Morgunblaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. júlí 196 THORGUISBLAÐIÐ 3 mmwmmmH ÞEGAR ekið er niður Aðaidal- inn, áleiðis til Húsavíkur, og síðan sveigt af veginum og haldið upp að Laxárvirkjun, er komið að Grenjaðarstað, hinu aldna höfuðbóli. Þar er nú byggðasafn Þingeyinga. Það hefur verið að Grenjaða" stað síðan 1958, er það var opnað. Bændafélar Þingey- inga hafði hinsvegar hafið söfnun muna nokkru áður. Sainið er í gamla bænum að Grenjaðarstað, en hann er í vörzlum þjóðminjavarðar. Bærinn er frá því nokkru fyr ir aldamót. Bæjardyrnar og dyraloftið eru byggð 1870. Sama ár var einnig reist norð helmsókn I byggðasafnið að Grenjaðarstað urstofan og stofuloft. Suður- stofa og loft eru frá 1892 og einnig matarbúr, en gamalt og mjög vel varðveitt hlóðaeld- hús er tveimur árum yngra en búrið. Þá eru bæjargöng, stór- hús, stóarhús, pilthús, sauð- hús og hjónahús frá því um aldamótin. Þarna er einnig 100 ára göm að máli Ólaf Uíslason, sem geymir safnsins, en hann býr á næsta bæ, Kraunastöðum. Hann tók það sérstaklega fram, að bærinn héti hvorki Hraunstaðir né Kraumastaðir en þessi nöfn og jafnvel önn ur fráleitari megi hann sjá á bréfum, skeytum og í blöðum. um 2 þúsund gestir á ári. Okk ur þótti það hinsvegar harla gott, einkum þegar tekið er tillit til þess, að Grenjaðar- staður er nokkuð úrleiðis frá fjölförnustu þjóðvegum. Safnið er mjög snyrtilegt og ríkt af hverskonar munum. Húsin eru einnig í góðu á- standi. Þakið var tyrft en nú lagt járni. í elsta hlutanum en þakið að innan lagt tróði úr íslenzku birki. Ólafur sagði okkur, að algengara hefði þó verið að þekja að innan með fjalldrapa. Á safninu eru flestir þeir gamlir munir, sem prýða slík söfn. Af undarlegum og sér stæðum munum má nefna il- skó úr járni, sem notaðir voru ' til hiífðar, þegar stungið var með páli. Líknarbelg á lambs legg, sem notaður var til þess að lina hægðatregðu í stór- gripum. Annars fréttum við af annari sérstæðri aðferð til þess að lina slíkar þjáningar í hestum. Það var að reykja pípu rríeð löngu munnstykki. Taka síðan af kónginn og blása reyknum úr munnstykk inu á viðeigandi stað. Síðan var mælt með því að taka t sem snarast til fótanna. Bréf um „Netjadrátt og Laxastangan" Þarna hangir á vegg ljós- prent af elzta dagsetta bréfi, sem kunnugt er um úr Þing- eyjarsýslu, en bréfið sjálft er í kóngsins Kaupinmafn. Það er dagsett að Einarsstöðum hinn 7. nóvember 1357 og er sennilega ritað af Eysteini Ás grímssyni höfundi Lilju. Biéf ið fjallar um „netjadrátt og laxastangan í Laxárósi". 1 búri er mjög gott safn bús áhalda gamalla. Kyrnur eru þar og trog, keröld, bullu- strokkar, sveifarstrokkar, legl ar, kútar, skyrkollur, mjólkur bakkar og ostapressur. í innri stofu eru hannyrða- og vefnaðaráhöld. Snældustóll frá 1830, vefstóll frá 1865 og fyrsta spunavélin á íslandi, smíðuð nyrðra 1884. Þar eru og hesputré mörg, rakgrind, handstiginn og fótstiginn spólurokkur, auk kamba. í stóarhúsi litum við í fyrsta skipti skeggbolla. Þar var merkast, kolakyntur gamall straubolti. Voru glóandi viðar kol látin ofan í hann og síðan lagði reykinn upp um stromp á boltanum miðjum. Þar voru og brauðmót með föndurlegum útskurði, jafn- vel heilum vísum og varð að skera letrið á mótin með spegilskrift á sama hátt og blý letur það, sem þrykkir spjalli þessu á pappírinn. Koppsetningaráhöld og blóðbíldar. Að lokum má telja gott safn gamla lækningaáhalda. Ljósmóðurtaska með öllu til- heyrandi, koppsetningaráhöld til þess að taka blóð, átta blaða bíld og blóðbíld til þess að taka blóð beint úr æð. í anddyri sáum við vísur eft ir Þórólf Jónasson frá Hraun koti í Aðaldal. Mun hann vera bróðir Egils hins hag- mælta á Húsavík. Þórólfur geymdi safnsins um tíma í fyrrasumar og setti . þessar fimm vísur saman sé til dund urs. í þeim nefnir hann 56 gripi á safninu og er það vel að verið. Vísurnar eru svona: Hér má lita skafa og skál, skaftpott, ausu, iagarmál, söðul, reipi, reku, pál, reiðing, byssu, seilarnál. Skatthol,. vefstól, skyttu, rokk, skó og spjarir, húfu, sokk kistu handlaug, . kvarnarstokk, kollu, fötu, bakka, strokk. Sniðil, kampa, snældustól, snúða, lára, svipuól, lampa, pönnur, hrjngjur, hjól, hengilása og smíðatól. Koppsetningaráhöld ein, út að draga þjóðamein, hrífur til að hreinsa rein, hornspæni og lausnarstein. Útskurð, körfur, orf og ljá, öskjur, tunnur, spotta, sá, vogir, bala, skauta, skrá, skáp og fleira nefna má. ul kirkja og er enn messað í ¥ .. „ . . . . . , henni Liknarbelgur a lambslegg Blaðamenn Mbl. voru á ferð Ólafur leiddi okkur síðan nyrðra fyrir skömmu og sóttu um safnið. Hann lét lítið yfir heim safnið. Þar hittu þeir aðssókninni, en hún mun vera MMí ... _______ Gamla hlóðaeldhúsið að Grenjaðarstað er mjög vel varðveitt. Glímusýning við Árbæ ÁRBÆJARSAFN hefur nú verið 1 ®pið nokkuð á þriðju viku og er sýnt að aðsókn ætlar ekki að verða minni en í fyrra, senni- lega nokkru meiri. Fjöldi gesta er þegar nálægt þremur þúsund- um. Eru útlendir ferðamenn í á- berandi meirihluta á virkum dög um, en bæjarmenn um helgar. 1 Safnið var opnað sunnudaginn 23. júní. Var ætlunin að hafa hina árlegu Jónsmessuvöku um kvöldið, en hún fórst fyrir vegna veðurs. Væntanlega verður hægt að hafa kvöldvöku í Árbæ eitt- hvert góðviðriskvöld sunnudags á næstunni með þeim skemmti- atriðum, sem niður féllu að því sinni: hornaleik, gömlu dönsun- um og brennu, en mikill bál- köstur er hlaðinn á túninu. Líkt og í fyrra verður í sumar reynt að hafa glímu- og þjóð- dasasýningar á danspallinum á útivistarsvæðinu þegar veður leyfir á laugardögum. Fyrsta glímusýningin verður á laugar- daginn kemur kl. 3,30 og sýnir sveit úr glímufélaginu Ármann fangbrögð og hráskinnsleik. — Strætisvagnar ganga beint frá Lækjartorgi kl. 2, 3 og 4, en ferðir í bæinn verða kl. 4,15, 4,30 og 6,30. Eins og aðra daga, þegar (Frá Árbæjarsafni). safnið er opið, verða kaffiveit- ingar í Dillonshúsi. Syndið 2U0 metrana STÁKSTEIWAR Aulning utanríkisviðskiptanna Á sl. ári varð veruleg aukning á utanríkisviðskiptum íslendinga, svo sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. Jókst útflutningurinn þannig um 18% frá árinu 1961, en innflutningurinn litlu meira, eða um 19%. í þessu sambandi vekur það mesta athygli, að þrátt fyrir hina almennu aukningu ut- anrikisviðskipta þjóðarinnar á undanförnum árum hefur hlut- deild vöruskiptalandanna, sem nær eingöngu eru kommúnista- ríkin í Austur-Evrópu, í viðskipt- unum farið minnkandi ár frá ári. Hefur þessi þróun orðið jafn- hliða því, sem frelsi í viðskipta- málum hefur verið stóraukið hér á landi, en innflutningsverzlunin hefur nú að langmestu leyti ver- ið gefin frjáls. Á timum vinstri stjórnarinnar, þegar leitazt var við að beina við- skiptunum sem mest í austurátt, háttaði öðru vísi til. Síðasta valdaár hennar, 1958, komu 41.4% innflutnings okkar frá vöruskiptalöndunum, en á sl. ári aðeins 20.7%. Útflutningur okk- ar til þessara landa hefur minnk- að hlutfallslega að sama skapi, því að 1958 fóru 42.7% útflutn- ingsins til vöruskiptalandanna, en á sl. ári 19.9%. Þessi þróun hefur þó ekki orðið vegna þess, að hömlur hafi verið lagðar á við skiptin við vöruskiptalöndin, heldur vegna þess, að hömlum hefur verið aflétt af viðskiptum við frjálsgjaldeyrislöndin. Aðstaða fiskiðnaðarins í grein þeirri, sem birtist hér í blaðinu í gær eftir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóra um „næstu verkefni í tollamálum“ ræðir hann sérstaklega um tolla af framleiðslutækjum og segir meðal annars: „Annað atriði, sem mjög krefst leiðréttingar á komandi árum, eru hinir háu tollar, sem greiddir eru af framleiðslutækjum, og þá sérstaklega í útflutningsiðnaðin- um. Nú er svo komið, að litlir sem engir tollar eru greiddir af framleiðslutækjum og rekstrar- vörum, sem notaðar eru í útgerð. Á hinn bóginn eru veruleg að- flutningsgjöld af flestu, sem þarf til byggingar fiskiðjuvera og til annars útflutningsiðnaðar. Til dæmis er greiddur 35% tollur af öllum vélum til fiskiðnaðar, eins og af öðrum iðnaðjtrvélum. Hér er um að ræða ástand, sem þarf að leiðrétta, eins fljótt og aðstæður leyfa. Fiskiðnaður ís- lendinga mætir nú vaxandi sam- keppni frá nýjum og vel útbún- um fiskiðjuverum erlendis. Það verður að treysta samkeppnisað- stöðu hans sem bezt, enda er auk- in vinnsla og betri nýting sjávar- afurða líklegasta leiðin til þess að auka verðmæti útflutnings- framleiðslunnar og þar með þjóðartekjurnar í heild“. Kyggjum dýrar íbúðir Alþýðublaðið ræðir húsnæðis- málin í forystugrein sinni í gær í tilefni af hinni norrænu hús- næðismálaráðstefnu, sem hér hefur staðið undanfarna daga. Segir blaðið m.a.: „Vafalaust getum við mikið lært á sviði byggingatækni. Er vitað, að við byggjum fínt og dýrt, ekki aðeins í hinum betri einbýlishúsum, heldur einnig í sambyggingum almennings. Þá hefur skort mjög á stöðlun og skipulagningu í byggingariðnaði. Þetta og sitthvað fleira þarf að Iaga, og vonandi leiða ráðstefn- ur eins og sú, sem nú stendur yfir, til þess að ráðamönnum þessara mála veitist léttara að koma á umbótum og létta okkur róðurinn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.