Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 22

Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. júlx 1863 Vandamál konunnar: Þær SVÖRTU slétía hárið Þær HVÍTU krulla það Svona hafa flestar stúlkur og allar telpur hárið hvers- dagsiega. ALLAR KONUR vilja hafa fallega hárgfeiðslu og hafa með tímanum verið fundin upp alls kyns vélabrögð til að ná því mai-kmiði. En hvað er falleg hárgreiðsla? Það virðist vera að fá hárið til að liggja öðruvísi en það er af guði gert. Að þeirri niðurstöðun komst ég, þegar ég sl. vetur sat í fyrsta skipti í hár- greiðslustofu einni í Federal Palace Hotel í Nigeríu í Afríku. Þarna sátum við hlið við hlið, hvítar og svartar, þær hvítu kepptust við að fá hárið til að krullast og rísa, en þær svörtu reyndu með öll um ráðum að slétta úr sínu hári. Hárgreiðslumaðurinn, Edd- ie Michell, sagði mér að það væri helmingi erfiðara að slétta hár svertingjanna en að greiða hvítum konum svo vel færi, a.m.k. vildi helzt engin af hárgreiðslukonunum hans greiða kynsystrum sínum, ef þær gætu komizt hjá því. Það væri svo mikil vinna. Aðferð in er í stuttu máli þessi: Fyrst er borin feiti í hrokk ið hárið, til að vernda það og síðan er það sléttað með heitu knxllujárni, lokkur eftir lokk. Krullujárnið hefur nokkurs konar greiðu og spaða, en er ekki vafið upp á það, eins og krullujárnin okkar í gamla daga. Eftir þá meðferð stend ur hárið strítt út í loftið, og hægt að setja í það stórar rúllur og greiða það líkt og hár hvítra kvenna. Hárið er mjög stíft og óþarfi að „túb- bera“ það. Þegar hárlagningin fer að fara úr, verða lokkarn ir ekki sléttir, i^eldur hrokkn Slétt hár er draumur allra svartra kvenna. Um leið og lít ið stúlkubarn fæðist með nokkra svarta hártoppa, hrokkna ofan í hársvörðinn, byrjar móðirin að hafa af þessu áhyggjur. Strax og nokk ur tök eru á, fer hún að vefja hárið upp í smá vöndla og binda það með svörtum tvinna. Og þannig eru allar litlar telpur um höfuðið og fullorðnar stúlkur reyndar líka. Þær hafa hárið þannig upp snúið hversdagslega, til að reyna að hafa það sem slétt ast þegar mikið liggur við. Það er mikil fyrirhöfn að greiða sér og þarf helzt hjálp til þess, enda þarf ekki að vefja það upp á hverjum degi, Hárinu er skipt í ferninga eða rendur, hver kafli vafinn upp og sívafinn svörtum tvinna, Standa hároddarnir þá í allar áttir. Aðrar flétta lokkana í örfínar rennur við hársvörð- inn, til að reyna að hafa teygt á hárinu. Slétt strítt hár er þeirra takmark, og mikið er fyrir því haft að fá það. Á meðan ganga íslenzkar stúlkur með rúllur og pinna í hárinu, jafnvel á almanna- færi, til að hafa það ekki slétt og hangandi þegar míkið ligg- ur við. — E. Pá. ír. Fyrst er hárið sléttað með heitu járni og síðan strítt hárið vafið upp. Þá gctur hárgreiðslu- maðurinn, Eddie Mitchell, greitt það líkt hárinu á hvítum konum. Gamli Landakotsspítalinn stendur fram á haust ENN dregst nokkuð að rífa gamla Landakotsspítalahúsið, þar að tafir hafa orðið á að ljúka í nýrri byggingunum rannsóknar- stofum, sem flytja átti í úr gamla spítalanum og lagfæra ýmislegt, að því er blaðið fékk upplýst hjá dr. Bjarna Jónssyni yfirlækni í gær. Áformað hafði verið að rífa gamla spítalahúsið 1. ágúst. Nokkuð er síðan séð varð fyrir að sú áættun gæti ekki staðizt c kvaðst dr. Bjarni efast um að hægt yrði að byrja 1. september. Gamla spítalahúsið á að hverfa og þar á að byggja litla skrif- stofubyggingu, sem tengir sam- an nýrri húsin. Á þar að vera anddyri, skrifstofa, móttaka fyrir sjúkrahúsið, fatageymsla og þess háttar. Hafði verið gert ráð fyrir að slá upp fyrir þessu húsi í haust og steypa það í vetur. Róm 25. júlí AÐ MINNSTA kosti einn maður lézt og margar byggingar skemmdust í jarðskjálftum, sem í morgun urðu ca 100 km. NA af Róm. Fórnarlambið var vist- maður á elliheimili sem kastaði sér í ofsahræðslu út um glugga, og lézt af meiðslum nokkru síðar. I þorpinu Amatrice og nágrenni bjóst fólk til þess að sofa undir berum himni þriðju nóttina í röð, en jarðskjálftahræringar hafa verið þar sl. tvo sólarhringa Vinyl grunnmálning er algjör nýjunf. Vínyl grunnmólníng sporar yður erfiði tíma og fyrirhöfn. Vínyf grunnmólning f>ornor 6 V3.-V/2 kfst. Vinyf grunnmófning or wtfuff sem grunn- mólning úti og inni á tré, járn og stoin. Yfir Vinyf grunnmáfninguno má máfa meS •llum algengum málningartegundunw

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.