Morgunblaðið - 09.07.1963, Page 13
í>riðjudagur 9. júlí 1953
1UORCVNBLAÐ1Ð
13
☆
EIN AF bezt þekktu áróðurs-
myndum Rússa hefur fölnað. Á
henni sáust rússneskur bylting-
armaður, Asíumaður og Afríku-
maður standa hlið við hlið í
bróðerni, eins og sönnum félög-
um sæmir.
En þegar deilan við Kína kom
til sögunnar, urðu Rússar óvissir
um Asíumanninn. Og nú hefur
fjöldi vonbrigða orðið þess vald-
andi að Rússinn er farinn að
draga í efa vinóttu Afríkumanns-
ins og vonir hans um að auka
áhrif sín í hinum ungu þjóð-
löndum Afríku hafa minnkað.
Kynþáttamúrar
Sovézk efnahagsaðstoð hefur
ekki hindrað arabísku stjórnirn-
Sjúkrahúsið í Kumasi, Ghana,
stærstu sjúkrahúsum Vestur-Afriku.
ussar er
— heima og erlendis
Afríkumenn
ar í ríkjum Norður-Afríku í að
banna kommúnistaflokkana í
löndum sínum. Þjóðernishreyfing
ar svertingja sunnan Sahara hafa
takmarkað fótfestu Rússa. Rúss-
unum hefur brugðið illa við þá
kynþáttamúra, sem þeir hafa
jnaett.
Moskva fékk óþægilegar sann-
»nir fyrir því, hversu erfitt
vandamál umgengnin við Afríku
er, þegar afrískir stúdentar í
sovézkum skólum ásökuðu Rússa
opinberlega um kynþáttamisrétti.
Reiði afrísku stúdentanna hafði
aukizt við grein í Komsomolskaja
Pravda, málgagni Æskulýðsfylk-
ingar Kommúnistaflokksins. Með
beinum orðum sagt varaði grein
in rússneskar stúlkur við því að
stunda félagsskap afrískra stúd-
enta, og þúsundum afrískra stúd
enta við rússneska skóla þótti
xnjög.
Sovézk yfirvöld komust í ljóta
klípu vegna kvartana stúdent-
anna. Þær urðu heyrum kunnar
erlendis einmitt þegar ráðstjórn-
in var að gera sér sem mestan
áróðursmat úr kynþáttadeilun-
um í Bandaríkjunum. Þessi
slæma auglýsing hafði líka ill
áhrif á framkvæmd hinna þýð-
ingarmiklu áætlana um sigur-
göngu sovézkra áhrifa í Afríku.
Síðastliðinn áratug-hefur sovét
stjórnin gengið til verks í þeirri
trú, að þegar vestrænu nýlendu-
veldin hyrfu úr Afríku yrði eftir
tómrúm, er Sovétríkin gætu fært
sér í nyt. Eftir því, sem vest-
rænu ríkin drógu sig hraðar .til
baka herti sovétstjórnin á und-
irbúningum að valdatöku sinni
í Afríku. Sett var upp Afríku-
stofnun innan vébanda Vísinda-
ekademíu Sovétríkjanna, og auk-
in var þjálfun sérfræðinga. Á
fyrsta stiginu átti að laða nýju
Afríkuríkin að með tækniaðstoð,
efnahagsaðstoð, hernaðaraðstoð,
yerzlun og áróðrL
Iieifturáætlun
Vináttuháskólinn var stofnað-
Ur í Moskvu, til að mennta
stúdenta frá vanþróuðum lönd-
um. Hrundið var í framkvæmd
ieifturáætlun í því skyni að laða
Afrikustúdenta að hinum nýja
háskóla, sem síðar var nefndur
eftir hinum myrta forsætisráð-
herra Kognó, Patrice Lumumba.
í surnum Afríkuríkjum var
styrkjum úthlutað með aðstoð
opinberra yfirvalda. Á svæðum
undir nýlendustjórn og þar sem
stjórnirnar voru fjandsamlegar
kommúnistum var haft samband
við stúdentana á ólöglegan hótt.
Margir laumuðust frá heima-
löndum sínum og héldu til staða,
þar sem sovézkir embættismenn
gátu gefið út sérstök skilríki
handa þeim og fengið þeim ferða
peninga, svo að þeir kæmust til
Moskvu. í ákafa sínum í að ná
í sem flesta stúdenta sendu em-
bættismennirnir marga unga
Afríkumenn til Moskvu, sem
ekki höfðu næga undirbúnings-
menntun til háskólanáms.
Afríkumennirnir bjuggu við
hreinasta munað á rússneskan
mælikvarða. Öll útgjöld þeirra
voru greidd. Þeir fengu fata-
peninga og mánaðarstyrk að upp-
hæð 90 rúblur, sem lætur nærri
4500 kr., en rú'ssneskir stúdentar
fá aðeins 50 rúblur. Samkvæmt
Ijóst, námið og skólalífið var
skipulagt með það fyrir augum
að framleiða erindreka fyrir
kommúnismann í Afríku.
Margir stúdentanna urðu
brátt fyrir vonbrigðum, bæði
með námið og lífsskilyrðin.
Afrískir sendimenn hvöttu þá til
að halda þessi ár út, og bentu
þeim á, að erfitt gæti orðið að
fá handa þeim skólavist í vest-
rænum skólum, og þeir þjón-
uðu löndum sínum bezt með því
að notfæra sér þá kennslu, sem
Sovétríkin byðu. Tækninemar
fylgdu yfirleitt þessu ráði. En
stúdentar við bóknám áttu erfitt
með að skilja, hvað, gagn yrði
að rússneskulærdómnum, þegar
heim kæmi, og sóttu um skóla-
vist og námsstyrki til vestrænna
sendiráða í Moskvu.
Glata Rússar áhrifum
meðal ungu þfóðanna
fyrir kynþáttahatur?
Afríkanskur skóladrengur.
námsskrá þeirra voru þeir eitt
ár við strangt tungumálanám,
og fjögur við tækni- eða há-
skólanám. 1
Vonbrigði
Forðast var opinbera kennslu
í kommúnisma. Eigi að síður var
Reiði stúdenta
Þegar afrískir stúdentar tóku
að leita eftir' félagsskap rúss-
neskra stúlkna, tóku alvarlegir
erfiðleikar að koma í ljós.
Stúdentar sögðu frá því, að
þeir hefðu orðið fyrir árásum
eða svívirðingum, þegar þeir létu
sjá sig opinberlega með rússnesk
um stúlkum. Yfirvöldin reyndu
að koma í veg fyrir árekstra
með því að letja rússneskar kon
ur þess að umgangast afríska
stúdenta. Reiði stúdentanna
beindist þá gegn yfirvöldunum,
og kergjan, sem upp kom virt-
ist ætla að eyðileggja öll þau
áhrif, sem ætlast var til að nám-
ið hefði.
Kynþáttamálin komu epn
skarpar fram, þegar rússneska
sendinefndin kom til þings Ein
ingarbandalags Afríku og Asíu í
Moshi í Tanganjíka. Rússarnir
höfðu búizt við að sleppa við
allan kynþáttaágreining sökum
þess, hve margir kynþættir búa
innan landamæra Sovétríkj anna.
Þeir bjuggust líka við, að öll
óvild gegn hvítum mönnum, sem
fyrir hendi væri, myndi beinast
gegn fyrverandi nýlenduvaldhöf
um. En þar höfðu þeir rangt
fyrir sér.
Á ráðstefnunni notuðu kín
versku kommúnistarnir, sem
kepptu við sovézku fulltrúana
um trúnað byltingarhreyfinganna
í Afríku, sér kynþáttaskyldleik-
ann við leiðtoga Afríku og Asíu.
Rússarnir voru útilokaðir, ekki
aðeins sem hvít þjóð, heldur
einnig sem nýir arðræningjar
er vildu stofna til nýlendubrasks
í Afríku, eins og forseti Tang-
anjíku, Julius Nyerere, komsfc
að orðL
í Gíneu
Krúsjeff og aðrir sovézkir ieið-
togar hafa síðar varað við þeim
tilhneigingum, sem komu fram
í Moshi. í nýlegri grein um
ráðstefnuna sagði Vladimir L.
Kúdrjafsteff, einn af sovézku
fulltrúunum á ráðstefnunni:
„Sumir hinna ofstækisfyllri leið
toga vilja ekki aðeins beiha
Einingarhreyfingunni gegn heims
valdastefnunni og nýlendustefn-
unni, heldur gegn öllum hvítum
mönnum“.
Rússum hefur ekki tekizt að
útiloka alveg vestræn áhrif í
þeim löndum, þar sem þeir hafa
nóð fótfestu. Leiðtogar Afríku
hafa tekið það bezta, sem Aust-
ur óg Vestur hafa fram að bjóða.
Sósialistískar stjórnir hafa kom-
ið sér upp sínum eigin nugsjóna-
kerfum og efnahagskenningum,
í stað þess að fylgja fordæmi
So vétríkj anna.
Eftir nána samvinnu við Sovét
ríkin um hríð hefur Gínea á ný
snúið til vesturs í leit að aðstoð,
og er nú að þreifa fyrir sér um
möguleikann á að endurnýja
tengslin við Frakkland. Sekou
Touré forseti var búinn að fá
nóg af afskiptum sovézkra em-
bættismanna af innanríkismálum
Gíneu og hinni ófullnægjandi
rússnesku aðstoð. Ghana er líka
farin að treysta minna á sovézka
aðstoð og býr í haginn fyrir
aukna starfsemi vestrænna fyrir-
tækja.
Áhrif Sovétríkjanna eru nú
sterkust í Sómalíu og Malí, en
virðist þegar hafa náð hátindi
sínum í hinu síðarnefnda. í
Sómalí hafa Rússar notfært sér
gremjuna, sem ríkir þar í garð
Breta fyrir að hafa ekki stutt
landakröfur Sómalí á hendur
Kenýa.
í Kongó vonast Sovétríkin
ennþá eftir nýrri vinstristefnu,
ef starfsemi SÞ nær ekki tilætl-
uðum árangri.
Kommúnistar binda miklar
vonir við vopnaviðskipti í portú-
gölsku nýlendunni Angola og
uppreisnir gegn landnemastjórn-
unum í. Suður-Afríku og Suður-
Rhódesíu. Þeir hafa hvatt þjóð-
ir Afríku til að sameinast og
þurrka út vestræna nýlendu-
stefnu. Ef slík hreyfing ylli vin-
slitum milli vestrænna þjóða og
hinnar „Svörtu Afríku“ fengju
Kremlverjar tækifærið, sem þeir
eru á höttunum eftir.
S um ar I eyfisferB
Utsýnar innanlcrr1^
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn,
sem mörg undanfarin ár hefur
gengizt fyrir hópferðum íslend-
inga til útlanda við góðan orðstír,
efnir nú einnig til hópferðar inn-
anlands til margra þektkustu og
fegurstu staða á Norður- og Aust-
urlandi. Hefst ferðin 19. júlí og
stendur í 10 daga. Ferðazt verð-
ur í nýrri langferðabirfeið og til-
högun þannig, að tími og tæki-
færi verði til að skoða alla mark-
verðustu staði á leiðinni.
Fyrsta daginn verður ekið um
Kaldadal til Húsafells, og síðan
að Hraunfossum og Reykholti og
niður í Borgarnes, þannig að
þennan dag verður komið á
nokkra helztu sögustaði Egils-
sögu. Gist í Fornahvammi. Dag-
inn eftir verður ekið norður yfir
Holtavörðuheiði og austur Huna
vatns- og Skagafjarðarsýslur allt
til Akureyrar og gist þar. Næsta
dag verður skoðað það mark-
verðasta á Akureyri og nágrenni,
svo sem Nonnahúsið og Lysti-
garðurinn. Þá verður og farið
suður að Grund og að Möðru-
völlum í Hörgárdal. Lf mikið
verður um að vera í síldarpláss
unum við Eyjafjörð, verða.þai
einnig slcoðuð.
Frá Akureyri liggur leiðin yfh
Fnjóská í Vaglaskóg, að Goða-
fossi og í Mývatnssveit, þar sen
skoðuð verða undur náttúrunnar
svo sem Dimmuborgir og Hver-
fjall að ógleymdu Slútnesi. Á leií
inni til Austurlands verður stanz-
að á jarðhitasvæðinu í Náma-
skarði og síðan ekið austur Mý-
vatnsöræfi og Möðrudalsfjall-
garð á Hérað. Næstu tvær nætui
verður dvalizt á Hallormsstað of
farnar ferðir þaðan um Héraðií
og niður á Seyðisf jörð.
Á leiðinni til baka verðui
stanzað við Deettifoss og Ás-
byrgi og síðan ekið fyrir Tjörnes
til Húsavíkur. Næsta dag verðui
ekið að Hólum í Hjaltadal o|
dvalizt þar daginn eftir, og verð-
ur þeim, sem þess óska ,gefif
tækifæri á að fara út í Drangej
og rifja upp Grettissögu. Frá
Hólum verður ekið um Hegra-
nes og Sauðárkrók og síðar
Skagafjörð, Húnavatnssýslu Of
sem leið liggur um Hvalijorð tL
Reykjavíkur