Morgunblaðið - 09.07.1963, Page 23
Þriðjudagur 9. júlí 1963
HtORGVNBLAÐIÐ
23
Afstaða DeGaulle til
Bretlands enn óbreytt
) Lltils árangurs vænzt á fundi
2 utanríkisráðherra i Briissel
Brvissel, 8. júlí — NTB
AÐ loknam fundi Adenau-
ers, kanzlara V-Þýzkalands,
og DeGaulle, Frakklandsfor
seta, í Bonn, hefur mjög dreg
ið úr vonum manna um árang
ur fundar utanríkisráðherra
landa Efnahagsbandalags
Evrópu, síðar í vikunni.
Lítill árangur náðist á fundi
kanzlarans og forsetans, og
kom greinilega í ljós, hve
mikið ber á milli um málefni
Evrópu.
I>að er á miðvikudag, sem
utanríkisráðherrarnir eiga að
koma saman í Brússel. Fundur
þeirra á að standa í tvo daga,
— Leninhæð
Framhald af bls. 1.
„Þeir (endurskoðunarsinnar)
hafa ekki varið stefnu sína með
rökum. Þeir eru andlegir vesal-
ingar, sem dýfa pensli sínum í
pott svokallaðs „fráviks frá
Stalinisma.“ Síðan ata þeir alla
út, sem leyfa sér að mótmæla
stefnu þeirra, endurskoðunar-
stefnunni. Þeir vilja heldur
þröngva skoðunum sínum, en
starfa á jafnréttisgrundvelli í leit
staðreynda og gjöf ráða“.
Vestrænir fréttamenn í Moskvu
telja, að þótt Krúsjeff sé nú
hvergi nærstaddur, þá muni hann
og ráðgjafar hans fylgjast ná-
kvæmlega með niðurstöðum við-
ræðnanna í Moskvu. Sumir telja,
að hann hafi stöðugt samband
við fjölmarga leiðtoga kommún-
istaríkjanna.
Klofningur sá, sem nú ríkir
meðal kommúnista heims, kemur
jafnvel fram í íþróttum. í dag
var skýrt frá því í Tókíó, að efnt
hefið verið til íþróttakeppni
(keppni I ,,blaki“) milli Rúmeníu
Kína, Albaníu og Norður-Kóreu.
■— Leiðtogar kommúnistaflokka
allra þessara landa eru þekktir
fyrir andstöðu sína við „friðsam-
Þga sambúð“ Krúsjeffs.
— Tilraunabann
Framhald af bls. 1.
því skorið, hvað sovézku ráða-
mennirnir ætlast fyrir.
Krúsjeff hefur nú komið fram
með þá tillögu, að gerður verði
griðasamningur Atlantshafs- og
Varsjárbandalagsins. Hins vegar
hefur ekki komið fram af hálfu
forsætisráðherrans, hvað slíkur
samningur skuli fela í sér.
Fundur sá, sem nú stendxr fyr
lr dyrum um tilraunabann, er í
raun og veru framhald þrívelda
viðræðna um sama mál. Það, sem
gefið hefur nýjar vonir um sam
komulag, er ræða Krúsjeffs, er
hann flutti í A-Bérlín sl. þriðju
dag. Þar lýsti hann því yfir, að
Sovétríkin vildu nú stuðla að tak
mörkuðu banni með tilraunir
kj arnorkuvopna.
Tass-fréttastofan skýrði svo
frá viðræðum Krúsjeffs og
Spaaks í dag, að þær hefðu verið
árangursríkar. Þar hermdi, að
viðstaddur hefði verið Nikolaj
Podgornij, ritari miðstjórnar
kommúnistaflokksins, auk Val-
erian Zorin, varautanríkisráð-
herra.
Að fundinum loknum í dag,
bauð Krúsjeff Spaak til málsverð
ar. Síðar í dag átti Spaak að halda
aftur til Moskvu, en heimleiðis
heldur hann sennilega á morgun,
þriðjudag.
og er ætlunin, að þar verði lögð
drög að samstarfinu innan banda
lagsins næstu mánuðL Er hér
ipn að ræða framhald þess starfs,
er hófst fyrr á árinu, með um-
ræðum um landbúnðarmál og
tollalækkanir.
Meginvandamálið er afstaða
bandalagsins til Stóra-Bretlands
en Frakkar hafa aðrar skoðanir,
á því máli en aðrar meðlima-
þjóðir EBE.
Sterfna Frakka er sú, að efnt
verði til ráðherrafundar inn mál
efni Breta þriðja hvem mánuð.
Þetta telja V-Þjóðverjar ófull-
nægjandi. Hefur Gerhard Schröd
er, utanríkisráðherra þeirra,
bent á, að rétt sé að efna til
fundar fulltrúa Breta og fasta-
fulltrúa EBE-landanna í Brúss-
el.
Sjálfstœðishús á Akureyri
— Danakonungur
Framhald af bls 24.
tignu gestir til Suðureyjar og
skoðuðu meðal annars hin 1,500
metra löngu jarðgöng, sem þar
hafa verið gerð til samgöngu-
bóta. Það er íslenzkur verkfræð-
ingur, Páll Sigurjónsson, sem
annazt hefur verkið á vegum
danskra verktaka og sýndi hann
konungi og prinsessunum mann-
virkið og leysti úr spurningum
þeirra í morgun.
Hér í Færeyjum hefur verið
dásemdar veður að undanförnu,
hreint Miðjarðarhafsveður, mót
tökur allar með miklum hátíðar-
brag. Gestirnir halda heimleið-
is í kvöld.
Síðastl. föstudag var opnað í húsinu er glæsilegur sam
Sjálfstæðishúsið á Akureyri, komusalur sem rúmar 300
að Geislagötu 9 þar í bæ. manns. Húsið er alls 7.300
-'SR'þ
Leiðréttar
villur í viðtali
við fiskifræðing
f VIÐTALIÐ við Jakob Jakobs-
son, fiskifræðing, sem birtist í
Mbl. sl. laugardag, slæddust
nokkrar meinlegar prent-
villur. Skulu hér endurprentað-
ar þær málgreinar, sem villur
rúmm. að stærð. Á fyrstu hæð
er verzlunarrými, á þriðju
hæð samkomusalur og her-
bergi fyrir félagsstarfsemi.
Gestum var boðið að sjá
húsið á föstudag og flutti Eý-
þór Tómasson skýringar um
byggingu hússins, en hann er
formaður stjórnar Akurs hf,
sem er hlutafélag allmargra
Sjálfstæðismanna á Akureyri
auk félaga Sjálfstæðisflokks-
ins um byggingu hússins.
Auk hans tóku til máls al-
þingismennimir Jónas G.
Rafnar, Magnús Jónsson og
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins svo og for-
maður Kjördæmisráðs Norð-
urlandskjördæmis eystra, —
Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari.
Um kvöldið var dansleikur
í húsinu.
leyndust í. Orðrétt sagði Jakob:
„Eins og við bjuggumst við,
er mikil rauðáta á vestursvæðinu
og mun fara vaxandi á næstu
vikum. En enn sem komið er
höfum við ekki fundið síld þar.“
„Á austanverðu Norðurlands-
svæðinu er sjór rauðátusnauður,
en hún fer þó vaxandi þar það
sem það er.“
- íþróttir
Framhald af bls. 22.
fyrsta mark fyrr en á 30. mín.
og þá úr vítaspyrnu.
Bakvörður Skagamanna varði
með höndunum skot frá Jóni
Ólafi, en Magnús Torfason skor-
aði úr vítaspyrnunni fyrir Kefla-
vík.
Mínútu fyrir leikslok skoraði
Akureyri 8. júlí
SÍÐARI hluta dags í gær valt
stór vöruflutningabifreið í
Vaðlaheiði rétt norðan Geld
ingsár. Vörubifreiðin var að
mæta bíl og vék út á vegar-
kantinn en hann þoldi ekki
þungann og sprakk með þeim
afleiðingum að bifreiðin valt
á toppinn.
Einn farþegi var í bifreið-
inni og sakaði hvorki hann né
bifreiðarstjórann. Yfirbygg-
ing bílsins brotnaði töluvert,
einnig urðu nokkrar skemmd
ir á vörum þeim er bíllinn
flutti, en þær voru 7—8 tonn.
að þyngd. Vaðlaheiðarvegi var
lokað um tíma á meðan tveir
trukkar frá Akureyri voru að
ná bílnum upp á veginn.
St. Eir.
Myndirnar tók K. Hjaltason
Högni síðan annað mark Kefla-
víkur eftir góða sendingu frá Sig.
Albertssyni. Leiknum var lokið,
með sanngjörnum sigri Akraness.
Þrátt fyrir yfirburðina í fyrri
hálfleik, þá var þetta enginn
glansleikur hjá Skagamönnum,
heldur var hér fyrst og fremst um
að ræða frámuna lélegan leik hjá
Keflvíkingum. Vörn þeirra virt-
ist ekki vita sitt rjúkandi ráð
út allan fyrri hálfleikinn og sama
má segja um framherjana, sem
voru staðir og ónákvæmir í send
ingum.
í síðari hálfleik tókst Keflvík-
ingum hins vegar að ná betri
tökum á miðjunni og fengu þá
nokkur góð markfæri, sem ekki
nýttust.
í Akranesliðinu var það Þórð-
ur Þórðarson, sem undirbjó
hættulegustu sóknarloturnar, en
auk hans átti Skúli góðan leik
og Bogi var traustur í vörninni.
Hins vegar var framkoma liðs-
ins á leikvelli vægast sagt leið-
inleg.
Dómari var Guðmundur Guð-
mundsson og dæmdi vel, en
hefði mátt taka harðara á „glós-
um“ leikmanna.
BÞ.
— Þrjú skip
Framh. af bls. 2.
síðan 1955 og afkoma mgaranna
varð því allgóð. Allir söltuðu afl-
ann um borð, flestir sigldu með
hann til Esbjerg, en þaðan er
fiskurinn seldur til Ítalíu. Nokkr
ir togaranna sigldu með aflann
beint til Bilbao á Spáni og höfðu
betra upp úr því.
Síðustu dagana hefur aflinn á
Grænlandsmiðum minnkað mik-
ið og lítur út fyrir að þessi afla-
hrota sé um garð gengin.