Morgunblaðið - 09.07.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.07.1963, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐtÐ T'rifijudagur 9. júlí 1963 HOLBtRT FÖÖTMER: li Æ T T U L E G U Kt FARMUR 2« Hvaða lína er þetta, sem er útstrikuð spurði hann. — Horace var svo vænn að eetJa mér dánargjöf, sagði frú Storey þurrlega, — en ég afþakk aði það. ■— Þetta skjal er alveg ógilt, sagði Adrian. — Það er ekki undirritað. Og svo er það ekki með hendi Horace, heldur vél- ritað. Það er ekki hægt að sanna, að Horace hafi nokkurntíma séð þetta blað. — Jæja, það er nú undir þvi komið, hversu trúanlega réttur- inn tekur mig. Ég get svarið, að Horace rétti mér þetta blað, og tók skýrt fram, að þetta væru óskir hans viðvíkjandi búi hans. Ritarinn minn var viðstaddur þetta og getur vottað, hvað hann sagði. Og ef til viil getur Martin staðfest það enn betur. — Ég hef aldrei séð þessa erfðaskrá, sagði Martin og tinaði. — Horace gerði hana án þess að spyrja mig til ráða. Ég hef enga hugmynd urta hana. Þetta var nú lygi, því að Hor- ace hafði sagt okkur, að hann hefði sýnt Martin bæði eintökín. Frú Storey yppti öxlum. — Ég get að minnsta kosti lofað ykkur því, að rétturinn mun taka þetta gilt. Því auk alls annars kemur þar til vottorð Soffíu um, að 'frumritinu var stolið frá henni. Þ , eru til mörg fordæmi annars eins. Adrian sneri sér undan, vesæld arlegur á svipinn. Hann sló hönd unum upp að marmaraveggnum og hallaði sér upp að honum. Enginn vafi var á, að þetta var engin uppgerð. Hvort sem hann var sekur eða saklaus, þá var það illileg ákoma að missa af svona auðlegð. Ég varð mest hissa á, að hann skyldi standa á fótunum. — En svo að við snú- um okkur aftur að þessari lík- skoðun, sagði frú Storey. Soffía var fljót til. — Ég leyfi hana ekki! Húsmóðir mín horfði á hana með lyftum brúnum. — Þú sagðir, að erfðaskráin, sem ég átti, væri góð og gild, var það ekki hélt Soffía áfram. — Þá ætti ég að mega ákveða þetta. — Erfðaskráin, sem þú áttir? sagði frú Storey og lézt líta á ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN hentugur og hagkvœmur bílI Það er affeins Volkswagen. sem hefir (ekizt aff sameina þessa megin kosti. — í Volkswagen eru framsætin íhvolf með stillanlegum bökum og fær- anleg fram og aftur. Aftursófanum er á hagkvæm- an hátt komið fyrir framan við aftuihjól. — Volk's- wagen er fjölskyldubíll. — Þaff er ekkert plássleysi í Volkswagen, hann er 5 manna bíll. — Volkswagen m einmitt framleiddur fyrir yður. FERÐtST I VOLKSW AG E N l HEILDYERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. — Þaff er einkennilegt, en unnustan mín fær svo oft höfuffverk. skjalið aftur. — Þú ert hér hvergi nefnd á nafn. Celia er erf- inginn. — En ég er móðir hennar. — Celia er myndug. — Hún gerir nú samt það, sem ég segi henni. — Celia! sagði frú Storey. — Þú hefur heyrt allt, sem hér hef- ur fram farið. Ég er þeirrar skoð unar, að líkskoðun sé nauðsynleg. Hvað segir þú um það? Stúlkan svaraði hálfskjálfandi: — Ég vil láta gera það, sem þú telur bezt, Rosika. — Celia! æpti Soffía, reið. — Ætlarðu að snúast gegn mér? Frammi fyrir öllu þessu fólki? Þú þekkir þessa konu ekki neitt! Hún getur eyðilagt okkur! — Hvernig gæti hún það? spurði stúlkan einfeldnislega. — Hún er bara að reyna að komast að sannleikanum. Og við frú Storey sagði hún: — Ef þetta veltur á mér, þá ætla ég að fela þér allt málið fyrir mína hönd. — Með öðrum orðum er <_g þá umboðsmaður þinn? — Já. — Ég banna þetta! æpti Soffía. Húsmóðir mín lét sem hún sæi hana ekki né heyröi. Hún sagði við Martin: — Hvað segir þú um þetta sem skiptaforstjóri? Ekki hefði ég getað sagt til um raunverulegar tilfinningar Mart- ins. Hann tinaði bara. Hann hlýt- ur að hafa vitað, að ef hann hreyfði mótmælum, hefði frú Storey farið sínu fram, engu að síður. Hann svaraði því, áherzlu- laust: — Ég samþykki. Frú Storey hvíslaði að Les: -— Látið þér bera líkið inn í lækningastofu Tanners á A-dekk inu. Ef hann neitar vendingu, ætla ég sjálf að framkvæma það, sem nauðsynlegt er. — Já, frú, sagði Les, eins og þetta væri alveg sjálfsagður og alvanalegur hlutur. Og það var þægilegt, innan um allt þetta taugaóstyrka fólk, að einn maður skyldi vera rólegur. — Og svo er annað, hélt frú Storey áfram. — Það er vonandi hægt að dæla úr lauginni hérna? — Já, frú. — Hvað tekur það langan tíma. — Einar tvær klukkustundir. — Viljið þér þá ekki ]áta gera það. Ritarinn minn verður hérna á meðan til að sjá um, að ekkert sé hreyft eða haft á brott, þangað til ég kem aftur. — En hvað um hann? sagði Les með höfuðbendingu til Adri- ans. — Biðjið þér hann um að fara í herbergið sitt þangað til við höldum áfram .. umræðunum. — Þetta er ekki sanngjarnt, sagði Adrian. — Á að fara með mig eins og ég hefði myrt hann bróður minn? .... Ó, Horace .. Og ég, sem hagnaðist ekki einu sinni af dauða hans. — Það vissirðu ekkert um, sagði Soffía, illkvittnislega. — Komið þér, hr. Laghet, sagði Les. XXI. kafh Áður en klukkustund var liðin, vorum við aftur öll saman söfn- uð við sundlaugina. Nú var Adela komin líka og sat afsíðis á bekk, spölkorn frá hinum, en Tanner læknir stóð við hlið hennar. Vatnið í lauginni seig smám saman. Allir stálust til að athuga óræðan svipinn á frú Storey og geta sér til um, hvaða leyndardóma hann hefði að geyma. En hún var að ráðgast við Les í hvislingum Les gekk upp stigann, en hún sneri sér að okkur. — Rannsókn- in sýnir, að ekkert vatn var í lungunum á Horace, sagði hún. — Þar af leiðir, a.í hann var hættur að anda þegar hann kom í laugina. Hún gerði þögn og það mátti heyra skjálfandi andardrátt með- al áheyranda. Hún hélt áfram þurrlega: — Sökum fákunnáttu minnar og tregðu Tanners læknis, var ekki hægt að halda rannsókninni lengra áfram. Vatnssletturnar á barminum sýna, að Horace datt eða var hrundið ofan í, rétt við stökkbrettið. Heilablóðfall eða „slag“ eins og það er kallað, er svo sjaldgæft hjá mönnum á aldri og með líkamlegu ásig- komulagi Horace, að ég held, að við getum alveg sleppt þeim möguleika. Auk þess hef ég fund ið örlitla stungu á fætinum á honum, sem fær mig til að halda, að honum hafi verið gefið eitur. Það varð þögn, meðan menn voru að átta sig á þessu óhugn- anlega orði. Énginn þorði að horfa á annan. Allt í einu æpti Adrian: — Ef svo er, þá hefur Soffía eitrað fyrir hann. Lítið þið bara framan í hana! Soffía stokkroðnaði, en föln- aði svo upp aftur jafnsnögglega. Hún gat ekki haft hemil á skjálft anum á vörum sínum. — Það er lygi! stamaði hún. — Bkki annað en klaufaleg tilraun til að leiða gruninn frá sjálfum sér. — Soffía gerði það! endurtók hann. Hún var hrædd um, að hann kæmist að því, að Celia var að draga sig saman við Emil! Það var næstum komið upp í gærkvöldi, og hún varð að flýta sér, áður en Horace kæmist að því og sliti trúlofuninni! Celia varð alveg forviða við þennan Ijóta áburð. — Þetta er lygi! æpti Soffía. — Ég hef ekk- ert vit á eitri .... Þarf ég að standa undir þessum hræðilegu ásökunum þessa manns? spurði hún okkur hin, almennt. — Ég hef trú á frönsku að- ferðinni að^Jofa öllum að segja það sem þeim dettur í hug, sagði frú Storey þurrlega. — Sannleik- urinn kemur í ljós fyrr eða síðar. Soffía tók þann köstinn að fara að háskæla. Celia beitti sér fyrir því að hugga hana og horfði yfir höfuð móður sinnar með þreytusvip á andlitinu. Þetta var hræðileg eldraun fyrir svo óreynda stúlku. Hver sá Horace lifandi síðast- ur? spurði frú Storey. Hún sneri sér að Martin. Við skildum hann eftir með þér, um klukkan hálf- tólf í gærkvöldi. — Ég yfirgaf hann fáum mín- útum á eftir ykkur, sagði Martin. — Þá endurtók hann þá ákvörð- un sína að fara alls ekki út úr íbúðinni sinni næsta dag. — Talaði hann nokkuð um að fara að synda? Les kom nú niður stigann og hafði með sér Beaton, skósvein Horace Laghets. Beaton var lítill maður, nokkuð tekinn áð eldast með greindarlegan en góðlegan svip. Hann hafði aldrei verið grunaður. — Hvenær sáuð þér húsbónda yður síðast, Beaton? spurði frú Storey. — í gærkvöldi, þegar ég var að hjálpa honum að búa sig til kvöldverðar, frú. — Og ekki eftir það? — Ég fór aldrei inn til hans að kvöldinu, nema hann hringdi á mig, frú. — En í morgun? — Ég heyrði hann ganga fram hjá dyrunum mínum, rétt fyrir sjö. Það var eins og venjulega. Hann var vanur að ganga nokkra hringi á dekkinu, áður en hann fór í laugina. En ég sá hann ekki Ég fór fram til að taka fram föt- in hans eins og ég var vanur .. Beaton hikaði v ’ r~'~' r‘L-'-''y spurði: — Og hvað gerðist svo? — Klukkan um hálfátta kom frú Dare að dyrunum og spurði um hann, frú. Allir litu á Soffíu. — Nú, hvað um það? Hvað um það? spurði hún ögrandi. — Ég spurði um Horace og Beaton sagði mér, að hann hefði farið í laugina, svo að ég fór bara inn til mín aftur. Það var nú allt og sumt. Beaton varð eitthvað skrítinn á svipinn, og frú Storey spurði: — Getið þér staðfest það, Beat- on, að frú Dare hafi farið aftur til herbergis sins? — Nei, frú, svaraði Beaton með tregðu. — Hún fór ekki þangað. Að minnsta kosti ekki beint eða strax. — Hvað sagði ég ykkur? sagði Adrian. KALLI KÚREKI — -K — d< — Teiknari: Fred Harman — Sparaðu gífuryrðin. Þú getur ekki talað þig frá þessu. v — Það var mikil áhætta að láta hann taka af þér byssuna. — Fyrst þú gazt lagt Sam Aiken í einu höggi vissi ég að þú gæti eins lagt Jim að velli. Við skulum binda hann og koma okkur af stað. 31ÍItvarpiö I»riðjudí’g,ur 9. júlí: 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19.20 Veðurfregnir — 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Hermann Prey syngur 20.20 Frá Mexikó, IV. erindi. 20.45 Píanótónleikar: Alfred Cortol leikur. 21.10 Fornleifafræði, másaga eftir Fritiof Nilson Piraten. 21.35 Tónleikar: Konsert nr. 2 í g-moll eftir Vivaldi. 21.45 íþróttaþáttur (Sig. Sig.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Lög unga fólksins (Guðný Aðal« steinsdóttir). 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.