Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1963, Blaðsíða 13
/ Fimmtudagur 25. júlí 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 í 15. HEFTI hins mikla rit- verks síns, „Danmark under den anden verdenskrig“ grein ir danski ritstjórinn og fræð'i maðurinn Börge Outze nokk uð frá aðdragandanum að sam bandsslitunum við Danmörku og lýðveldisstofnuninni 1944. Segir Outze að Þjóðverjair hafi 1941 lagt mjög hart að Krist- jáni konungi að hann mót- mælti fyrirhuguðum aðgerð- um íslendinga, þar sem ísland var í þeirra augum hluti af því „svæði“, sem Þjóðverjar skyldu ráða að styrjöld Iok- inni. Outze segir að sú stað reynd að danska stjórnin hafi dregið mótmæli sín á langinu þar til málið rann út í sandinn hafi orðið til þess að Þjoðverj- ar hafi orðið kónginum reiðir. Á öðrum stað í sama hefti greinir Outze frá því, að ræða, sem Stauning forsætisráð- herra skyldi halda um íslands málin í þinginu, hafi verið send í afriti til Berlínar, þar sem hún hafi verið ritskoðuð, og að von Weizsácker, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneyt is nazista, hafi krafizt þess að Stauning væri harðyrtari, og fengið vilja sinn fram. Outze segir að ræðan hafi upphaf- lega verið rituð af Scavenius, Thorvald Stauning, forsætisráðherra Dana á gangi í Kaup- mannahöfn á styrjaldarárunum. Hann „sá“ aldrei hermenn . Þjóðverja þó hann mætti þeim á götu. I Þingræöu STAUNINGS varðandi ÍSLANDSMÁL var breytl í Berlín ’ Þjóðverjar lögðu hart að Kristjáni konungi að mótmæla lýðveldisstofnuninni — Töldu ÍSLAND til „yfirráða- svæðis" síns — Mjög merkar upplýsingar Börge Outze hinum mjög svo óvinsæla utan ríkisráðherra Dana á stríðsár unum. Börge Outze er einn af kunn ustu blaðamönnum Dana og aðalritstjóri Information, en það blað spratt upp af frétta- stofunni Information, sem rek in var af andspyrnuhreyfing- unni dönsku og Outze var pott urinn og pannan í. Ritverk hans um Danmörku á stríðs- árunum hefur vakið mikla at- hygli, en það kemur út hjá Hasselbach-forlaginu í Kaup- mannahöfn og gert er ráð fyr ir að alls komi út um 30 hefti. ÍSLAND tilheyrði drottnunar- svæði Þjóðverja Hér fara á eftir kaflar úr Ernst von Weizsaeker, ráðu- neytisstjóri utanrikisráðuneyt is Þjóðverja á striðsfuununi. Hann fékk íslandsræðu Staun ings senda frá þýzka sendi- herranum i Kaupmannahófn, og krafðist þess að breyting- ar yrðu gerðar á henni. Eftir styrjöldina lýsti von Weiz- sacker því yfir að hann ht-fði haft megnasta viðbjóð á srarfs aðferðura nazisvai 16. heftinu, sem fjalla um ís- land: „ á meðan augu heims- ins beindust að siglingaleiðun- um umhverfis ísland, gerðust að tjaldabaki alvarlegir hlut ir varðandi sambúð íslands og Danmerkur. Dönsku stjórn- inni var skýrt frá því að Al- þingi hefði samþykkt að ís- land hefði samkvæmt skiln- ingi þess öðlazt rétt til þess að slíta sambandinu við Dan- mörku, sem ekki gat staðið við sinn hluta samningsins, þ. e. a. s. gæta hagsmuna ís- lands erlendis etc. Boðað var að tengsl landanna yrðu ekki endurnýjuð er samningurinn rynni út, og að lýðveldi yrði sett á stofn á íslandi að styrj öld lokinni. Það var þó undir strikað í Reykjavík, að ekki væri tilhlýðilegt að láta af þessu verða eins og á stóð, en lengur en til stríðsloka yrði ekki hægt að bíða. Hefði ísland haldið fast við þessa stefnu og beðið þar til styrjöldinni var lokið, hefði verið komizt hjá mikilli biturð af hálfu Dana. Svo sem kunn- ugt er misstu menn í Reykja- vík þolinmæðina 1944 og ís- lenzkt lýðveldi var stofnsett. Styrjöldin hafði staðið leng- ur en gert hafði verið ráð fyrir 1941. Danska stjórnin svaraði því til, að hana skorti ekki skiln- ing á þélm erfiðleikum íslend inga, sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun Alþing is, en að stjórninni þætti ó- heppilegur tími hafa verið val inn. Stjórnin lýsti sig reiðu- búna til viðræðna þegar og aðstæður leyfðu — og að taka tillit til óska íslenzku þjóðar innar. Þjóðverjar lögðu strax hart að konunginum að hann mótmælti — raunar allt fram í ágúst. í augum Þjóðverja var ísland hluti af því „svæði", sem Þjóðverjar skyldu drottna yfir að styrjöld lokinni, og því reið á að viðhalda tengslum íslands og Danmerkur. Danska stjórnin dró málið á langinn þar til það rann út í sandinn. Varð þetta til þess að gremju gætti af hálfu Þjóð- verja í garð konungs. Ekki bætti úr skák að danska stjórnin mótmælti ekki er Bandaríkjamenn tóku við af Bretum á íslandi . .. “ Ræðu um íslanð breytt í Beriín Nokkru síðar segir Outze: „Frá þessum tímum liggur fyrir ein bezta sönnun þess, hversu gaumgæfilega Þjóð verjar blönduðu sér í dönsk málefni. Er þingið kæmi sam Framhald ú bls. 19 Erik Scavenius, utanrikisráð- herra Dana. Mjög gagnrýndur fyrir eftirlátssemi við Þjóð- verja. Það var hann. sem samdi ræðuna um ísland, sem ritskoðuð var, breytt í Berlín og Stauning flutli síð an í danska þinginu — með þýzku breytingunum. Tíminn flýgur-Því ekki þú? \/x^ 1-88 23 Flúgvélar okkar geta lent a öllum flugvöllum — flutt. yður olla leið — fljúgandi FLUGSÝN Hollandi Vattfóðruðu nælonúlpurnar eru komnar aftur. — Tilvalin í sumarferðalagið. Stærðir frá 12 ára. Fallegir litir. — Gott verð. Aðalstræti 9. — Sími 18860. Rafvirkjar Rafveiturnar á Reykjanesi vilja ráða fastan starfs- mann til þess að annast eftirlit með raflögnum, út- tekt nýlagna o. fl. — Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Rafveitu Kefla- víkur fyrir 15. ágúst n.k. Hjúkrunarkonur Vinnuheimilið að Reykjalundi óskar eftir tveimur hjúkrunarkonum. — Annarri strax, hinni frá 1. september n.k. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunar- konan. — Sími um Brúarland. Eg undirritaður framleiði eins og á undanförnum árum hin vinsælu svalahandrið og girðingar úr gjallsteini. LQYE handrið líka bezt handrið viða sést handrið laða gest handrið standast flest. Sendi hvert á land sem er. Þorsteinn Löve Múrarameistari — Símar 33734 og 37960. VQNDUÐ FALLEG ODYR UR Siqurpórjónsson <£co JJafiuvvtnrti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.