Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 20
FERÐAÞJ <5 N USTA 0(5
FARMIÐASALA
ÁN ENDURGJALOS
ím
BLÆVATN
165. tbl. — Fimmtudagur 25. júlí 1963
Féll 4 metra
AKUREYRI 24. júlí. Það slys
varð hér í gær að SigurðiJ'
Ingvarsson, verkamaður um fer-
tugt, féll um 4 metra niður á
steingólf og hlaut hælbrot og
e.t.v. fleiri meiðsl. Verið var að
rífa stóra vöruskemmu (bragga)
og taka niður svonefndan
„hlaupakött“ eða færanlegan
lyftara, úr þaki skemmunnar.
Sigurður stóð á þverbandi uppi
undir mæni er lyftarinn féll
skyndilega niður, slóst í Sigurð,
og tók hann með sér í fallinu.
Sigurður var þegar fluttur í
sjúkrahús. — Sv. P,
Rýr aflabrögð
á Vestf jörðum
ÍSAFIRÐI, 24. júlí. — Smábáta-
útgerðin á Vestfjörðum byrjaði
almennt í júní en aflabrögð voru
ákaflega rýr í öllum verstöðvum.
Á nokkrum stöðum var þó sæmi-
legur afli fyrri hluta mánaðarins
en síðari hlutann dró gæftaleysi
mjög úr veiðiskap. 113 bátar
stundmðu veiðar í fjórðungnum
í júní, 29 með línu 72 með hand-
færi og Í2 með dragnót og varð
heildarafli þeirra 1267 lestir.
— H. T.
Færeyjaflugifagnað
— Færeyingar fá nýtt varðskip
Einkaskeyti til Mbd.. —
Kaupmannahöfn, 24. júlí: —
Áætlunarflug Flugfélags íslands,
um Færeyjar til Kaupmanna-
hafnar hefur verið umræðuefni
dagblaða hér. Er alls staðar tek
íð í þann streng, að hér sé um
góð tíðindi að ræða.
>á er frá því greint í dag. að
nýtt danskt eftirlitsskip sé nú á
leið til Færeyja. Heitir það
„Vædderen“. Skipið er sagt sér
staklega byggt til eftirlitsferða
við eyjarnar.
Færeyingar hafa lengi óskað
eftir því að fá varðskip til þess
að fylgjast með ferðum erlendra
fiskiskipa við eyjarnar. Mun
skipið hefja eftirlitsferðir innan
skamms. — Rytgaard.
í GÆRMORGUN kom til
Reykjavíkur stærsta skemmti
ferðaskip, sem hingað hefur
komið. Það er þýzkt og heitir
Bremen. 600 manna áhöfn er
á skipinu, og það hefur rúm
fyrir 1150 farþega Að þessu
sinni voru með því 650 farþeg
ar á skemmtiferðalagi til Ir-
lands, Skotlands, íslands og
Noregs. — Nánar verður sagt
frá skipinu í Mbl. á morgun.
(Ljósm Mbl. Ól. K. M)
'
1
Kuldakastið um allt land
nema í Skaftafelfssýslum
Horfur á batnandi veðri
MORGUNBLAÐH) hringdi í gaer I ið og innti þá frétta af veðurfar
til sjö manna víðsvegar um land | inu, enda tala menn nú ekki um
gefin fyrir hesta og ferðalög
á þeim og stundaði um skeið
hrossakaup og seldi hér í
Reykjavík og um Suðurnes.
Mun hún af því hafa fengið
viðurnefnin. Hún var ötull
ferðamaður og átti lengi rauð-
an hest, er hún heygði í túni
Rauðsgils í Borgarfirði er
hann var 27 vetra. Vildi hún
Hefur legið úti í
stórhríð á Kaldadal
Er sakvtað 66 ára á 22ja
vetra hesti á Arnarvatnsheiði
í GÆR skýrði Slysavarna-
félag íslands frá því að
fullorðinnar konu væri
saknað, er farið hefði sl.
laugardag frá Kalmans-
tungu í Hvítársíðu og ætl-
aði að halda upp á Arnar-
vatnsheiði og yfir Stóra-
Sand til Hveravalla.
í gær hringdi blaðið til
Kristófers í Karimanstungu
og spurðist fregna af ferðum
konunnar. Hér er um að ræða
Sigríði Jónu Jónsdóttur, sem
kunn er meðal hestamanna
undir nafninu Hrossa-Sigga
og fleiri uppnefnum.
Sigríður hefir löngum verið
láta prest syngja yfir hestin-
um, en hann mæltist undan.
Jarðsöng hún því þennan vin
sinn sjálf. Um hann hefði
ekki síður verið ástæða til að
kveða: „Hann er heygður
Húsafells í túni“ svo sem
Grímur kvað um Sörla Skúla
forðum, þar sem „ennþá sjást
í hellum hófaförin,“ en sá
rauði Sigríðar flutti hana ekki
minna en 29 sinnum yfir
Kaldadal.
Sigríður hefir lent í mörgu
á ferðalögum sínum, og tjáði
vinkona hennar blaðinu í gær
að hún hefði m.a. orðið fræg
fyrir að eiga nótt með tveim-
ur ferðafélögum á Kaldadal
seni hefðu verið nokkuð við
skál, en stórhríð skall á þau
þar á dalnum. Hefði Sigríður
þá staðið uppi og barið þá
ferðafélaga sína með svipu,
til þess „þeir sofnuðu ekki
helvítis karlarnir", eins og
hún komst að orði síðar.
Sigríður situr 1 þessu ferða-
lagi Ljóma sinn, sem er bróð-
ir þess rauða er heygður var
að Rauðsgili. Ljómi er nú 22ja
vetra gamall en sjálf er Sig-
ríður 66 ára og er henni tekin
að daprast sjón og Ljómi dett-
inn.
Við spurðum Kristófer í
Karlmanstungu um búnað
Sigríðar til fararinnar svo og
hve lengi hún hygðist vera til
Hveravalla.
Hún var sæmilega bún að
mat til fjögurra daga fgrðar,
sem hún gerði ráð fyrir að
taka myndi til Hveravalla, í
mesta lagi. Hún var vel fötuð,
en hafði hins vegar engan
svefnpoka. Gerði hún ráð fyrir
að gista skálann í Álftakróki
fyrst er hún settist að.
Við spurðum Kristófer hvort
hún myndi hafa með sér átta-
Framhald á bls. 19
annað öllu meira en kuldakas'ið.
Einnig ræddi Mbl. snökkvast við
Jón Eyþórsson, veðurfræðing.
Honum fórust svo orð:
Undanfarinn hálfan mánuð hef
ir verið þráleit norðanátt hér á
landi og þó einkum mætt á norð
anverðu landinu með úrkomu og
kalsaveðri. Annað slagið hefir
snjóað í fjöll, Oig síðast í gær-
morgun var snjókoma og eins
stigs hiti á Hveravöllum.
Sunnanlands hefir veður verið
bjartara og oftast nær þurrt, þó
að nokkrar fjallaskúrir hafi
stungið sér niður hér og hvar.
Hlýjast og bezt hefir veður jafn
aðarlega verið í Skaftafellssýsl-
um.
Nú telur Veðurstofan, að norð
anáttin sé að ganga niður Oig ger
ir ráð fyrir batnandi veðri um
allt land.
★
Helgi Arason á Fagurfióls-
mýri sagði, að í öræfum hefði að
undanförnu verið ^óð tíð og ekki
kalt. Síðustu tvo dagana hefði
meira að segja verið ljómandi
blíða og sólskin. í fyrri viku brá
reyndar til óþurrka nokkra daga
Framhald á bls. 2
Kviloiaði í
bifreið
í GÆR kviknaði í bifreið á Háa-
leitisbraut. Hafði eldur komið
upp í vél bifreiðarinnar. Innan
skamms tókst að slökkva eld-
inn.
Laust fyrir kl. 6 síðdegis varð
maður milli skips og bryggju
við m.s. Mánafoss og laskaðist
á fæti. Var hann fluttur í Slysa-
varðstofuna.