Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ r Fostudagur 27. sept. 1963 OTðQMnfrlftfrlfr Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. NIÐURGREIÐSL UR ¥Tm langt skeið hafa niður- ^ greiðslur verið við lýði hér á landi og hefur þeim verið hagað á ýmsan hátt, en fyrst og fremst hafa landbún- aðarvörur verið greiddar niður. Allar stjórnir hafa undan- fana áratugi barizt við verð- hækkanir og verðbólguþró- un og hafa oft beitt niður- greiðslunum, þannig að þær hefðu sem mest áhrif á vísi- tölu framfærslukostnaðar og Stundum hefur hún vísvit- andi verið fölsuð með þess- um hætti. • Niðurgreiðslur eru ekki ein göngu íslenzkt fyrirbæri, þær hafa víðar verið notaðar á mismunandi vegu og geta undir ákveðnum kringum- stæðum átt rétt á sér. Mönnum má þó ekki sjást yfir það, að þegar vöruverð er greitt niður, er það gert jmeð þeirra eigin peningum. Það verður auðvitað að taka fé til niðurgreiðslnanna af borgurunum á einhvern hátt. Viðreisnarstjórnin hefur afnumið allar útflutningsupp hætur og stefnt í þá átt að lækka niðurgreiðslur, enda eiga þær helzt ekki að vera yaranleg úrræði heldur grip- ið til þeirra, þegar sérstak- lega stendur á. Að undanförnu hefur bú- VÖrUverð hækkað verulega, og er hækkunin meiri, vegna þess að niðurgreiðslur eru ó- breyttar að krónutölu, og hækkunin verður þess vegna meiri að hundraðshluta. Hér er því stefnt í þá átt að draga fremur úr niðurgreiðslunum en auka þær og er þar rétt að farið. Áður hafa niðurgreiðslur verið afnumdar, t.d. af kar- töflum, og gjarnan mætti draga frekar úr þessum út- gjöldum og stefna að því að þau falli með öllu niður. AUSTURVIÐ- SKIPTIN Fnn hafa augu manna beinzt ^ að austurviðskiptunum, að þessu sinni vegna erfið- leika þeirra, sem verið hafa við afhendingu Austurlands- síldarinnar til Rússa. Allir íslendingar eru sam- mála um það að hafa við- skipti við kommúnistaríkin, að svo miklu leyti sem þau geta talizt hagkvæm, en marg háttaðir erfiðleikar hafa ver- ið í sambandi við þessi við- sk'pti og nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir, hvernig á þeim stendur. Meðan íslendingar voru í stöðugum gjaldeyrisvandræð um voru þeir tilneyddir að hafa víðtæk viðskipti við löndin austan 'járntjalds. í samningum við fulltrúa þess- ara landa var ísland hinn veiki aðili og það vissu við- semjendur okkar, sem hag- nýttu sér þá aðstöðu til hins ítrasta. Auðvitað reyna verzlunar- fulltrúar kommúnistaríkj- anna að fá keyptar vörur á sem lægstu verði og jafn- framt að selja sína fram- leiðslu á sem hæstu verði. Þegar þeir vissu, að íslend- ingar höfðu ekki í annað hús að venda, gátu þeir þess vegna sett okkur stólinn fyrir dyrnar og eru ótaldar þær fjárhæðir, sem við höfum af þessum sökum skaðast um. Þegar gjaldeyrisstaða okk- ar styrktist og við gátum keypt fleiri vörutegundir á frjálsum mörkuðum varð miklu auðveldara að semja við kommúnistaríkin og við náðum í ýmsum tilfellum hag kvæmari viðskiptakjörum en áður. Að því er Austurlandssíld varðar þá spretta erfiðleik- arnir líka vafalaust af því, að Rússum er ljóst, að þessa vöru getum við ekki selt ann- að og þess vegna geta þeir boðið okkur birginn. FRJÁLS VIÐSKIPTI Tlússar og önnur kommún- istaríki reka veruleg við- skipti við hinn frjálsa heim. Þannig hafa Rússar til dæm- is nýlega ákveðið að kaupa mikið magn af hveiti frá Kanada til þess að bæta úr brýnni þörf, sem skapast af niðurlægingu rússnesks land- búnaðar sem byggist á hinu kommúníska kerfi. Þessi viðskipti Rússa og hinna kommúnistaríkjanna eru yfirleitt frjáls, þ.e.a.s. að þau greiða í hörðum gjald- eyri fyrir þær vörur, sem þau kaupa og eins fá þau greitt fyrir þá vöru, sem þau flytja út. Gagnvart okkur er allt ann- ar viðskiptamáti. Þar er um að ræða vöruskiptaverzlun og við höfum yfirleitt sett okk- ur á bekk veikari aðilans og orðið að sæta þeim viðskipta- kjörum, sem Rússar hafa boð- ið. — Morgunblaðið er ekki þeirr ar skoðunar, að viðskiptin við kommúnistaríkin mundu leggjast niður, ef frjálsræði ríkti í þeim viðskiptum eins —• *** * — ■ ^ **» **- ~ -,*■ v r*in—mvir Adenauer og de Gaulle á flug vellinum sJ. laugardag. Síðasta heimsókn Aden- auers í embætti? UM síðustu helgi fór Konrad Adenauer, kanzlari V-Þýzka- lands í einkaheimókn til Frakklandsforseta, de Gaulle, og dvaldist hjá honum og konu hans í Rambouillet — höllinni. Er það sennilega siðasta heimsókn Adenauers þangað í embætti kanzlara, því að senn líður að því að Ludwig Erhard taki við em- bættinu. Þótt um einkaheimsókn væri að ræða, sýndi de Gaulle kanzlaranum margvíslegan sóma, sem venja er við opin- berar heimsóknir hann tók sjáifur á móti honum á Villa- coublyflugvellinum og lét fara fram hersýningu honum til heiðurs. Kanzlarinn og forsetinn óku síðan saman beint til hallar- innar, en í næstu bifreið óku þær madame de Gaulle og dóttir Adenauers, og var í fór með honum. Það mun hafa verið Aden- áuer, er átti frumkvæðið að þessum fundi þeirra de Gaulle, sem er hinn fimm- tándi á síðustu fimm árum. Þeir voru fyrr á þessu tíma- bili stundum kallaðir í gamni „kærustuparið“, og seinna var talað um „gömlu hjónin", — en fréttamenn hafa velt því mjög fyrir sér að undanförnu, hversu haldgott „þýzk-franska hjónabandið" verði, eftir að Adenauer lætur af kanzlara- embættinu. Þeir minnast þess þó, að hann verður eftir sem áður formaður flokks Kristi- legra demókrata og þannig líklegur til mikilla áhrifa á Bonn-stjórnina. Fréttamenn benda einnig á, að eftir að utanríkisráðherr- arnir Gerhard Sohröder og Couve de Murville ræddust víð síðast, hafi Sohröder og talsmaður „sveigjanlegrar“ stefnu. Þá taldi „Sunday Tele graph“ sig hafa vitneskju um, að þeir ráðherrarnir hefðu ekki orðið á eitt sáttir um ýmis mikilvæg atriði, m,.a. Moskvu-sáttmálann um tak- markað bann við kjarnorku- tilraunum og hugsanlegan griðasáttmála milli NATO og Varsjár-bandalagsins. Schröd- er fór beint til Washington frá París — til viðræðna við Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri ráð- herra þar. Það kemur víðast fram af blaðaskrifum á Vesturlöndum, að sennilega verði væntanlegir stjórnendur V-Þýzkalands ekki eins eftirlátssamir við stefnu Frakka gagnvart Bret- um og Bandaríkjamönnum, og Adenauer hefur verið. — Þó hefur Ludwig Erhard nýlega sagt í ræðu, að ekki verði um meiri háttar breytingar á utanríkisráðstefnu V-Þjóð- verja að ræða á næstunni. Ekki þurfi að óttast, að þeir taki að velja milli Bandaríkj* anna og Frakklands, því að hvorirtveggja séu vinir Þjóð- verja og þeir muni því ekki stuðla að neinni breytingu á samskiptum þeirra. En frétta- menn spyrja jafnframt, hvort ekki sé hugsanlegt, að V-Þjóð verjum verði þröngvað í þá aðstöðu að verða að velja annaðhvort eða . . . ! ! ■ og öðrum. Þvert á móti er ástæða til að ætla að góð við- skiptasambönd gætu komizt á og viðskiptin í heild yrðu heilbrigðari. Kommúnistaríkin leggja á- herzlu á aukin viðskipti við hinn frjálsa heim og oftast eru þau — eins og áður segir — frjáls. En þá vaknar spurn- ingin um það, hvers vegna við getum ekki haldið uppi frjálsum og heilbrigðum við- skiptum við kommúnistarík- in eins og aðrir. Ef slík viðskipti kæmust á, þyrftu menn ekki að deila um það, hvort sölur til kommún- istaríkjanna og vörukaup það an væru heppileg eða ekki, þá mundu viðskiptin byggj- ast á því, hvort menn fengju jafngóð eða betri kjör þar en annars staðar og þannig væri hag okkar bezt borgið. Vonandi tekst að þoka þess- um málum í átt til frjálsræð- is til gagns fyrir alla aðila. Erlendar fréttir í stuttu máli • BEN BELLA TILKYNNIR Algeirsborg, 25. sept. — NTB: — Ben Bella, forseti Alsír, til- kynnti í dag, að innan skamms muni stjórnin taka í sínar hendur eigur velmegandi óð- alsbænda á hinni frjósömu Mitidja-sléttu, rétt sunnan við Algeirsborg. Ennfremur sagði hann, að stjórnin myndi taka í sínar hendur rekstur mikil vægustu olífuolíu-hreinsunar- stöðvarinnar í Alsír, sem er nú í eigu Mustapha nokkurs Tamzali. Forsetinn lýsti þessu yfir, er hann kom ásamt William Tubman, forseta Líberíu í heimsókn á nýtt samyrkjubú í nágrenni Bouvarik á Mitidja sléttu. • KÚBUSIGLINGAR BANNAÐAR Aþenu, 25. sept. - NTB: — Stjórn Grikklands hefur lýst yfir banni við því, að skip, er sigla undir grískum fána, stundi siglingar til Kúbu. Út- gerðarfélög er brjóta í bága við það bann eiga á hættu há ar sektir og eigenduí þeirra fangelsisdóma, — og skip- stjórar er sigla skipum undir grískum fána til Kúbu eiga á hættu að missa skipstjórnar réttindi í tvö ár. Kampmaim hættii þingmennsku Kaupmannahöfn, 25. sept. NTB • Viggo Kampmann, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerk ur, hefur tilkynnt forseta danska þjóðþingsins, að hann óski eft- ir því af heilsufarsástæðum, að vera leystur frá þingstörfum frá og með 1. október næstkom- andi. Kampmann, sem er 52 ára að aldri, lét af embætti forsætis- ráðherra í september 1962, er hann fékk a.ðkenningu að hjarta- slagi. Hann varð pingmaður ár- ið 1953. «

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.