Morgunblaðið - 26.09.1963, Side 23
Fimmtudagur 26. sept. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
23
Sölumennirnir
:
■
Framh. af bls. 1
stofu við Marrion. Square.
Hefðu starfað á þess vegum
40 sölumenn, er ferðuðust um
landið í sex mánuði í leigðum
bifreiðum. En síðan var skrif-
stofa blaðsins í Dublin rýmd,
mjög skyndilega, að sögn
blaðsins, og ekki opnuð önn-
ur í borginni.
Blaðið segir, að 9ölumenn-
irnir hafi jafnan sagt kaup-
endum, að þeir væru stúd-
entar, er gætu unnið sér fyrir
námsstyrkjum; ef þeir seldu
ákveðið magn af áskriftum og
hefði sú aðferð að sjálfsögðu
verið vel til þess fallin að
bræða góðhjartað fólk, er
vildi gjarna hjálpa þessum
ungu mönnum áfram mennta-
veginn. Gátu kaupendur þá
valið um 25 bandarísk blöð
og tímarit.
Þegar málið var athugað í
Irlandi, eftir ítrekaðar kvart-
anir segir blaðið, að í ljós
hafi komið, að þær væru all-
ar frá fólki, er ekki hefði
lesið gjörla þá samninga, er
það hafði skrifað undir, en
þar hafi m. a. verið kveðið
svo á, að 60—120 dagar mættu ingar um það, hvernig bezt
líða frá því áskrift væri væri að komast að fólki, en
greidd þar til afhending var jafnframt tilkynnt, að
fyrsta eintaksins færir fram. þeir yrðu að vinna algerlega
The Observer segir, að næst sjálfstætt, fengju ekki vasa-
hafi fyrirtækið flutt til Dond- peninga, yrðu að greiða póst-
on og opnað skrifstofur í litlu gjöld sjáifir svo og hótel-
gistihúsi við Bayswater Road, kostnað.
en þaðan hafi það flutzt til Blaðið segir eftir Keen, að
Queensway og þá verið aug- hann hafi engin laun fengið
lýst í Evening Standard eftir né heldur svör við spurning-
starfsfólki á aldrinum 17—23 um sínum um raunverulega
ára. starfsemi fyrirtækisins — og
ir þegar hann hafi loks gefizt
Blaðið segir frá einum um- upp á starfinu hafi hann skuld
sækjanda um starf hjá fyrir- að Mac Gully tæp tíu sterlings
tækinu, 23 ára innréttinga- pund fyrir hótelkostnað. Var
teiknara að nafni Godfrey honum gert að skrifa undir
Keen. Hann starfaði um hríð skuldaviðurkenningu áður en
fyrir fyrirtækið ásamt tíu hann fór.
öðrum undir leiðsögn írlend- Að sögn „The Observer er
ingsins Colin Mac Gully, — en forstöðumaður þessa fyrirtæk-
hann var, sem kunnugt er, is Frank E. Seeker, sá er
einn þeirra, sem hingað komu. hafði orð fyrir þeim félögum,
I>eir fengu prentaðar leiðbein er hingað komu. Fréttamaður
Sölumennirnir Frank E. Seeker og Colin Mc Guilly.
blaðsins kveðst hafa farið á
skrifstofu fyrirtækisins í Lond
on, sem sé hin glæsilegasta og
búin nýtízku húsgögnum, en
ekki getað náð tali af Seeker.
I>á hefur fréttamaðurinn eftir
Joycelyn Stevens, eiganda
útgáfufyrirtækisins Stevens
Press, sem gefur út tímarit-
in „Queen“ og „Go“, að í
Bandaríkjunum hafi starf
slíkra farandsölumanna reynzt
ágætlega, enda hafi hin
kunnu tímarit „Look“ og
„Life“ slíka menn í þjónustu
sinni. Hinsvegar sé svo komið
með fyrirtækið Hi Fidelity
Ciculation Guild, að eftir þær
fregnir sem Stevens Press
barst af starfi og aðferðum
sölumanna fyrirtækisins hafi
því 28. febrúar sl. verið bann-
að að selja tímaritin „Queen“
»g „Go“.
r •«»
Oryggi Bretlands
Framh. aí bls. 1
stórfé fyrir að klippa höfuðið af
myndinni. Kveðst lávarður þess
fullviss, að umrædd mynd sé
ekki af neinum brezkra ráðherra.
•fa í skýrslunni segir, að orð-
rómur um, að ákveðinn ráðherra
hafi farið í ökuferð með ungfrú
Keeler, eigi ekki við rök að styðj
ast. Hinsvegar sé rétt hermt, að
umráeddur ráðherra hafi lánað
Profumo bifreið sina, og. hafi
hann tekið ungfrúna með sér.
ir Þá segir enn fremur, að
ekki hafi fundizt sannanir fyrir
því, að öryggi landsins hafi verið
stefnt í hættu. — Lávarðurinn
kveðst ekki geta viðurkennt þær
staðhæfingar, að Profumo og
sendiráðsstarfsmaðurinn Ivanov
hafi „skipt ungfrú Keeler á milli
sín“. Ivanov hafi komið í íbúð
dr. Wards í því skyni að taka
þátt í samræðum og samkvæm-
um, en ekki til þess að eiga kyn-
mök við ungfrúna. Því hafi ör-
yggisþjónustunni ekki orðið á
nein mistök í því að gefa ekki
ríkisstjórninni skýrslu um sam-
band þeirra Keeler og Profumo
Þar hafi ekki verið um að ræða
öryggismál, heldur eingöngu
slæma hegðun ráðherrans. Ör-
yggisþjónustunni hafi ekki borið
skylda til að gefa einum eða nein
um upplýsingar, eða skýrslu um
þess háttar.
Hæstiréttur kom saman
á Akureyri í gærdag
AKUREYRI 25. sept. — í dag var
tekið fyrir í Hæstarétti annað
hinna svonefndu Grundarmála.
Er það landamerkjamál milli
Grundar annars vegar og bæj-
anna Hólshús, Miðhúsa, Holtssels,
og Holts hins vegar. Allar þess-
ar jarðir voru áður hjáleigur
Grundar en eru nú sjálfstæðar
að Holti undanskildu og hafa
aldrei verið dregin nákvæm
landamerki milli þeirra. Hitt
Grundarmálið fjallar um
beitilönd og koma fleiri bæir þar
við sögu og er málið talið með
afbrigðum flókið.
Hæstiréttur kom saman fýTsta
sinni utan Reykjavíkur í Lands-
bankasalnum hér á Akureyri í
dag kl. 10. Páll Líndal, flutti
fyrst mál aðaláfrýjanda, Snæ-
björns Sigurðssonar á Grund, og
talaði til kl. 11,30 en þá hóf
Friðrik Magnússon málflutning
sinn fyrir hönd gagnáfrýjenda.
Á hádegi var gert matarhlé
og dómarar, Hæstiréttarritari og
lögmenn snæddu hádegisverð í
boði bæjarstjórnar Akureyrar.
Klukkan tvö var dómþing sett
að nýju og lauk þá Friðrik Magn
ússon málflutningi. Var málið
lagt í dóm og dómþingi slitið.
Sv. P.
Mbl. átti í gærkvöldi einnig
tal við Sigurð M. Helgason, full-
trúa á Akureyri, um Grundar-
málin.
Sigurður sagði að hér væri í
fyrsta lagi um að ræða mál milli
Snæbjarnar Sigurðssonar, bónda
að Grund II, og Ketils Guðjóns-
sonar, núverandi bónda á Finna-
stöðum. Jörðin Finnastaðir hefði
áður tilheyrt Grundarkirkju, en
verið seld fyrir allmörgum árum.
— Gangnamenn
hittu
Framh. af bls. 24
vorum við með gangnamonnutn,
svo ekkert væsti um okkur.
Við erum ákaflega ánægðir
með ferðina. ísland er hreinasta
Paradís fyrir jarðfræðinga og
náttúruskoðendur. Og okkur leið
ágætlega allan tímann.
— Við vorum samt ósköp fegn
ir að hitta gangnamennina, þvl
farangurinn var nokkuð þungur
að bera. Fyrst hittum við fjóra
>eirra, og héldum áfram og síð
an fleiri við Dalsá og vorum
?eim samferða úr því. Við áttum
ekki von á þeim. En við vorum
ekki villtir eða neitt þessháttar,
jví við höfðum kompása og
landakort.
Og nú ætlum við að vera hér
í Skaftholti til að sjá þegar kind
urnar koma niður og vera í rétt
um. Síðan höldum við til Reykja
víkur og heim.
Fundur forsætis-
ráðherra Norðurl.
Kaupmannahöfn, 25. sept. NTB
• I dag hófst fundur forsæt-
isráðherra Norðurlanda í Mari-
enborgar höllinni í Kaupmanna-
höfn. Að þessu sinni er forsætis-
ráðherra Noregs ekki viðstadd-
ur, sökum stjórnarskiptanna þar
í landL
Helztu umræðuefni fundarins
verða: fyrirhuguð breyting á
starfsskipan Norðurlandaráðs,
framkvæmd Helsingforssáttmál
ans, svonefnda og tillögur þær,
sem leggja skal fyrir fund Norð-
urlandaráðs í febrúar næstkom-
andi, en hann verður í Stokk-
hólmi.
Grundarkirkja var og er í bænda
eign.
Er Grund var óskipt nefndist
allt svæðið að hjáleigunum með-
töldum Grundartorfa, og voru
Finnastaðir stundum taldir til
hennar.
Fyrir ofan þessar jarðir er all-
stórt land, sem hefur verið not-
að sem sameiginlegt beitarland
jarðanna í Grundartorfu ásamt
Finnastöðum, en fyrir nokkrum
árum óskaði Snæbjörn Sigurðs-
son, ábúandi á Grund II eftir
landaskiptum á þessu svæði.
Taldi hann sér tilheyra helming-
ur svæðisins og höfðaði sérstakt
mál, eignardómsmál. Taldi Snæ-
björn að Finnastöðum bæri eign-
arréttur á ákveðnu landi á svæð-
inu. Óskaði hann eftir því að
sett yrðu þarna sérstök landa-
merki, sem afmörkuðu hlut
Finnastaða.
Þessum kröfum var vísað frá
aukarétti, sem um málið fjallaði,
og höfðaði Snæbjörn þá sérstakt
landamerkjamál til þess að fá úr
þessu skorið.
Landamerkjadómurinn féll
Snæbirni í óhag, og áfrýjaði
hann þá málinu til Hæstarétt-
ar.
Það mál, sem flutt var fyrir
Hæstarétti á Akureyri í gær,
var þó eldra landamerkjamál
milli fyrrverandi hjáleigu í
Grundartorfu og heimajarðar-
innar. Þetta mál hefur verið
dæmt í undirrétti, komið
fyrir Hæstarétt, verið vísað heim
í hérað aftur til sérstakrar á-
kvörðunar landamerkjadómsins
og er nú komið til Hæstaréttar
aftur.
★ Þá segir, að þegar í janúar
í vetur hafi ungfrú Keeler skýrt
lögreglunni svo frá, að hún stæði
í sambandi við Profumo. Jafn-
framt komst lögreglan að því, að
hún hefði selt sunnudagsblaði
einu í London ævisögu sína, þar
sem meðal annars væri fjallað
um einstök atriði sambands henn
ar við Ivanov, og þá staðreynd,
að Rússinn hefði beðið hana að
útvega sér — fyrir milligöngu
Profumos — upplýsingar um það,
hvenær Bandaríkjamenn hygð-
ust láta V-Þjóðverja fá ákveðin
leyndarmál. Denning lávarður
segir að harma beri, að brezka
leyniþjónustan skyldi ekki yfir
heyra ungfrú Keeler einhvern-
tima á tímabilinu janúar—apríl.
Ennfremur upplýsir hann, að
bæði Profumo og dr. Ward hafi
verið kunnugt um hvað birtast
myndi í ævisögu ungfrú Keeler,
og hafi þeir boðizt til að bæta
henni þann skaða, er hún kynni
að biða við, að sagan yrði ekki
birt. Aldrei hafði þó verið endan
lega samið um þetta atriði.
-fc- Lávarðurinn segir, að fram
koma Profumo hafi gefið tilefni
til þess að ætla, að hann hefði
ekki hagað sér sem skyldi, en
það hafi ekki verið á annarra
færi en forsætisráðherrans og
meðráðherra hans að fjalla um
málið, eins og því hafi verið hátt
að og þeir hafi ekki haft heppn
ina með sér, í þvi tilliti. Pro-
fumo hafi lýst því yfir, að ekk
ert ósiðlegt gæti talizt við sam
band hans og ungfrú Keeler, og
ráðherrarnir hafi trúað á ein-
lægni Profumo. Ekki telur lávarð
urinn ástæðu til að efast um ein
lægni hinna ráðherranna.
Denning lávarður kemst að
þeirri niðurstöðu, að ekki sé á
stæða til að ætla að spilling hafi
aukizt í lífi hátt settra opinberra
starfsmanna. En hann bendir
nauðsyn þess, að þeir, sem jafnan
standi í „sviðsljósinu", gæti var
úðar í framkomu sinni, og gefi
ekki tilefni til rógburðar og
hneykslismála. Segir hann þetta
því mikilvægara sem allar sögur
um hneykslismál opinberra starfs
manna séu keyptar háu verði af
blöðum, er leggi kapp á að birta
slíkar frásagnir. Bendir Denn-
ing lávarður á, að full ástæða sé
til að koma í veg fyrir, að blöð
in launi menn til að bera þeim
hneykslissögur.
— Bú er landstólpi
Framh. ai bls. 13
Framlag bænda til stofnlána-
deildarinnar hefur áður ver-
ið rætt. Samanburð á prest-
um og bændum í þessum mál
um er erfitt að gera vegna
þess, að ríkið á prestssetrin,
en ekki prestarnir. Hins veg-
ar teldi ég eðlilegt að ef
stofnaður væri lánasjóður
handa prestum til að býggja
eigin hús, þá ætla prestar að
efla hann með því að leggja
í hann einhvern hluta af laun-
um sínum.
★
Ég tel eftir atvikum rétt,
eins og G.J. að hætt sé nú
þessum orðaskiptum a.m.k.
í bili. En áður en ég læt
þætti mínum lokið að þessu
sinni vil ég segja þetta:
G.J. telur, að mér hafi ekki
verið um það kunnugt, að
hann hafi neitt til þessara
mála lagt, fyrr en nú að til
þessara orðaskipta kom milli
okkar. Þetta er, vægast sagt
mikill misskilningur. Ekld
man ég hvenær ég las fyrst
grein eftir G.J. eða hlustaði
á hann i útvarp, en síðan eru
a.m.k. allmörg ár — og síðan
hef ég yfirleitt alltaf fylgzt
með því sem hann hefur lát-
ið til sín heyra. Og þrátt fyr-
ir skiptar skoðanir okkar vil
ég nú um leið og ég þakka
honum þessi orðaskipti,
vænta þess að framvegia
komi hann því á framfæri,
sem hann telur íslenzkum
landbúnaði og íslenzkri bænda
stétt til hags og heilla.
— Fróðleg bók
Framh. af bls. 3
bókin skrifuð af íslendingum um
þetta efni“.
„Þar sem lífshamingja fólkj
veltur að verulegu leyti á þvi,
hvernig því tekst að byggja upp
hjónaband sitt og fjölskyldulíf,"
segir ennfremur í formálanum,
„er ekki vonum framar, að bók
sem þessi kemur á íslenzkan
bókamarkað.
Það er von Félagsmálastofnun-
arinnar, að efni bókarinnar megi
verða lesendunum hagnýtur fróð
leikur, en bókin sjálf kærkomin
á sem flest heimili og í sem
flesta framhaldsskóla landsins.**
Hannes Jónsson ritar sex af tíu
köflum bókarinnar, • og fjalla
þeir m. a. um fjölskylduna, hjóna
bandið, ástina, hjúskaparslit og
hamingjuna. Pétur H. J. Jakobs-
son ritar um erfðir, frjóvgun og
getnaðarvarnir, Sigurjón Björns-
son um foreldra og barnauppeldi,
dr. Þórður Eyjólfsson um ís-
lenzka hjúskaparlöggjöf og dr.
Þórir Kr. Þórðarson um kristi-
leg viðhorf til til hjónabands-
ins.
Bókin er 212 blaðsíður, prent-
uð á góðan pappír í prentsmiðj-
unni Eddu og er frágangur henn-
ar góður. Hún er prýdd um 30
skýringarmyndum.