Morgunblaðið - 26.09.1963, Qupperneq 17
Fimmtudagur 26. sept. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
17
SPILIÐ, sem hér fer á eftir, er
frá leiknum milli Englands og
Líbanon á Evrópumótinu, sem
fram fór í Þýzkalandi. Á öðru
borðinu sátu Flint og Reese A.—
V. en Farah og Tosbath N.—S.
og þar gengu sagnir þannig:
Norður Austur Suður Vestur
1 lauf pass 1 hjarta dobl.
2 hjörtu pass 4 hjörtu pass
pass pass
A D 6 3
V A 7 6 5
♦ 974
♦ ÁD 3
AK 10 97 AG854
V D 8 4 V 2
♦ Á D G 10 ♦ 5 3
♦ 95 ♦ G 10 8 6
4 2
AÁ2
♦ K G 10 9 3
♦ K 8 6 2
♦ K 7
Vestur lét út spaða 10, sem er
einkar gott útspil fyrir sagnhafa.
Spaða 10 var drepin í borði með
drottningu, síðan voru slagir
teknir á hjarta kóng, spaða ás,
hjarta ás og spaði trompaður
heima. Næst tók sagnhafi 3 slagi
á lauf og Vestiy vildi ekki
trompa þriðja laufið með hjarta
drottningu, síðan voru slagir
út tromp, sem Vestur varð að
drepa, og átti ekki nema tigul
og spaða til að láta út og vann
Suður því spilið. A.—V. fengu
aðeins 2 slagi á tigul og einn á
tromp.
Á hinu borðinu varð lokasögn-
in sú sama, en Tarlo tókst ekki
að vinna spilið, enda lét Vestur
í byrjun út lauf, sem gerir spil-
ið erfiðara fyrir sagnhafa. —
Líbanon græddi því samtals 720
á þessu spili eða 12 stig.
\
— Brákar-
sundsbrú
Framh. af bls. 15
brúna, en slíkur útbúnaður getur
auðveldlega valdið umferðaslysi.
AUt útlit er fyrir að þessi út-
búnaður verði látinn duga að
sinni.
Brúin yfir Brákarsund var það
breið að tveir bílar komast fyrir
samhliða þar, svo auðvelt er að
gera við annan helming brúar-
innar í einu og umferð getur
því haldið áfram — og slík við-
gerð kostar ekki mikið.
Það verður að gera þá kröfu
til vegamálastjóra, að hann Sjái
um að þeim mannvirkjum sem
hann á yfir að ráða sé það vel
viðhaldið, að ekki hljótist af
slysahætta og tjón á mannvirkj-
unum. Að sjálfsögðu á að vanda
um við hann fyrir jafn slæglega
umsjá, .— og virðist full þörf á
•ð almenningur fylgist með þeg
*r ungum mönnum er veitt slíkt
embætti, hvernig þeir leysa það
af hendi.
Jónas Kristjánsson
Borgarnesi
Einbýlishús
við Efstasund
í mjög fallegu ástandi. Á hæðinni 3 stofur, eldhús,
bað og klóstt, í kjallara 2 stofur, geymslur og þvotta
hús. Ennfremur fylgir bílskúr og fallegur garður.
STEINN JÓNSSON.
IrKnfGutningsverzlun
Óska eftir atvinnu fyrri part dags. Hef verzlun^r-
próf, auk nokkurrar reynslu við verzlunarstcfrf.
Tilboð merkt: „Innflutningsverzlun — 3493“ skilist
Morgunblaðinu fyrir 28. sept.
Rafvélaverkstœði
Til sölu er nú þegar rafvélaverkstæði í fullum
gangi á góðum stað hér í borg. Það sem selt verð-
ur er: Iðnaðarhúsnæði og tilheyrandi áhöld, verzl-
unarhúsnæði, varahluta- og efnisbirgðir. — Óskað
er eftir tilboðum fyrir 1. október 1963. Upplýsingar
gefur Bjarni Bjarnason, viðskiptafræðingur,
Austurstræti 7. — Sími 24203.
Listsýning
Nínu Sæmundsson
í Bogasal Þjóðminjasafnsins er opin
daglega frá kl. 2 — 10.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn.
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Grjótagötu 7.
Að gefnu tilefni
vil ég taka það fram að líkkistuvinnustofa Eyvind-
ar Árnasonar, Laufásvegi 52, sem starfrækt hefur
verið af Osvald Eyvindssyni mun framvegis sjá
um jarðarfarir eins og verið hefur.
Virðingarfyllst, Jóhanna Guðmundsdóttir.
Jörð í Mosfellssveit
er til sölu. Jörðin er með stærri jörðum í hreppnum,
vel hýst og landkostir góðir.
Nánari upplýsingar veitir:
Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa, einnig kona í eldhús.
IVIatstofa Austurbæjar
Laugavegi 116 — Sími 10312.
Stúlka 'óskast
til afgreiðslustarfa.
i *
AS, Garðahreppi
Stúlkur óskast
Sælgætisgerðin OPAL
Skipholti 29.
Afgreiðslustúlka
óskast
frá kl. 9—1 árd. frá næstu mánaða-
mótum. — Uppl. gefur deildarstjóri.
ÍUUeÍmicU,
Hringbraut 49.
Vestur-þýzku
30 din nælonsokkarnir nýkomnir.
Yerð aðeins kr. 35.—
Bankastræti 6 — Sími 22135.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Orðsending
til bifreiðaeigenda, sem ekki hafa fengið
fullnaðarskoðun á bifreiðar sínar.
Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík er lokið fyrir
nokkru. Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa fengið
fullnaðarskoðun á bifreiðar sínar eða ákveðinn frest
hjá bifreiðaeftirliti ríkisins til lagfæringa, eru
áminntir um að færa bifreiðarnar til skoðunar nú
þegar. Að öðrum kosti verða þær teknar úr um-
ferð og eigendur þeirra eða umráðamenn kærðir
til sakadóms fyrir brot á 18. gr. sbr. 20. gr. um-
ferðarlaga nr. 26, 1958.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. september 1963.