kvennanna. Einu sinni fékk
ég einn slíkan gest að stöð-
inni, vel hífaðan, sem bank-
aði upp á og verkstjórinn fór
til dyra. Sá, sem úti var, fyllt-
ist gremju og hrópaði stund-
arhátt: „O, hver andskotinn
— hefur hún nú varðhund
líka“. Þannig gengur þetta á
síldinni — alltaf eitthvað á
seyði og andrúmsloftið þrung
ið ólýsanlegri spennu.
— Trúið þið ekki mikið á
drauma og ýmis fyrirbæri,
sem lifið og hrærist í óviss-
unni?
— Jú, það fer ekki hjá því.
Ég veit að skipstjórarnir mega
ekki vera án einhverjar vissr
ar húfu eða vasaklúts, og
góð nöfn í draumi eru mann-
inum fyrirboði góðs sumars.
Mig dreymdi fyrir nokkrum
árum, þegar sem verst gekk
að veiða síldina og sáralítið
búið að salta, að ég væri að
kaupa kjöt suður í Keflavík
fékk þrjú stór kjötstykki og
mikið af áleggi. Næstu þrír
dagar voru beztu síldveiði-
dagar sumarsins og áleggið
voru nokkrir sæmilega góðir
dagar, er fylgdu næst á eftir.
Samningur um stofnun
Malaysíu undirritaður
Kuala Lumpur, 6. júlí (AP).
TUNKU Abdul Rahman, forsaet-
isráðherra Malaya, kom til Lon-
don í dag. Erindi hans þangað
er að undirrita samning um
stofnun ríkjasambandsins Malay-
siu.
Talið er að samningurinn verði
undirritaður á mánudag, en 31.
ágúst n.k. verður ríkjasamband-
ið formlega stofnað, ef allt geng-
ur að óskum.
Aðild að Malaysíu eiga Malaya,
Singapore, nýlendur Breta á
Borneó (Sarawak og N-Borneó)
og soldánsríkið Brunei, sem nýtur
verndar Breta.
Fulltrúi Malaya hefur dvalizt
í London að undanförnu til við-
ræðna við brezku stjórnina um
stofnun ríkjasambandsins, en
brezku nýlendurnar á Borné fá
sjálfstæði um leið og Malaysía
verður stofnuð.
— Reykjavlkurbréf
Framih. af bls. 13.
Þá er það heldur ekki nóg að
segja að „verkamenn“, þ.e. komm
únistar, í öðrum löndum, eigi
sjálfir að ráða málum sínum,
jafnframt því sem á því er hamr-
að, að þeir séu fyrst og fremst
kommúnistar, síðan þegnar síns
eigin þjóðfélags. Hvað sem öll-
um orðum og yfirlýsingum líð-
ur, þá höfum við íslendingar það
enn fyrir augum, að hér er haldið
uppi stjórnmálaflokki, þar sem
ýmsir menn, góðir og gegnir að
upplagi, hafa gerzt og enn eru
skaðræðismenn gegn sinni eigin
þjóð, með því að þeir í verki
hafa fylgt og fylgja enn því boð-
orði Krúsjeffs að vera fyrst og
fremst kommúnistar og því næst
fslendingar.
IIE n,D ARSÍI.DA R A FI.INN í
fyrrinótt var um 31 þús. mál og
tunnur. Afla þennan fengu 60
skip.
Síldin veiddist 50—60 sjómíl-
ur ANA af Raufarhöfn og á Hér-
aðsflóa, Seyðisfjarðar-, Norð-
fjarðar- og Reyðarfjarðardýpi.
Flestir bátarnir tilkynntu, að
þeir færu með síldina til Seyðis-
fjarðar.
Athugið!
að borið saman við útbreiðslv
er langtum ódýrara að auglvsa
í Morgunblaðinu, en öðrum
blöðum.
5ííg. tfv .......
Lúðrasveit
Reykjavikur
Seikur á Austur-
velli kl. 3.30
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur leik-
ur í dag á Austurvelli og hefst
leikur sveitarinnar klukkan 3.30.
Stjómandi er dr. Páll ísólfsson.
Leikin verða lög sem voru í
tizku fyrir um 30 árum.
— Stórstúkubing
Framih. af bls. 2
Stórgæzlumaður unglingastarfs
Sigurðux Gunnarsson, fyrrv.
skólastj., Reykjavík.
Stórgæzlumaður löggjafar-
starfs: Sveinn Helgason, stór-
kaupm, Reykjavík.
Stórfræðslustjóri: Magnús J.
Kristinsson,- rafvélavirkjameist
ari, Akureyri.
Stórkapellán: Þóra Jónsdóttir,
frú, Siglufirði.
Stórfregnritari: Njáll Þórarins-
son, stórkaupm., Reykjavík.
Fyrrverandi stórtemplar er
séra Kristinn Stefánsson, áfengis-
varnarráðunautur, Reykjavík.
Heiðurafulltrúi: Jóhann Ög-
mundur Oddsson, Reykjavík.
(Fréttatilkynning frá Stór-
stúku íslands I.O.G.T.)
SKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA
Pétur Pétursson
Valdimir Azkenasy
Tilkynnt verður í hádegisútvarpi í dag um næstu
tónleika og sölu aðgöngumiða.
VEKZUUNIN niimmllmm, að
Skólavörðustíg 4, hefur um
þessar mundir sýningu á vegg
teppum eftir Asgerði Búadótt
urur. Áður hefur Dimmalimm
haft sýningu á teppum eftir
Barböru Ámason og jám-
kúnst eftlr Jóhann Gunnar
Árnason.
Sýningin stendur í vikutíma
og eru veggteppin til sölu.
Dimmalimm hefur einnig á
boðstólum leirmuni eftir Heidi
Guðmundsson, málverkaeftir-
prentanir, listmuni og heimil-
isiðnað hvers konar.
Myndin: Tvö af teppum Ás-
gerðar og leirmanir eftir Heidi
Frú Helga Egilsson handleik-
ur könnu eftir Heidi.
Ljósm. Sv. Þ.
Móðir okkar og tengdamóðir
RÓSA EGGERTSDÓTTIR
Vesturgötu 17,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þrinðjudaginn
9. júlí kl. 15.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabba
meinsfélag íslands.
Anna Bjarnadóttirr bergur Bjarnason,
Guðrún Bergsdóttir, Frank Stefánsson,
Þorleifur Guðmundsson.
Öllum þeim, sem sendu okkur samúðarkveðjur við
andlát og útför
KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR
Holtsgötu 39,
sendum við okkar beztu þakkir.
Halla Þórhallsdóttir, Kári Halldórsson,
Hörður Þórhallsson, ÚHa Sigurðardóttir,
Markús Þórhallsson, Hjördís Sigurjónsd.,
ásamt börnum.
Hjartkær drengurinn okkar
JÓN GUÐMUNDSSON
andaðist á Landakotsspítala 5. júlí.
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir,
Guðmundur Jónsson.