Morgunblaðið - 27.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1963, Blaðsíða 2
AO/Ð Föstudagur 27. sept. 1963 Hœkkun á gjaldskrá pósts og síma: Ársfjðrðungsgjald símans 640 kr. Burðargjöld hækka um 50 aura skeyti 20-25% og HINN 1. október næstkomandi gengur í gíldi ný gjaldskrá fyrir póst og síma. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastjórninni segir: Síðan síðasta gjaldskrá var gef in út, hafa laun opinberra starfs- manna hækkað um 40%, og kaup annarra, svo og ýmislegt verðlag, hefur hækkað mikið. Af þeim ástæðum var orðið óhjákvæmi- legt að hækka gjaldskrána, ef komast átti hjá stórhalla hjá stofnuninni. Svipaðar hækkanir hafa orðið að undanförnu í ýmsum löndum. Sú hækkun, sem nú verður hér, ásamt áætlaðri aukningu á viðskiptunum, á að auka heildar tekjur stofnunarinnar um 19%, og er talin svara til tæplega þriðjungs úr vísitölustigi. Hækkunin er ekki hlutfalls- lega eins á öllum liðum. Sumir hækka ekki, eins og t. d. gjald fyrir símskeyti og símtöl til út- landa, sem eru bundin af milli- ríkjasamningum, og sama gildir um flugpóstgjald. í Reykjavík og öðrum sjálf- virkum stöðvum verður ársfjórð ungsgjaldið fyrir allt að 600 sím- Ársfjórffungsgjald heimilissíma meff 600 símtölum en hækkar yfirleitt um 20%. Stofngjaldið hækkar í Reykjavik úr kr. 3.200.00 í kr. 3.500.00 eða um 10%, en við handvirkar stöðv ar í kaupstöðum úr kr. 2.500.00 í kr 2.800.00 eða um 12%. Burðargjald fyrir almenn bréf allt að 20 g hækkar um kr. 0.50, hvort sem er innanbæjar, innan- lands eða til útlanda, og verður á staðartaxta kr. 3.50, á ríkis- taxta og til Norðurlanda kr. 4.50 (eða kr. 6.00 með fluggjaldi) og til annarra landa kr. 5.00 (í stað kr. 4.50 áður). Skrásetningar- gjald ábyrgðarbréfa verður kr. 5.00 (í stað kr. 4.50 áður). Venjuleg innanbæjarskeyti hækka um 20%, en utanbæjar um 25%. Símaefni 50% ódýrara en erlendis Þrátt fyrir það, að allt síma- efni verður hér um 50% dýrara en erlendis vegna aðflutnings- gjaldanna, og að meðallengd notendasímalínu er hér mun meiri en í þéttbýlinu erlendis, verða símagjöldin hér þrátt fyrir hækkunina mun lægri en víðast hvar erlendis, eins og eftirfar- andi samanburður sýnir: Símskeyti innanlands 10 orffa fsland .... kr. 640.00 kr. 12 (innanb.) — kr. Noregur .... — 1.103.00 kr. 24.00 Finnland .... — 657.00 — 24.10 Svíþjóð .... _ 580.00 — 20.70 Danmörk .... — 743.00 — 12.40 Bretland .... — 1.170.00 — 18.00 Þýzkaland .. — 1.420.00 — 16.20 Frakkland .. — 1.670.00 — 21.80 töl innanbæjar kr. 640.00, sem svarar til 20% hækkunar. Yfir- símtölin kosta kr. 1.10. Á hand- virkum stöðvum fer afnotagjald- ið eftir þjónustutíma stöðvanna, Varðandi póstgjöldin, eru þau í mörgum tilfellum lægri hér en annarsstaðar, að undanskyldu burðargjaldi fyrir almenn bréf, sem verður hér fyrir 20 gramma Falleg kynning á norrænni málaralist KOMTN er út á vegum Bóka- útgáfu Helgafells og Ríkis- útvarpsins listkynningarbókin „Norræn málaralist“, og hefur Bjöm Th. Björnsson iistfræffing- ur annazt ritstjórn útgáfunnar. Bókin er prýdd 32 heilsíffu lit- myndum af málverkum og auk þess rúmlega 80 svart-hvítum myndum. Er bókin hin fegursta, og prentun og frágangur eins og bezt verffur á kosiff. Þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, og Ragnar Jóns- son forstjóri ræddu við frétta- menn I gær í tilefni af útkomu bókarinnar. Skýrðu þeir svo frá að listaverkabók þessi ætti sér langan aðdrag- anda. Fyrir mörgum árum á- kváðu útvörpin á Norðurlöndum • íhaldsflokkurinn sigrar í Ontario ’ Toronto, 26. sept. (NTB). 1 ÞINGKOSNINGUNUM, sem fram fóru í Ontario, stærsta fylki Kanada í gær unnu íhaldsmenn mikinn sigur. Hafa þeir nú 78 þingsæti, frjálslyndi flokkurinn 23 og sósíaldemókratar og nýir demókratar sjö samtals. Þetta er í sjöunda skipti, sem íhalds flokkurinn hefur meirihluta á þingi Ontario. að efna til kynningar á nor- rænni málaralist, og voru ritaðar greinar, erindi flutt og myndir birtar um þetta efni. Að kynn- ingunni lokinni var ákveðið að gefa út yfirlitsbók um norræna málaralist á öllum Norðurlönd- unum, og kom sú fyrsta út 1951. Alls kom bókin út á fjórum tungumálum, dönsku, finnsku, norsku og sænsku, í um 250 þús- und eintökum. Ekki stóðu við- komandi ríkisútvörp þeinlínis að útgáfu bókanna, heldur var bóka útgáfufélögum falið að annast hana. Allar litmyndir voru prent aðar sameiginlega hjá þekktu dönsku fyrirtæki. Bókin var í fimm köflum, einum frá hverju Norðurlandanna, og ritaði Björn Th Björnsson kaflann um ísland. íslenzka útgáfan er aðeíns í fjór- um köflum, og er kaflanum um ísland sleppt þar sem mikið af því, sem þar var birt, hefur áður komið hér fram á prenti. Voru það m. a. átta litmyndir af mál- verkum þeirra Kjarvals, Ásgrims Jónssonar, Jóns Stefánssonar og (Muggs). Alls staðar á Norðurlöndum vakti þessi málverkakynning mjög mikla athygli, og er bók- in nú hvergi fáanleg lengur, Gefur bókin skemmtilegan sam- anburð á málaralist á Norður- löndunum auk margskonar upp- lýsinga um listaverk og lista- menn, og er hin eigulegasta. bréf kr. 3,50 (staðartaxti) — kr. 4.50 (ríkistaxti), en er í Finn- landi kr. 4,69 (bæði innanbæjar og utan), en aðeins kr. 3,00 í Noregi, kr. 2,91 í Svíþjóð og kr. 2,19 í Danmörku, en þar eru þau flutt mjög ódýrt með járnbraut unum, og meðal-bréfburðarfjar- lægð pr. bréf er þar margfalt styttri. Skráningargjaldið fyrir ábyrgðarbréf verður hér kr. 5,00, en kr. 5,40 í Noregi, kr. 5,35 í Finnlandi, kr. 5,80 í Svíþjóð, kr. 3,72 í Danmörku, en kr. 9,00 í Bretlandi. Fyrir 2 kg. böggla verður burðargjaldið hér kr. 9.50 (staðartaxti) — kr. 19,00 (ríkistaxti), en í Noregi er það kr. 22,00—57,00 eftir lögun böggla, í Finnlandi kr. 23,43, í Svíþjóð kr. 16,60, í Danmörku kr. 9,45. Burðargjald fyrir póst- ávísanir allt að kr. 200.00, verð- ur hér kr. 4,50, en kr. 6,03 í Noregi, kr. 4,00 í Finnlandi, kr. 5,80 í Svíþjóð, kr. 4,96 í Dan- mörku, kr. 6,00 í Bretlandi. Reykjavík, 26. sept. 1963. Ólafsvíkurvegur MYNDIR þessar eru teknar af veginum fyrir Ólafsvikur- enni, en þar er mjög erfið vegarlagning. Nýlega var frá því skýrt í fréttum, hve litlu munaði að grjóthrun lenti á verkamönnum. Þeir voru nýgengnir út úr kaffi- skúrnum, sem 70—80 punda steinn fór í gegnum þakið á, og eftir að hafa farið gegn- um sæti sem einn mannanna nýlega sat í valt hann út um skúrhliðina. Annar steinn, um 40 pund að þyngd fór inn inn um skúrhliðina og inn á gólf. Höfðu mennirnir ver- ið kallaðir út til að vinna við vörubíl, þegar hrunið byrjaði og hlupu þeir undir annan kaffiskúr og skýldu sér þar. Þessar myndir sýna vegalagn inguna fyrir ennið og kaffi- skúrinn og grjótið. Bráðabirgðastjórn í Dóminíkanska lýðveldinu Leynivínsuli reyndi nð flýjn SL. miðvikudagskvöld varð lög- reglan vitni að leynivínsölu bif- reiðarstjóra eins í Reykjavík. Er bifreiðarstjórinn varð lögregl- unnar var lagði hann á flótta, en lögreglan elti. Tókst henni að stöðva leigubifreiðina eftir elt- ingaleik um götur borgarinnar, og ók leigubílstjórinn á mikilli ferð. Hann mun nú þurfa að standa fyrir máli sínu fyrir saka- dómi. Santo Domingo 26. sept. (NTB-AP) í DAG skipaffi herinn í Dómín íkanska lýffveldinu þriggja manna bráffabirgffastjórn, en sem kunnugt er steypti hann stjórn Juans Bosch forseta af stóli í gær. Engar fregnir hafa borizt af blóffsúthellingum í Dóminík- anska lýðveldinu vegna stjórnar byltingarinnar, en fregnir frá landinu eru ritskoðaffar og síma- samband rofiff. Juan Bosch fyrrv. forseti var væntanlegur til Puerto Rico í dag, en allt bendir til þess að hann sé enn í haldi í forsetahöll- inni í San Domingo. Hinir nýju ráðamenn Dómíní kanska lýðveldisins eru Ramon Tapie, sem var ráðuneytisstjóri bráðabirgðastjórnarinnar, er fór með völd áður en Bosch var kjör inn forseti, Emilo de ios Sant- os og Manuel Tavares, sem báð- ir hafa gegnt opinberum embætt um. í dag birti frænka Juans Bosch bréf, sem hún sagði, að forsetinn hefði ritað. í bréfinu er skorað á þjóðina að snúa ekki baki við lýðræðinu. — Eisenhower Framh. at bls. 1 herzlu á að ekki megi líta á þetta sem opinbera skýrslu heldur að- eins nefndarálit. í skýrslunni segir, að Georg Humphrey, sem var fjármálaráð- herra í stjórn Eisenhowers, hafi m. a. hagnazt á braskinu. Hann er eigandi stórfyrirtækis sem stjórnin seldi verksmiðju á 7,9 milljónir dollara. Verksmiðjan var nýbyggð og hafði kostað 22,8 millj. doilara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.