Morgunblaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. júlí 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 kiptar skoðanir íslenzkra ista um Mál og menning aðai- vígi kínakommúnista á Islandi ÁHRIFANNA af hinum illvígu deiium kínverskra og sovézkra kommúnista gætir nú innan alira kommúnistaflokka heimsins. — Kommúnistaflokkurinn hér á landi hefur ekki tekið' opinbera afstöðu til deilunnar — og gerir vafalaust ekki ótilneyddur — enda hefur hann yfirleitt hliðrað sér hjá að taka opinbera afstöðu í innbyrðis átökum „bræðraflokk anna“. Almennt er þó talið, að meirihluti flokksmanna „Sósíal- ístaflokksins" og flestir forystu- manna hans hallist á sveif með foringjum sovézka kommúnista- flokksins í deilu þeirra við kín- verska flokkinn, enda hafa ís- lenzkir kommúnistar allt frá upp hafi litið á sovézka flokkinn sem „forystusveit sósíalismans í heim inum“ og lotið forystu hans. Á hinn hóginn er ljóst, að kínversk ir kommúnistar eiga einnig sína stuðningsmenn innan raða „Sós- ía!istaflokksins“. í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Einar Olgeirsson formaður „SósíaIistaflokksins“, að ekki hefði orðið vart við nein skipulögð samtök manna innan flokksins, sem fylgdu Kínverjum að málum, en vafa- laust nytu þeir fylgis einhverra einstaklinga innan hans. Er sízt ástæða til að ætla, að Einar vilji gera meira úr áhrifum kínverskra kommúnista meðal flokksmanna sinna en efni standa til. Einnig upplýsti Einar, að „Sósíalista- flokkurinn" hefði ekki tekið af- stöðu til deilu sovézkra og kín- verskra kommúnista, en fylgdist vandlega með henni. Á Heimskringla dreifir kínverskum áróðri. Helzta hreiður kínverskra kommúnista hér á landi virðist vera útgáfufyrirtæki kommún- ista, Mál og menning og Heims- kringla, sem um skeið hefur séð nm prentun og dreifingu áróðurs rita Kínverja hérlendis. Hefur all lengi verið vitað, að forstjóri fyr irtækisins, Kristinn E. Andrésson, hefur haft ríka samúð með kín- verskum kommúnistum í deilum þeirra við hina sovézku flokks- bræður. Einar Olgeirsson vildi hvorki játa því né neita, að Krist inn hallaðist á sveif með Kínverj nm; sagði aðeins, að um það yrði að ræða við Kristin sjálf- an. Ekki verður annað ráðið af grein, sem helzti aðstoðar- maður Kristins, Magnús Torfi Ólafsson fyrrverandi ritstjóri „Þjóðviljans" ritaði um deiluna fyrir nokkrum dögum, en hann fylgi Kínverjum einnig að mál- um. Einnig er talið, að nokkrir meðal hinna yngri manna innan „Sósíalistaflokksins“ séu veikir fyrir hinni „hörðu“ stefnu kín- verskra kommúnista og telji hana meira í samræmi við „fræði kenninguna“. í>ó munu t.d. SÍA- menn frekar á bandi sovézkra kommúnista, enda hafa þeir flest ir hlotið menntun sína í þeim kommúnistaríkjum, sem næst standa Sovétstjórninni. ★ Deilan. Hin magnaða misklíð kommún istaflokkanna í Sovétríkjunum og Kína, sem fyrst vaktj athygli á Vesturlöndum eftir fordæmingu Krúsjeffs á Stalín árið 1956 — en undir hana hafa Kínverjar aldrei viljað taka — hefur undan farið vakið heimsathygli vegna „friðarráðstefnu" helztu kenni- 77 r setningameistara deiluaðilanna, sem nú stendur yfir í Moskvu. Á ytra borðinu snýst deilan einkum um það hvaða baráttu- aðferðir séu heppilegastar til út breiðslu kommúnismans og til að koma hinum kapitalísku ríkjum á kné. Á Vesturlöndum eru hins vegar margir þeirrar skoðunar, að ágreiningur inn eigi sér dýpri rætur; þ.e. átök in standi um forystuna fyrir hin- um kommúníska heimi og séu jafnvel afleiðing af beinum hags Magnús Torfi Ólafsson: Krúsjeff „stingur höföinu í sandinn“. munaárekstrum Sovétríkjanna og Kína, en tglið er, að Kínverjar á girnist nú mjög ýmis landsvæði, sem Sovétríkin ráða nú, en áð ur tilheyrðu Kína. Á Kínverjar: Svik við marxismann. Kínverjar hafa einkum beint spjótum sínum gegn kenningum Krúsjeffs og annarra sovétleið- toga um „friðsamlega sambúð" mismundandi hagkerfa og þjóð- félagshátta. í orðsendingu sinni til Kommúnistaflokks Sovétríkj anna frá 14. júní sl„ sem Heims kringla hefur dyggilega séð um þýðingu og dreifingu á hér á landi, segja KínVerjar t.d.: .jFriðsamleg sambúð getur ekki komið í stað byltingarbar- áttu alþýðunnar. Umskiptin frá auðvaldsskipulagi til sósíalisma í einhverju landi geta einungis átt sér stað með öreigabyltingu og alræði öreiganna í því landi". Og kínverskir kommúnistar segja ennfremur: „Sé meginstefna alþjóðahreyf- ingar kommúnista einhliða tak- mörkuð við „friðsamlega sam- búð“, „friðsamlega samkeppni" og „friðsamleg umskipti", er með því brotið gegn byltingarsinnuð um grundvallarreglum yfirlýsing arinnar frá 1957 og samþykktar- innar frá 1960, sögulegu hlutverki heimsbyltingar öreiganna varpað fyrir borð og vikið frá byltingar- Peking og Moskvu Kristinn E. Andrésson, áróðursstjóri kínverskra kommún- ista á íslandi, sem hér sést með tveim kínverskum skoð- anabræðrum sínum, segir um Maó tse-tung: ,Foringinn, sein leitt hefur kínversku þjóöina aftur fram í dagsljósið“. sinnuðum kennisetningum marx- leninismans". Og þeir bæta við í ábendingar tón: „Staðreyndin er sú, að ekkert fordæmi er í sögunni fyrir frið- samlegum umskiptum frá auð- valdsskipulagi til sósíalisma“. Kínverjar saka Sovétleiðtogana um neikvæða afstöðu til „frels- ishreyfinga" og um að nota kenn inguna um friðsamleg umskipti til kommúnisma til að hylma yfir hugleysi sitt. Einnig bera Kín- verjar þeim á brýn „þjóðernis- Einar Olgeirsson: Vafalaust fylgja einhverjir ein- stáklingar innan „Sósíalista flokksms“ Kínverjum aö málum lega eigingirni“ og „stórveldis- þjóðrembing". Á Krúsjeff: Stríð'sæsingamenn. Sovétleiðtogarnir kalla kín- versku kommúnistaleiðtogana á móti stríðsæsingamenn, árásar- seggi, kynþáttahatara og saka þá um að spilla einingu og samvinnu allra kommúnista. Sovétleiðtogarnir hafa svarað á sökunum Kínverja með því að bera fyrir sig kenningu marxism ans um óumflýjanlegan sigur kommúnismans yfir auðvalds- skipulaginu. Þeir segja, að sagan sé á móti hinum vestrænu þjóð- um; hin rétta leið til kommún- ismans sé því sú að halda þeim í skefjum meðan kommúnistarík in byggi upp hernaðarmátt sinn og efnahag. Af friðsamlegri stefnu kommúnisftaríkjanna muni leiða andvaraleysi Vesturveld- anna og samvinna þeirra og bandalag með tímanum veikjast mjög eða jafnvel rofna alveg. Af þeim 14 ríkjum, sem nú oúa við kommúníska stjórnarhætti, er talið, að 3 aðhyllist hina kín- versku stefnu, þ.e. Kína, Alban- ía og Norður-Kórea, og hið fjórða N-Vietnam, stendur Kínverjum mjög nærri. Rúmenska kommún- istastjórnin hefur til þessa hall- azt að stefnu sovézkra kommún- ista, en undanfarið hafa sézt ým is merki um aukna kærleika með henni og kínversku stjórninni, þó að enn sé of snemmt um það að segja, í hvora sveitina rúm- enskir kommúnistaleiðtogar skipa sér áður en lýkur. Öpnur kommúnistaríki hafa verið talin fylgja sovézkum kommúnistum í deilunni, en stuðningur þeirra er þó misjafnlega dyggilegur. Á Ágreiningur innan allra kommúnistaflokka. En það er ekki aðeins, að klofn ingurinn geri vart við sig innan kommúnistaríkjanna sjálfra, heldur hefur hann komið fram innan flestra eða allra kommún- istaflokka í heiminum og á vafa laust eftir að koma enn skýrar í ljós eftir því sem deilan harðn ar, því að engin líkindi virðast til þess, að sættir séu í nánd. Stuðn ingur við stefnu kínverskra kommúnista hefur einkum komið fram innan kömmúnistaflokk- anna í Asíu, Afríku og Suður- Ameriku og hefur farið vaxandi, enda höfða Kínverjar mjög til þeirra í áróðri sínum. Hins veg ar er talið, að stefna sovézkra kommúnista hafi öllu meiri hljóm grunn meðal kommúnista í Vest' ur-Evrópu og Norður-Ameríku, þó að Kínverjar eigi þar vissu- lega einnig sína talsmenn. Á fslenzkir kommúnistar þöglir. Hér á landi hafa engar umræð- ur farið fram opinberlega meðal kommúnista um deiluna, svo að erfitt er að gera sér grein fyrir, hvernig íslenzkir kommúnistar skiptast í afstöðunni til ' hinna stríðandi afla. Málgagn „Sósíal- istaflokksins", „Þjóðviljinn", hef ur ekki rætt deiluna frá eigin brjósti, og hefur í fréttum sínurn gert stjórnarmiðum beggja aðila ýtarleg skil. Ekki virðist deilan heldur hafa verið rædd í ein- stökum flokksstofnunum og ein- stakir forystumenn flokksins hafa forðazt að tjá sig á opinberum vettvangi um afstöðu sína til deiluaðila. Getur vissulega verið álitamál, hvaða skríning ber að leggja í þessa þögn, en með hlið „ sjón af fyrri afstöðu íslenzkra kommúnista til hinna sovézku flokksbræðra sinna og afstöðu kommúnista annars staðar í Vest ur-Evrópu má þó ætla, að íslenzk ir kommúnistar legðust að meiri hluta til á sveif með hinum sov ézku, ef á reyndi. Á Einar: Með sósíalismaiium í Sovét og Kína. í áramótagrein, sem Einai *>l-~ geirsson, formaður „Sósíalista- flokksins* ritaði í „Þjóðviljann“ 31. desember 1961 víkur hann m.a. allýtarlega að „alþjóðlegri afstöðu Sósíalistaflokksins", auð- sjáanlega með deilu sovétleiðtog- anna og Kínverja sérstaklega í huga. Ekki er þar frekar en endranær tekin bein afstaða til deilunnar almennt, en svo virð ist af ummælum hans í greininni, sem íslenzkir kommúnistar geti hugsað sér „friðsamlega sam- búð“ við stjórnmálaandstæðinga sína að óbreyttum aðstæðum. Hins vegar segir hann: „Það auðváld, sem með vopnum vegur alþýðuna, mun og með vopnum vegið verða. Við skul um muna, er vér ræðum alþjóða- mál, að yfirgnæfandi meirihluti mannkyns hefur aldrei þekkt borgaralegt lýðræði né þingræði, — að meirihlutinn t.d. af öllum kommúnistaflokkum heims, sem alls eru um 80, verða að starfa i banni laganna í landi sínu, — og Frh. á bls. 23 Frtttatilkynning Ft* lönduóði lySvi-ldiíi-M ( Donmóiko 1 Ttðogo tmx Kápusíða og hluti af haksíðu hins harðorða árásarbréfs kín- versku kommúnistaleiðtoganna til hinna sovézku frá 14. júní sl., sem útgáfufyrirtæki kommún- ista hér á landi, Heimskringla, hefur nú dreift. Hafa kommún- istar sennilega aldrei haft eins liraðar hendur við útgáfu neins rits, því að ekki eru liðnar nema 3 vikur frá því bréfið var birt í Peking. <í*íi* V» 9» «* N«WÍ1» ^MÍwÍÍmhmHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.