Morgunblaðið - 16.07.1963, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.07.1963, Qupperneq 22
22 MORGVNBLAÐ1& Þriðjudagur 16. júlí 1963 Magnús GuSmundsson öruggur sigurvegari Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Magnús Guðmundss. golfmeistari íslands AKUREYRl, 15. júlí — Golfmeistaramóti íslands, sem háð var á Akureyri, lauk sl. sunnudag. Golfmeistari varð Magnús Guðmundsson, frá Ak- ureyri. Magnús hafði örugga for- ustu alla keppnina út og komst aldrei neinn keppenda það ná- lægt honum að nokkur hætta stafaði af fyrir hann. Má raun- ar segja að hann hafLverið í sér- flokki og unnið keppnislaust. • Gunnar Sólnes tryggði sér ann að sæti snemma í keppninni. Keppni um 3. og 5. sæti var hins vegar mjög hörð, er líða tók á keppnina og á föstudagskvöld að loknum 6 hringum skildu 5 högg 3. og 6. mann og að sjö- undu umferð lokinni var sýni- legt að síðasti hringur piyndi skera úr um hver röðin yrði. Gunnar Konráðsson fór síðasta hringinn í 43 höggum, sem nægði honum til 3. sætis, en hann var svo óheppinn að brjóta leikregl- ur og fá dæmt á sig víti, 2. högg og þau kostuðu hann fall úr 3. í 5. sæti. Hermann og Óttar háðu svo 18 holu einvígi um 3. sæti og sigraði Óttár í þeirri viður- eign. Mótið fór yfirleitt vel fram, en það verður að teljast algerlega óviðunandi að áfengi sé um hönd haft á íslandsmóti. En á föstu- dagskvöld voru tveir keppendur undir áhrifum áfengis, er keppni lauk og einn hætti beinlínis af þeim sökum og fór til Reykja- víkur um kvöldið. Það virðist því full ástæða til að krefjast þess að Golfsambandið og ÍSÍ rannsaki þetta mál. Úrslit urðu þessi: 1. Magnús Guðmundsson, Akur eyri 302 högg. 2. Gunnar Sólnes, Akureyri 3L8 högg. 3. Óttar Yngvason, Reykjavík. 334 högg. ,. Hermann Ingimarsson, Akur- eyri, 334 högg. Þeir Óttar og Hermann kepptu um þriðja sætið og sigraði Ótt ar. í 1. flokki sigraði Ingólfur Þor móðsson, Akureyri, 357 högg og í 2. flokki sigraði Gunnar Berg, Akureyri 192 högg. 2. deild TVEIR LEIKUR í II. deild fóru fram sl. sunnudag. í Hafnarfirði mættust Hafnarfjörður og Siglu fjörður og sigruðu Hafnfirðingar með 5 rnörkum gegn 3. í Reykjavík mættust Breiða- blik og Vestmannaeyjar og sigr aði Breiðablik með 4:0. Staðan er nú þessi: A-riðill: ' Aðeins tvö lið eru í þessum riðli, þar eð Dímon og Reynir hafa hætt þátttöku. Síðari leikur Breiðabliks og Vestmannaeyinga fer fram n.k. laugardag í Vest- mannaeyjum. B-riðill: Þróttur .. 4 Hafnarfj. .. 5 Siglufj...... 5 ísafj......... 4 2-1-1 10:8 5 st. 2-1-2 16:18 5 — 2-1-2 14:12 5 — 1-1-2 8:10 3 — Enskir æfn vcl EINS OG kunnugt er mætir ís- land -Stóra-Bretlandi í undan- keppni Olympíuleikanna. Leikn ir verða 2 leikir og fer sá fyrn fram í Reykjavík, laugardaginn 7. september, en sá síðari viku seinna, eða laugardaginn 14 september, í London. Það lið, sem sigrar í þessum tveimur leikjum mætir Grikklandi í keppm um réttinn til að fara til Tokio. Einska knattspyrnusambandið ákvað um sl. mánaðarmót að hefja samæfingar og voru 28 leik menn valdir og er ákveðið að þeir æfi saman um allar helgar þar til fyrri leikurmn fer fram þ.e. 7. september n.k. Virðast Engiendingarnir ekki vilja eiga neitt á hættu gegn okk ar mönnum. Ekki er vitað til að gerðar hafi vertð sérstakar ráð- stafanir varðandi samæíingar hjá ísl. landsliðinu, enda óhægt um vik vegna leikja og utaníerða. K.R. sigraði Akranes KR SIGRAÐI Akurnesinga á Laugardalsvellinum sl. sunnu- dagskvöld með 3 mörkum gegn 1. Leikurinn, sem fram fór í blíð- skaparveðri, var ekki vel leikinn, en þó brá fyrir sæmilegum köfl - um hjá báðum liðum. Flestir hinna mörgu áhorfenda munu sammála um, að KR-ingar hafí verið heppnir að hljóta bæði stig in. FYRRI HÁLFLEIKUR. Fyrstu míhútur leiksins ein- kenndust af mikilli taugaspennu hjá leikmönnum beggja liða, og voru sendingar því mjög óná- kvæmar og lentu venjulega hjá mótherja. Brátt komst þó ró yfir leikmenn og leikmenn beggja liða sýndu á köflum hröð upp- hlaup, með góðum skiptingum og sköpuðust við þetta mörg tæki- færi. Akurnesingar voru mun meira í sókn í fyrri hálfleik, en fjölmörg ágæt tækifæri þeirra fóru forgörðum sökum mikillar ónákvæmni hjá framherjum Ak urnesinga, en þó má segja, að hamingjudísirnar hafi verið KR- ingum hollar. Var ótrúlegt, að knötturinn skyldi ekki lenda í marki KR a.m.k. tvisvar eða þrisv ar í þessum hálfleik. Það kom því mjög á óvart, þeg ar KR tók forystu á 31. mínútu. Ellert fékk góða sendingu um miðju vallarins, þar sem hann var óvaldaður, lék hann inn í vítateig Akurnesinga og skoraði örugg lega framhjá Helga, sem kom syngjandi út á móti. — Vel gert. Staðan í hálfleik var því 1:0 fyr ir KR., en ekki hefði verið óeðli legt, að staðan væri 3:1 fyrir Ak urnesinga. SÍÐARI HÁI.FLEIKUR. Ekki voru liðnar nema 7 mínút ur af síðari hálfleik, er KR-ingar komust í 2:0. Sigþór skoraði af stuttu færi yfir Helga, eftir mikil mistök í vörn Akurnesinga. — Nokkrum mínútum síðar var dæmd vítaspyrna á KR eftir ólög lega hrindingu og skoraði Skúli örugglega. Síðari hálfleikurinn var mun jafnari, en þó voru upp hlaup KR hættulegri. Á síðustu sekúndum leiksins. tókst Sveini Jónssyni að skora 3ja mark KR, eftir mikið fum hjá varnarmönn um Akurnesinga. LIÐIN: Óeðlilega mikill glundroði var á vörn KR í fyrri hálfleik, þeg ar tekið er tillit ti þess, að meiri hluti leikmannanna var í lands- liðinu á síðastliðnu ári. Skapaðist oft mikil hætta eftir löng og góð útspörk Hélga Daníelssonar. — Beztu menn varnarinnar voru þeir Heimir og Garðar. Radíus sá, sem Hörður hreyfir sig í, er enn of lítill, en hefur þó stækkað. í framlínunni bar mest á Sig- þóri og Gunnari Guðmannssyni. Akurnesingar áttu ágætar sóknarlotur í fyrri hálfleik, og FRAM sigraði Akureyringa með 2 mörkum gegn 1 í þýðingarmikl- um leik í 1. deild, sem fram fór á Akureyri sl. sunnudag. Tap í þessum leik þýðir að möguleikar til sigurs í mótinu eru sáralitlir hjá Akureyringum, en almennt var reiknað með, að lið ið hefði góða möguleika, þar sem allir leikir liðsins, sem eftir eru, fara fram á heimavelli. Sigur fyrir Fram í þessum leik er afar þýðingarmikill og bendir allt til að Reykjavíkurliðin Fram, KR og Valur berjist um sigurlaun in. Leikurinn á Akureyri var nokk uð jafn en þófkendur. Akureyr- ingar voru betri í fyrri hálf- leik, en jafnaðist í þeim síðari. í fyrri hálfleik áttu Akureyr- ingar nokkur .ágæt tækifæri, en illa var farið með þau, þar til Kári skoraði á 26. mínútu. Var mark þetta mjög fallegt. Kárj fékk háa sendingu frá Jóni, lék með knöttinn að marki og lyfti fallega yfir Geir markvörð, og féll knötturinn i fjarlægara horn marksins. Baldvin jafnaði fyrir Fram nokkrum mínútum fyrir hlé með góðu skoti af stuttu færi. voru þær ftestar byggðar upp af Ríkharði, en í síðari hálfleik hætti Ríkharði til að einleika um of, og eyðilagði það spilið. í vörninni bar mest á Sveini Teits syni, sem virðist vera að komast í góða æfingu. Skúli vann nokk uð vel, en notar ekki útherjana nægilega. Dómari var Grétar Norðfjörð. Staðan STAÐAN í I. deild er nú þessi: KR .. 7 4-1-2 13:11 9 st. Fram .. 7 4-1-2 9:10 9 — Akranes 8 4-1-3 19:15 9 — Akureyri 7 2-2-3 15:15 6 — Valur .. 5 2-1-2 10:18 5 — Keflav . 6 1-0-5 9:15 2 — N.k. sunnudag fara fram 2 leik ir. Akureyringar mæta Akur- nesingum á Akureyri og Fram mætir Keflavík í Keflavík. Síðari hálfleikur. í síðari hálfleik voru leikmenn Fram mun ákveðnari en tókst þó ekki að skapa hættuleg tæki- færi. Akureyringar fengu gott tæki- færi að komast yfir, þegar rétti- lega var dæmd vítaspyrna á Fram. Skúli framkvæmdi spyrnuna, en skotið var afar lélegt og átti Geir ekki í miklum erfiðleikum að vei ja. Þótt svona tækist til bjuggust þó flestir við að Akur- eyringar myndu vinna því „mark ið lá í loftinu“. en það var Bald- vin, sem skoraði sigurmarkið fyr- ir Fram stuttu fyrir leikslok með góðu skoti eftir ágæta samvinnu við Hallgrím. Hjá Fram voru beztir þeir Baldvin, sem vann mjög vel og Geir 1 markinu. Einhver deyfð hvíldi yfir Ak- ureynngum og getur verið að þeir hafi verið of sigurvissir eftir markaregnið gegn Vestmannaey ingum. Einar Helgason og Jón Stefánsson voru þeir einu, sem sýndu svipaða getu og í fyrri leikjum. Fram vann Akureyri Baldvin, miðherji Fram, skorar sigurmarkið í leiknum gegn Akureyri sl. sunnudag. — Einar mark- vörðui reynir árangurslaust að verja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.