Morgunblaðið - 26.09.1963, Page 13
Fimmtudagur 2G. sept. 1963
MORGUNBLAÐID
13
33 íslenzkir kennarar
komnir úr Danmerkurför
Rœtt við Tryggva Þorsteinsson, fararstjóra
33 ÍSLENZKIR kennarar eru
nýkomnir heim eftir mánað-
ardvöl í Danmörku, þar sem
þeir voru í boði Norræna fé-
lagsins og dönsku kennara-
samtakanna. Fararstjóri var
Tryggvi Þorsteinsson, yfir-
kennari á Akureyri. Mbl. átti
fyrir skemmstu samtal við
hann um ferðalagið, og fer
frásögn hans hér á eftir:
— Þetta ferðalag var eiginlega
liður í kennaraskiptum milli Is-
lands og Danmerkur, sem hófust
árið 1951 að tilstuðlan þáverandi
sendiherra Dana í Reykjavík, frú
Bodil Begtrup, og Helga Elías-
sonar, fræðslumálastjóra. Alls
hafa danskir og íslenzkir kenn-
arar sótt hvorir aðra heim 10
sinnum, og hafa 80 íslenzkir far-
ið til Danmerkur, en 40 danskir
heimsótt ísland á þessu tímabili.
— AðJjessu sinni var upphaf-
lega ráðgert, að 20 kennarar
færu, en umsóknir urðu um 70
og niðurstaðan varð sú, að 33
fóru. 27 þeirra voru úr Reykjavík
og nágrenni, en 6 annars staðar
að af landinu. Þetta voru bæði
kennarar við gagnfræðastigs-
skóla og barnaskóla. Norræna fé-
lagið og kennarasamtökin
dönsku og íslenzku önnuðust
undirbúning fararinnar. Þátttak-
endur þurftu aðeins að greiða
fargjaldið, en dvölin f Danmörku
var þeim algjörlega kostnaðar-
laus, og stóðu danskir aðilar
straum af henni. Ráðgert er, að
danskir kennarar komi hingað
næst sumarið 1965, en þá er fyr-
irhugað norrænt kennaramót hér
á landi.
— Við héldum frá Reykjavík í
tveimur hópum hinn 2. ágúst,
annar með Dronning Alexand-
rine, en hinn með Heklu, og flest-
ir komu svo heim með Gullfossi
hinn 5. september.
— í fyrri ferðum hafa íslenzku
kennararnir búið á heimilum
danskra starfsbræðra, en í þetta
skipti hélt íslenzki hópurinn sam
an allan tímann, meðan dvalizt
var í Danmörku.
— Frá 8.—11. ágúst vorum við
í Kaupmannahöfn, og þá daga
buðu ýmsir borgarhlutar okkur í
heimsókn sinn daginn hver,
þannig að allir þessir dagar voru
til þess ætlaðir frá morgni til
kvölds. Aðallega skoðuðum við
skóla og ýmsar stofnanir þeim
tengdar, t.a.m. sálfræðilegar
rannsóknarstöðvar. Allt starf þar
var skýrt vandlega með greinar-
góðum erindum. Auk þess var
komið í ýmsa sumardvalastaði
fyrir nemendur, sem skólarnir
eiga í nágrenni borgarinnar.
— Hinn 11. ágúst var farið til
Sönderborg á Jótlandi og verið
þar í íþróttaskóla, sem er með
lýðháskóíasniði, í hálfan mánuð.
Þar voru um 200 manns í sum-
ardvöþ og voru allir gestirnir
danskir nema við. Þetta var fólk
á ýmsum aldri og úr ýmsum
starfsgreinum — ekki sérstak-
lega kennarar — sem þarna voru
sér til hvíldar og, hressingar og
Tryggvi Þorsteinsson
gat notið fræðslu um leið.
Þarna voru flutt þrjú erindi á
dag um ýmis efni, en einkum um
sögu Danmerkur, listir, bók-
menntir og menningarsögu. Þar
að auki voru handavinnunám-
skeið af ýmsu tagi. Gestir gátu
tekið þátt í samtalsnámskeiðum
um listir, bókmenntir og sögu,
þ.á.m. um sögu íslands og ís-
lenzkar fornbókmenntir. Þá
kennslu hafði á hendi Jón Þor-
steinsson, ættaður frá Dalvík,
sem verið hefur erlendis frá 1936
og er nú kennari við þennan
skóla. — Annan hvern dag var
farið í ferðalög til ýmissa ná-
lægra staða, sem vert þótti að
skoða, ýmist vegna sögulegrar
helgi eða minja eða þá einhverra
stofnana eða framkvæmda. Þess-
ar ferðir voru mjög vel undir-
búnar, flutt erindi um leiðirnar
og staðinn, sem heimsóttir voru,
og oftast sýndar kvikmyndir eða
skuggamyndir þaðan, áður en far
ið var af stað.
— Margt var gert til að gera
dvölina skemmtilega. Tvö kvöld
lék Symfóníuhljómsveit Suður-
Jótlands fyrir okkur í einhverj-
um bezta hljómleikasal, sem til
er í Danmörku. Hljómsveitin er
nýstofnuð, og var þetta í fyrsta
skipti, sem hún lék opinberlega.
Þar að auki var flutt stofutón-
list og sitthvað fleira til skemmt-
unar haft. Eitt kvöld var^ alger-
lega helgað kynningu á íslandi,
og sáum við um þá dagskrá.
—Frá Sönderborg fórum við
svo 24. ágúst og vorum einn dag
í Hindsgavl á Fjóni, en héldum
síðan til Kaupmannahafnar aft-
ur. Þá voru skólar teknir til
starfa af fullum krafti, og dög-
unum, sem þá voru eftir, var aðal
lega eytt í skólum borgarinnar.
— Við sáum og heyrðum nátt-
úrulega margt athyglisvert, m.a.
komum við í mörg nýtízkuleg
skólahús og kynntumst danskri
fræðslulöggjöf, sem er mjög
merk. En einna athyglisverðast
fannst okkur flestum sálgæzlu-
starfið í skólunum. Árið 1925 var
farið að veita sálfræðilegar leið-
beiningar í skólum, og þekktist
það þá óvíða eða hvergi í heim-
inum. Þær annast sérstök leið-
beiningastofnun, Skolepsykolog-
isk kontor, en við hana starfa
18 sálfræðingar, sem verða að
hafa minnst 5 ára kennara-
reynslu auk sálfræðimenntunar
sinnar, og hefur hver sitt svæði
að annast um. Auk þeirra starfa
svo margir eftirlits- og aðstoðar-
menn, sem hafa skemmra nám
að baki. Enn fremur vinna
nokkrir almennir læknar við
stofnunina, því að hún hefur, auk
sálgæzlunnar, eftirlit bæði með
heyrnardaufum og sjóndöprum
börnum. Ríkið greiðir allaii
reksturskostnað. Hvaða skóli sem
er getur leitað til stofnunarinnar
og óskað rannsóknar og aðstoðar
við einstaka nemendur, sem af-
brigðilegir þykja. Algengast er,
að þar sé um þá að ræða, sem
geta ekki fylgt jafnöldrum sín-
um eftir í námi og hafa þá að
jafnaði greindarvísitöluna 75—•
90, en líka nemendur með hátt-
ernis-, skapgerðar- eða líkams-
annmarka. Auk skólanna geta
sjúkrahús, barnaverndarnefndir
og foreldrar óskað eftir aðstoð
stofnunarinnar. — Þegar skóli
vill láta rannsaka nemanda, en
foreldrar hans eru tregir til eða
vilja það alls ekki, er sá háttur á
hafður stundum, að málinu er
skotið til barnaverndarnefndar,
sem fær þá í hverju einstöku til-
felli foreldravald yfir barninu
samkvæmt dómi, svo að rann-
sóknin geti farið fram. Þá er
hægt að koma barninu fyrir til
skammrar dvalar í upptökuheim-
ili, meðan á rannsókn stendur.
— Við komum í einn skóla, þar
sem voru 320 börn, öll eitthvað
afbrigðileg, þó að maður sæi það
ekki, þegar litið var fljótlega yfir
hópinn. Þarna starfa 33 kennarar
auk annars starfsliðs. Af öllu
þessu má sjá, að Danir eru ekk-
ert að horfa í peninginn, þegar
um það er að ræða að bjarga
ungmennum frá að verða sér til
ógæfu og þjóðfélaginu til vand-
ræða.
— Ég vil svo að lokum mega
koma á framfæri þakklæti okkar
til Norræna félagsins í Dan-
mörku og kennarasamtakanna
þar fyrir að skipuleggja dvöl okk
ar og stuðla að því, að förin var
farin, en hún varð okkur öllum
bæði lærdómsrík og ánægjuleg í
alla staði. — Sv. P.
SR GISLI BRYNJOLFSSON:
;
BU ER LANDSTOLPI
!:
-
I
I
SKYLT er að helga Guð-
mundi Jósafatssyni þennan
þátt. Svo mjög gerir hann
sér tíðrætt um afkomu bænd-
anna þriggja sem ég sagði
frá í Mbl. 24. ág.
G.J. byrjar grein sína í
Tímanum 7. sept. með því
að prenta eftir mig ummæli
um viðsjárlega meðferð á
tölum. Síðar í grein sinni
sannar hann átakanlega að
þau ummæli mín eru sönn.
Hann leitar sér upplýsinga
um innkaupsverð á traktor-
um í aprílmánuði og ágúst
og hyggst sanna að 1. bóndi
í grein minni hafi farið með
staðlausa stafi. En það getur
þó hver maður sagt sér sjálf-
ur, að ekki hefur nokkur
bóndi gagn af dráttarvél,
sem stendur strípuð á hafn-
arbakka í Reykjavík. Til þess
að hún komi honum að gagni
þarf að leggja fram meira'
fé en rétt og slétt innkaups-
verð vélarinnar án þess að
kaupa með henni svo mikið
sem sláttuvél. Samanburður-
inn, sem bóndinn gerði var
annars vegar: þær upplýs-
ingar sem hann fékk um verð
vélarinnar þegar hann gerði
pöntunina (sbr. „mér var sagt
hún mundi kosta“) hins veg-
ar það sem hún raunveru-
lega kostaði til hans komin,
tilbúin til notkunar. Allur sá
talnagrúi sem G.J. tilfærir,
afsannar á engan hátt þá
grein, sem bóndinn gerði fyr-
ir vélakaupum sínum.
G.J. gerir mikið úr því hvað
erfiðara sé fyrir bændur að
kaupa dráttarvél nú saman-
borið við það sem var 1957.
En hvað segir reynslan sjálf
um þetta? Arið 1957 voru
fluttar inn tæplega 400 trakt-
orar. í ár er talið að inn-
flutningurinn nemi næstum
700. Aukningin er ca. 75%.
Þessi staðreynd talar skýrara
máli um getu bænda til að
afla sér dráttarvéla heldur
en „mjólkur mál“ G.J. þótt
hann skreyti það mörgum
tölum.
Þá komum við að öðrum
bóndanum, þeim sem byggði
fjósið — treysti sér ekki til
þess fyrr en hann fékk við-
reisnarlánið. Fyrst er bezt að
leiðrétta smávegis misskiln-
ing, sem stafar af ónákvæmni
í orðalagi. Að „taka saman"
notaði ég í merkingunni að
„leggja saman", enda er það
ekki óalgengt hér. Bygging
fjóssins stóð yfir á annað ár.
Allan þann tíma var bónd-
inn að taka efnið út smám
saman í verzlun sinni og það
var skrifað á margar nótur
með annarri úttekt. Þegar
hann fékk lánið var hann
ekki búinn að „taka það allt
saman“ eins og hann orðaði
það, enda þótt fjósið væri
„komið upp“. —
Enda þótt G.J. sleppi úr
orði (,,saman“) þegar hann
hefur eftir mér setningu og
feitletrar hana, tel ég víst að
hann hafi misskilið þetta á
heiðarlegan hátt en sé ekki
að snúa út úr eins og sumir
munu eflaust ætla. — Ekki
sízt þegar þeir lesa framhald
greinar hans. Þar kemur G.J.
með hinar furðulegustu bolla
leggingar um mat bóndans á
hjálp nágrannanna við fjós-
bygginguna. Segir, að þar
sannist að „ekkert fyrnist
fljótar en velgjörðir“. „Hjálp
nágrannanna er ekki til þess
að telja hana,“ o.s.frv.
Ég get ekki að því gert —
og tekur mig þó sárt að segja
það —að mér finnst þetta ó-
heiðarlegur — að ég ekki segi
skammarlegur málflutningur.
Og með öllu er hann ósam-
boðinn því málefni, sem um
er rætt, og að G.J. skuli grípa
til slíkrar túlkunar á máli
mínu sýnir vel hve hæpinn
hann telur málstað sinn.
Athugum þetta lítið eitt
nánar.
Kostnaðinn við bygging-
una telur bóndinn fram í
þrennu lagi.
1. Efniskaup. Alla liði
þeirra hefur hann ekki enn
„tekið saman“ (lagt saman),
svo að hann veit ekki upp-
hæðina nákvæmlega, en hann
gerir ráð fyrir að lánið, sem
hann þegar hefur fengið úr
Stofnlánadeildinni nægi til
að greiða hana og kannske
vel það.
2. Fagvinna, — smíði og
raflögn til að ljúka greiðslu
á því þurfti bóndinn að fá
smávegis lán til viðbótar eig-
in fé.
3. Önnur vinna (,,hitt“). Þá
vinnu gat bóndinn sjálfur
lagt fram með skylduliði sínu
þrátt fyrir miklar annir. Auk
þess fékk hann hjálp ná-
grannanna við' steypuvinnuna
o. fl. — þessa aðstoð telur
hann síðast — en ekki sízt —
m.a til að leggja áherzlu á
hve hún notast vel og er hon
um kærkomin. —.
Þessa vinnu þarf bóndinn
. ekki að borga nema í sama
eftir því, sem hann getur þeg- hans til að greiða þau lán.
ar nágrannar hans eru að
Þyggja- En hún er jafnverð-
mæt fyrir því og kemur vit-
anlega fram í verði bygging-
arinnar þegar hún er virt af
þar til skipuðum matsmönn-
um. Hins vegar kemur G.J.
með þessa fjarstæðukenndu
fullyrðingu: „Bóndinn lýsir
því yfir að þetta „hitt “ sé
ekki til að gera sér rellu
út af. Það sé með öðrum orð-
um svo lítils virði að það sé
ekki teljandi hvað þá met-
andi til verðs.“
Ég skil ekki hvað G.J.
meinar með þessu? Á bónd-
inn kannski að telja þessa
hjálp nágrannarfna sérstak-
lega fram til skatts? Láta
meta hana út fyrir sig? Fá
út á hana sérstakt lán?
Þá er komið að þriðja bónd
anum. G.J. telur sjálfsagt að
hann hafi undirbúið stækkun
búsins og framleiðsluaukn-
ingu með framkvæmdum —
(byggingum og ræktun) á
dögum „ódýru lánanna“ fyr-
ir daga viðreisnarstjórnar-
innar. Ekki er því nú svo
farið með þennan bónda, sem
hér er um að ræða. Hjá hon-
um er orðið of þröngt um
skepnurnar — bæði í fjósi og.
fjárhúsum, eins og hjá mörg-
um, sem eru að stækka bú-
in. Hins vegar vex töðufeng-
urinn með ári hverju, því að
hann ræktar alltaf eitthvað
smávegis í sambandi við mat-
jurta og grænfóðurrækt, eins
og allir bændur ættu að gera.
Það er rétt hjá G.J., að hann
er hagsýnn atorkumaður
en batnandi hagur hans bygg
ist ekki að neinu „verulegu
leyti á því sem áður var innt
af höndum.“ —
En það er annað, sem G.J.
sannar með tilvitnunum sín-
um í lántökur bóndans á
Hann sannar hve ólík er
aðstaða þeirra bænda, sem
búnir voru að byggja áður en
lánasjóðimir tæmdust og
grípa varð til þeirra viðreisn
arráðstafana sem koma lána-
málum bænda á réttan kjöl
— og hinna, sem þá áttu eft-
ir að koma fyrir sig fótun-
um. — Samt berst G.J. eftir
mætti gegn því, sem gert er
til að jafna þennan aðstöðu-
mun með framlagi bænda til
stofnlánadeildarinnar. Gæti
það ekki kallast að vera van-
skyggn á mál samtíðar sinn-
ar? — G.J. gerir lítið úr
því þótt bóndinn hafi ekki
fengið grundvallarverð fyrir
afurðir sínar. Telur það hafi
munað svo litlu. Nokkuð vár
það misjafnt eftir mjólkurbú-
um og sláturstöðum og átti
sér ýmsar orsakir, sem of
langt er að rekja hér. Svo
var það líka ólíkt eftir því
hvaða búgrein er tekin og
við hvaða ár er miðað. Ár
1957 vantaði t.d. 6 aura á
hvern mjólkurlítra.
Ár 1958 vantaði 15 aura á
hvern mjólkurlítra. —■ 1961
62 gaf meðalkúabúið hins
vegar 300 kr. fram yfir grund
vallarverð. — Og svo gerður
sé samanburður milli stétta
Mundi nokkur launþegi gera
sig ánægðan með að fá að-
eins hluta af kaupi sínu eða
launum?
★
Um svör G.J. við mínum
„pínulitla eftirmála" get ég
verið fáorður enda eru þau
ekki nema lítill hluti af hans
löngu grein.
G.J. telur stofnlánadeildina
gott mál „og, í eðli sínu
drjúga bót frá fyrra skipu-
lagi.“ Má þakka honum þessa
viðurkenningu á starfi núv.
-landbún.ráðh. í þessu máli.
■
árunum 1948-57 og aðstöðu
Framhald á bls. 23