Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 1
24 síðui*
Skýrsla Dennings lávarðar um Profumó málið:
Öryggi Bretlands ekki hætt
Ber blak af leyniþjónustínni
Sagt, að siðspilling hafi ekki
aukizt meðal brezkra ráðamanna
London, 26. september — AP-NTB
•Jt Hálfri stundu eftir miönætti í nótt var birt skýrsla
Dennings. lávarðar, um mál Profumo, fyrrverandi hermála-
radherra Bretlands, og ungfrú Christine Keeler, sem valdið
hefur svo miklum úlfaþyt og æsingi í Bretlandi og víðar. I
fckýrslunni staðhæfir lávarðurinn, að orðrómurinn um að
Profumo hafi látið af hendi leyndarmál, er varða öryggi
brezku þjóðarinnar, eigi Við engin rök að styðjast, og telur
ekki, að spilling hafi aukizt meðal opinberra embættismanna
í æðstu stöðum.
■Jr I.ávarðurinn sýknar brezku leyniþjónustuna af á-
kærum um að hafa sýnt vanrækslu með því að koma ekki í
veg íjrir áframhaldandi samband hermálaráðherrans og
ungfrú Keeler, og segir enga stofnun þarlenda hafa heimild
tii að stjórna hegðun ráðherra. „Er það víst og bezt“, segir í
skýrslunni, „meðan ekki er lögregluríki í Bretlandi“.
•Jr Denning lávarður hef- ( aðrir áhrifamenn hafi komið
ur átt samtöl við meira en
150 manns, þar á meðal Mac-
millan, forsætisráðherra, og
allmargar vændiskonur. —
Hann gerir ekki tilraun til
þess að hreinsa ráðherra
brezku stjórnarinnar af þeim
orðrómi, að þeir hafi haft
mök við vændiskonur eða tek
ið þátt í ýmis konar kynferðis
svalli. Segir í skýrslunni, að
niðurlægjandi og siðspillandi
svallveizlur hafi verið haldn-
ar, en ekki hafi fundizt sönn-
ur fyrir því, að ráðherrar eða
þar nærri. .
Lávarðurinn segir það
hafa sannazt, að nokkrar mann-
eskjur hafi haldið veizlur, þar
sem átt hafi sér stað allskyns
kynferðissvall og kynvilla. Vitað
sé um dæmi þess, að maður nokk
ur hafi borið fram málsverð,
klæddur svartri grímu einni fata,
og ofurlítilli dulu um sig miðjan.
Segir lávarðurinn, að sér hafi
skilizt á þátttakendum í sam-
kvæminu, að hér hafi verið um
gamanmál að ræða, maðurinn
hafi leikið „þræl“, og verið bar-
inn milli þess, sem gestir
skemmtu sér við kynmök. —
Lávarðurinn kveðst hafa fengið
upp nafn þessa manns, og rætt^
við hann. Því fari fjarri, að þetta
sé brezkur ráðherra, er bendl-
aður hafi verið við slíka hegðun.
Segir lávarðurinn manninn
skammast sín mjög fyrir atferli
sitt.
Þá segir hann ennfremur, að
læknirinn Ward, sem nú er lát-
inn, hafi óefað verið viðstaddur
nokkur slík samkvæmi, og ung-
frúrnar Christine Keeler og
Mandy Rice-Davies, að minnsta
kosti einu sinni.
■yt Lávarðurinn drepur einnig
í skýrslunni á „hauslausa mann-
inn á myndinni“, sem hefur verið
ein hneykslissagan enn, og komst
á kreik í skilnaðarmáli hertoga-
hjónanna af Argyll. Hafði her-
toginn í fórum sér mynd af
manni í lítt sæmandi ástandi, en
höfuðið vantaði. Var sagt, að þar
væri kominn brezkur ráðherra,
og hefði sá greitt hertoganum
Framh. á bls. 23
MEÐFYLGJANDI mynd lýsir
betur en nokkur orð þeirri
sorg, er ríkir meðal blökku-
manna í Birmingham eftir lát
blökkustúlknanna f jögurra,
sem fórust, er sprengju var
varpað að sunnudagaskóla í
borginni. Þessi villimannlega
aðferð andstæðinga blökku-
manna hefur vakið viðbjóð
um gervöll Bandaríkin og
minnstu munaði að til blóð-
Vissi enginn?
FYRIRLESARA brezka út
varpsins sagðist svo frá í
nótt, eftir að Denning-
skýrslari var birt, að lávarð
urinn hefði komizt að raun
um, að Profumo-málið
heyrði ekki undir forsætis-
ráðherra heldur fyrst og
fremst innanríkisráðherra.
Öll meðferð málsins benti
hinsvegar til þess að
hvorki ráðherrum, stjórn-
arandstöðunni né almenn-
ingi hefði verið þetta ljóst
— m.a. hafi Brooke innan-
ríkisráðherra alls ekki ver-
ið viðstaddur, þegar stjórn
in fjallaði fyrst um mál
Profumos.
ugra óeirða kæmi í Birming-
ham.
Síðan hafa orðið margar
sprengingar í borginni, en eng
inn valdið mönnum skaða. —
Síðast í fyrrinótt sprungu
tvær sprengjur, sem varpað
var úr bifreið á hraðri ferð
— með þeim afleiðingum að
tvær íbúðir löskuðust og rúð-
ur brotnuðu í nærliggjandi
húsum.
>
Sölumennirnir umdeiidu fóru
eins að í Bretlandi og irlandi
SVO sem kunnugt er hafa
orðið miklar umræður í blöð-
um borgarinnar um sölumenn-
ina frá bandaríska blaðsölu-
fyrirtækinu Hi Fidelity
Circulation Guild. Bárust blöð
unum kvartanir um, að hér
væru á ferðinni menn, er
svikju út áskriftir á erlend
tímarit, tækju greiðslu fyrir-
fram, en settu enga tryggingu
fyrir því, að greidd tímarit
kæmust í hendur kaupenda.
Morgunblaðið hefur fengið
sendar úrklippur úr brezka
blaðinu The Observer — frá
21. og 28 apríl sl., þar sem
segir frá dvöl þessara manna
í Bretlandi og Irlandi og er
augljóst af skrifum blaðsins,
að framkoma þeirra hefur
verið þar með sama hætti og
hér. Þar segir m. a. að út-
gefandi timaritanna „Queen“
og „Go“ hafi 28. febrúar sl„
neitað fyrirtækinu um leyfi
ttl þess að selja þessi rit þar
sem honum féll ekki aðferð
sú, er þeir beittu við sófnun
áskrifenda.
Það var 20. apríl, sem mað-
ur nokkur í Lancashire skrif-
aði „The Observer“, að hann
hefði í júlí í fyrra (1962) orð-
ið bráð tveggja ungra og
elskulagra sölumanna, er
töldu hann á að gerast áskrif-
anda að bandarísku tímariti.
Hann greiddi áskriftargjaldið,
14 £ 14s. 5d., ’fyrirfram, en
þegar hann skrifaði blaðinu
hafði hann ekki séð tangur
eða tetur af því tímariti.
Kvaðst hann aðeins einn af
mörgum í sinni sveit, er
hefðu þessa sögu að segja.
28. apríl skrifaði blaðið svo
ýtarlega grein um mál sölu-
manna Hi Fidelity Circulation
Guild og fleiri fyrirtækja er
beittu líkri aðferð og virtist
nokkuð samband á milli
þeirra allra. Þá segir blaðið
að því hafi borizt mikill
fjöldi kvartana frá fólki, er
greitt hafi áskriftargjöld fyrir
fram, en engin tímaritin eða
hlöðin séð.
Blaðið sagði, að bandaríska
sendiráðinu í London hefði
einnig borizt kvartanir, en
talsmaður þess sagt, að málið
væri ekki innan þess
verkahrings. — Ennfremur
sagði blaðið eftir talsmanni
brezku leynilögreglunnar, að
hún hefði gert fyrirspurnir
um fyrirtækið og ekkert það
komið í ljós, er réttlætti frek-
ari aðgerðir í málinu af henn-
ar hálfu.
„The Observer“ sagði, að
fyrirtækið Hi Fidelity Circul-
ation Guild Inc, hefði aðal-
skrifstofur í 331 Washington
Street, Newmarket, New Jers-
ey. Það hefði hafið starfsemi
sína í Dublin, snemma ársins
1961, með þvi að opna skrif-
Framh. á bls. 23
Bylting í
Dominikanska
lýiveldinu
USA slitur stjórnmálasambandi
Santo Domingo, 25. sept. (NTB)
■Jr Stjórnarbylting var í
dag gerð í Dominikanska lýð-
veldinu. Forseta landsins,
Juan Bosch, og stjórn hans,
var vikið frá völdum, en fyr-
ir aðgerðum þessum standa
yfirmenn hersins.
Allt virðist með kyrr-
um kjörum í landinu, forset-
inn er kominn til Puerto Rico,
að því er síðustu fregnir
herma, en allmargir ráðherra
hans eru í haldi í Santo Dom-
ingo. Flugvöllurinn utan við
borgina er lokaður, ströng rit
skoðun er á fréttum og eftirlit
með fjarskiptum. Vopnuð ör-
yggislögregla er á verði við
helztu staði í borginni og
riddaralið gætir háskólans.
■Jr Bandaríkjastjórn hef-
ur tilkynnt, að hún hafi slitið
stjórnmálasambandi við Dom
inikanska lýðveldið.
f yfirlýsingu, sem liðsforingj-
ar þeir, er að byltingunni standa,
sendu frá sér í kvöld, segir, a3
Juan Bosch forseti og stjórn hanj
hafi dregið þjóðina inn í alþjóða-
deilur og skipað svo málum, að
kommúnistar hafi átt auðveldan
leik framundau. í yfirlýsingunni
er kommúnista-flokkur landsins-
ins lýstur í bann, stjórnarskráin
numin úr gildi og þingið leyst
upp. Tekin er upp að nýju sii
stjórnarskrá, er gilti árið 1961 og
sagt, að borgaraleg stjórn verði
sett á laggirnar þegar er unnt
sé. Undir yfirlýsinguna skrifa
yfirmenn landhers, flughers og
flota, nokkrir hershöfðingjar og
yfirmaður lögreglu landsins.
Framh. á bls. 2