Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. júlí 1963
tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðilstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
RAUÐU FÚRSTARNIR
DEILA
¥ eiðtogar kínverskra og
rússneskra kommúnista
halda um þessar mundir fund
með sér í Moskvu. Tilgangur
þeirra með þessu fundarhaldi
er að reyna að ná samkomu-
lagi um þau ágreiningsefni,
sem undanfarið hafa valdið sí
fellt versnandi sambúð milli
kommúnistaflokka Sovétríkj-
anna og Rauða Kína. Það
efni, sem talið hefur verið
djúptækast er, hvort freistað
skuli að breiða hinn alþjóð-
lega kommúnisma út með
styrjöld og hernaðaraðgerð-
um, eða hvort það skuli gert
með friðsamlegum aðgerðum.
Ein^ og kunnugt er hefur
Nikita Krúsjeff lagt höfuð-
áherzlu á það, að hann vildi
leggja heiminn undir hið
kommúníska skipulag með
friðsamlegum hætti. Hann
hefur talið friðsamlega sam-
búð austurs og vesturs mögu-
lega, enda þótt hann drægi
enga dul á að höfuðtakmark
hans sé heimsyfirráð komm-
únismans.
Mao tse tung og aðrir leið-
togar kínverskra. kommúnista
hafa hins vegar deilt harðlega
á Krúsjeff og rússnesku
kommúnistana fyrir þetta.
Þeir hafa talið hina rússnesku
stefnu hættulega endurskoð-
unarstefnu, sem feli í sér stór-
felld svik við kenningar Marx
og Lenins. Kínversku komm-
únistarnir hafa gengið svo
langt, að þeir hafa lýst því yf-
ir í blöðum sínum og tímarit-
um, að Kínverjar séu eina
þjóðin, sem geti lifað af kjarn
orkustyrjöld. Þeir hafi efni á
því að fórna 3—400 milljónum
mannslífa á altari gereyðing-
arstyrjaldar. -Kínverska þjóð-
in geti lifað þetta af sakir
stærðar lands hennar og fjöl-
mennis þjóðarinnar, og hafizt
síðar handa um uppbyggingu
nýrrar kommúnískrar verald-
ar á hinum rjúkandi rústum
g jöreyðingarstyr j aldarinnar!
Þessar skelfilegu bollalegg-
ingar kínversku kommúnist-
anna hafa að sjálfsögðu vakið
ugg um allan heim. Sokðana
bræður þeirra í Rússlandi
hafa hvað eftir annað lýst því
yfir, að þeir teldu kínversku
kommúnistaleiðtogana á stór-
hættulegri leið.
Undir niðri sprettur ágrein-
ingur Rússa og Kínverja nú
áreiðanlega ekki aðeins af
mismunandi afstöðu til að-
ferða við útbreiðslu kommún-
ismans. Leiðtogar rússneskra
kommúnista gera sér Ijóst, að
hin nýja heimsvaldastefna
Kínverja hlýtur fyrst og
fremst að beinast gegn Sovét-
ríkjunum, einfaldlega vegna
þess að það eru Rússar, sem
ráða yfir miklum landssvæð-
um, sem áður voru kínverskt
land. Kínverjar, sem eru nú
nær 700 millj. manna og f jölg-
ar um tugi milljóna á ári,
þurfa nú á þessu landi að
halda. Ekkert er þess vegna
líklegra en til beinna hags-
munaárekstra komi fyrr en
síðar milli Sovétríkjanna og
Rauða Kína.
Margir telja að þetta kunni
að valda því, að Rússar muni
á næstunni halla sér í vax-
andi mæli að samvinnu við
vestrænar lýðræðisþjóðir, og
þá fyrst og fremst Bandarík-
in. Kínverjar eru að vísu í
dag hernaðarlega veikir. En
þeir munu á næstu árum
koma sér upp kjarnorkuvopn-
um og verða sjálfstætt kjarn-
orkuveldi.
En þrátt fyrir allt þetta er
ekki ólíklegt að leiðtogar kín-
verskra og rússneskra komm
únista leggi allmikla áherzlu
á að ná samkomulagi á funti-
inum, sem nú stendur yfir í
Moskvu, að minnsta kosti á
yfirborðinu.
B ERJAST GEGN
KJARABÓTUM
HINNA LÆGST
LAUNAÐU
TVTauðsynin á því, að kjör
’ hinna lægst launuðu séu
bætt, hefur lengi verið ljós
þeim mönnum, sem um kjara-
mál fjalla af ábyrgðartilfinn-
ingu og skilningi. Fyrir
nokkrum mánuðum bauð rík-
isstjórnin Alþýðusambandi fs
lands til samstarfs um aðgerð
ir, sem sérstaklega mættu
verða til þess að bæta kjör
hinna lægst launuðu, en því
tilboði var hafnað á þeirri for
sendu, að þetta mál væri ekki
í verkahring ASÍ. Þrátt fyrir
þessar slæmu undirtektir af
hálfu forystumanna ASÍ í
fyrra náðist nú samkomulag
um 5% launahækkun, sem ná
skyldi til hinna lægst laun-
uðu, en ekki verða almenn
kauphækkun, er jafnharðan
færi út í verðlagið. Með þessu
móti átti að bæta nokkuð kjör
þeirra, sem minnst bera úr
býtum.
Undanfarna daga hafa mál-
gögn stjórnarandstöðunnar,
„Tíminn“ og „Þjóðviljinn"
þrástagazt á því, að ekki se
nema sanngjarnt, að 5% kaup
hækkunin, sem ætluð var til
þess að rétta hlut hinna lægst
launuðu sérstaklega, verði nú
Sovéskir niósnarar í New York
I S.L. viku hófust í Bandaríkj-
unum yfirheyrslur í njósna-
máli, sem talið er það alvar-
legasta, sem komið hefur upp
í landinu undanfarin fimm ár.
Tvenn hjón hafa verið hand-
tekin, sökuð um njósnir, önn-
ur rússnesk, en ekki hefur
verið skýrt frá þjóðemi hinna.
Rússnesku hjónin, Ivan Dmi
trievitsj Egorov og Aleksandra
kona hans, voru handtekin í
íbúð sinni í New York og sátu
þau að snæðingi, er lögreglu-
menn komu til íbúðarinnar.
Þau neituðu að fara með lög-
reglumönnunum og urðu þeir
að beita valdi til þess að koma
þeim til lögreglustöðvarinnar.
Þegar yfirheyrslur hófust,
neituðú hjónin ásökununum
harðlega, og er handtaka
þeira spurðist til Sovétríkj-
ana sendu Rússar þegar í stað
mótmælaor-ðsendingu. Sögðu
þeir ekkert hæft í ásökunum á
hendur hjóununum og mót-
mæltu handtöku þeira, á
þeiri forsendu, áð Egorov væri
starfsmaður Sameinuðu þjóð-
Egerov hjónin (fremst á
myndinni) á leið til yfir-
heyrslu.
anna og nyti þar af leiðandi
sömu fríðinda og diplómatar.
Þ.e.á.s., ólöglegt væri að hand-
taka hann. Dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, Robert Kenne
dy, sagði hins vegar, að starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna
nytu ekki sömu rétinda og
diplómatar, en ákvæðin um
þetta í stofnskrá samtakanna
orka tvímælis.
Hin hjónin, sem handtekin
voru, kölluðu sig Robert
Baltch og Joy Ann Garber.
,Robert Balteh“.
Nöfn þessi höfðu þau tekið
upp, að því virðist af tilvilj-
un, en í New York ríki býr
prestur að nafni Robert Baltch
og útborg New York húsmóð-
ir, sem heitir Joy Ann Garber.
Engin ástæða þykir til þess að
gruna þeta fólk um þátttöku
í njósnastarfseminni. Hjónin
handteknu ganga nú undir
nöfnunum Jane og John Doe.
Þegar lögreglan lét til skar-
ar skríða gegn njósurunum,
hafði hún fregnað, að Doe
hjónin væru að fara úr landi
og ætluðu til Rússlands. Þegar
þau voru handtekin, neituðu
þau sökunum, sem þau voru
borin og hr. Doe, varð að
flytja til lögreglustöðvarinnar
í böndum. Rússar hafa ekkert
....................... .. .
látið til sín heyra í sambandi
við töku Doe hjónanna.
Bandaríska lögreglan telur,
að hin handteknu hafi starfað
fyrir Rússa í Bandaríkjunum
frá 1957 og helzta verkefni
þeirra hafi verið að afla upp-
lýsinga um bandarískar eld-
flaugastöðvar. Óstaðfestar
fregnir herma, að þau hafi
haft samband við starfsmenn
bandarísku ríkisstjórnarinnar,
sem hafi veitt þeim ýmsar
leynilegar upplýsingar.
Lögregluna hefur grunað
Egerov hjónin um njósnastarf-
semi nokkuð lengi, en það var
ekki fyrr en í júní s.l., sem
hún stóð Egerov að verki.
Veitti hún honum þá eftirför
út fyrir NewYork, en erindi
hans út fyrir borgina var að
ná í kassa, sem innihélt hlust-
unartæki af sömu gerð og áður
hafa fundizt í fórum sovézkra
njósnara. Egerov fór með tæk-
ið á annan felustað nokkrum
dögum síðar og þangað sótti
maðurinn, sem nú er nefndur
hr. Doe tækið og fór með það
til Washington.
Egerov hefur starfað í aðal-
stöðvum Saméinuðu þjóðanna
I New York frá 1960. Hann er
41 árs, lögfræðingur í Lenin-
grad.
einnig látin ná til annarra,
ekki sízt iðnaðarmanna. Iðn-
aðarmenn bera sjálfsagt mis-
jafnlega mikið úr býtum, en
það er ekkert launungarmál,
að sumir hópar iðnáðarmanna
eru meðal hinna tekjuhærri í
þjóðfélaginu. Verður því ekki
séð, að hægt sé að setja þá
menn á bekk með tekjulægsta
verkafólki, iðnverkafólki og
verzlunarfólki.
Það liggur í augum uppi,
að verði 5% kauphækkunin
fyrr á þessu ári, látin ganga
til allra stétta, þá verður ekki
með henni náð því takmarki,
sem að var stefnt, þ.e. að bæta
hlut hinna lægst launuðu. Sá
hugur í þeirra garð, sem kem-
ur fram í kröfum stjórnar-
andstöðuflokkanna nú, kem-
ur Morgunblaðinu ekki á
óvart. En þetta er vissulega
lærdómsríkt dæmi fyrir
verkamenn og annað lág-
Alanbrooke lá-
varður látinn
London, 18. júní NTB—AP.
ALANBROOKE lávarður, fyrr-
um yfirmaður brezka herforingja
ráðsins lézt í gær að heimili sínu
í Hampshire í Suður-Englandi.
Lávarðurinn var á 80. aldursári.
Að því er kona lávarðarins
tjáði fréttamönnum í gær, hafði
hann um nokkurt skeið átt við
hjartaveilu að stríða.
Alanbrooke lávarður var á
heimsstyrjaldarárunum síðari
einn af nánustu samstarfsmönn-
um Sir Winston Churchill og átti
ekki svo lítinn þátt í skipan þess
hernaðarlega grundvallar, er sig-
ur Bandamanna byggðist á.
launafólk um raunverulega
afstöðu þessara flokka til
þeirra, sem þeir þó a.m.k. allt
af öðru hverju þykjast sér-
| staklega bera fyrir brjóstL
Síðustu árin lifði hann rólegu
lífi og var lítt í sviðsljósi, Árið
1959 varð þó mikill úlfaþytur
víða um heim vegna útkomu bók-
ar eftir sagnfræðinginn Sir
Arthur Bryant, en hún var byggð
á dagbókum lávarðarins frá
styrjaldarárunum. Þar kom fram
allmikil gagnrýni á starf Eisen-
howers sem hershöfðingja og var
m. a. haft eftir dagbók Alan-
brookes lávarðar frá nóvember
1944, að Eisenhower hefði þá tíð-
um eytt tíma sínum á golfvöllum
við Rheims og vanrækt þátt sinn
í stjórn landhereinis.
STÓRBRUNI
Rio de Janeiro, I. jú í (AP)
ELDUR kom upp í dag í 21
hæða verzlunarhúsi í Rio, og
fórust a.m.k. sjö manns, sem
reyndu að varpa sér út um
glugga efri hæðanna. Þúsund
ir áhorfenda sá fóikið falla til
jarðar. Óttazt er að margir
hafi brunnið innL