Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 14
Í4 MÓRGÚNBLADfO Fimmtudagur 26. scpt 1963 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér vin- áttu á 80 ára afmæli mínu 5. sept. síðastliðinn. Guðm. Halldórsson, Grundarstíg 5. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig' á sjötugsafmæli mínu þann 10. september s.l. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Andrés Björnsson, Snotrunesi. Fjölskyldu minni, vinum og kunningjum nær og f jær, er heiðruðu mig með höfðinglegum gjöfum, hlýjum kveðjum og blómum á sjötugsafmæli mínu 10. sept. s.l. þakka ég af heilum huga. Öllum þessum vinum mínum sendi ég kærar kveðjur, og, bið guð að blessa þá í nútíð og framtið. Eiður Sigurjónsson frá Skálá. Ungllngspiltur óskast nú þegar til starfa í vörngeymslu vorri. Landssmiðian Svampfóðraðir nylonfrakkar á karlmenn. — Amerísk snið. Verzl. Sel Klapparstíg 40. ,t, Móðir okkar INGIBJÖRG BENÓNÝSDÓTTIR frá Isafirði, andaðist þriðjudaginn 24. sept. — Jarðsett verður á Isafirði. Börnin. Kveðjuathöfn um eiginmann minn ÁSMUND JÓNSSON skáld, frá Skúfsstöðum, verður í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag fimmtudag kl. 10,30 árdegis. Athöfninni í kirkjunni verður út- varpað. Jarðsett verður síðar frá Hóladómkirkju í Hjaltadal. Kransar afbeðnir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands og Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra. Irma Weile Jónsson. Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐBJARGAR TÓMASDÓTTUR Hvilft, Önundarfirði. Jón R. Sveinsson, synir og tengdadætur. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma MARÍA ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 27. sept. kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Eiríkur Jónsson, Jón Eiríksson, Helga Eiríksdóttir, Guðmundur Jónsson, og bamabörn. Innilegar þakkir og kveðja til allra nær og fjær sem heiðruðu minningu manns míns og föður okkar OSYALDS EYVINDSSONAR Jóhanna Guðmundsdóttir, Sophía Osvaldsdóttir, Davíð Osvaldsson, Anna Osvaldsdóttir, Guðrún Osvaldsdóttir, Guðmundur Osvaldsson. — Minning Framh. af bis. 11 Vorið 1914 dvelur Ágúst um tíma við sjóróðra á Flateyri. Þar kynnist hann eftirlifandi konu sinni ElísabetU Önnu Guðha- dóttur, er þa var ráðskona í Torfahúsi hjá bróður sínum Ás- gedri Guðnasyni, sem þá var orðinn útgerðármaður ö,g seinna kaupmaður á Flateyri. Vorið eftir ræðst Elísabet káupakona að Sæbóli ti'l Ágústar, og uan haustið, — 18. nóvember 1916 gifta þau sig, og hafa búið á Sæ-bóli síðan við rausn og sóma. Þau hjónin eignuiust fjögur mannvænleg börn, sem öll eru nýtir þjóðfélagsþegnar, -— Guð- mundujr elztur, þá SteinUnn og Guðni, en Jónína yngst, gift á Flateyri. Fjölskylda Ágústar og Elisabetar á Sæbóli hefur verið samihent og þrjú elztu sy&tkynin hafa að jafnaði verið heima að einhverju leyti ár hvert. Ágúst á Sæhó'li var glaðlyndur og góðlyndur. Hann var pruð- menni og snyrtimenni í allri umgengni. Hann var félagslynd- ur og var einn af stofnendum U.M.F. Vorblóm á Ingjaldssandi, og bændafélagsins Eining og tók virkan þátt í félagslífi sveitar sinnar. Hann margfaldaði ræktað land jarðar sinnar, og hýsti hana nýtízkulega á síðustu búskapar- árum sínum. Hann var duglegur ferðamaður og fær með afbrigð- um, og bjargaði því fé úr ófær- um og svelti jöfnum höndum fyrir sjálfan sig og aðra. Þær eru ótaldar ferðirnar, sem hann fór út í Purku og Völlur og inn í Núp, eða á Skagahlíðar. Hann vildi öllum liðsinna, sem bágt áttu, og sótti oft lækni handa sjúkum og kom stundum kalinn á höndum og fótum til byggða úr slíkum svaðilförum. Búpen- ing sinn hirti hann og ræktaði svo að til fyrirmyndar er og naut þar dyggilega samstarfs barna sinna og konu. Fjárbúi hans var viðbrugðið og fyrr á árum átti hann að jafnaði föngulega sauða- hjörð fagurlega vaninhyrnda. Ágúst var stétt sinni til sóma og skarð hans sem bónda er vandfyllt. Dagarnir eru stuttir. Águst hefur vikið burtu. í þetta sinn er hann einn á ferð. Karlmann- lega hvarf hann frá verki. Líf hans varpar birtu yfir samtím- ann, — lengir daginn, — og hjálpar nútímanum að fóta sig og rótfesta á kvikri kjarnorkuöld. Jón Ingiberg Bjarnason. Vaxinn upp á Vestur-fjörðum vænsti sveinn í hýra dalnum, þar sem fögur brostu á börðum blóm við þér y fjallasalnum. Brimsins gnýr þar berst að landi, — ból þér tókst á Ingjaldssandi. Fannst hér blíður, ást og yndi allt er þráði sveinsins hjarta. Út með sjó og upp að tindi æskuvorið lék sér bjarta. Hreifstu með af hýrum vonum, hjartans þrám og framkvæmd- onum. Hér fór vorsins vökumaður viljans stáli hörðu gæddur. Ötull drengur, handa-hraður harðri brynju í var klæddur. Brast ei kjark í bylgjum hörðum brattra heiða á Vestur-fjörðum. Snemma hafin garpsins ganga, gæfan virtist leika í spori. Yfir brúnum, enni, vanga áform lýstu karlmanns þori. Hugur djarfur, happaslyngur. Heill þér mæti Vestfirðingur. Setið hefur á Sævarbóli sæmdarmaður heiðursdaga. Árla morguns oft á róli, — iðja græna lfta haga. Dýrðarsýn í dásemd skoða, — Drottins verk í morgunroða. Sjá og dáðst frá Sævar-bóli sólina fögru gylla æginn, lifðir í hennar líknar — skjóli langan starfs- og ævidaginn. Lifs er gjafi og ljóssins geima lýsi hún þér til æðri heima. Guðmundur Guðmundsson Sendisveinn óskast allan dagiiin. Slippfélagið í Reykjavík Mýrargötu 2. Sendisveinn Sendisveinn óskast 1. okt. n.k. -— Uppl. á skrifstofu vorri Suðurlandsbraut 4. Olíufélágið Skeljungur hf. Leiga af frystihólfum þarf að greiðast fyrir 1. október, annars verða hólfin leigð öðrum. Ishús Hafnarfjarðar hf. Ráðskonu vantar að Núpsskóla í vetur. Gott kaup. Upplýs- ingar gefur Fræðslumálaskrifstofan sími 18340 og skóiastjórinn, sími um Þingeyri. MlMIR HAFNARST RÆlI 15 S IM I 22865 Síðúegistímar í ensku Vegna þeirra sem ekki fengu tíma á kvöldnámskeiðum verða stofnaðir síðdegisflokkar næst- komandi mánudag. Innritun kl. 1 — 7. Karlmannafðt í glæsilegu úrvali. ♦ ♦ * Stakir tweed jakkar. Ný efni, nýir litir. * * * Stakar terylene buxur Allar stærðir. * * * Laugavegi 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.