Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. júlí 1963 MORGVNBLAÐ1Ð n Kristján Albertsson: Konungur vor Friðrik attundi ÚT ER komin í Danmörku fróð- leg og læsileg bók, prýðilega myndskreytt, um konung þann sem ástsælastur varð á íslandi, Fredrik VIII og hans tid, eftir Aage Heinberg (C. A. Reitzels forlag, 1962). Höfundurinn var hér á landi síðasta sumar til að viða að sér efni í greinarflokk handa dönskum blöðum, og bar þjóð og landi vel söguna. Honum var vel kunnugt um að eitt mesta áhugamál Friðriks kon- ungs hafði verið að reynast Is- lendingum vel, og að þeir höfðu metið hann öllan konungum framar. Eldri kynslóð man vel hina björtu sumardaga 1907, þegar Friðrik konungur heimsótti ís- land, og vann hvers manns hjarta með látlausri tigin- mennsku, en þó ekki sizt fyrir það, að þjóðin vissi að hann var af heilum hug að hjálpa Hannesi Hafstein til þess að knýja fram róttæka breytingu á réttarstöðu Islands, svo að þjóð- imar tvær mættu sættast full- um sáttum, og íslendingar una það við það samband við Dan- mörku, sem allir hugðn að hald- ast myndi enn um langan aldur. Friðrik konungur sagði við mörg tækifæri, að hann hefði ungur tekið ást á íslandi að arfi frá föður sínum Kristjáni níunda, sem oft hafi talað um ferð sína þangað þjóðhátiðarsumarið 1874, og ógleymanlegar móttökur ís- lendinga. Heinberg segir frá því að sem ungur krónprins hafi Friðrik tekið tíma í íslenzkii hjá jafnaldra sínum Þorleifi Jóns- syni, stúdent, síðar presti á Skinnastað, og hafi hann lokið lofsorði á nemanda sinn, sem eftir það hafi getað skilið ís- lenzku. Þorleifur helgaði Friðrik krónprins útgáfu sína á Harðar sögu Hólmverjakappa 1891, og orti til hans: Fetaðú, prins! í föður þíns spor, er fylkir verðrðú á grundu Dana, þú sem átt býsn af byrði Grana, og gott hefir hjarta, gáfur og þor. Vor íslendinga skjól og skjöldr ver, skulum þá sýna trúnað jafnan vér, enn svo eru þengill og þegnar beztir, að þeirra á meðal sé öngvir brestir. Ekki mun konungi hafa þótt miður, að Islendingur minnti hann á að þjóð hans vænti sér Btyrks, þar sem hann væri. Friðrik krónprins hafði hann verið allt blómaskeið æfi sinnar, komið til valda á 63. aldil'sári, þegar faðir hans lézt í hárri elli 1906. í»eir höfðu verið gjörólík- ir menn. Matthías Jochumsson segir í endurminningum sínum: „Ég átti tal við báða, bæði er- lendis og hér á landi, og má því trútt um tala. Kristján konungur var hnífréttur hermaður og aristókrat að eðli, en enginn and- ans maður, sonur hans aftur á móti var öðlingur í lund, vel menntaður að málsnjall og svo aðlaðandi sem „formið“ ítrast leyfði“. Kristján konungur var mjög íhaldssamur í skoðunum, einvaldshneigður; lét Estrup stjórna gegn þjóðarviljanum svo lengi sem á því var stætt, leit allar lýðræðishreifingar mjög óhýru auga. Sonur hans hafði frá öndverðu frjálslyndar skoð- anir. Hann sótti ungur fyrirlestra Georgs Brandes á háskólanum þó að föður hans væri þvert um geð — í hans augum var Brendes „þessi kristindómsóvinur, sem afvegaleiðir æskuna“, eins og hann komst að orði við borð- hald í höllinni. Kristján níundi leyfði syni sínum aldrei að tala við sig um stjómmál, hvað þá að hafa afskipti af stjórnarstörf- um. Friðrik krónprins var þannig dæmdur til að eiga fremur að- gerðarlausa æfi, og fann sárt til þess. Hann hafði einmitt mikinn áhuga á stjórnmálum, en það vissu lengst af aðeins fáir persónu legir vinir, fyrst og fremst bróðir hans Georg Grikkjakon- ungnr, en við hann batt hann mesta vináttu allra manna. Hann hafði af fyrir sér með ferðalög- um — og lestri. Las mikið, líka Friðrik YIH á ensku, þýzku og frönsku, Hann var tíður gestur á fundum Vís- indafélagsins, hitti þar menn eins og Vilhelm Thomsen, Harald Höffding og Steenstrubfeðga, hafði yndi af að ræða við þá og fræðast af þeim. Vísinda- menn dáðust að því af hve mikilli athygli hann fylgdist með fyrir- lestrum, oft um torveldustu hluti, og hvernig hann virtist allt vilja vita um nýjustu rann- sóknir og hugsun. En óslökkvandi forvitni hans var ekkert síður en einskorðuð við vísindi og bækur. Hann var mjög mannlegur maður. Kon- unga og ríkisarfa þeirra tíma vildu þjóðirnar trónandi hátt og í fjarska, ofar öllu daglegu lífi fólksins, án sambands við þorra þegna sinna nema á hátíðlegum augnablikum. Þetta átti Friðrik krónprins mjög örðugt með að sætta sig við. Honum lék á engu meiri forvitni en einmitt dag- legu lífi fólksins, kjörum þess og háttum, reyndi að nálgast þjóð sína á allan hátt, sem staða hans leyfði — og hlaut stundum ámæli af. Hann átti það til dæmis til að staldra við góða stund til að hlýða á útisamkomur Hjálpræðis- hersins, til að hafa augun með sér og taka eftir fólkinu; gat jafn- vel fundið upp á því að raula dálítið með, þegar sálmarnir voru sungnir, svo að enginn skyldi halda að hann þættist neitt hafinn upp yfir hina. Oft fór hann á sjúkrahús, rabbaði við fólk af öllum stéttum. En það þótti þó furðulegast, allt að því hneyksli, þegar hann fór að heimsækja hegningarfanga, og eitt sinn bað hann um viðtal við józkan verkamann, sem hafði set- ið 14 ár í fangelsi fyrir að hafa myrt konu sína, miklu yngri en hann, í brjálæðiskasti. Fanga- verðirnir voru á glóðum meðan krónprinsinn sat inni í klef- anum, einn með morðingjanum; bauð honum meir að segja vindil, lá ekkert á. Hann lét fangann segja sér alla sína ævi; spurði um líðan hans í fangelsinu; hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hann. Fanginn sagðist geta hugs- að sér að líta einhvern tíma í aðra bók en Biblíuna. „Hún er eina bók sem við fáum að lesa, herra krónprins, og góð bók til að öðlast skilning, þó að margt sé í henni sem ég skil ekki, en ég gæti hugsað mér að fræðast eitt- hvað um útlendar þjóðir, og allt sem ég fæ ekki að sjá.“ Þetta skildi krónprinsinn vel, lofaði honum bókum; og gaf honum gullpening að skilnaði, ef hann langaði til að fá sér eitthvað. En þessi hlið á fróðleiksfýsn kon- ungsefnisins naut sín bezt þegar hann var í útlöndum, óþekktur í stórum borgum. Þá gat hann horfið út í mannhafið, á skemmti stöðum, og blandað geði við há- an og lágan — eins og Harun al Rachid. Aftur á móti leiddist honum hirðlíf, einkum eins og það fór fram á sumarsetri föður hans, höllinni Fredensborg, fyrir norð- an Kaupmannahöfn. Þangað kom á sumri hverju fjölmargt af kóngafólki, þar á meðal tengda- synir Kristjáns níunda, Alexand- er Rússakeisari og Játvarður prins af Wales. Þar virtist ríkja blátt bann við að brjóta upp á nokkru viðræðuefni, sem um gætu orðið skiptar skoðanir, og allra sízt mátti nefna stjórnmál. Kongafólkið gerði að gamni sínu, naut sumarsins, borðaði vel og stundaði hjólreiðar, nýja mjög spennandi íþrótt, sem óðum var að ryðja sér til rúms. Þetta voru friðartímar og mikil dýrkun á þjóðhöfðingjum og þeirra ættfólki; líf konungbor- ins fólks eitt mesta áhugaefni alls almennings; brúðkaup, silfur- brúðkaup og gullbrúðkaup í þeim ættum töldust til stórvið- burða á heimsmælikvarða — enda ekkert til sparað að varpa æfintýraljóma yfir allt slíkt. Bók Heinbergs segir margt skemmtilegt af kóngalífi. Þegar Friðrik krónprins fylgdi Dagmar systur sinni, 18 ára gamalli, til Rússlands, þar sem hún átti að giftast ríkiserfingjanum, nægði ekki minna til að sjá henni borg- ið yfir Eystrasalt en tvö dönsk herskip, fánum skrýdd, annað á undan, hitt á eftir með prinsess- una, og tveir rússneskir bryn- drekar í fylgd þeirra til frekara öryggis, svo að litlu prinsessunni yrði ekki rænt af illþýði hafsins. En þegar stefnt var til hafnar í Krónstað mynd- uðu 22 rússnesk herskip heiðurs- braut alla leið að lystisnekkju keisarans, sem beið prinsessunn- ar; og þegar fótur hennar nam við skipsfjöl á snekkjunni, með laufléttum yndisþokka, skalf á samri stundu loft allt af skot- hríðardrunum frá hundruðum áf fallbyssum Rússa-flotans, en lúðrasveitir allra herskipanna léku samstilltum hljómi „Kong Kristjan stod ved höjen mast“. Ungu dönsku systkinin voru frá sér numin af þessari stórfeng- legu móttöku. Það lætur að líkindum að Friðrik konungur og Hannes Haf- stein, tveir svo mannlegir menn og frjálshuga, hafi fljótt skilið hvor annan. Þeir höfðu ekki lengi ræðst við eftir lát Kristjáns níunda áður en hinn nýi konung- ur ákvað að bjóða öllu alþingi ís- lendinga til Danmerkur, í vin- áttuskyni. Hann verður Hannesi Hafstein sammála um, að nú beri með öllum ráðum að kría út úr dönskum stjórnmálamönnum allt það sjálfstæði fyrir ísland, sem þeir framast þori að veita — fyrir háttvirtum kjósendum í Danmörku. Þegar forsætisráð- herrann J.C. Christensen seinna skrifar eftir Friðrik áttunda lát- inn, segir hann að konungur hafi hvatt dönsku nefndarmennina 1908 til að „fara svo langt sem frekast væri auðið til að láta eft- ir íslendingum." Því miður er Heinberg ekki nógu kunnugur sjálfstæðismáli fslendinga á þessum tímum, og sumt mishermt í þeirri frásögn — en þó ekki svo að miklu skipti. Á fyrsta sumri sinnar ríkis- stjórnar bauð Friðrik konungur alþingi til Danmerkur, á öðru sumri hennar heimsótti hann ís- land — það talar sínu máli um brennandi löngun hans til þess að sætta þessar tvær þjóðir, sem hann átti yfir að ráða. Lítið atvik verður að nægja, svo að rétt sé borið við að gefa hugmynd um Friðrik konung á íslandi. Daginn sem hann dvaldi á Þingvöllum mætti hann Matthíasi Jochums- syni í Almannagjá, undir sólar- lagsbil, bað fylgd sína halda áfram og tók hið aldna skáld tali, sem ort hafði til föður hans 1874, og nú til hans sjálfs. Matthías segir svo frá: „Við ræddum um margt og mikið. Meðal annars spurði hann, hvernig ræða sín frá Lögbergi þann dag mundi hafa fallið fólki í geð, svo og hvort sér mundi auðnast með Halldóra Ú. Fædd 30. júni 1894. Dáin 14. júlí 1963. Og gest og gangandi ber að garði og fram er reitt. Það allt sem göfgar og gjafmild- an hug fær glatt, að þreyttum sé veitt. En hún sem stjórnandi stóð, við störfin hinn langa dag Hún vakir þá heimilið hvílist í kyrrð unz komið er öllu í lag. Þetta erindi úr kvæði Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni kom mér í hug þegar ég minnist hinnar látnw vinkonu minnar Halldóru Sigurðardóttur. Það minnir mig á þá þætti í fari henn ar sem mér fundust mest áber- andi. Góðvild, hjálpfýsi skyldu- rækni og starfsgleði. Foreldrar Halldóru voru hjón- in Guðríður Þorvaldsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Halldóra fæddist í barnaskólanum á Sel- tjarnarnesi. Foreldrar hennar bjuggu á ýmsivn stöðum á Sel- tjarnarnesi, en lengst á Vega- mótum, hjá þeim ólst Halldóra upp ásamt þremur systkinum hennar, tveimur bræðrum, Jóni og Andrési, sem báðir eru látn- ir og systur sinni Þorvaldínu, sem er elzt þeirra systkina og er ein á lífi. Hún er búsett hér í borg. Á æskuárum Halldóru dvaldi oft langdvölum á heimili for- eldra hennar fatlað og van- gefið fólk, sem þurfti mikillar umönnanar við. Guðríður móðir Halldóru annaðist það með að- stoð dætra sinna, meðan þær voru heima og var það af hendi leyst með nærgætni og um- hyggju. Slík kærleiksverk eru aldrei ofmetin. Þar hefur eflaust mótast líknarstund Halldóru við alla sem minnimáttar voru. Sú heimanfylgja entist henni gegn- um allt lífið. Hún var fríð og góðleg kona, sem ekki vildi vamm sitt vita. Halldóra giftist Jóni Magnússyni, kaupmanni á Stokkseyri, 17. nóvembér 1917 þau reistu bú á Stokkseyri. Þeim varð 6 barna auðið. Tvo drengi Sigurð og Walter, misstu þau unga. A lífi eru Magnús, bifreiða stjóri, giftur Fanneyju Guð- mannsdóttur, Sigurjón bifvéla- virki, giftur Helgu Helgadóttur, Sigríður, gift Karli Karlssyni komu sinni að bæta kulda þann, sem sér fyndist standa héðan til Danmerkur. Ég kvaðst ekki efast um það, þótt hægt og seint kæmi fyllilega í ljós. Konungur var þá hinn blíðasti og spurði vandlega frá komu föður síns forðum á þennan fagra sögustað.....Mild- ur réð skemr en skyldi" kváðu fornskáldin, og svo máttum vér kveða við lát Friðriks áttunda.“ Þá var sú hugsun tæpast fram komin, sízt svo að hún hefði fylgi, að íslandi væri fært að slíta sambandinU við Danmörku, fyrr en seint og síðar meir, eftir miklar framfarir og við sterkari efnahagslegar aðstæður. Viðleitni beztu manna beggja þjóða var að koma sambandi landanna í það horf, að báðar mættu vera ánægðar. Enginn danskur kon- ungur hafði einlægari hug en Friðrik áttundi á að styðja ísland í þeim efnum; en hann var aðeins sex ár konungur og lifði ekki sættir þjóðanna og upptöku nýrra og betri sambúðarhátta, 1918. Honum hafði þó orðið meir ágengt en nokkrum öðrum dönskum manni um að brjóta á bak aftur andstöðu þjóðar sinnar gegn sjálfstæðiskröfum íslend- inga. Enginn konungur vann ís- landi meira til heilla en Friðrik áttundi, og því mega börn þessa lands aldrei gleyma. Sigurðar- Minning skipstjóra og Kristmundur Hauk ur bifreiðastjóri, giftur Margréti Helgadóttur. Bræðurnir eru bú- setti hér í Reykjavík en Sigríður í Þorlákshöfn. Halldóra og Jón áttu glæsi- legt heimili, sem var rómað fyrir myndarskap og óvenjulega rausn. Voru hjónin samvalin í að fagna vel gestum, og kom það oft í þeirra hlut að taka á móti ferðafólki þegar ekkert veitingahús vdr á Stokkseyri, það eru margir sem eiga þaðan góðar minningar. Við vinir þeirra áttum hjá þeim margar ógleymanlegar yndisstundir. Jón Magnússon var lengi einn stærsti atvinnuveitandi á Stokkseyri, rak þar bæði verzlun og út- gerð og fylgdu því margskonar umsvif. Þar sem örlögin höguðu því þannig að þai* hjónin fluttu frá Stokkseyri eftir 38 ára búskap hingað til Reykjavíkur festi Hall dóra aldrei rætur hér. Hugur- inn var alltaf bundinn við Stokks eyri og það fólk sem hún starfaði þar með, þar hafði hún leyst af hendi sitt aðalstarf sem góð eig- inkona og ástrík móðir og frá- bær húsmóðir. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1955 og voru bú- sett hér í borg síðan. Mér fannst Stokkseyri svipminni eftir að þau fluttu þaðan. Framhal J á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.