Morgunblaðið - 09.07.1963, Page 8

Morgunblaðið - 09.07.1963, Page 8
toORCVISBLAÐIÐ í> iðjudagnr 9. júlí 1963 Þorvaróur Þorvarð arson, verkstjóri ÞORVARÐUR lézt að heim-' ili sínu í Hafnarfirði þ. 1. þ.m. eftir langa og mjög erfiða sjúk- dómslegu. Hann var fæddur þ. 31. októ- ber 1893 að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Þorvarður Ólafsson bóndi þar og Elín Jónsdóttir frá Setbergi við Hafnarfjörð. Systkinin voru 10, þar af komust 8 til fullorð- insára og má geta sér þess nærri að þröngt hefur verið í búi og erfið lífsafkoma þar sem heim- ilisfaðirinn var líka löngum heilsubilaður; en konan var táp- mikil og mikill dungnaðarforkur. Af systkinunum eru nú einungis tvö þau yngstu á lífi. Þorvarður hafði snemma mik- inn hug á búskap of eftir lát föður síns 1915, réðust þau Hall- björg systir hans í það að leigja heimajörðina í Krísuvík og hófu þar búskap. Þau voru mjög sam- rýmd systkinin, Þorvarður frek- ar alvörugefinn, en Hallbjörg kát og glaðleg á hverju sem gekk og kom henni það vel í lífsbarátt- unni. Athafnaþráin og vinnugleð in var þeim báðum í blóð borin. í Krísuvík bjuggu þau í rúm- 2 ár, 1916-1918. Vorið 1919 hófu þau búskap að Hvassahrauni, en þá um haustið giftist móðir þeirra síðari manni sínum og flutti til Reykjavíkur. Keyptu systkinin þá jörðina af dánarbúinu og bjuggu þau þar eitt ár. Þetta voru harðindaár og erfið til bú- skapar, seldu þau því jörðina enda kvæntist Þorvarður um það leyti. Sumarið 1917 er ég var nýsezt- ur að hér í Hafnarfirði, slasaðist maður, er var á vegum þeirra systkinanna, við fugla og eggja- töku í Krísuvíkurbjargi. Var ég sóttur til hans og varð það upphafið að vináttu minni við þau systkinin, sem hélzt óslitið til dánardægurs þeirra og sem ég er mjög þakklátur fyrir. Árið 1921 réðist Þorvarður sem verkstjóri við fiskverkun hjá Böðvarsbræðrum í Hafnar- firði. Vann hann á sömu stöð- inni í 30 ár, þótt hún skipti um leigjendur eða eigendur. Fyrst hjá Böðvarsbræðrum, síðan hjá Þórarni heitnum Böðvarssyni og síðast Beinteini Bjarnasyni út- gerðarmanni. Síðustu 10 árin var hann verkstjóri hjá Jupiter h.f. á Kirkjusandi í Reykjavík. Hjá öllum þessum atvinnurekendum ávann Þorvarður sér mikið álit sem verkstjóri. Hann var með afbrigðum samvizkusamur í starfi, húsbóndahollur, verklag- inn og vinsæll meðal verka- manna, svo afköst þeirra nýttust betur en hjá mörgum öðrum. Sérstaklega er mér kunnugt um að Tryggvi Ófeigsson hafði mikið dálæti á honum og kvað fágætt að hafa slíkan mann í þjónustu sinni sem Þorvarður var. „Hann var alltaf á sínum stað, var aldrei týndur á vinnustað“, sagði hann við mig er við áttum tal saman fyrir nokkrum dögum. Heilsu Þorvarðar hrakaði mjög síðari árin, en ekki vildi hann gefast upp fyrr en í fulla hnef- ana. Síðasta árið var hann þó að mestu rúmliggjandi. Þorvarður var mjög áhuga- samur um bæjarmál og lands- máí. Það var Sjálfstæðisflokkn- um í Hafnarfirði mikill styrkur að hafa innan sinna vébanda jafn mikinn mannkostmann og hann var, mann sem var í nán- um tengslum við verkamenn og með afbrigðum vinsæll þeirra á meðal. Hann var ein aðaldrif- fjöðrin í málfundafélaginu Þór, sem er félag verkamanna innan Sjálfstæðisflokksins i Hafnar- firði, frá því fyrsta og þar til heilsunni fór að hraka. Það var gaman að vinna með honum í koitúngum og þó árangurinn af baráttunni væri oft ekki eins og vonir stóðu til, sérstaklega þegar um bæjarstjórnarkosningar var að ræða, þá var síður en svo að Þorvarður léti hugfallast; það stælti hann bara í því að duga betur næst. Fyrir þetta þökkum við flokksbræður hans innilega. Allt hans starf var unnið af einskærum áhuga og óeigingirni, byggt á þeirri sannfæringu hans, að stefna Sjálfstæðisflokks- ins væri sú, sem þjóðhollust væri og líklegust til að bæta hag al- mennings og varðveita sjálfstæði þjóðarinnar. Þorvarður kvæntist 13. nóv. 1920 ágætri konu, Geirþrúði Þórðardóttur enda var hjóna- bandið hið farsælasta. Þau eign- uðust 6 góð og mannvænleg börn Elín gift Jóni Elíassyni rafvirkja Þóra gift Gunnari Jósteinssyni verkamanni; Kristín gift Hösk- uldi Ólafssyni bankastjóra, Þor- varður eftirlitsmaður Stjörnu- bíós, kvæntur Erlu Hjaltadóttur og Þórður verzlunarm., kvæntur Sjöfn Bessadóttur. Auk þessa ólu þau upp dótturson sinn frá fyrsta ári hans. Hann er nú ný- fermdur. Heimilið var Þorvarði mikils virði og í hinni erfiðu sjúkdómslegu hans, var það hon- um fróun og eina ánægjan að hafa konu sína og börn sem næst sér. Stóð ekki á þeim að láta í té fórnfúst og kærleiks- ríkt starf til þess að honum mætti líða sem bezt. Þótt við vinir Þorvarðar heit- ins séum þakklátir fyrir að löngu sjúkdómsstríði er lokið, þá sökn- um við góðs drengs og falslauss vinar, sem ætíð vann verk sín af stakri samvizkusemi og skyldu rækni og sem var það fyrir mestu að starf hans og erfiði bæri sem mestan árangur öðrum til heilla. Bjarni Snæbjörnsson Kaupmenn — Kaupfélög Höfum nú aftur til afgreiðslu okkar góðkunn svefnpoka og ullarkembuteppi. — Hafið samban við okkur, sem fyrst. — Birðir takmarkaðar. Bláfeldur hf. Síðumúla 21. — Sími 100-73. Síldarsalfendur Til leigu söltunaraðstaða á Austfjörðum. Hagkvæmt fyrir þá sem eiga færanleg söltunaráhöld. Upplýs- ingar í síma 16451 næstu daga. FRAMTIÐARSTARF Viljum ráða röska stúlku til starfa í raf- tækjaverzlun frá 1. ágúst n.k. að telja. — Nánari upplýsingar gefur Starfsmanna- hald S.Í.S., Sambandshúsinu. STAR F S MAN NAHALD Tíminn flýgur-Því ekki Þú? Ftúgvélor okkor geta tent 6 ijllum. flugvöllum — flutt yður ilta leið — fljúgandi FLUOSÝN I i Fntabreytingar Breytum tvíhnepptum jökkum í einhneppta. — Þrengjum buxur. Klæðaverzlun BRAGA BRYNJÓLFSSONAR Laugavegi 46. — Sími 16929. Ungur piltur óskast strax til afgreiðslu og lagerstarfa í brenn- arabúð vorri í Tryggvagötu. Ólíuverzlun íslands hf. Hafnarstræti 5. Sendiferðabifreið Chevrolet sendiferðabifreið okkar, árg. 1955 er til sölu nú þegar. Til sýnis í dag. OOAL H'F. Skipholti 29. Hafnarfjörður STRÁPILS, algjör nýjung. Fjölbreytt Iitaval. Verzlunin S I G R IJ N Strandgötu 31. Húsnœði óskast fyrir tannlæknastofur. Tilboð sendist afgr. Mbl. — merkt: „Tannlæknastofa — 5015“. Útlent fyrirtceki óskar eftir 3ja—4ra herb. íbúð til leigu sem næst Miðbænum fyrir sölumann sinn, sem er einhleypur. Allt að ársfyrirframgreiðlu, ef óskað er. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa L. Fjeld- sted, Á Fjeldsted & Ben. Sigurjónsson, Nýja-Bíó, sími 22144. Húseign á IHelunum til sölu. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Á efri hæð eru 5 herb. og bað. Á neðri hæð eru þrjár stofur, snyrting, eldhús og stórt hol. í kjallara 3 íbúðar- herbergi, snyrtiherbergi, þvottahús, strauherb. og tvær geymslur. Bílskúr, hitaveita, ræktuð og girt lóð. Nánari upplýsingar gefnar í síma 20929 eftir kl. 5 e.h. H afnarfjörður Fyrir dömur í sumarleyfið, alls konar sportfatnað- ur. _ Snyrtivörur í fjölbreyttu úrvali. — Leitið ekki langt yfir skammt. Verzlunin S I G R I) IM Strandgötu 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.