Morgunblaðið - 27.09.1963, Side 8

Morgunblaðið - 27.09.1963, Side 8
8 MORGUUbi Atiio r Föstudagur 27. sept. 1983 VÍSINDIN segja okkur, að merki legar hugmyndir eigi upptök sín í skapandi hugmyndaflugi fárra manna. Stundum safna menn saman niðurstöðum margra vís- indamanna og mynda úr því eina heild, og stundum verða hug- myndirnar til við rannsóknir á nýjum fyrirbærum. Ein merkileg hugmynd greiðir þannig veginn fyrir annarri. Stórkostlegar upp- götvanir, eins og t.d. kjarnorkan og eldflaugarnar, vekja óhjá- kvæmilega forvitni vísindamanns ins og valdi byltingu á sviði vís- inda. Það erfiða hlutverk að kanna alheiminn hefur fallið vísinda- mönnunum 1 skaut. Með þessum rannsóknum sínum verða þeir að eiga það á hættu, að ein spurn- ing kunni að leiða til fjölmargra annarra. Og víst munu rannsókn- ir á himingeimnum bjóða heim nýjum spurningum. En það er nú þessi óvissa, sem gerir vísindin svo heillandi. Geimvísindin eru aðalþáttur vísindanna á þessari öld og hlut- verk mannsins að kanna ný umhverfi himingeimsins. Slík á- hætta hlýtur að hafa misjöfn á- hrif á hugsanir okkar. — Þegar geimför eru send í slíka leið- angra, hættir okkur til að beina athygli okkar að geimfaranum eingöngu, en gleymum öllum þeim merkilegu rannsóknum og geysilegu vinnu, sem að baki slíkra leiðangra liggur. Geimfar- inn John Glenn harmaði, hve lítinn áhuga ferð hans virtist vekja vísindalega; þó höfum við um aldaraðir beðið þess með eft- irvæntingu, að okkur kynni að takast að kanna himingeiminn. Vísindamenn nútímans eiga út- varpinu og sjónvarpinu mikið að þakka það, sem þeir hafa skynj- að um alheiminn; þó eru þessi fjarskiptatæki aðeins lítill hluti af þeim tækjum, sem nauðsynleg eru til slíkra rannsókna. Vegna þess hve mjög sigurgleði geimfaranna hefur skyggt á vís- indalegar rannsóknir á himin- geimnum, langar mig til að skýra nokkuð frá því, sem kannað hef- ur verið á þessu sviði og vænta má að kannað verði í framtíð- inni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á sviði eðlisfræði, líffræði, jarðeðlisfræði og stjörnu fræði. í fyrsta sinn í sögunni hefur tekizt að afla sér upplýs- inga um geislaorku himingeims- ins, hringrás gufuhvolfsins og uppruna illviðranna, en við þess- ar rannsóknir hafa gervihnettir komið að miklu gagni. Þá hefur vísindamönnum tekizt að afla sér nýrra upplýsinga um iður jarðar- innar með geimrannsóknum. Mikilvægasta uppgötvunin frá rannsóknum himingeimsins er án efa Van Allen geislabeltið. Var það gervihnötturinn Explorer I, er fyrst gaf upplýsingar um til- veru þessa geislabeltis, en síðan hafa menn aflað sér nákvæmari upplýsinga um það frá gervi- hnöttunum Sputnik III og Ex- plorer IV. Unnið var að þessum rannsónkum við rikisháskólann í Iowa undir stjórn Dr. James Van Allen. Það var fyrir tveimur ár- um, að vísindamenn komust á snoðir um tvö geislabelti um- hverfis jörðina, sem síðan hafa verið kölluð innra og ytra beltið. Van Allen geislabeltið, býr yfir ákaflega miklu geislamagni og berast þaðan milljónir rafhlað- inna agna. Hefur þessi vitneskja mjög mikla þýðingu viðvíkjandi geimflugi komandi tíma. Önnur merkileg uppgötvun hefur verið gerð á gufuhvolfi sól- arinnar. Geislabaugur sólarinnar, sem aðeins sést við algjöran sól- myrkva, er mjög óstöðugur, þar eð sólin þeytir sí og æ frá sér ótal prótónum og elektrónum, sem mynda hinn svokallaða „sól- vind“. Þrýstingur þessa vindar er svo mikill, að hann berst iðulega út á braut himinhnattanna og feykir til gervihnöttum. I fjar- Stjornukikirinn mikli í Jodrell Bank. og geimví skiptahnettinum Exporer X voru sérstök tæki til að leita uppi pró- tónur í geislabelti sólar. Við þess- ar rannsóknir kom í ljós, að sólin sendir þessar örsmáu agnir stöð- ugt frá sér, en ekki aðeins þegar óveður geisar á yfirborði sólar, eins og áður var álitið. Vísindamenn hafa komizt að raun um að geislar, sem upptök sín eiga í sólinni, berast tíðum að yfirborði jarðar og safnast saman í námunda við segulskaut hennar. Geislar þessir búa yfir lítilli orku, en orsaka jafnan vissa tegund fjarskiptatruflana í námunda við heimskautin. Ann- ars staðar umhverfis jörðina er þeim hrundið burt af segulsviði jarðar og komast ekki inn í gufu- hvolfið. Á sviði stjörnufræðinnar hafa geimvísindin skapað möguleika, sem að líkindum munu binda enda á hið ævaforna vonleysi stjörnufræðinganna, en rannsókn ir þeirra hafa ávallt verið tak- markaðar við þá staðreynd, að gufuhvolfið er ógagnsætt að und- anteknum tveimur örsmáum „gluggum", sem geislunin til yfir- borðs jarðar berst gegn um. Geimvísindin bjóða upp á nýja möguleika á rannsóknum á stjörnum himingeimsins með því að senda stjörnukíkja upp fyrir gufuhvolfið. Talsverður árangur hefur þegar orðið af þessum rannsóknum. Stjörnukíkir hefur verið sendur upp í 24.000 hæð með loftbelg og myndirnar, er hann sýndi af sólinni, sýndu ýmis áður óþekkt fyrirbrigði, ekki aðeins af hinu hrjúfa yfir- borði sólarinnar, heldur og af innri og ytri sólblettunum. Unn- ið er að því um þessar mundir að senda sérstakan stjörnukíki upp í himingeiminn með gervi- hnetti og er búizt við, að sú áætlun verði framkvæmd árið 1964. Verið er að smíða sér- stakan sólkíki, er senda á upp í geiminn eftir nokkur ár. Og í stjörnurannsóknarstöðinni í Kitt Peak í Arizonafylki er ver- ið að smíða stjörnukíki, sem á að komast upp í 35,000 hæð. Hann á að sjónvarpa myndum til rannsóknarstöðvarinnar í 24 klst. samfleytt. En þótt slíkir stjörnukíkjar eigi ef til vill eftir að valda byltingu á sviði stjörnuvísinda, eru ýmis vandamál óleyst enn. Aðalvandamálið við stjörnukíkja af fullkominni tegund er sá, að þeir verða að standa kyrrir og á stöðugum grunni. Fjarskipta- hnettir geta komið að góðum not um, þegar um smærri stjörnu- kíkja er að ræða, en stærri og fullkomnari gerðirnar þurfa að standa óhreyfðir, og eru fjar- skiptahnettir því óheppilegir. En hér mundi einmitt tunglið vera rétti staðurinn og við það eru vonir manna bundnar í framtíð- inni á sviði stjörnuvísinda. Að sjálfsögðu hafa stjörnu- fræðingar ávallt haft geysimik- inn augastað á tunglinu, sér- staklega í sambandi við rannsókn ir sínar á jörðinni og sólkerfinu. Þeir álíta, að rannsóknir á tungl- inu muni leiða mönnum fyrir sjónir, hvernig jörðin var útlít- andi í upphafi. Tunglið er æva- forn hnöttur, óspilltur af eyði- leggingarafli veðrahams og nátt- úruhamfara, því þar er ekkert andrúmsloft. Af þessu leiðir að Myndir af Marz úr stjörnukíki. Dökku svæðin telja menn vera gróðurlendi en ljósu svæðin eyðimerkur. BÚSÁHÖLD Avallt í fjölbreyttu úrvali. QeaZúnaen/ ASSA ASSA RUKO YALE UNION útidyraskrár innidyraskrár útidyraskrár innidyraskrár innidyraskrár WESLOCK kúluhúnaskrár INSA kúluhúnaskrár Járnsmibir Tökum að okkur allskonar járnsmíði. Múrum innan katla Einangrun einnig katla, hita- kúta og leiðslur. Katlar og stálverk, sími 24213. Barnavagn Scandia barnavagn, lítið not- aður. til sölu. Uppl. í síma 14308. yfirborð tunglsins er hið sama nú og það var í upphafi sól- kerfisins. Frá upphafi geimvísindanna hafa menn aðallega fengizt við rannsóknir á sviði eðlisfræði og jarðeðlisfræði. Kn einn þáttur þessarar vísindagreinar er hag- nýt lífeðlisfræði, þ.e. rannsóknir á mótstöðu mannsins gegn þyngd árleysi himingeimsins, geislun eða öðrum óþekktum fyrirbærum geimsins. Leitazt er við að finna lifandi frumeindir i geimnum og rannsakaðar eru aðstæður fyrir frumstæðar lífverur. Það, sem mesta eftirvæntingu vekur er að sjálfsögðu möguleikinn fyrir lífi á öðrum reikistjörnum. Rann- sóknarefni, sem glætt hefur ímyndunarafl heimspekinga og skálda þessa heims, er þannig orðið að alvarlegu rannsóknar- efni vísindamanna nútímans. Kynslóð okkar hefur stigið •fyrsta skrefið til þess óþekkta og er örðugt að ofmeta hina geysilegu þýðingu þessara fram- fara. Ef til vill verður mannkyn- ið ekki lengur takmarkað við einn hnött í vetrarbrautinni. En það verður erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir áhrifum geimrannsóknanna á menningu okkar og hugsanir. Sálfræðin kennir okkur að reynslan stjórni ímyndunaraflinu. Svið skynjanna okkar og hugmynda víkkar að sama skapi um leið og við aukum þekkingu okkar. Hugmyndaflugið stækkar og efa laust hefur það mikil áhrif á menningu okkar, listir, bók- menntir og skáldskap. Ef til vill munu geimvísindin kanna hluti úr lögmálum náttúr- unnar, sem hingað til hafa ver- ið okkur ókunn. Þegar við höf- um gert alheiminn að „tilrauna- stofu" okkar, á framþróunin sér engan endi. Höfuðvandamál geimrann- sókna er kostnaðurinn. En það er ekki ólíklegt, að þjóðir þær, sem ekki taka þátt í rannsókn- um á þessu sviði í framtíðinni, dragist aftur úr á ýmsum svið- um. Æskilegast væri, að þjóð- irnar ynnu saman að þessu vandamáli og skiptu kostnaðin- um á milli sín. Náin samvinna á sviði geimvísinda drægi úr hættunni á því, að einstaka þjóðir létu leiðast til að hagnýta sér kjarnorkuna í þágu hernaðar eingöngu. Nytsemi slíkrar sam- vinnu verðskuldar athygli okk- ar óskipta og gæti ráðið úrslit- um um ríkjandi frið í heiminum. Moðurinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.