Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 25. júlí 1963 M0RGVNBLAD1Ð 19 Skarðsheiði gránar AKRA.NESI 24. júlí — f fyrri- nótt, aðfaranótt þriðjudags grán aði Skarðsheii ofan í miðjar hlíð ar. Á þriðjudagsmorguninn gerði él og sást með berum augum, að heiðin var hvítari eftxr. — Oddur. - ÞingræÖa Staunings Framhald af bls. 13. an aftur átti Stauning að greina opinberlega frá ástand inu varðandi málefni íslands og ákvörðun Alþingis um framtíðarskipan landsmála. 4 ágúst var Renthe-Fink (þýzki sendiherrann í Danmörku — aths. Mbl.) afhent handrit af ræðunni, sem hann sendi til Berlínar. Von Weizsacker þýzka utanríkisráðuneytinu krafðist — og fékk því fram gengt — að ræðan yrði harð yrtari á mörgum stöðum, Stauning hugðist segja að kjör ríkisstjóra á íslandi væri hreint framkvæmdaratriði. ræðunni varð þetta að „þrátt fyrir að til þessarar ráðstöf unar væri gripið af hagnýtum (praktiskum) ástæðum, væri hún engu að síður alvarlegt skref, og því fremur sem á kvörðunin var tekin án þess að konungur væri áður spurð ur“. Skrifað af Scavenius, rit- skoðað af Þjóðverjum, flutt af Stauning Enn segir Outze nokkru síðar: „Níumannaráðið var yfir- leitt ekki ánægt með Staun ing! Það kvartaði t.d. einnig yfir ræðunni, sem hann skyldi halda um ísland — hún hafði enn ekki verið haldin. Ráðið hafði uppgötvað að ræðan var skrifuð af Scavenius (utanrík isráðherra — aths. Mbl.) og hafði verið ritskoðuð af Þjóð verjum áður en Stauning lagði hana fram á ráðherra fundi- Níumannaráðið hafði aldrei fengið að sjá ræðuna. Þetta varð til þess að Stauning varð að kalla saman fund í ráðinu. Þar sagði hann að eng in leið væri að víkja frá því orðalagi, sem ræðan hefði fengið. Alsing Andersen lýsti ræðunni sem „óþægilegri" ■ Elgaard (frá Venstre) áleit að Þjóðverjar hlytu að sjá að það væri skrípaleikur að herset- in Danmörk væri að barma sér yfir örlögum fslands og gerðum þess. Oluf Pedersen (frá Retsforbundet) fannst það ekki til hlýða að menn gæfu út yfirlýsingar fyrir hönd annars sjálfstæðs ríkis. „Við höfum rétt til þess að vera hlutlausir". Enginn istuddi Stauning. Er Scavenius var eíns og svo oft áður gagn rýndur fyrir ráðríki sitt, sagði Stauning: „Utanríkisráðherr- ann verður að taka sjálfstæð ar ákvarðanir, og þar sem við getum ekki fundið annan ut- anríkisráðherra, verðum við að halda honum . . . “ 1 Þess má loks geta til skýr ingar að Níumannaráðið, sem rætt er um hér að framan, var stofnsett hina örlagaríku apríldaga 1940. í því áttu sæti tveir fulltrúar frá sósíaldemó krötum, Vinstriflokknum, í- haldsflokknum og róttæka j Vinstriflokknum og einn full trúi frá Réttarsambandinu. — Ráðið skyldi tryggja stjórn- málasamvinnuna milli ríkis- stjórnar og þings annars vegar og einstakra flokka innbyrðis hinsvegar á meðan Danmörk var hersetin af Þjóðverjum. Ráðið var levst upp eftir ■trið. ÓLAFUR Ó. JÓNSSON, Grjóta götu 12, bifreiðastjóri á BSR á 55 ára afmæli í dag. Ólafur er vel látinn maður, Upur og vill hvers manns götu greiða. Margir munu samfagna honum í dag. Friðrik jafn heims- meistaranum Petrosjan — Hefur legiö úti Framhald af bls. 20 vita, en hann kvað litlar líkur til þess, enda myndi hún vart sjá á hann, svo væri henni tekin að daprast sjón. — Við töldum gömlu kon una á að fresta ferð sinni þar til veður tæki að batna, en hér hefir verið snjókoma nið ur undir tún að undanförnu sagði Kristófer, — en það stoð aði ekki, hún lagði upp hvað sem hver sagði. í dag fóru héðan tveir menn með tvo til reiðar til leitar, auk jeppa, sem ætlað var að aka slóðina að Arnarvatni. — Ef hún hefir ekki lagt á Stóra-Sand, sagði Kristófer, — er henni borgið, ef hún hefir kofana á Arnarvatnsheið inni eða í Álftakróki að liggja í, en okkur þykir seint að hún skuli ekki fara að snúa hingað niður aftur til að leita sér matar. Hafi hún hins vegar lagt á Stóra-Sand í dimmviðri er þar ekki að átta sig á neinu og þvi erfitt um að rata og fátt til fanga fyrir gamla konu einhesta. Sigríður Jóna Jónsdóttir býr að Hverfisgötu 16 hér í bæ, en hest sinn á hún að Rauðs- gili í Borgarfirði vetur hvern og þangað lofaði hún, er hún hélt að Karlmanstungu og þaðan á Hveravelli, að láta vita um ferðir sínar, en ekk- ert hefir frétzt til ferða henn- ar enn sem komið er. F RIÐ RI K Ólafsson átti að tefla biðskák sína við Benkö á skákmótinu í Los Angeles á þriðjudag, en áður en leikar áttu að hefjast gaf Friðrik skákina. Eftir 12 umferðir er því staðan þannig, að þeir Friðrik og heimsmeistarinn Tigran Petrosjan eru efstir og jafnir með 7 vinninga hvor, næstur er Keres með 614 vinn ing og eina skák óteflda gegn Reshevsky. Fjórði er Najdorf með 614, Gligoric hefur 6, Reshevsky 5 og eina óteflda, Panno 5 og Benkö 4. Frammistaða Friðriks hefur vakið mikla athygli ytra, og mikið verið um hana ritað. Næst síðustu umferð átti að tefla í gær, og hafði Friðrik þá svart gegn Keres, en Petrosjan hvítt gegn Panno. Morgunblaðið leitaði í gær umsagna fjögurra þekktra skákmanna um frammistöðu Friðriks. Að sjálfsögðu vildu þeir engu spá um úrslit móts- ins, en voru einróma í lofi sínu um Friðrik. Hér á eftir fara svör þeirra: Baldur Möller: Friðrik hefur staðið sig afar vel, og það verður fróðlegt að sjá stöðuna eftir daginn í dag. Friðrik teflir við Keres, sem er harður maður, en Petros- jan teflir við Panno, næst neðsta mann mótsins. Að vísu verður þetta erfiður dagur hjá Keres, því hann teflir einnig við Reshevsky ótefldu skák- ina úr 13. umferð. Margt getur skeð í tveimur síðustu umferð unum, því þeir eru þarna nokkrir í hnapp, sem allir geta farið með sigur af hólmi. Guðmundur Ágústsson: Frammistaða Friðriks hefur verið prýðileg, og hefur kom- ið nokkuð á óvart úti. En ég sagði áður en hann fór að hann stæði sig vel. Hann var í góðu formi hér heima og áber- andi sterkur. Þetta fundum við, sem tefldum við hann áð- ur en hann fór. Ég hef aldrei fundið hann jafnsterkan. í hraðskákum á móti Friðrik var ég oft með um 25% vinn- inga, en núna þótti mér gott að ná 10%. Ég hef lítinn tíma haft til að kynna mér skák- imar hans á mótinu í Los Angeles, en mér virðast marg- ar þeirra mjög skemmtilegar. Guðmundur Arnlaugsson: Þetta er fín frammistaða hjá Friðrik. Það, sem sérstaka athygli hefur vakið er stökk hans úr 6. sæti eftir sjö um- ferðir í efsta sæti með því að vinna þrjár skákir í röð, gegn þeim Gligoric, Najdorf og Res- hevsky. Þetta er mjög óvenju- legt á svona sterku móti, og sérstaklega skemmtilegt með tilliti til þess að Friðrik hefur að undanförnu sinnt öðru fremur en skákinni og stund- að háskólanámið af kappi. En það virðist ekki hafa háð hon- um. Friðrik er það harður skákmaður að vitað var að með örlítilli heppni gat hann náð góðum árangri á þessu móti. En eftir þennan skemmti lega sprett hans í 8., 9. og 10. umferðunum er hann öruggur með að verða ofarlega. Freysteinn Þorbergsson: Þó Friðrik hafi oft staðið sig glæsilega, hefur frammistaða hans aldrei jafnast á við þetta. Ég taldi það góðs viti að Frið- rik gerði jafntefli í fyrstu skákunum. Það benti til þess að hann væri í góðri æfingu, en ekki þreyttur, og að Reykja víkurmótið og einvígið við Inga hafi verið gott fyrir hann. Skákmótið í Los Ange- les er mesti skákviðburður árs ins, og ef Friðrik tekst að halda sínu í síðustu tveimur skákunum, verður það bezta frammistaða hans i glæsileg- um skákferli. 1. c2—c4 Rg8—f6 2. d2—d4 e7—e6 3. Rgl—f3 b7—b6 4. g2—g3 Bf8—b4t 5. Bcl—d2 Bb4xBd2t 6. DdlxBd2 Bc8—a6 7. Rbl—a3 0—0 8. Bfl—g2 c7—c6 9. O—O d7—d6 10. Hfl—dl Rb8—d7 11. Hal—cl Dd8—e7 12. Ríi3—--c2 Ha8—c8 13. Dd2—b4 Ba6—b7 14. Db4—a3 Hc8—c7 15. Rc2—^3 g7—g6 16. Rf3—e5 c6—c5 17. Bg2xBb7 d6xRe5 18. Bb7—g2 e5xd4 19. Hdlxd4 Rd7—e5 20. Hd4—dl Re5—c6 21. Bg2xRc6 Hc7xBc6 22. Hdl—d3 Hc6—d6 23. Hcl—dl Hd6xHd3 24. Da3xHd3 Hf8—c8 25. f2—f3 Kg8—f8 26. Kgl—f2 Kf8—e8 27. Dd3—a3 Hc8—c7 28. Da3—c3 Hc7—d7 29. HdlxHd7 Ke8xHd7 30. Dc3—e5 De7—d8 31. g3—g4 h7—h6 32. h2—h4 Rf6—e8 33. g4—g5 h6xg5 34. h4xg5 Re8—d6 35. De5—f4 Rd6—f5 36. Re3xRff e6xRf5 37. e2—e4 Kd7—e6 38. e4xf5 e6xf5 39. Df4—e3+ Ke6—d7 40. De3—d2t Kd7—e8 41. Dd2xDd8t Ke8xDd8 42. Kf2—g3 gefið — bteindór Framih. af bls. 6. Steindór var kvæntur góðri konu, Ásrúnu Sigurðardóttur frá Sigluvík á Svalbarðsströnd Jóns- sonar. Þau eignuðust fimm börn, tvo sonu og þrjár dætur, og eru þau öll löngu uppkomin og gift hér í Reykjavík. Það var þeim hjónum mikill harmur, er þau misstu í fyrra tengdason sinn og uppkominn dótturson með ör- skömmu millibili úr sjúkdómi, sem ekki varð við ráðið. Og nú fyrir skömmu er þungur harmur að Steindóri kveðinn í missi konu hans Ásrúnar, sem andaðist hinn 14. júní síðastliðinn. Hún hafði, að kunnugra dómi, verið honum góður lífsförunautur, enda unni hann henni og virti um aðra menn fram. Þó að skuggi ástvinamissis hvíli þannig yfir þessum afmælis degi Steindórs Einarssonar og hann sjálfur gangi eigi heill til skógar, getur hann á þessum tímamótum litið yfir dáðríka og athafnasama ævi, sem margt má af læra og verðskuldar skilmerki legri frásögn en hér er unnt að færa í letur. Með einlægri afmæliskveðju. Guðni Jónsson - Halldóra Framhald af bls. 11. Ekki fór Halldóra reynslulaus gegnum lífið því lögmáli verða flestir að hlita, en öðrupn þræði var lífið henni gjöfult. Hún átti ágætan eiginmann góð og mynd- arleg böm og tengdaböm. Þau hjónin voru mjög samrýmd og lifðu í farsælu hjónabandi í 46 ár. Efnin voru góð og sparði Halldóra hvorki fé né fyrirhöfn öðrum til hjálpar hvenær sem hún gat því viðkomið. Hennar mesta yndi var að gleðja aðra, enda ávann hún sér ást og virð- ingu samtíðarmanna sinna. Síð- ast liðið ár var heilsu Halldóru mjög tekið að hnigna, en hún hafði þó oftast fótavist þar til hún veiktist skyndilega. Hún lá stutta en þunga legu og andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 14. þ.m. Halldóra og Jón vom næstu nágrannar foreldra minna ára- txljum saman, það var daglegur samgangur á milli heimilanna, þar bar aldrei skugga á. Betri nágranna var ekki hægt að kjósa sér. Við hjónin vottum eiginmanni og fjölskyldu hinnar látnu okk- ar dýpstu samúð. Ég kveð hana með hjartans þökk fyrir langa og trygga vin áttu og ómetanlega góðvild við mig og foreldra mína. Ég bið henni allrar blessunar á landi lifenda. Guðrún Sigurðardóttir. í dag fimmtudagnn 25. júlí, verður jarðsett frá Stokkseyrar- kirkju frú Halldóra Sigurðardótt ir, kona Jóns Magnússonar, fyrr- verandi kaupmanns á Stokks- eyri. Hún andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 14. þ.m. Hatldóra var fædd 30. júní 1894 að Vegamótum á Seltjarnar nesi, dóttir hjónanna þar Sigurð- ar og Guðríðar. Árið 1917 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Jóni Magnús- syni, kaupmanni á Stokkseyri, og fluttist þá til Stokkseyrar og átti þar heima síðan, þar til fyrir fáum árum, að þau hjón fluttu til Reykjavíkur. Börn þeirra Jóns og Halldóru eru fjögur á lífi, þrír synir og ein dóttir, öll uppkomin. Synirnir Magnús, bifreiðar- stjóri, Sigurjón, bifvélavirki og Kristmundur Haukur, allir kvæntir og búsettir i Reykjavík og dóttirin Sigríður gift Karli Karlssyni, skipstjóra í Þorláks- höfn. Halldóra sál, var mikil dugn- aðar- og rausnarkona svo af bar. Er þvi viðbrugðið hversu heim ili hennar hér á Stokkseyri var með miklum glæsibrag og til fyrirmyndar í allri umgengnL Hefur margur hér notið góðvild- ar og gestrisni á því heimili, sem öllum stóð opið til fyrirgreiðslu og ekki sízt hinum fátæku, er í nauðir rak. Hefi ég fáar konur þekkt er látið hafa hjálp sína í té með jafn mikilli ánægju og höfðings- skap og Halldóra í Skálavík gerði. Af þessum sökum, og fleiri mannkosta hennar mun hennar sárt saknað hér í sveitinni sinni og lengi minnst með þakklátum huga góðvildar hennar og hjarta hlýju, sem hún var svo rík af. Mestur mun þó söknuðurinn vera hjá eftirlifandi manni hennar og börnum, sem notið hafa ástríkis hennar um langa ævL Blessuð veri hennar minning. Á. E. Flutti 5 sjúklinga 1 GÆR hafði Björn Pálsson mikið að gera í sjúkraflugi og flaug hann fimm sjúkling- um til lækninga. Fyrst sótti hann mjög veik- an mann til Egilsstaða. siðan lítinn dreng, sem var mjög þungt haldinn í Neskaupstað. Þá sótti hann slasaðan mann til Blönduóss og veikar kon- ur til Hólmavíkur og Önund- arfjarðar. Tveir slasaðir menn bíða ferðar á Vopnafirði en ekki var hægt að sækja þá vegna slæms veðurs. - Utan úr heimi Framhald af bls. 10. fyrstu Gemini-tilraunina fyrr en eftir tvö ár. Þótt áhugi manna beinist þannig í mestum mæli að ferð um manna út í geiminn, og mestu fé sé varið til þeirra tilrauna, er á það minnt, að frá sjónarmiði vísinda og hag nýti hefur hvað mestur árang ur náðst með hinum fjöl- mörgu gervitunglum, sem bú in eru margbreytilegum og flóknum vísindatækjum, er inna af hendi rannsóknir á sviði veðurfræði, siglinga- fræði fjarskipta o. s. frv. — og þar hafa Bandaríkjamenn ótvíræða forystu. Sérstakar vonir binda menn nú um þess ar mundir við Synchom-gervl tunglið svonefnda, en með ör fáum slíkum er hugsanlegt að koma á ágætu fjarskiptasam- bandi milli allra hluta heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.