Morgunblaðið - 09.07.1963, Side 2

Morgunblaðið - 09.07.1963, Side 2
2 MORGUJSBLAÐ1D r ÞriSjudagur 9. júlí 1963 Kynntu sér síldarnæt- ur á íslandsmiðum A SUNNUDAGINN héldu héðan af landi bortt tveir ítalir, þeir Renato Badinotti, sem er eigandi Badinotti fiskinetaverksmiðj anna á Ítalíu og í Períu, og sölustjóri hans, J. H, Gamet, en hér dvöld- ust þeir félagar á vegum Krist- jáns Gíslasonar, stórkaupmanns, sem hefur umboð fyrir fram- leiðslu Badinottis. Tilgangur íslandsferðar ítal- anna var að sjá hvernig síldar- næturnar, sem þeir hafa selt hingað, eru notaðar af íslenzkum sjómönnum á vertíðinni. Fóru þeir í veiðiferð á Dofra frá Siglu firði ásamt Þorsteini Baldurs- syni, fulltrúa hjá Kristjáni Gísla- syni. Luku þeir upp lofsorði um móttökurnar er þeir fengu hjá íslenzku sjómönnunum og jafn- framt létu þeir í ljósi hrifningu sína yfir þeim góða aðbúnaði, fullkomnum tækjaútbúnaði og traustu skipum, sem íslenzkir sjómenn eiga að fagna saman- borið við starfsbræður þeirra í mörgum öðrum löndum, sem þeir félagar hafa heimsótt. Verksmiðjur Badinottis fram- leiða net af mörgum gerðum, en hér á landi eru nú notkun á síld- arflotanum um 20 síldarnætur, svokallaðar „Super-Knotless“, sem eru hnútalausar og þar af leiðandi miklu auðveldri í not- kun en nætur af eldri gerðum, þar sem þær ganga miklu fljótar í sjó niður og renna auðveldar um kraftblakkirnar, sem nú eru í notkun á síldarflotanum. Þá era möskvarnir í síldarnótum Badin- ottis þannig úr garði gerðir, að þeir þola jafnmikið lóðrétt og lárétt álag og slitna miklu síður en hnútanetin. Á fiskveiðaráðstefnunni, sem fram fór í London í maí sl- var meðal annars rætt um margs konar vandamál, sem sjómenn ættu við að etja með tilliti til veiðarfæranna. Var þar sérstak- lega rætt um gildi hinna hnúta- lausu neta Badinottis og hefur hann í hyggju að kynnast af eigin raun hverjar kröfur eru gerðar til netanna við hin mis- munandi skilyrði. Eins og áður segir eru verk- smiðjur Badinottis staðsettar bæði á ftalíu Og í Perú. í Perú er framleiðslan einkum fólgin í sardínunetum, með 6 millimetra möskvastærð, en á Ítalíu er fram leidd net, sem fara á markað í Suður-Afríku, Noregi og hér á íslandi. Sögðust þeir Badinotti og Gamet hafa sannfærzt um það í þessari ferð, að hnútalausu net- in væru framtíðin og hnútalaus- ar síldarnætur bezt fallnar til notkunar með kraftblökkinni. Þrjú skip sneð kralt- blökk ú íslandsmið TÓRSHAVN, 8. júní. — Færey- ingar gera nú út þrjú skip til síldveiða með hringnót og kraft- blökk. Tvö þeirra eru farin á ís- landsmið, eitt er enn við veiðar í Norðursjó, en fer bráðlega til íslands. Eitthvað af aflanum verður saltað um borð, en síðar sigla skipin með síld til frystingar í Færeyjum — og í ráði er að selja einnig ísaða síld til Dan- merkur-----og munu skipin þá sigla með farminn beint af mið- unum. Færeyingar hafa selt fyrirfram 100 þúsund tunnur af saltsíld. Svíar kaupa 50 þúsund, Rússar 25 þúsund og Danir 25 þúsund. Búizt er við, að 20—30 þúsund tunnur verði einnig seldar til A-Þýzkalands. Megnið af þessum síldarafla verður veitt við Færeyjar. í sum ar verða 60—70 gamlir kútterar gerðir út héðan með reknet til Sumarferð Sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði SÚ nýbreytni verður nú tekin upp hjá fulltrúaráði Sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði, að efna til sumarferða. Fyrsta förin verður farin laug- ardaginn 13. júlí kl. 3 frá Sjálf- stæðishúsinu. Ekið verður til Krýsuvíkur og þaðan til Grindavíkur. Frá Grindavík í Hafnir um Oddsveg og stanzað við Reykjanesvita. Frá Höfnum um Njarðvíkur, Keflavík, Sandgerði og Garð til Hafnarfjarðar. Leiðsögumaður verður með í förinni. Verð farseðla verður kr. 110.00. Kvöldmatur innifalinn í verðinu. Þátttaka tilkynnist á miðviku- dag og fimmtudag í Sjálfstæðis- húsinu, sími 50228 milli kl. 5—7 eða hjá Sigurði Kristinssyni, sími 50786. veiða kring um eyjarnar. Togaflinn við Grænland í vor var meiri en hann hefur verið Framh. á bls. 23 Sól og sumar í Reykjavík í GÆR var mesti góðviðris- dagur, sem komið hefur hér í Reykjavík á yfirstandandi sumri. Veðrið var svipað um land alit, norðan gola eða kaldi og léttskýjað fyrir sunn an og vestan og víðast hvar á Norðurlandi. Hitinn var mest- ur á Hellu á Rangárvöllum, komst upp í 22 stig um miðjan dag og um sama leyti mældist 18 stiga hiti hér í Reykjavík. Á hiýjum sólskinsdegi gengu borgarbúar létíkiæddir um strætin að venju og hver, sem frekast gat brá sér í sólbað því að flestum er það mikið kapps mál að safna brúnku á andlitið enda veitir ekki af að notfæra sér út í yztu æsar þann stutta tíma, sem til þcss gefst. Marg ir eiga því miður ekki því láni að fagna að geta spókað sig í sólskininu um miðjan dag inn, þegar hitinn er mestur, og hér á ritstjórn Mbl. eru það ljósmyndararnir, sem njóta þeirra forréttinda en aðrir verða að láta sér nægja að líta annað slagið út um gluggann og reyna að leyna öfund sinni í garð þeirra, sem hlaupa um léttir á brún og hýrir á brá, liggja í sólbaði i kaffitíma><\m eins og stúlkur tvær gerðu á Laugardalsvellinum í gær, eða busla í flæðarmálinu í Naut- hólsvíkinni. Við óskum Reyk- víkingum til hamingju með sólskinið og veðurfræðingarn- ir lofa okkur björtu veðri í dag með norðan kalda. Skátamót í Botnsdal Sá varla vin manni við MÓTIÐ að Þjórsártúni um helgina fór rnjög vel fram. Framkvæmd íþróttamótsins gekk vel og skemmtunin um kvöldið var tii fyrirmyndar. hvasst var. Mótinu var slitið á sunnudagskvöld. Mótstjóri var Akranesi. Undirbúningur hvíldi Birgir Þórðarson skátaforingi af allur á herðum Akranesskáta. Heitt er í íslands djúpu dölum. Mótstjórinn fór á föstudagskvöld ið í 15 mín. sólbað en sólbrann með þeim fádæmum að hann varð að leita læknis. Síðan fór hann á sinn stað í Botnsdal og stjórnaði mótinu til enda. — Oddur Akranesi 8. júlí SKÁTAMÓTH) í Botnsdal stóð í fjóra daga. Varðeldar loguðu á hverju kvöldi og þá var sung- ið og dansað. Fjölmennast var á laugardaginn. Þá komu ljós- álfar og ylfingar og foreldrar margra skátanna. Fyrir hádeg- ið á sunnudaginn messaði séra Guðmundur Þorsteinsson frá Hvanneyri. Útimessa var í jaðri vallarins í skjóli fjallsins því Akranesi. 8. júlí: — Danska skipið Ludvik P. W. kom hér í dag með rúmlega 100 stdr. timbur til Trésmiðju Guðmundar Magnússonar. — Oddur, á nokkrum Þjórsárbrú Löggæzlumaður úr Reykjavik, sem var eystra við eftirlits- störf, hringdi í gær til Mbl. og sagði þessi tíðindi. Hann sagði að varia hefði sézt vín á nokkrum manni um kvöld- ið, utan starfsmannahópS nokkurs úr Reykjavík, sem hefði verið nokkuð við skál. Lítið hafði verið af ungling- um úr Reykjavík, en meiri- hluti mótsgesta hefði veriS unglingar og ungt fólk úr Ár- nes- og Rangárvallasýslum, Ekki hafi löggæzlumennirnir séð leigubíla úr Reykjavík og þótt það góðs viti, eins og síð- ar kom í ljós. Þjórsártúnsmótin þóttn nokkuð söguleg og sukksöm hér áður. Nú virðisl þetta vera að breytast. Unglingarnir hafi skemmt sér við iþróttir um daginn og dans um kvöldið og hafi mótið og dansinn verið með slíkum menningarbrag að orð sé á gerandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.