Morgunblaðið - 26.09.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 26.09.1963, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtuclagur 26. sept. 1963 BRJÁLAÐA HÚSIÐ ®; ELIZABETH FERRARS --------• Clare breytti ekki svip, en t>að var eins og axlirnar á hon- um slöknuðu, líkast því sem hon um létti, og hann gekk út úr stofunni. Hann stanzaði þó að- eins við dyraar til að rétta mynd, eem honum fannst hanga skökk. Toby sló fætinum yfir stólbrík 'ina. — Jæja, trúirðu þessu? — Svona máttu ekki spyrja mig. — Það kemur þó heim við staðreyndirnar. Vanner tók að tyggja blýant- inn sinn. — Þú þekktir stúlk- una, Dyke. Þú segist hafa hitt hana í gær. Vildiþðu segja, að hún hafi verið ástfangin af nokkrum manni? Á þessum aldri eru þær það næstum allar . . . eða að reyna að vera það. — En af svona manni, sem er helmingi eldri en hún. Ég hefði betur skilið, að það hefði verið á hinn veginn. . . — Það getur það hafa verið. En hann varð að taka tillit til skilnaðarins síns. — Hm! Toby hallaði sér fram og tók af honum blýantinn. — Vanner, sagði hann. — Hvað er þessi Hildebrand-stofn- un? — Það er einhver vísindastofn un hérna í nágrenninu. Rann- sóknir og þessháttar. Þeir hafa þar tilraunbú og rannsóknar- stofur og tilheyrandi. — Hversvegna varstu svona epenntur, þegar þetta var nefnt? Ég var ekkert æstur. — Jæja, þú settir nú samt upp mesta undrunarsvipinn, sem þú þú átt til. Vanner hristi höfuðið. Toby stóð upp. — Jæja hafðu það eins og þú vilt. Hvern viltu íá næst? — Þessa Merton-stelpu. En fyrst þarf ég að tala við Gurr, sagði hann og reyndi að bjarga blýantinum sínum, sem Toby var í þann veginn að stinga í vasa einn. — Ætlarðu að spyrja hann um Hildebrand-stofnunina? — O, ég ætia ekki að spyrja hann um neitt merkilegt, sagði Vanner og starði sviplausum augum á Toby. Toby glotti. — Gott og vel. Ég aetia að labba út og kíkja dálítið á íbúana hér. En þú ættir að hætta að tyggja blýantana þína, Vanner. Það aflagar á þér munn- inn. 4. kafli. — Svo að þér eruð Druna Merton, sagði Toby. Hann hafði setzt hjá henni á legubekk og þau voru að drekka viskí. — Bezta vinstúlka hennar Lou. — Og þér eruð Toby Dyke, frægur fyrir mannkærleiksverk. Þau litu háðslega hvort á ann- að. — Ég er nú að horfa á yður ©g velta því fyrir mér, hvað í ósköpunum þið Lou getið hafa átt sameiginlegt. — Og ég er að horfa á yður ©g velta því fyrir mér bæði einu ©g öðru. — Eins og hverju? — Fyrst og fremst, hvers- vegna þér eruð hingað kominn. Toby saup á glasinu og Druna gerði eins og horfði á hann með lyftum augnabrúnum. Hún var dásamlega falleg. — Segið mér, sagði hann. — Heitið þér raunverulega Druna? — Hvað ætti að vera því tii fyrirstöðu? — Mér finnst það vera einmitt nafnið, sem þér munduð nota, ef þér hétuð raunverulega Dinah. Ofurlítil feimni kom fram í evipiausu brosinu. — Já, en ég ætlaði að fara að segja, að þér voruð kominn hingað, rétt skömmu eftir morðið. Því það er víst enginn vafi á, að það er morð? Ég á við, að það er hvorki siys né sjálfsmorð? — Ég er ennþá fróðari um þetta en þér, sagði Toby. — Þér hafið hitt þennan Vann er áður, er ekki svo? — Já. — Honum er lítið um yður. — Sumu fólki er það. — Þér hafið skrifað talsvert um glæpamál, er það ekki? Haf- ið þér eitthvað hrellt hann í sambandi við það? — Sjáið þér nú til, sagði Toby. — Mér finnst alveg nóg, að einn maður sé með spurningar hérna í húsinu. Vel á minnst; Þér eruð næst í stólinn hjá Vanner. — En eruð þér ekki hérna ein- mitt til þess að koma með spurn- ingar? * Toby skellti í sig því, sem eftir var í glasinu. — Ég ætla að fá mér annan,. sagði hann og stóð upp. — Hvað sem öðru líður, hélt hún áfram, — þá talaði Roger Clare með uppgerðarrödd þegar hann hringdi. — Andartak . . . sagði Toby. Hann fór og fékk sér í glasið aftur en kom svo og settist hjá henni. — Áfram með söguna, sagði Toby. — Já, sagði hún. En hún horfði ekki lengur á Toby. Með löngunaraugum, sem gerði ekk- ert til að leyna, var hun að horfa yfir þvera stofuna á Charlie Widdison. — Já. Ég skil nú ekki enn, til hvers það var gert, en svona var það nú. Hann byrjaði að spyrja um Lou með cockney- málfari, sem var sýnilega upp- gert. En svo, þegar ég svaraði, að Lou væri dáin. . . — Og þér sögðuð það bara svona blátt áfram: „Því miður er Lou dáin“. Þér skiljið, Druna, að þetta finnst mér dálítið harka- legt. — Þegar ég sagði honum, að Lou væri dáin, fór hann út úr jafnvæginu og tók upp sína eðli- legu rödd. — Segið mér, sagði Toby, — var það hann, sem skildi við kon una eða átti hún upptökin? Og hvernig var þessi skilnaður? Var það allt í vinsemd? Hún hætti að horfa á unga lækninn, sem snöggvast, og fór að horfa á neglurnar á sér. — Æ, ég veit það ekki almennilega. Roger er nú ekki sem viðkunn- anlegastur — siðavandur, held ég, og gerir veður út af öllu. Ég er hér um bil viss um, að hann gæti ekki verið hefnigjarn. En Eva hefur nú átt aðra elskhuga en Max, og hann hlýtur að hafa vitað um það, því að hún er ekk- ert að fara í launkofa með slíkt. Svo að ég býst við, að þau hafi komið sér saman um þetta, sæmi lega friðsamlega — enda þótt þessi skilnaður kæmi Max í blöv aðan bobba og rétt á takmörk- unum, að hann héldi stöðunni sinni. Svo að líklega hefur Roger ákveðið að láta þessu lokið, af því að Max átti í hlut . . . . ég á við, að hann hefur ekki þótzt geta staðið sig við annað. Flestir þessir kærastar Evu eru strák- hvolpar, sem Roger getur bara litið niður á, en það er ekki hægt þegar Max Potter er annarsveg- ar. Toby æpti: — Max Potter! Eigið þér við höfundinn að „Líf- fræði er skemmtileg"? — Já. Hann vinnur við Hilde- brand-stofnunina . . . hún er hérna rétt skammt frá. — Já, og auðvitað gáfu Clare & Thurston þessa bók út, var það ekki? Og hún hefur verið hreinasta gullnáma, eins og vís- indaskáldsögur eru allt ef þær heppnast vel á annað borð. — En hvað kemur þetta við. . . .? Hann svaraði með alvörusvip: — Kemur það Lou við? Hlustið þér nú á, Druna. Lou þekkti margt fólk, sem mér finnst, eftir að hafa hitt það, með ólikindum, að hún skuli hafa þekkt. En lík- lega hefur hún þekkt það af þvi að hún hafði svo takmarkalausan hæfileika til að dást að öðrum. Og fólk kann þvi vel að láta dást af sér. Og samt hefur einn úr þessum hóp tekið sig fram um að myrða hana. . — Ég skil. Þér viljið gjarna kynnast umhverfi hennar nánar. Jæja, Lou var vinstúlka mín og ég er reiðubúin til að hjálpa yður. En í þessu bili kom Gurr inn og sagði að lögreglufulltrúann langaði að tala við ungfrú Mer- ton. Hún stóð upp og gekk út með honum. — Og ekki að gleyma, sagði rödd að baki Toby, — að Druna sjálf er kannski skrítnust af öllu þessu fólki. Toby leit snöggt við. Við hlið hans stóð lítill, væskilslegur mað ur, í grófum stuttbuxum og flak andi skyrtu. — Afsakið, að ég skyldi verða heyrnarvottur, sagði hann hóg- lega. — Ég stóð þarna og var að velta því fyrir mér, að ef ég gæti bleikt buxurnar mínar ofur lítið, þá féllu þær alveg við sól- brunann á fótunum á mér. Mér þætti gaman að vita, hvort þetta væri hægt, en það væri gott, ef hægt væri að fá sama lit á hvort tveggja. Hann settist á legubekkinn við hliðina á Toby. — Ég heiti Sand, sagði hann. — Reginald Sand. Toby fór að athuga manninn betur. — Teiknarinn? — Rétt er það. — Falleg stúlka hún Druna. Toby yppti öxlum. — Fegurð af því tagi, sagði hann, —- er furðuleg. Ég meina það bókstaf- lega. Hún gengur alveg fram af manni! — Alveg rétt, og þessvegna sjáið þér svo oft myndina af henni í tímaritunum. Hún er ljós myndafyrirsta. Ég vona bara, að hún fari ekki neitt að rugla fyrir honum Charlie. Hann er góður ungur maður, þrátt fyrir ýmsa slæma vana. En þar kem ég ein- mitt að því . . . Druna gæti orðið eitt af þessu óheppilega, sem hann vendi sig á. En til allrar lukku kemur fram 1 honum bar- átta ættliðs móður hans fyrir kvenréttindunum. Þegar Toby hló, bætti hann við: — Það er ekki lengra síðan en í gær, að hann sagði mér, að þegar hann býður stelpu út með sér, hefur hann aldrei nóga peninga með sér til að borga fyrir bæði, og ef hún tekur honum það illa upp, hefur hann engan aur á sér næst. — Mér finnst nú furðulegast ef þarna verður nokkuð „næst“, sagði Toby. — Jú, sjáið þér til . . . það þarf ekki annað en líta framan í hann . . ég á við, að það er andlitið á honum, sem gerir það. Litli maðurinn glotti. — Finnst yður það ekki bera vott um vilja þrek. — Jú, það gerir það vafalaust. — En til allrar lukku, eins og ég var að segja, þá skyldi ég halda, að Druna sé ennþá meira gamaldags í hugsunarhætti en hann er nokkurntíma. — Mér þætti það vafasamt. Litli maðurinn horfði á hann hissa. — Ég gæti haldið, að hann hefði tilhneigingu til ágirndar, — Nei, þetta er ekki okkar barn, en barnavagninn er miklu fínni, en okkar. sagði Toby, — en . . . hann hleypti brúnum að tómu glasinu og horfði síðan með grimmdar- svip á liðlegan vöxt unga lækn- isins. — En ... hverskonar ágirnd? Þegar Druna kom aftur, leit hún kring um sig í stofunni, og er hún sá, að Toby sat enn á sama stað, settist hún hjá honum aftur. Litli maðurinn var farinn. Druna var eins og í ofurlitlum æsingi, en í augum hennar var ánægjusvipur, eins og hjá þeim, sem hefur tekizt að vera miðdep- ill leiksviðsins. Hún tók spegil upp úr veskinu sínu og var dá- litla stund að fullvissa sig um, að málningin á henni væri í lagi. Þegar Toby sagði: „Jæja þá?“, svaraði hún því engu. En svo lagði hún frá sér speg- ilinn og sagði: — Það eina, sem þeim var nokkur forvitni að vita, var þetta kvefmeðal, sem Lou notaði. Þeir spurðu, hvort hún hefði farið vandlega eftir regl- unum — það er að segja, hvort hún hefði notað það oftar en einu sinni á hverjum þremur kiukkustundum. Og svo vildu þeir vita, hvenær hún hefði notað það síðast. — Og hvenær var það? spurði Toby. — Um klukkan fjögur. Það var rétt áður en . . . Hún þagn- aði og varð hugsi á svipinn. Svo sagði hún eins og við sjálfa sig: — Þetta var annars einkenní- legt. Toby beið. En Druna stóð upp, gekk yfir þvert gólfið og settist svo í stólinn hjá Charlie Widdi- son. Þau fóru strax að tala sam- an, alvarleg á svipinn. Toby kveikti sér í vindlingi og tók að athuga hitt fólkið, sem þarna var innL Eva stóð við opnar glugga- dyrnar. Hún stóð grafkyrr og hafði verið þannig lengi. Þegar hún færi að hreyfa sig, yrði það fyrir einhver snögg taugavið- brögð, alveg eins og þessi kyrrð hennar nú stafaði af slíku. Það var engin ró yfir stellingum hennar, hún bar axlirnar óeðli- lega, og höndin, sem hélt á tómu glasi, var eins og stirðnuð. Fry gamli stóð skammt frá Drunu og Charlie og hlustaði á það sem þau töluðu, án þess þó að gefa sig neitt að þeim. Skrit- inn karl þetta, tilfyndinn og sjálf umglaður, en þó eins og kúgað- ur. Það gat vel hugsazt, að hann væri vel gefinn, eða hefði að minnsta kosti einhverntíma ver- ið það, en þó líklega á einhvern einkennilegan og sérvizkulegan hátt. En svipurinn var ekki sterk ur og tilfinninganæmi nægir ekki til að gefa gömlu andliti virðuleik. Toby leit af honum og á ljóshærða, miðaldra konu, sem hann hafði heyrt, að var nefnd Lisbeth Gask. Hún var að prjóna, og vindl- ingur hékk við vör hennar. Hún var líka að hlusta á Drunu og Charlie og allt í einu greip hún fram í eitthvað, sem ungi mað- urinn var að segja. — En hvað er petta brúsín, Chariie? Um leið og Charlie svaraði, leit Toby kring um sig í stofunni. Þarna vantaði margt af fólkinu. Til dæmis Roger Clare. Frú Fry var uppi að koma Vanessu í rúm ið. Georg var, . . . já, hvar var Georg? Toby hleypti brúnum. Þarna vantaði enn fleira fólk. Að minnsta kosti emn í viðbót. Charlie svaraði í pessum hóg- væra, uppgerðarlega tón sínum: — Jú, sérðu til, Lisbeth . . það er nú einmitt það skrítna við þetta. Brúsín er efni, sem ailur almenningar þekkir alls ekkL aailtvarpiö Fimmtudagur 26. september 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,Á frívaktinni**, sjómannaþátt- ur (Eydís Eyþórsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Frönsk tónlist: Hljómsveit Tón- listarháskólans í París leikur, Jean Martinon stjórnar. 20.20 Erindi: Æskulýðsvandamál (Séra Eiríkur J. Eiríksson forseti Ung mennafélags íslands). 20.50 Tónleikar: Þjóðlög og dansar frá Grikklandi. 21.00 Nýjar raddir: Dagskrá Menn- ingar- og minningarsjóðs kvenna 1 umsjá Valborgar Bentsdóttur og Halldóru B. Björnsson. Flutt verður efni eftir Agústu Björns- dóttur, Björgu Guðnadóttur, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Krist- ínu Geirsdóttur, Margréti Sig- fúsdóttur og Ragnheiði Svein- björnsdóttur. Þuríður Pálsdóttir syngur lög við ljóð eftir konur; Jórunn Viðar leikur undir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Báturinn** eftir Walter Gibson: V. (Jónas St. Lúðvíksson). 22.30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey- land). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 27. september. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:2'5 „Við vinnuna'*: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög. — 13:50 Tilkynn- íngar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Gu5- mundsson og Tómas Karlsson), 20:30 Einsöngur: Victoria de los Ang- eles syngur lög eftir Duparc og Debussy. 20:45 Erindi: Skapgerðarlist (Grétar Fells rithöfundur). 21:10 Tónleikar: Partíta í B-dúr eftir Bach (Laurindo Almeida leikur á gítar, Virginia Majewski á víólu og Vincent De Rosa á franskt horn). 21:30 Útvarpssagan: „Herfjötur** eftlr Dagmar Edquist; XVI. (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „BáturinnM eftJr Walter Gibson; VI. (Jónas St, Lúðvíksson). 22:30 Á síðkvöldi: Söngleikurinn „OIJ- ver“ eftir Lionel Bart, gerður eftir sögunni „Oliver Twist“ eft- ir Dickens (Ron Moody, Georgia Brown, Paul Whitsun-Joner, Keith Hamshere o.fl. syngja með kór og hljómsveit. Stjórnandi: Marcus Dods. — Kynnir; Magnúr Bjarnfreðsson). 23:45 Dagskrá rlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.