Morgunblaðið - 28.07.1963, Page 16

Morgunblaðið - 28.07.1963, Page 16
16 1U O R C V IV B T. 4 Ð I Ð StmTradagur 28. júlí 1963 r Guömundur Frímann skáld sextugur Á MORGUN, 29. júlí, er Guð- mundur Frímann, sextugur. Um hann og skáldskap hans mætti skrifa langt mál. Það verður þó ekki gert hér, heldur verður þetta stutt afmæliskveðja frá mér á þessum merku tímamót- um í lífi hans. Urigur kvaddi hann sér hljóðs með ljóðakveri er nefndist: Náttsólir, útgefið í Reykjavík 1922. Bókin fékk ekki allskost- ar góða dóma, en í henni eru þó snotur kvæði, sum að vísu í grátljóðastíl, en það var tízku- fyrirbrigði í islenzkum ljóðbók- menntum fyrir fjörutíu árum. Önnur fræg grátljóðskáld þeirra tíma voru m.a. Kristmann Guð- mundsson, Steindór Sigurðsson og Sigurður Grímsson. Eftir útkomu Náttsóla tók Guð mundur Frímann þann kost að láta ekkert frá sér fara í áratug. Skáldið var í deiglu. En árið 1933 kom út í Reykjavík ljóðabókin: Úlfablóð, undir dulnefninu Álf- ur frá Klettstíu. Fróðir menn vissu þó að höfundurinn var Guðmundur Frimann. í þeirri bók eru kvæði ágæt, en hún mun þó ekki hafa vakið veru- lega athygli, enda áhugi fyrir ljóðlist þverrandi með þjóðinni, þótt síðar keyrði þó um þverbak í þeim efnum. Árið 1937 verður að teljast merkilegt bókmenntaár, því að þá kom út Ijóðabókin Störin syngur eftir Guðmund Frímann, Hún er bæði að efni og frágangi lista- verk. Einhverjir kunna að hugsa sem svo, að litlu skipti hvernig bækur séu gefnar út, ef inni- haldið er gott. En það er mesti misskilningur. Fer því bezt á að hvað hæfi öðru. Störin syngur var útgefin á Akureyri en þar eru heimkynni höfundar. Bókin er skreytt pennateikningum við upphaf kvæðanna, og eru þær teikningar eftir skáldið sjálft, en Guðmundur Frimann er maður listfengur mjög og var m.a. við nám einn vetur hjá Einari Jóns- syni, myndhöggvara, en það er önnur saga. Störin syngur markar tímamót í íslenzkum skáldskap bundins máls. í henni er nýr og ferskur tónn. Með henni kom nýtt blóð inn í ljóðbókmenntir vorar Þó mun henni hafa verið tekið heldur dauflega, og aldrei hefur skáldið Guðmundur Frímann hlotið þá viðurkenningu er hon- um ber með réttu sem einn fremsti Ijóðsnillingur vorra tima. Laun heimsins eru söm við sig. Ennþá stendur fyrir hugarsjón- um mínum, ívafið sólgliti minn- inganna, sá mikli bókmenntavið- burður er Störin syngur kom út. Ég var tæplega tvítugur, og drakk í mig hvert kvæði bókar- innar eins og þyrstur maður svaladrykk. Það var mikil andleg nautn. Ég var í sjöunda himni. Hér var nýtt skáld af Guðs náð. Slíkt var ekki daglegur viðburð- ur í fábreytni íslenzkrar bókaút- gáfu á árunum fyrir 1940 (og raunar ekki síðan heldur). Og þótt Guðmundur Frímann hafi ort og gefið út fleiri en eina ljóða bók eftir útkomu þeirrar bókar, er um ræðir, og margt hefur hann gert vel síðar og sumt með ágætum, þá hefur hann samt aldrei farið fram úr því bezta í Störin syngur, enda ekki auðgert. CARIO-sófasettið er með springi í baki og lausum svamppúðum í sæti. — Á CARIO-sófasettið má velja: belgísk, þýzk, dönsk og íslenzk áklæði. deildin tekur í umboðssölu notuð húsgögn, ef þér skiptið, og fáið ný í Skeifunni. Skeifan annast þannig um allt. Selur yður ný húsgögn á góðum skilmálum og annast fyrir yður sölu hinna gömlu. Ef yður vantar notuð húsgögn eða staka muni þá komið í B-DEILDINA í KJÖRGARÐI. B SKEIFAN - KJOROARÐ! - SÍM1 16975 heitir þetta nýja og glæsilega sófasett Af þeirri bók er hvert skáld full- sæmt, en nóg um það. Hér hefur í stuttu máli verið rætt um skáldið Guðmund Frí- mann, víkjum þá ögn að mannin- um. Ekki setur skáldid niður við þau kynni (Slíkt er þó ekki óal- gengt). Til gamans skal ég segja hér eina litla sögu sem lýsir manninum vel. Er ég var eina sinni sem oftar staddur á Akur- eyri fyrir nokkrum árum, og gisti hjá bókaútgefanda, góðum kunn- ingja mínum, var ég vakinn einn morgun og sagt að Guðmundur Frímann vildi tala við mig. Er- indið var að bjóða mér að keyra mig í bíl sínum fram að Grund í Eyjafirði og sýna mér staðinn, en þangað hafði ég ekki komið og stóð löngun mín til þess. Þetta vissi Frímann. í stuttu máli: Ferð in að Grund, viðstaðan þar og heimferðin var ein sólskinsstund, er ég geymi í sjóði minninganna. Þannig er Guðmundur Frímann. Heimili Guðmundar Frímanna er mikið menningarheimili. Þar er annað stærsta og merkasta einkabókasafn norðanlands, og eru bækurnar flestar innbundnar í „privat“-band af Frímanni sjálf um, enda er hann meistari í bók- bandsiðn og kennari sem slíkur við Iðnskóla Akureyrar, þar sem bróðir hans Jóhann Frímann (sem einnig er skáld) er skóla- stjóri. Kona Guðmundar Frímanns er Ragna Jónasdóttir skipstjóra á Akureyri, Hallgrímssonar, og eiga þau fallegar dætur. Þangað vildi ég gjarnan vera kominn, en verð að láta mér nægja að senda þeim kveðju úr fjarlægð með ósk um gæfu og gengi, hér eftir sem hingað til. Lifið öll heil! Reykjavík, 28. júlí 1963. Stefán Rafn. aS aug'vsmg ) stærsta og úthreiddasta blaðinu borgar sig bezt. JBorgtwÞIftMft Peningalán Útvega peningalán: Til nýbygginga. — endurbóta á íbúðum. — íbúðarkaupa. Uppl. kl. 11-12 f.h. og 8-9 e.h. Margeir J. Magnússon. Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. 0. Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. ^ V .• i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.