Morgunblaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 6
e
MORCVTSBLÁÐ1Ð
Sunnudagur 7. júlí 1963
cg Vestur-íslendingar
ÍSLENDINGAR eru um margt
sérstæð þjóð en þó mest fyrir
fámennið. Sumum hérlendis
mun finnast þeir nokkuð um-
komulausir fyrir vikið og reyna
að bæta sér það upp með draum-
órum um „landa sína“ vestan
hafs. Koma hinna svokölluðu
Vestur-fslendinga til Vestmanna-
eyja og óánægja þeirra ætti að
opna augu þessara draumóra-
manna. Sannleikurinn er sá, að
með örfáum undantekningum
eru hinir svokölluðu Vestur-ís-
lendingar eins og hverjir aðrir
útlendingar. Sjálfsagt reyndar
flestir vinsamlegir íslandi, en
við eigum líka vini víða um
lönd.
í rauninni er þetta ekkert
undarlegt. Yfirleitt er um að
ræða aðra eða þriðju kynslóð
útflytjendanna og tengsl þeirra
við ísland vart meiri en okkar
við Ncjreg. Að vísu er æði mikið
lengra síðan forfeður okkar
fluttu frá Noregi og „réðu“ sér
vinnufólk á íslandi og víðar, en
þegar tengslin eru á annað borð
slitin og einstaklingarnir orðnir
hluti annarrar þjóðar, þá skiptir
tíminn ekki miklu máli. Því má
segja, að varla sé meiri ástæða
til að blása í lúðra fyrir hóp
Bandaríkja- og Kanadamanna af
íslenzkum ættum, sem hér eru á
ferð en fyrir hverja aðra góða
gesti.
Til frekari skýringar má benda
á, að strax önnur kynslóð
danskra eða hálfdanskra manna
er sezt hafa að hér á landi, hef-
ur fullkomlega samlagazt þjóð-
inni, og hafa viðkomandi ekki
þótt lakari íslendingar en hverj-
ir aðrir í samskiptum við Dani,
eða að því er varðar önnur mál.
Draumórarnir um Vestur-íslend-
inga eru ekki mikils virði, þegar
þeir eru skoðaðir í þessu ljósi,
og viðleitnin að halda við ís-
lenzkunni vestan hafs er dauða-
dæmd, enda skiptir það íslenzku
þjóðina litlu máli, hvort íslenzk-
an hjarir þar nokkrum árum
lengur eða skemur.
Eitt mesta vandamál þjóðar-
innar er fámennið. Enginn efi er
á því, að hér væri traustara þjóð
félag, ef nú byggju í landinu t.d.
400—500 þús. manna. Skoðað í
ljósi nútímans var það því mik-
ið áfall, að margar þúsundir
skyldu flytjast vestur um haf á
áratugunum fyrir aldamótin. En
ekki er hægt fyrir okkur að
ásaka þetta fólk, svo miklar
kröfur sem við gerum til bættra
lífskjara í dag.
Svo má einnig benda á, að á
sínum tíma, þegar þjóðin lifði
af frumstæðum landbúnaði og
handfæraveiðum, þá var það á
ýmsan hátt til bóta, að fjöldi
fólks skyldi flytjast burt. Fá-
tæktin stafaði af því, að landið
gat ekki alið nema svo fáa miðað
við hina frumstæðu tækni, og
engar borgir voru til, er gátu
tekið við offjölguninni í sveit-
unum.
í dag höfum við ástæðu til að
harma erfiðleika forfeðranna og
að svona skyldi þurfa að fara,
en við því er ekkert að gera.
Nær allt þetta fólk er glatað ís-
landi, í allri venjulegri merkingu
þess orðs, og fá engar hjartnæm-
ar skálaræður breytt neinu þar
um.
Á hinn bóginn er vandamálið
ekki úr sögunni, þar sem enn
eru nokkur brögð að því, að fólk
flytjist úr landi, þó að ýktar töl-
ur hafi verið nefndar í því sam-
bandi. Lifskjörin eru orðin það
góð hér, að fólk hefur vissulega
ekki ástæðu til að flýja land.
Að vísu er það rétt, að lífskjörin
eru betri í nokkrum löndum, og
sérstaklega hefur hinn svokallaði
launajöfnuður gengið út í öfgar
hér á landi. En þeir sem eru óá-
nægðir ættu heldur að reyna að
bæta ástandið, heldur en að hopa
af hólmi. Og svo eru það ein-
kennilegir Islendingar, sem meta
það einskis að taka þátt í upp-
byggingu okkar hálfnumda
17. júní hátíðahöld
1 Stykkishólmi
17. JÚNÍ hátíðahöldin í Stykkis-
hólmi hófust með því að fólk
safnaðist saman á leikvelli bæj-
arins þar sem Lúðrasveit Stykkis
hólms lék undir stjórn Víkings
Jóhannssonar. Þá hófst guðs-
þjónusta og prédikaði sóknar-
presturinn sr. Sigurður Ó. Lárus-
son, sveitarstjórinn Ólafur Guð-
mundsson flutti ræðu, minni dags
ins, og Magðalena Kristinsdótt-
ir flutti kvæði. Þá var gengið í
skrúðgöngu inn á íþróttavöll og
var lúðrasveitin í fararbroddi.
Þar hófust íþróttir. Keppt var
um 17. júní bikarinn í knatt-
spyrnu og margar aðrar íþróttir
þreyttar. Að því loknu var við
höfnina þreyttur kappróður
milli kvæntra og ókvæntra karla
og giftra og ógiftra kvenna. Síð-
an var dansleikur um kvöldið.
Gömlu dansarnir í Hljómskálan-
um en nýju dansarnir í bíóhús-
inu. Veður var sæmilegt og fjöldi
manns sem tók þátt í hátíðahöld^
unum. Kvenfélagið hafði kaffi-
sölu í bíóhúsinu um miðjan dag-
inn. — Fréttaritari.
lands, en þjóta þangað, sem auð-
veldara er að ná í nýja bíla og
skýrari sjónvarpsmyndir.
Hverjum manni, sem vill gera
sér grein fyrir hlutunum, ætti
að vera ljóst, að það er ekkert
undrunarefni að til skuli vera
ríkari lönd en ísland. Hitt er aft-
ur verulegt undrunarefni, að ís-
lenzka þjóðin skuli vera í hópi
þeirra 10—15 þjóða, er bjóða
einstaklingum sínum upp á bezt
lífskjör í heiminum.
Valdimar Kristinsson.
Hermann Guðmundsson form aður Hlífar afhendir skjaluJ,
Hlíf veitir heiðursskjal
SÍÐAST liðinn fimmtudag,
hinn 27. júní, heimsótti stjórn
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði, Tilraunarverksmiðju
Sjávarafurðardeildar S.Í.S. við
Hvaleyrarbraut og afhenti fyr-
irtækinu heiðursskjal frá félag-
inu, í viðurkenningarskyni fyrir
vistlega og vel útbúna kaffistofu
Birtingur
BIRTINGUR, 2. hefti 1963, er
komið ú/t. Það hefst á ljóði eftir
Majakovski í þýðingu Geirs
Kristjiánssonar. Þá kemiur saga
eftir Júgóslavann Desnica, og
næst þábtur eftir Thor Vilihjálims
son: „Ætlar blessuð manneskjan
að gefa upp andann?" Thor skrif
ar einnig uim Thomas Wolfe,
Hörður Ágústsson um gamlar
byggingar, Hjörleifur Sigtuðs-
son um Jan Vermeer og um Þór-
arin B. Þorláksson, Jón Óskar
um hvað sé Ijóð. Og Ioks birtist
í ritinu ljóðið Vökur eftir Þor-
stein frá Hamri.
í þessu hefti birtings eru marg
ar myndir, prentaðar á góðan
pappír, aií byggingum og mál-
verkum og ein ljósmynd af
Kristjáni fj allaskáldi. Forsiíðu-
Myndin er eftir Guðmund W. Vil.
hj'álmisöon.
handa starfsfólkinu og þá til-
litssemi við verkafólk verksmiðj
unnar, sem Sjávarafurðadeildin
sýnir með því að gera hana svo
vel úr garði.
Mættir voru úr stjórn Hlífar
Hermann Guðmundsson formað
ur félagsins, Hallgrímur Péturs-
son ritari, Sveinn Georgsson
gjaldkeri og Helgi Kr. Guðmunds
son meðstjórnandi. Aðrir í stjórn
Hlífar, sem ekki gátu verið við-
staddir, eru Ragnar Sigurðsson,
varaform., Gunnar Guðmundsson
vararitari og Reynir Guðmunds-
son meðstjórnandi.
Auk forstöðumanns verksmiðj
unnar, Gylfa Sigurjónssonar sem
og alls starfsfólksins, voru einn-
ig viðstaddir Valgarð J. Ólafsson
framkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar S.Í.S., Hjörtur Hjartar
framkvæmdastjóri, formaður
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna, Jón Arnþórsson full-
trúi og fleiri gestir frá S.Í.S.
Hermann Guðmundsson hafði
orð fyrir stjórn Hlífar. Sagði
hann meðal annars, að frá byrj-
un hafi barátta verkamannafé-
laganna verið tvíþætt, annars
vegar barátta fyrir hærra kaupi
og hins vegar fyrir bættri að-
stöðu á vinnustað. Þrjátíu ár
væru síðan Hlíf gerði samning
um það, að kaffistofur væru á
vinnustað, þótt hægt hefði geng-
ið að fá því framfylgt svo í lagi
væri. Arið 1959 hefði svo sá sið
ur verið upp tekinn, að veita
þeim fyrirtækjum sérstaka við-
urkenningu, sem bezt byggju að
verkafólkinu í þessum efnum og
væri tilraunaverksmiðjan fjórða
fyrirtækið i Hafnarfirði, 'sera
hana hefði hlotið. Hin eru Fisk-
iðjuver Bæjarútgerðarinnar, ís-
hús Hafnai-fjarðar og Olíustöðin
h.f.
Sagði formaðurinn að stjórnin
liti ekki á þetta eingöngu sem
kjarabót, heldur einnig menn-
ingaratriði.
Valgarð J. Ólafsson þakkaði
fyrir hönd Sambandsins og lýsti
ánægju sinni yfir þeirri vin-
semd, sem Verkamannafélagið
Hlíf sýni Tilraunaverksmiðjunni
með þessu móti. Hjörtur Hjartar
tók í sama streng og minntist
á nauðsyn vinsamlegrar afstöðu
vinnuveitenda og verkamanna
hvorra til annarra og sagði að
leiðtogar samvinnuhreyingarinn-
ar hefðu fullan skilning á því,
að það eigi að búa vel áð starfs-
fólkinu.
Síðan þágu gestirnir hinar á«
gætustu veitingar ásamt starfs-
fólkinu og að því búnu gengu
þeir um verksmiðjuna og horfðu
á vinnubrögð við að flaka reykt-
an ál og leggja hann í umbúðir
til útflutnings.
(Frá Hlíf).
Og enn er fjallað um bíla-
stæði í bréfi til Velvakanda.
Það er sérstök ástæða til að
leiða fram í dagsljósið alt sem
um aðferð lýtur, þótt telja
verði að merkt bílastæði séu
aukaatriði hvað viðkemur
sjálfri umferðinni. Velvakandi
hefir sjálfur verið á ferðalög-
á ferðalögum að undanförnu og
rakst á ýmislegt, sem hann tel-
ur að betur megi fara í umferð-
armálum úti um landsbyggðina.
Merkingar vega eru enn af van-
efnum gerðar og það keyrir um
þverbrak þegar merkin eru
vitlaust sett niður. Um þetta
mun Velvakandi fjalla á næst-
unni í þeirri von að viðvörun
í þessum efnum megi verða til
þess að forða öðrum frá því
að lenda í óhöppum eða jafn-
vel slysum.
En hér koma bréfin.
• „Frátekin“ (merkt)
bílastæði
Hvernig má það vera, að ein-
staka aðilum líðist það að
merkja bifreið sína (með skrá-
setningarnúmeri) bílastæði á
lóðum í bæjar- og ríkiseign?
Benda má á bílastæðin norðan
Safnahússins ( sunnar Arnar-
(hváls), í menntaskólaportinu
og víðar. Á einum ákveðnum
stað í bænum á læknir (kona)
sér merkt bílastæði við skóla,
þar sem maður hennar er
kennari. Bifreiðin (utanbæjar-
númer) skráð á nafn eiginkonu,
sem ekki er skólakennarinn!
Sök sér, þótt ráðherrar, borgar-
stjóri o. s. frv. vilji ekki eyða
deginum í að koma bifreið sinni
fyrir, en er þetta ekki farið að
ganga allt of langt? Og hvar
er heimildin? Hver gefur slíka
heimild? Um einkalóðir, sem
svo er farið, getur vitanlega
enginn fárazt, annað ábyggilega
vafasamt.
Kannski er kominn tími til
að hugleiða að „grafa út“ Arn-
arhólinn, líkt og gert hefur ver-
ið í Hyde Park í London (og
víðar), ennfremur, að s.n. bíla-
skemmur verði reistar, en þar
„hýsa“ menn bifreiðir sínar
gegn ákveðnu gjaldi.
Guli liturinn breiðir sig nú
út um allt, en hvernig væri að
minna þá á, sem tekið hafa sér
(merkt sér) bílastæði, sumir
hverjir ábyggilega í algeru
heimildarleysi, svo að viðkom-
andi -„merking" verði endur
skoðuð, e.t.v. afnuminn.
„Alfa“ — (einstaklingur)‘‘.
• Vetrarferðir Gullfoss
„Hver er ástæðan fyrir því,
að Eimskipafélagið sleppir úr
hinum vinsælu Hamborgarferð-
um? Við þessir 1—2 hundruS
farþegar sem þegar höfum pant-
að farmiða í fyrstu vetrarferð-
umGullfoss, hljótum að eiga
fullan rétt á skýringu frá félags
ins hálfu. Ekki síst þegar starís-
fólk farþegadeildar félagsins
fer undan í flæmingi, þegar
spurt er um þessa óvinsælu ráð-
stöfun. Helzt er að heyra á þeim
á skrifstofunni, að vörudeild fé-
lagsins stjórni þessum ráðstöf-
unum. Fer þá að vera undir
hælinn lagt hvar við tilvonandi
farþegar í hinum vel auglýstu
og hingað til vinsælu vetrar-
ferðum skipsins lendum.
Einn sárgramur", j
\ l G Straujárn
BRÆÐURNIR ORMSSON
Sími 11467.