Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 26. sept. 196i Rllviðri á ^Jorðurlandi og Vestfjörðum gangnamenn 80 kindur hrakningum, sjóhús sjó á Rauðasandi fauk á Höfðasfrönd Blönduósi, 25. sept.: — t A-Húnavatnssýslu var versta veður í gær og nótt og alls staðar kominn mikill snjór. Ekki tókst að koma öllu sláturfé til Blöndu óss og í dag vantaði 300 kindur í fulla fjártölu. Féð átti að koma úr Vindhælishreppi og Svína- vatnshreppL Allir flytja slátur- féð á bílum, en miklir örðugleik ar voru vegna snjóþyngsla og hríðar. Vegurinn í Norffurárdal er al- gjörlega ófær bílum, en í dag er veriff að brjótast með fé frá Þver á. Er það rekið niður á Skaga- strandarveginn en mun verða tekið þar á bíla. Svínvetningabraut er víða ó- fær og miklar truflanir hafa orð ið á fjárflutningum þaðan. í dag var reynt að senda bíl eftir fé fram í Vatnsdal, en hann varð að snúa við í Vatnsdalshólum vegna snjóþynglsa. Nokkrir bændur í austanverð um Vatnsdal eru nú að reka slát urfé áleiðis til Blönduóss og mun það verða tekið á bíl norður í Þingi. Ekki er víst, hvort hægt verð ur að ná fullri fjártölu á morg un. Mjólkurflutningabílar, sem fóru í Langadal, Svínavatns- hrepp, og Vatnsdal komu til Blönduóss 6—8 klst. seinna en venjulega og bíllinn, sem fór fram Langadal komst ekki nema að Gunnsteinsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Bólstaðahlíð sL nótt gistu gangna menn úr Seiluhreppi að Stafni Eggert Gíslasoo. í Svartárdal og fóru þaðan fram á heiði í morgun. Urðu þeir að snúa við vegna snjóþynglsa og gátu hvorki smalað fé né hross- um. Gangnamenn úr Lýtingsstaða- hreppi komu einnig niður að Stafni í dag án þess að geta nokk uð smaiað. En ekkert er vitað um gangnamenn úr Eyvindar- staðaheiði. Skagfirðingar, sem ætluðu að reka fé úr Skrapatungurétt í gær norður yfir Þverárfjall og Kolug afjall komust ekki nema að Þver- á í Norðurárdal, en lögðu á fjall ið í morgun. Hvammstanga, 25. sept.: — Hríffarveffur gerði hér seinni- partinn í gær og hélzt í nótt meff allmikilli snjókomu. Færð er sæmileg eftir affalvegum. Réttaff var í Mifffjarffarétt i fyrradag og var því lokiff um hádegi í gær. Fengu menn hið versta veffur heim meff fjársafniff og komust sumir ekki alla leiff vegna veffursins. I dag er sums staðar verið að draga fé úr fönn. Fjárleitirnar fóru fram í sæmi legu veðri, en skyggni var ekki sem bezt. Er leitarmenn voru að leggja á heiðina vildi það slys tiL að Sigurjón Sigvaldason, bóndi á Urriðaá, féll af hestbaki, er hestur hans fældist Var Sigurjón fluttur í sjúkra hús á Hvammstanga og er líðan hans sæmileg eftir atvikum. I*að fannst gangnamönnum tíð indum sæta, að er þeir voru nokkru fyrir norðan mörk Borg firðinga og Miðfirðinga, hittu þeir leitarmann frá Borgfirðing- um með tvo hesta til reiðar. Kvaðst hann hafa átt að leita að Arnarvatni og farið niður með varnargirðingunni, sem er á af- réttarmörkunum. Leitarmenn komu honum í skilning um, að hann væri að fara mikið út af fétti leið og fylgdu honum suður fyrir girðingu aftur og í Úlfs- vatn, en þar var þá flokkur Borg firðinga, er dvaldi þar þessa nótt. Bæ, Höfðaströnd, 25. sept.: — í fyrrinótt gekk mikið óveður með fannkomu yfir Skagafjörð austanverðan. Urðu af því mikl- ar truflanir á rafmagni og sam- göngum, símastaurar brotnuðu og stórt sjóhús fauk og átta menn lentu í erfiðleikum með fé. Síðdegis í gær var enn sjókoma, og munu bílar hafa setið fastir víðsvegar í sköflum. Féð er allt komið í hús, og mjög þröngt á því hjá þeim sem ekki eru farnir að siátra. Birni segist svo frá: Rafmagnslaust varð frá Skeiðs fossvirkjun og nálægt Bæ töld- um við 12 símastaura, sem höfðu lagzt út af. Á Hofsósi hefur raf- magnslína skemmzt mikið, og er sums staðar erfitt að aka um götur í þorpinu vegna þess að strengirnir liggja niðri. Af þess- um sökum er því sums staðar rafmagnslaust. Á Bæ á Höfðaströnd fauk stórt sjóhús, sem staðið hefur í 3 ætt- liði, mjög traustlega byggt 1888, gríðarstórt og öflugt hús. Á þriðjudaginn voru menn hér í göngum, en hér eru aðeins eins dags göngur. Voru gangnamenn kaldir og blautir er þeir komu heim, en ekkert hafði orðið að þeim. Hér stendur yfir slátrun, og gekk illa með féð úr dölunum, þar sem átti að slátra í dag. Fóru menn snemma af stað með reksturinn í slyddu og þurftu að moka sig sums staðar með féð gegnum 2 m. skafla á leiðinni. Komu þeir til Hofsóss síðdegis og var féð þá orðið slæpt og upp- gefið. Við höfðum haft spurnir af því að bílar hafi verið að festast í sköflum úti um vegi. Héraðs- læknirinn tjáði mér áðan að hann kæmist ekki út í Fljót nema í bíl með keðjur á öllum hjólum og alls ekki lengra en út í Haga- nesvík. Vonandi rætist þó úr þessu um leið og lægir. Patreksfirði, 25. sept.: — í gær gerði slæmt veður af norð austri með snjókomu og mátti heita bylur til fjalla. Réttir höfðu farið fram sl. mánudag og var fé yfirleitt geymt heima við hús, en svo illa vildi til, að á Rauðasandi, Rauðasandshreppi hrakti mikið af fé til sjávar og er vitað þegar að einn bóndi af sex, sem eru á Rauðasandi, missti þar 60 dilka og ær. Var þetta bóndinn í Gröf, Þorvald- ur Bjarnason, er varð fyrir þess um skaða. Ennfremur hafa þeg ar fundizt 13 kindur frá Lamba vatni, sem höfðu hrakið í skurði. Eins og gefur að skilja er þetta tilfinnanlegt tjón fyrir þá, sem fyrir þessum missi hafa orðið. — Trausti. GRÍMSSTÖÐUM, Mývatnssveit, 25. sept. — Hér er nú batnandi veður. Gangnamennirnir, sem sneru við heim í gær komu til byggða í gærkvöldi, en lögffu aftur af staff í morgun. Tefjast göngur því um einn dag. Kom- inn er allmikill snjór og slæmt smölunarveffur vegna dimmviffr is. Um tíma í gær var skyggni varla meira en 100 m. Nú er smalað suður í Herðubreiðar- lindir. Áður fyrr voru þetta 5 daga göngur. En nú er farið á bíl- um og féð tekið á bíla, svo stund um er hægt að ljúka því á einum degi. Annars er aðalgangnadagur inn á morgun. Eiga menn von á að erfitt verði að reka féð fyrir snjó, en þar sem komið er ágætt veður, ætti það að vera í lagi. Áður en farið var í göngurnar, fann ferðafólk, sem fór suður með Jökulsá tvö lömb við Upp- typpinga. En mjög fágætt er að finna fé þar framfrá. Lömbin voru frá Húsavík og kom ferða- fólkið með þau til byggða. í dag ætluðu bílar, bæði lang- ferðabílar og minni bílar að kom ast austur yfir MöðrudalsöræfL Komu trukkur og veghefill frá vegagerðinni að austan, og ætl- uðu að hjálpa bílunum aftur austur yfir, svo vegurinn opnast þá að einhverju leyti — Jóhann- es. Það batnar ekkert þó maður hafi áhyggjur segir húsfreyjan á Fossum STAFNSRÉTT er sem kunn ugt er ein stærsta rétt á land inu. Þangað smala Austur- Húnvetningar og Vestur Skagfirðingar fé sínu niður, allt framan frá jöklum. Rétt- Haraldur Agústsson. Sigurpáll og Guðm. Þóröarson eru báðir hættir síldveiðum in stendur fremst í Svartár- dal, á mótum hans og Fossa- dals, og skammt frá réttinni er bærinn Fossar, fremsti bær þar frammi í dölunum. í gær átti að rétta í Stafns rétt, hin fræga hrossarétt þeirra Húnvetninga og Skag- firðinga. Mbl. hringdi í Fossa í gær og fékk í símann hús- freyjuna, Jónu Sigurðardótt- ur. — Þeir eru ekki komnir niður, sagði hún. Það hefur verið hríðarveður hér í gær og dag. Svo það verður ekki af réttum í dag. — Hefur ekkert heyrzt frá þeim? Hvenær fóru þeir? — Þeir fóru á laugardag. Nei, það hefur ekkert frétzt. Þeir hafa tafist vegna veðurs. Friðrik Steins- son sjötugiir FRIÐRIK STEINSSON, fyrrum skipstjóri á Eskifirði og síðar umsjónarmaður Sjómannaskól- ans, er sjötugur í dag. Hann er kvæntur Önnu Guðnadóttur frá Karlsskála. Um langt skeið var Friðrik umsvifamikill í atvinnu lífi Eskifjarðar enda dugnaðar- maður að hverju sem hann gekk, fengsæll og farsæll. Á seinustu árum hefur hann átt heima í Reykjavík. — Eruð þið farin að hafa áhyggjur af þeim? — Nei, það batnar ekkert þó maður hafi áhyggjur. — Hefur veðrið verið slæmt allan tímann meðan gangna- menn hafa verið á fjöllum? — Nei, aðeins undanfarna tvo daga. Annars er það held ur að skána. Þó er enn þoka og snjókoma og því ekkert skyggnL Háselahlutur á Sigurpáli mun vera nálægt 200 þús. krónum METSKIPIÐ á síldveiðunum í sumar, Sigurpáll, er hættur veiðum og var væntanlegur heim í gærkvöldi. Að því er Guðmundur Jónsson, Rafn- kelsstöðum, sagði í gær fékk Sigurpáll alls 31.689 mál og tunnur í sumar, eða heldur meira en Víðir II. fékk í fyrra, sem var með um 31.390 mál og tunnur. Sigurpáll fór norður á síld- veiðarnar 7/6 sl. og var heldur lengur á veiðunum en Víðir II í fyrrasumar. Skipstjóri á Sigurpáli er Eggert Gíslason. Guðmundur bjóst við, að hásetahlutur eftir sumarið yrði nálægt 200 þúsund krón- um á Sigurpáli, því um 12 þúsund tunnur af afla skips- ins fór í salt. í fyrra varð há- setahluturinn á Víði II. 170' þúsund krónur, en saltað var í 10 þúsund tunnur af aflan- um. Næst hæsta skipið á síld- veiðunum er Guðmundur Þórðarson, sem var með 29.124 mál og tunnur samkvæmt síð- ustu síldarskýrslu, en frá þeim tíma hefur skipið fengið a.m.k. 750 tunnur. Skipstjóri á Guðmundi Þórðarsyni er Haraidur Ágústsson. Guðmundur Þórðarson hætti veiðum sama dag og Sigurpáll og var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöldi, ; og egur öldi. ****** Gríska stjórnin sagði af sér Aþenu, 25. sept. — NTB: — Panayotis Pipinelis, forsætisráð herra Grikklands, lagffi í dag fyr ir Pál konung lausnarbeiffni fyrir sig og ráðuneyti sitL Aff því er áreiffanlegar lieimildir herma hef ur konungur enn ekki gefiff svar við því hvort hann samþykkti lausnarbeiðnina. Ástæðan til afsagnar Pipinelis er sú, aff hann vill með henni reyna að lægja öldurnar í grisk- um stjórnmálum, sem risið hafa allhátt að undanförnu. — Bylting Framh. af bls. 1 Lögreglan réðist í dag til inn- göngu í skrifstofur róttæka só- síalistaflokksins í Santo Dom- ingo og samtaka, sem kallast »,14—júní flokkurinn". öll skjöl og spjaldskrár voru flutt á brott. en lögreglan leitar enn foringja flokkanna. Jafnframt voru for- ingjar hinna sex stjórnmála- flokka landsins kallaðir saman til fundar við herforingjana og þeir beðnir að mynda bráða- birgðastjórn, er setið geti að völd um, þar til kosningar fari frarn að nýju. Juan Bosch forseti er 53 ára að aldri. Hann tók við forseta- embættinu 27. febrúar sl. og var fyrsti forseti i 30 ár, sem tekur við völdum eftir frjálsar og lýff ræðislegar kosningar. -- XXX ---- Frá því Rafael Trujillo einræff isherra var myrtur í maí 1961 hafa þrjár ríkisstjórnir verið við völd í landinu og uppreisnir tíðar. Tvívegis hefur verið lyst yfir hernaðarástandi. Bosch kom síðdegis í dag flug- leiðis til Ramey-flugvallarins 1 Puerto Rico, en hann mun ætla til höfuðborgarinnar, San Juan hið bráðasta. Hinsvegar eru nokkrir ráðherrar hans í haldl í Santo Domingo. Blaðamenn hafa ekki fengið að ræða við þá en talsmaður hinna nýju ráða manna hefur sagt, að þeir munl ekki sæta illri meðferð. -- XXX ---- Talsmaffur bandaríska utan- ríkisráðuneytisins tilkynnti i kvöld aff Bandaríkjastjóru hefffi rofiff stjórnmála- og viff- skiptamálasamband viff Dom- inikanska lýðveldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.